Hlutverk hönnunar í grænu byltingunni Ragna Sara Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 16:01 Það er sannarlega jákvætt að sjá fjárfesta og fyrirtæki uppgvöta nauðsyn þess að hrinda verði af stað tafarlaust svokallaðri grænni umbyltingu. Nú nýverið spáði Larry Fink, forstjóri BlackRock eignastýringar því að einhyrningar (vaxtarmestu sprotafyrirtækin) næsta áratugar muni vera á sviði tækni í þágu loftslagsins. Hann spáir gríðarlegri aukningu á fjárfestingum í þessum málaflokki. Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa sömuleiðis nýverið skrifað undir viljayfirlýsingu um að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Nýverið ákváðu Samtök iðnaðarins jafnframt að tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu til þess að vekja athygli á mikilvægi grænna umskipta. Við þessi tíðindi er áhugavert að kafa dýpra og spyrja sig hvað þarf til að ná árangri í grænni umbreytingu. Til að byrja með er mikilvægt að átta sig á að þessi græna umbylting mun ekki eingöngu gerast með tæknilegri nýsköpun nokkura einhyrninga eins og stundum má skilja af fyrirsögnum og umræðu. Það væri frábært ef tæknibreytingar gætu bjargað heiminum, en umbreytingin sem þarf að eiga sér stað þarf að vera mun breiðari. Við höfum búið yfir umhverfisvænni tækni á mörgum sviðum í langan tíma en samt hefur lítið gerst í því hvernig við tileinkum okkur þá tækni. Til að ná árangri þurfa tæknibreytingar, hönnun, lífsstíll og sameiginlegt átak allrar hlekkja í virðiskeðjunni allt frá hönnun til áhuga og vals neytenda að koma saman. 80% af umhverfisáhrifum vöru eru ákvörðuð í hönnunarferlinu Ef við skoðum vöruþróun og tækifærin þar til að stuðla að grænni umbreytingu þá sýna rannsóknir að um 80% af umhverfisfótspori vöru er ákvarðað í hönnunarferlinu. Snjöll vöruhönnun þar sem sóun hráefna er lágmörkuð, ending hámörkuð og hugsað er fyrir auðveldri endurvinnslu getur nú þegar haft mjög mikil áhrif á kolefnisfótspor og orkunýtingu. Hringrásarvæn hráefni sem endurnýta úrgang á virðisaukandi hátt eru þegar farin að koma fram í auknum mæli. Það er jákvætt, ekki nóg að skapa hringrásarvæn hráefni með nýrri tækni, mikilvægt er að finna nýjum hráefnum réttan farveg í umhverfisvænni lausnum sem standast samkeppni og eru valin af neytendum. Þar kemur hönnunarferlið sterkt til sögunnar þar sem hráefnin er prófuð og hönnuð til að fara í réttan framtíðarfarveg sem hefur jákvæð áhrif. Ekki má heldur gleyma mikilvægi ákvarðana neytenda og stjórnenda fyrirtækja þegar kemur að því að breyta hegðun sinni og velja umhverfisvænar lausnir í stað þeirra sem hafa hátt umhverfis- eða kolefnisfótspor. Sameiginlegt verkefni allra aðila er að skipta út gamalli hönnun og framleiðsluferlum í umhverfisvænni vörur með markmið um kolefnishlutleysi að leiðarljósi. Fjárfestingar eru mjög mikilvægar til að hafa áhrif á þróun framtíðarinnar. Val á fjáfestingum mun miklu máli skipta bæði fyrir áhrif fjárfestinganna og ávöxtun fjármagnseigenda. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er nóg að breyta einum hluta keðjunnar til að ná árangri í grænu byltingunni, til þess þurfa margir samverkandi þættir og vilji að koma saman. Um er að ræða endurhönnun á ferli heimsins sem verður gerð með hjálp tækni og vali okkar allra um breytingar. Höfundur er frumkvöðull og stofnandi FÓLK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er sannarlega jákvætt að sjá fjárfesta og fyrirtæki uppgvöta nauðsyn þess að hrinda verði af stað tafarlaust svokallaðri grænni umbyltingu. Nú nýverið spáði Larry Fink, forstjóri BlackRock eignastýringar því að einhyrningar (vaxtarmestu sprotafyrirtækin) næsta áratugar muni vera á sviði tækni í þágu loftslagsins. Hann spáir gríðarlegri aukningu á fjárfestingum í þessum málaflokki. Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa sömuleiðis nýverið skrifað undir viljayfirlýsingu um að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Nýverið ákváðu Samtök iðnaðarins jafnframt að tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu til þess að vekja athygli á mikilvægi grænna umskipta. Við þessi tíðindi er áhugavert að kafa dýpra og spyrja sig hvað þarf til að ná árangri í grænni umbreytingu. Til að byrja með er mikilvægt að átta sig á að þessi græna umbylting mun ekki eingöngu gerast með tæknilegri nýsköpun nokkura einhyrninga eins og stundum má skilja af fyrirsögnum og umræðu. Það væri frábært ef tæknibreytingar gætu bjargað heiminum, en umbreytingin sem þarf að eiga sér stað þarf að vera mun breiðari. Við höfum búið yfir umhverfisvænni tækni á mörgum sviðum í langan tíma en samt hefur lítið gerst í því hvernig við tileinkum okkur þá tækni. Til að ná árangri þurfa tæknibreytingar, hönnun, lífsstíll og sameiginlegt átak allrar hlekkja í virðiskeðjunni allt frá hönnun til áhuga og vals neytenda að koma saman. 80% af umhverfisáhrifum vöru eru ákvörðuð í hönnunarferlinu Ef við skoðum vöruþróun og tækifærin þar til að stuðla að grænni umbreytingu þá sýna rannsóknir að um 80% af umhverfisfótspori vöru er ákvarðað í hönnunarferlinu. Snjöll vöruhönnun þar sem sóun hráefna er lágmörkuð, ending hámörkuð og hugsað er fyrir auðveldri endurvinnslu getur nú þegar haft mjög mikil áhrif á kolefnisfótspor og orkunýtingu. Hringrásarvæn hráefni sem endurnýta úrgang á virðisaukandi hátt eru þegar farin að koma fram í auknum mæli. Það er jákvætt, ekki nóg að skapa hringrásarvæn hráefni með nýrri tækni, mikilvægt er að finna nýjum hráefnum réttan farveg í umhverfisvænni lausnum sem standast samkeppni og eru valin af neytendum. Þar kemur hönnunarferlið sterkt til sögunnar þar sem hráefnin er prófuð og hönnuð til að fara í réttan framtíðarfarveg sem hefur jákvæð áhrif. Ekki má heldur gleyma mikilvægi ákvarðana neytenda og stjórnenda fyrirtækja þegar kemur að því að breyta hegðun sinni og velja umhverfisvænar lausnir í stað þeirra sem hafa hátt umhverfis- eða kolefnisfótspor. Sameiginlegt verkefni allra aðila er að skipta út gamalli hönnun og framleiðsluferlum í umhverfisvænni vörur með markmið um kolefnishlutleysi að leiðarljósi. Fjárfestingar eru mjög mikilvægar til að hafa áhrif á þróun framtíðarinnar. Val á fjáfestingum mun miklu máli skipta bæði fyrir áhrif fjárfestinganna og ávöxtun fjármagnseigenda. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er nóg að breyta einum hluta keðjunnar til að ná árangri í grænu byltingunni, til þess þurfa margir samverkandi þættir og vilji að koma saman. Um er að ræða endurhönnun á ferli heimsins sem verður gerð með hjálp tækni og vali okkar allra um breytingar. Höfundur er frumkvöðull og stofnandi FÓLK.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun