Framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 21. febrúar 2022 07:30 Þann 23. – 25. febrúar næstkomandi fer fram aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar verður kosið milli tveggja framboða. Undirrituð leiðir annan listann en samhliða gefa ellefu einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli og sex til varastjórnarsetu. Framboðið samanstendur af frambærilegu ungu fólki sem vill vinna í þágu flokksins. Árið 2017 var síðast kosið milli tveggja framboða í Heimdalli og kosningarnar því, að mínu mati, löngu tímabærar. Það er í raun hollustumerki að fleiri en eitt framboð bjóði sig fram til stjórnarsetu í ungliðahreyfingu. Frelsismál skilin eftir Á núlíðandi kjörtímabili og því fyrra hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum sem hafa aðra sýn á samfélagið en hann sjálfur. Í umræddu samstarfi hefur flokkurinn þurft að víkja frá ýmsum grunnfrelsismálum, sem er miður. Afglæpavæðing neysluskammta, frjálsara fjölmiðlaumhverfi, niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu, aukið frelsi foreldra til að velja nafn á börnin sín og afnám einokunar ÁTVR á áfengissölu eru meðal þeirra mála sem að við hefðum viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn leggja meiri áherslu á. Við munum halda þessum mikilvægu málum á lofti og skorum á flokkinn að standa með þeim. Auðvelt er að skilja þessi litlu frelsismál eftir og stimpla þau sem „ekki forgangsmál“ en þó svo að mál séu lítil í hinu stóra samhengi er það ekki ástæða til að skilja þau eftir. Flokkur unga fólksins Mikilvæg verkefni eru framundan hjá Heimdalli á komandi starfsári. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan en í þeim felast miklar áskoranir en þó ekki síður tækifæri – tækifæri til að sannfæra ungt fólk um gildi Sjálfstæðisstefnunnar. Heimdallur er þó ekki síður mikilvægur til að veita kjörnum fulltrúum aðhald með því að minna flokkinn á grunngildi sín þegar þeir eru komnir af sporinu. Við erum óhrædd við að stíga fram og minna flokkinn á þessi grunngildi. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki og hefur sýnt það í verki, til að mynda með því að skipa tvo yngstu ráðherra í sögu íslenska lýðveldisins. Auk þess er vert að nefna að þeir tveir frambjóðendur sem hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor teljast ungir sjálfstæðismenn – enda falla allir flokksmenn þar undir sem eru á aldursbilinu 15 til 35 ára. Á fyrri árum dró ungt fólk vagninn í fylgi flokksins en það er ekki raunin lengur. Við þurfum að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur unga fólksins. Grunnstef flokksins um frelsi einstaklingsins til athafna á samleið með skoðunum ungs fólks en þrátt fyrir það er raunin sú að ungt fólk telur sig ekki eiga samleið með flokknum. Því er ljóst að Sjálfstæðisflokknum er mikill vandi á höndum því án ungs fólks á flokkurinn enga framtíð. Hugsjónir ungs fólks eru hugsjónir framtíðarinnar, hugsjónir sem flokkurinn hefur horft framhjá og ekki hlustað nægilega vel á. Því þarf öfluga ungliðahreyfingu til að minna flokkinn á að svara kalli framtíðarinnar – því framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum. Við bjóðum því fram okkar krafta til að leiða ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Öll búsett í Reykjavík á aldrinum 15 – 35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið – hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum, hér: https://xd.is/minar-sidur/. Kosið verður í Valhöll (Háaleitisbraut 1) milli kl 16 – 20 á fimmtudag og 16 – 19 á föstudag. Ég skora á þig, kæri lesandi, að taka þátt! Höfundur leiðir lista Birtu Karenar og Kára Freys í framboði til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Þann 23. – 25. febrúar næstkomandi fer fram aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar verður kosið milli tveggja framboða. Undirrituð leiðir annan listann en samhliða gefa ellefu einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli og sex til varastjórnarsetu. Framboðið samanstendur af frambærilegu ungu fólki sem vill vinna í þágu flokksins. Árið 2017 var síðast kosið milli tveggja framboða í Heimdalli og kosningarnar því, að mínu mati, löngu tímabærar. Það er í raun hollustumerki að fleiri en eitt framboð bjóði sig fram til stjórnarsetu í ungliðahreyfingu. Frelsismál skilin eftir Á núlíðandi kjörtímabili og því fyrra hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum sem hafa aðra sýn á samfélagið en hann sjálfur. Í umræddu samstarfi hefur flokkurinn þurft að víkja frá ýmsum grunnfrelsismálum, sem er miður. Afglæpavæðing neysluskammta, frjálsara fjölmiðlaumhverfi, niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu, aukið frelsi foreldra til að velja nafn á börnin sín og afnám einokunar ÁTVR á áfengissölu eru meðal þeirra mála sem að við hefðum viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn leggja meiri áherslu á. Við munum halda þessum mikilvægu málum á lofti og skorum á flokkinn að standa með þeim. Auðvelt er að skilja þessi litlu frelsismál eftir og stimpla þau sem „ekki forgangsmál“ en þó svo að mál séu lítil í hinu stóra samhengi er það ekki ástæða til að skilja þau eftir. Flokkur unga fólksins Mikilvæg verkefni eru framundan hjá Heimdalli á komandi starfsári. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan en í þeim felast miklar áskoranir en þó ekki síður tækifæri – tækifæri til að sannfæra ungt fólk um gildi Sjálfstæðisstefnunnar. Heimdallur er þó ekki síður mikilvægur til að veita kjörnum fulltrúum aðhald með því að minna flokkinn á grunngildi sín þegar þeir eru komnir af sporinu. Við erum óhrædd við að stíga fram og minna flokkinn á þessi grunngildi. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki og hefur sýnt það í verki, til að mynda með því að skipa tvo yngstu ráðherra í sögu íslenska lýðveldisins. Auk þess er vert að nefna að þeir tveir frambjóðendur sem hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor teljast ungir sjálfstæðismenn – enda falla allir flokksmenn þar undir sem eru á aldursbilinu 15 til 35 ára. Á fyrri árum dró ungt fólk vagninn í fylgi flokksins en það er ekki raunin lengur. Við þurfum að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur unga fólksins. Grunnstef flokksins um frelsi einstaklingsins til athafna á samleið með skoðunum ungs fólks en þrátt fyrir það er raunin sú að ungt fólk telur sig ekki eiga samleið með flokknum. Því er ljóst að Sjálfstæðisflokknum er mikill vandi á höndum því án ungs fólks á flokkurinn enga framtíð. Hugsjónir ungs fólks eru hugsjónir framtíðarinnar, hugsjónir sem flokkurinn hefur horft framhjá og ekki hlustað nægilega vel á. Því þarf öfluga ungliðahreyfingu til að minna flokkinn á að svara kalli framtíðarinnar – því framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum. Við bjóðum því fram okkar krafta til að leiða ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Öll búsett í Reykjavík á aldrinum 15 – 35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið – hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum, hér: https://xd.is/minar-sidur/. Kosið verður í Valhöll (Háaleitisbraut 1) milli kl 16 – 20 á fimmtudag og 16 – 19 á föstudag. Ég skora á þig, kæri lesandi, að taka þátt! Höfundur leiðir lista Birtu Karenar og Kára Freys í framboði til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun