Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar 2. desember 2025 08:02 Flestir Íslendingar eru örugglega sammála um að betur má fara með almannafé. Einnig að víða er pottur brotinn, í heilbrigðismálum, menntamálum, innflytjendamálum, leikskólamálum, málefnum aldraðra, orkumálum og svo mætti lengi telja. Við höfum upplifað það sjálf og í gegnum okkar nánustu. Þá sjáum við einnig ítrekað að lög hafa verið sett og ákvarðanir teknar sem eru óvandaðar, illa undirbúnar og hafa og munu kosta samfélagið töluverða fjármuni. Svona er þetta þrátt fyrir að Ísland sé á alla alþjóðlega mælikvarða í fremstu röð og skortur minni hér en víðast annars staðar. Þessi staða vekur upp spurninguna um hver og hvernig við gætum hagsmuna heildarinnar, íslenska samfélagsins í heild. Hver veitir þeim sem ráða í pólitík, atvinnulífinu, verkalýðsfélögunum og í kerfinu aðhald? Við vitum að hver er sjálfum sér næstur og að hver í sínu horni gætir eigin hagsmuna en spurningin er: Hver gætir hagsmuna heildarinnar? Svarið er einfalt. Eina valdið sem getur stöðugt og í gegnum árin þjónað hagsmunum Íslendinga eru sterkir fjölmiðlar. Því miður eru þeir ekki til staðar á Íslandi. Þess vegna þurfum við að koma upp kerfi sem eflir fjölmiðla og tryggir sjálfstæði þeirra gagnvart sérhagsmunum. Fjölmiðlar eru að veikjast - verðum að bregðast við Helsta veikleikamerki okkar fjölmiðla er skortur á rannsóknarblaðamennsku og málefnalegri umfjöllun. Fréttir eru frásagnir þar sem fólk heldur fram einhverjum skoðunum. Oftast mætast andstæðir pólar, í sömu frétt eða sitthvorri, þar sem staðhæfingar og upphrópanir fljúga á milli. Því miður liggur sjaldnast fyrir áreiðanleg úrvinnsla gagna og upplýsinga þannig að oft verður deilt um staðreyndir. Orð á móti orði en aldrei skorið úr um hvað er rétt og hvað er rangt. Þeir sem starfa við fjölmiðla verða fyrst og fremst umræðustjórar á meðan þeir fá ekki tækifæri til skoða sjálfstætt og rannsaka þau mál sem eru til umfjöllunar. Með því að skapa þeim tækifæri til að rannsaka málefnin og setja fram aðalatriðin geta fjölmiðlar rammað inn umræðuna, haldið staðreyndum til haga og skapað forsendur fyrir samtal án upphrópana, þar sem virðing er borin fyrir staðreyndum og mismunandi ályktunum og mati á hagsmunum. Við slíka breytingu myndi kannski færast smá hógværð í hluta umræðunnar þegar fólk getur ekki staðhæft hvað sem er. Hógværðin er mikilvæg ef tilgangurinn með samtalinu er að reyna að ná sem bestri niðurstöðu fyrir land og þjóð. Leiðir eru færar Leiðir eru færar en margt þarf að gera á sama tíma, sumt kostar talsverða fjármuni annað ekki. Í fyrsta lagi þarf að koma festu á reksrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi þar sem einkareknum fjölmiðlum eru skapaðar forsendur til að afla vinsælda og tekna á forsendum heilbrigðrar samkeppni. Því tengt þarf að skilgreina hlutverk og tekjustofna RÚV þannig að þeir fjármunir almennings sem til fyrirtækisins renna fari í þau samfélagslegu mikilvægu verkefna sem ríkisfyrirækinu er falið að sinna. Þessum verkefnum verða stjórnmálamenn að snúa sér að með breytingum á lagaumhverfi fjölmiðla í dag. Þróun síðustu ára sýnir að núverandi fyrirkomulag veikir jafnt RÚV og einkareknu miðlana og ekki hafa nýir miðlar heldur náð að skjóta rótum. Það þarf að vanda til þessara breytinga og byggja til framtíðar, ekki að hlaupa til og bjóða lítinn plástur á stórt opið sár til að friðþægja umræðuna. Vandamálið er of stórt og mikilvægt fyrir samfélagið. Í dag er kostnaður við miðlun efnis einungis brot af því sem það var fyrir 30 árum. Samtímis hafa tekjutækifærin færst til og skroppið saman, sérstaklega fyrir innlenda miðla. Hver og einn hefur bæði tæki og tækifæri til að vera fjölmiðill en því miður, enn sem komið er, hefur það ekki leitt til þess að fjölmiðlun eða samfélagsleg umræða hafi orðið vandaðri eða betri. Hún hefur frekar versnað. Rannsóknarstyrkir sem renna fyrst og fremst til vinnu blaðamanna, en ekki kostnað við miðlun, er aðferð til að nýta möguleika nýrrar tækni til að bæta fjölmiðlun og miðlun upplýsinga í þeim tilgangi að efla opinbera umræðu og þar með styrkja innviði okkar samfélags til frambúðar. Þetta er í raun stórt tækifæri. 0,1% af samneyslu okkar í rannsóknarstyrki til fjölmiðlunar og fjölmiðlafólks Auglýsingatekjur RÚV eru 2,7 milljarðar króna á ári. Það hafa verið uppi hugmyndir um að taka RÚV af auglýsingmarkaði, að það muni styrkja frjálsa fjölmiðlun. Sú hugmynd hefur tæplega verið hugsuð lengra en fyrsti kaffibollinn ef takmarkið er að styrkja fjölmiðlun á Íslandi. Ég bendi á grein stjórnarformanns RÚV frá 1. nóvember og frá undirrituðum frá 25. nóvember hér á Vísi inn í þá umræðu. Ég geri að tillögu minni að ríkissjóður stofni rannsóknarsjóð blaðamanna og að úthlutun hvers árs nemi þeirri fjárhæð, þ.e. 2,7 milljörðum króna, með vissum skilmálum. Þeir fjármunir renni til fjölmiðla og fjölmiðlafólks sem sýnir í verki áhuga og getu til að vinna gögn, upplýsingar og annað efni sem snýr að málum sem varða okkar samfélag og fjalla um það með greinargóðum hætti. Með þessum hætti gætum viðgert um 150 blaðamönnum í viðbót fært að sinna rannsóknum á íslensku samfélagi. Til samanburðar kostar það okkur nálægt 2.200 milljarða króna að reka ríkið á ári. Með sveitarfélögum er sú upphæð ekki langt frá 2.700 milljörðum. Í samhenginu erum við að tala um að fjárfesta í aðhaldi og málefnalegri umræðu fyrir 0,1% af því sem að sameiginlegir sjóðir okkar nota á ári. Með því að gera það ekki tel ég að við séum að spara aurinn og kasta krónunni. Það sem verra er að við munum kasta hverri krónunni á eftir annarri með kerfi sem vissulega þarf aðhald, betri stjórnun og aðstoð við umræðu til að komast að réttari ákvörðunum. Gróf tillaga að framkvæmd Hefðbundnir fjölmiðlar skipta áfram miklu máli og sömuleiðis þeir svæðisbundnu fjölmiðlar sem starfræktir eru og þjóna vel einkum samfélögum á landsbyggðinni. Þess vegna þarf að hafa fyrirkomulag á úthlutun rannsóknarstyrkja sem efla bæði það sem er til staðar og hjálpar einnig sprotum að vaxa. Allir styrkirnir gætu verið veittir og viktaðir aðallega á forsendum launakostnaðar við ritstjórn en einnig af útbreiðslu. Miðlunum gæti verið skipt í þrennt þar sem í fyrsta hluta væru stærri fjölmiðlar með töluverðan ritstjórnarkostnað og umtalsverða útbreiðslu. Þessum hluta yrði sett skýr eignarhaldstakmörk þar sem eintaklingar, tengdir aðilar og fyrirtæki gæti einungis átt mest t.d. 20% hlut. Í þessum hluta væru efri mörk stykja talinn í nokkur hundruð milljónum. Í öðrum hluta væri verið að styðja við minni fjölmiðla en þar væri hámarkið aðeins brot af því sem það er í fyrsta flokknum, talið í tugi eða fáum tugum milljóna. Hér væru engin skilyrði fyrir dreifða eignaraðild. Í þriðja lagi væru það svæðisbundnir miðlar, með svipuðum forsendum og flokkur tvö. Ferli úthlutana þyrfti að vera þekkt og fjölmiðlar af ákveðinni stærð ættu að geta gert ráð fyrir þessum tekjum, annars fellur kerfið og úthlutunin verður lottóvinningur en ekki eitthvað sem hægt er að nota til að byggja upp sterkari ritstjórn. Með slíku kerfi geta nokkrir sterkir miðlar, til viðbótar við RúV, verið starfræktir sem og fleiri minni miðlar, sem gætu gefið sér tíma til að kafa almennilega ofan í mál og kynna fyrir okkur landsmönnum. Þetta myndi leiða af sér að mikið meira yrði af vandaðri umfjöllun á Íslandi, málefnaleg umræða yrði á hærra plani og líklegra væri að staðreyndum væri haldið til haga. Það er skýrt að í slíku umhverfi yrðu betri ákvarðanir teknar og betur farið með almannafé. Fjölmiðlar eru innviðir Að vera lítið land hefur marga kosti en einnig galla. Það er t.d. nánast ómögulegt að ýmis menning, listir og fjölmiðlun geti þrifist almennilega án þess að við sem samfélag styrkjum við það. Miðlun gagna og upplýsinga sem snerta okkur öll og samfélagið í heild er lífsnauðsynleg til að við getum tekið ákvarðanir um okkar mál. Við erum svo heppin að búa við lýðræði og það þýðir að við öll þurfum að koma að sameiginlegum ákvörðunum. Til þess höfum við kosningar, Alþingi, ríkisstjórn, embættismenn og dómstóla. En til þess þurfum við líka fjölmiðla. Þeir eru órjúfanlegur hluti af kerfi ákvarðana. Þeir eru innviðir sem eru nauðsynlegir til að þróa okkar samfélag og efla það og bæta. Þess vegna mega þeir kosta okkar samfélagslegu sjóði. Þeir hjálpa ekki bara okkur almenningi til að skilja og taka ákvarðanir, þeir hjálpa líka ráðamönnum að taka ákvarðanir. Ráðamönnum sem einnig er almenningur, með fjölskyldur, og í framtíðinni ekki ráðamenn lengur, bara almenningur. Spörum ekki aurinn og hendum krónunni. Með veikari fjölmiðlum munum við því miður gera það og kasta hverri krónunni á fætur annarri og samhliða veikja okkar þjóðfélag til framtíðar. Höfundur er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Ra. Kristjánsson Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Væri íslenskt samfélag bifreið þá er hún rándýr, ein besta sortin. Fjölmiðlar eru fjórða valdið í vestrænu lýðræðissamfélagi. 27. nóvember 2025 08:01 Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Væri íslenskt samfélag bifreið þá er hún rándýr, ein besta sortin. Fjölmiðlar eru fjórða valdið í vestrænu lýðræðissamfélagi. 27. nóvember 2025 08:01 Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Stjórnarformaður RÚV skrifaði nýverið grein þar sem hann sagði að fjölmiðlar á Íslandi væru í kreppu. Það er hverju orði sannara og til viðbótar fullyrði ég hún mun ekki lagast með tímanum eða af sjálfu sér. 25. nóvember 2025 09:31 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir Íslendingar eru örugglega sammála um að betur má fara með almannafé. Einnig að víða er pottur brotinn, í heilbrigðismálum, menntamálum, innflytjendamálum, leikskólamálum, málefnum aldraðra, orkumálum og svo mætti lengi telja. Við höfum upplifað það sjálf og í gegnum okkar nánustu. Þá sjáum við einnig ítrekað að lög hafa verið sett og ákvarðanir teknar sem eru óvandaðar, illa undirbúnar og hafa og munu kosta samfélagið töluverða fjármuni. Svona er þetta þrátt fyrir að Ísland sé á alla alþjóðlega mælikvarða í fremstu röð og skortur minni hér en víðast annars staðar. Þessi staða vekur upp spurninguna um hver og hvernig við gætum hagsmuna heildarinnar, íslenska samfélagsins í heild. Hver veitir þeim sem ráða í pólitík, atvinnulífinu, verkalýðsfélögunum og í kerfinu aðhald? Við vitum að hver er sjálfum sér næstur og að hver í sínu horni gætir eigin hagsmuna en spurningin er: Hver gætir hagsmuna heildarinnar? Svarið er einfalt. Eina valdið sem getur stöðugt og í gegnum árin þjónað hagsmunum Íslendinga eru sterkir fjölmiðlar. Því miður eru þeir ekki til staðar á Íslandi. Þess vegna þurfum við að koma upp kerfi sem eflir fjölmiðla og tryggir sjálfstæði þeirra gagnvart sérhagsmunum. Fjölmiðlar eru að veikjast - verðum að bregðast við Helsta veikleikamerki okkar fjölmiðla er skortur á rannsóknarblaðamennsku og málefnalegri umfjöllun. Fréttir eru frásagnir þar sem fólk heldur fram einhverjum skoðunum. Oftast mætast andstæðir pólar, í sömu frétt eða sitthvorri, þar sem staðhæfingar og upphrópanir fljúga á milli. Því miður liggur sjaldnast fyrir áreiðanleg úrvinnsla gagna og upplýsinga þannig að oft verður deilt um staðreyndir. Orð á móti orði en aldrei skorið úr um hvað er rétt og hvað er rangt. Þeir sem starfa við fjölmiðla verða fyrst og fremst umræðustjórar á meðan þeir fá ekki tækifæri til skoða sjálfstætt og rannsaka þau mál sem eru til umfjöllunar. Með því að skapa þeim tækifæri til að rannsaka málefnin og setja fram aðalatriðin geta fjölmiðlar rammað inn umræðuna, haldið staðreyndum til haga og skapað forsendur fyrir samtal án upphrópana, þar sem virðing er borin fyrir staðreyndum og mismunandi ályktunum og mati á hagsmunum. Við slíka breytingu myndi kannski færast smá hógværð í hluta umræðunnar þegar fólk getur ekki staðhæft hvað sem er. Hógværðin er mikilvæg ef tilgangurinn með samtalinu er að reyna að ná sem bestri niðurstöðu fyrir land og þjóð. Leiðir eru færar Leiðir eru færar en margt þarf að gera á sama tíma, sumt kostar talsverða fjármuni annað ekki. Í fyrsta lagi þarf að koma festu á reksrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi þar sem einkareknum fjölmiðlum eru skapaðar forsendur til að afla vinsælda og tekna á forsendum heilbrigðrar samkeppni. Því tengt þarf að skilgreina hlutverk og tekjustofna RÚV þannig að þeir fjármunir almennings sem til fyrirtækisins renna fari í þau samfélagslegu mikilvægu verkefna sem ríkisfyrirækinu er falið að sinna. Þessum verkefnum verða stjórnmálamenn að snúa sér að með breytingum á lagaumhverfi fjölmiðla í dag. Þróun síðustu ára sýnir að núverandi fyrirkomulag veikir jafnt RÚV og einkareknu miðlana og ekki hafa nýir miðlar heldur náð að skjóta rótum. Það þarf að vanda til þessara breytinga og byggja til framtíðar, ekki að hlaupa til og bjóða lítinn plástur á stórt opið sár til að friðþægja umræðuna. Vandamálið er of stórt og mikilvægt fyrir samfélagið. Í dag er kostnaður við miðlun efnis einungis brot af því sem það var fyrir 30 árum. Samtímis hafa tekjutækifærin færst til og skroppið saman, sérstaklega fyrir innlenda miðla. Hver og einn hefur bæði tæki og tækifæri til að vera fjölmiðill en því miður, enn sem komið er, hefur það ekki leitt til þess að fjölmiðlun eða samfélagsleg umræða hafi orðið vandaðri eða betri. Hún hefur frekar versnað. Rannsóknarstyrkir sem renna fyrst og fremst til vinnu blaðamanna, en ekki kostnað við miðlun, er aðferð til að nýta möguleika nýrrar tækni til að bæta fjölmiðlun og miðlun upplýsinga í þeim tilgangi að efla opinbera umræðu og þar með styrkja innviði okkar samfélags til frambúðar. Þetta er í raun stórt tækifæri. 0,1% af samneyslu okkar í rannsóknarstyrki til fjölmiðlunar og fjölmiðlafólks Auglýsingatekjur RÚV eru 2,7 milljarðar króna á ári. Það hafa verið uppi hugmyndir um að taka RÚV af auglýsingmarkaði, að það muni styrkja frjálsa fjölmiðlun. Sú hugmynd hefur tæplega verið hugsuð lengra en fyrsti kaffibollinn ef takmarkið er að styrkja fjölmiðlun á Íslandi. Ég bendi á grein stjórnarformanns RÚV frá 1. nóvember og frá undirrituðum frá 25. nóvember hér á Vísi inn í þá umræðu. Ég geri að tillögu minni að ríkissjóður stofni rannsóknarsjóð blaðamanna og að úthlutun hvers árs nemi þeirri fjárhæð, þ.e. 2,7 milljörðum króna, með vissum skilmálum. Þeir fjármunir renni til fjölmiðla og fjölmiðlafólks sem sýnir í verki áhuga og getu til að vinna gögn, upplýsingar og annað efni sem snýr að málum sem varða okkar samfélag og fjalla um það með greinargóðum hætti. Með þessum hætti gætum viðgert um 150 blaðamönnum í viðbót fært að sinna rannsóknum á íslensku samfélagi. Til samanburðar kostar það okkur nálægt 2.200 milljarða króna að reka ríkið á ári. Með sveitarfélögum er sú upphæð ekki langt frá 2.700 milljörðum. Í samhenginu erum við að tala um að fjárfesta í aðhaldi og málefnalegri umræðu fyrir 0,1% af því sem að sameiginlegir sjóðir okkar nota á ári. Með því að gera það ekki tel ég að við séum að spara aurinn og kasta krónunni. Það sem verra er að við munum kasta hverri krónunni á eftir annarri með kerfi sem vissulega þarf aðhald, betri stjórnun og aðstoð við umræðu til að komast að réttari ákvörðunum. Gróf tillaga að framkvæmd Hefðbundnir fjölmiðlar skipta áfram miklu máli og sömuleiðis þeir svæðisbundnu fjölmiðlar sem starfræktir eru og þjóna vel einkum samfélögum á landsbyggðinni. Þess vegna þarf að hafa fyrirkomulag á úthlutun rannsóknarstyrkja sem efla bæði það sem er til staðar og hjálpar einnig sprotum að vaxa. Allir styrkirnir gætu verið veittir og viktaðir aðallega á forsendum launakostnaðar við ritstjórn en einnig af útbreiðslu. Miðlunum gæti verið skipt í þrennt þar sem í fyrsta hluta væru stærri fjölmiðlar með töluverðan ritstjórnarkostnað og umtalsverða útbreiðslu. Þessum hluta yrði sett skýr eignarhaldstakmörk þar sem eintaklingar, tengdir aðilar og fyrirtæki gæti einungis átt mest t.d. 20% hlut. Í þessum hluta væru efri mörk stykja talinn í nokkur hundruð milljónum. Í öðrum hluta væri verið að styðja við minni fjölmiðla en þar væri hámarkið aðeins brot af því sem það er í fyrsta flokknum, talið í tugi eða fáum tugum milljóna. Hér væru engin skilyrði fyrir dreifða eignaraðild. Í þriðja lagi væru það svæðisbundnir miðlar, með svipuðum forsendum og flokkur tvö. Ferli úthlutana þyrfti að vera þekkt og fjölmiðlar af ákveðinni stærð ættu að geta gert ráð fyrir þessum tekjum, annars fellur kerfið og úthlutunin verður lottóvinningur en ekki eitthvað sem hægt er að nota til að byggja upp sterkari ritstjórn. Með slíku kerfi geta nokkrir sterkir miðlar, til viðbótar við RúV, verið starfræktir sem og fleiri minni miðlar, sem gætu gefið sér tíma til að kafa almennilega ofan í mál og kynna fyrir okkur landsmönnum. Þetta myndi leiða af sér að mikið meira yrði af vandaðri umfjöllun á Íslandi, málefnaleg umræða yrði á hærra plani og líklegra væri að staðreyndum væri haldið til haga. Það er skýrt að í slíku umhverfi yrðu betri ákvarðanir teknar og betur farið með almannafé. Fjölmiðlar eru innviðir Að vera lítið land hefur marga kosti en einnig galla. Það er t.d. nánast ómögulegt að ýmis menning, listir og fjölmiðlun geti þrifist almennilega án þess að við sem samfélag styrkjum við það. Miðlun gagna og upplýsinga sem snerta okkur öll og samfélagið í heild er lífsnauðsynleg til að við getum tekið ákvarðanir um okkar mál. Við erum svo heppin að búa við lýðræði og það þýðir að við öll þurfum að koma að sameiginlegum ákvörðunum. Til þess höfum við kosningar, Alþingi, ríkisstjórn, embættismenn og dómstóla. En til þess þurfum við líka fjölmiðla. Þeir eru órjúfanlegur hluti af kerfi ákvarðana. Þeir eru innviðir sem eru nauðsynlegir til að þróa okkar samfélag og efla það og bæta. Þess vegna mega þeir kosta okkar samfélagslegu sjóði. Þeir hjálpa ekki bara okkur almenningi til að skilja og taka ákvarðanir, þeir hjálpa líka ráðamönnum að taka ákvarðanir. Ráðamönnum sem einnig er almenningur, með fjölskyldur, og í framtíðinni ekki ráðamenn lengur, bara almenningur. Spörum ekki aurinn og hendum krónunni. Með veikari fjölmiðlum munum við því miður gera það og kasta hverri krónunni á fætur annarri og samhliða veikja okkar þjóðfélag til framtíðar. Höfundur er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins.
Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Væri íslenskt samfélag bifreið þá er hún rándýr, ein besta sortin. Fjölmiðlar eru fjórða valdið í vestrænu lýðræðissamfélagi. 27. nóvember 2025 08:01
Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Væri íslenskt samfélag bifreið þá er hún rándýr, ein besta sortin. Fjölmiðlar eru fjórða valdið í vestrænu lýðræðissamfélagi. 27. nóvember 2025 08:01
Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Stjórnarformaður RÚV skrifaði nýverið grein þar sem hann sagði að fjölmiðlar á Íslandi væru í kreppu. Það er hverju orði sannara og til viðbótar fullyrði ég hún mun ekki lagast með tímanum eða af sjálfu sér. 25. nóvember 2025 09:31
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun