Í tilefni umræðu um skólasund Salvör Nordal skrifar 16. febrúar 2022 14:31 Í júní á síðasta ári sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í bréfinu vísaði umboðsmaður barna í fjölmörg samtöl við börn um allt land, en meðal þess sem börn hafa greint frá, er að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, m.a. þar sem þeir telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa margir nemendur og þá sérstaklega hinsegin börn, lýst upplifunum sínum af sínum af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámsskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en í framkvæmd virðist lítið vera um slíka umræðu. Því hvatti umboðsmaður barna þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og að leita með virkum hætti eftir skoðunum grunnskólanema á því málefni eins og ákvæði Barnasáttmálans gera kröfu um. Í svarbréfi ráðuneytisins kom fram að miður sé að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og þá sé það áhyggjuefni ef námskrá er ekki uppfyllt líkt og fram kemur í þeim umkvörtunum sem umboðsmaður barna kom á framfæri í bréfinu. Þá vísaði ráðuneytið í bréfinu til þess að grunnskólar hafi mikið svigrúm innan aðalnámskrár til að útfæra skólanámskrár og kennsluáætlanir í samræmi við hæfniviðmið einstakra námssviða. Loks greindi ráðuneytið frá því að framundan sé endurskoðun aðalnámskrár og að tryggja eigi markvissa og raunhæfa aðkomu barna og ungmenna á öllum stigum endurskoðunarferlisins, en þar yrðu ábendingar umboðsmanns barna hafðar til hliðsjónar. Engar fréttir hafa borist af áðurnefndri endurskoðun en fram hefur komið að tekin hafi verið ákvörðun um að gera sund að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur, hafi nemendur uppfyllt hæfniviðmið skólasunds í upphafi 9. bekkjar. Tillagan kom upphaflega frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, en samkvæmt ákvæðum æskulýðslaga er hlutverk ungmennaráða einmitt að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Þessi tillaga ungmennaráðanna og ákvörðun Reykjavíkurborgar hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en í innsendri grein bentu fulltrúar ungmennaráðsins á þá einföldu staðreynd, að þau hafi með tillögu sinni einfaldlega verið að benda á það sem þau telja vera þeim og öðrum börnum fyrir bestu, en það sjónarmið á samkvæmt Barnasáttmálanum að vera ráðandi í allri ákvarðanatöku sem varðar börn. Ásamt fulltrúum ungmennaráðsins hafa fjölmörg börn komið þeirri skoðun á framfæri að fyrirkomulag sundkennslu þarfnist endurskoðunar og endurnýjunar. Það er því ekki nóg að tiltekin sveitarfélög bregðist við, heldur þarf hið nýja ráðuneyti mennta- og barnamála að taka forystu, og tryggja að boðuð endurskoðun aðalnámskrár fari fram og að þar sé með virkum hætti leitað eftir og tekið tillit til skoðana barna, um fyrirkomulag sundkennslu sem og aðra þætti menntunar þeirra. Sund er góð hreyfing og um það er ekki deilt. Það að gera sundkennslu aðgengilega, inngildandi, valdeflandi og jákvæða upplifun fyrir sem flest börn, er verkefni sem kallar á aðkomu barna, foreldra, starfsfólks skóla, aðila sem vinna að hagsmunum barna og stjórnvalda. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og það er kannski tímabært að breyta því hæfniviðmiði aðalnámsskrár sem gerir kröfu um að börn í 10. bekk geti sýnt leikni og synt viðstöðulaust í öllum tegundum sunds, þ.m.t. flugsundi. Þess í stað mætti leggja aukna áherslu á önnur hæfniviðmið aðalnámsskrár fyrir sund- og íþróttakennslu sem minna hefur farið fyrir í opinberri umræðu. Þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur læri að sýna virðingu og góða framkomu, að viðhafa jákvæð og árangursrík samskipti, og að fram fari umræða um andlegt og líkamlegt heilbrigði, fjölbreytni valkosta í hreyfingu, líkamsvitund, kynheilbrigði og ofbeldi. Bréf umboðsmanns barna og svarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins má sjá hér: https://www.barn.is/frettir/bref-um-sundkennslu Höfundur er Umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Börn og uppeldi Grunnskólar Sund Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í júní á síðasta ári sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í bréfinu vísaði umboðsmaður barna í fjölmörg samtöl við börn um allt land, en meðal þess sem börn hafa greint frá, er að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, m.a. þar sem þeir telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa margir nemendur og þá sérstaklega hinsegin börn, lýst upplifunum sínum af sínum af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámsskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en í framkvæmd virðist lítið vera um slíka umræðu. Því hvatti umboðsmaður barna þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og að leita með virkum hætti eftir skoðunum grunnskólanema á því málefni eins og ákvæði Barnasáttmálans gera kröfu um. Í svarbréfi ráðuneytisins kom fram að miður sé að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og þá sé það áhyggjuefni ef námskrá er ekki uppfyllt líkt og fram kemur í þeim umkvörtunum sem umboðsmaður barna kom á framfæri í bréfinu. Þá vísaði ráðuneytið í bréfinu til þess að grunnskólar hafi mikið svigrúm innan aðalnámskrár til að útfæra skólanámskrár og kennsluáætlanir í samræmi við hæfniviðmið einstakra námssviða. Loks greindi ráðuneytið frá því að framundan sé endurskoðun aðalnámskrár og að tryggja eigi markvissa og raunhæfa aðkomu barna og ungmenna á öllum stigum endurskoðunarferlisins, en þar yrðu ábendingar umboðsmanns barna hafðar til hliðsjónar. Engar fréttir hafa borist af áðurnefndri endurskoðun en fram hefur komið að tekin hafi verið ákvörðun um að gera sund að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur, hafi nemendur uppfyllt hæfniviðmið skólasunds í upphafi 9. bekkjar. Tillagan kom upphaflega frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, en samkvæmt ákvæðum æskulýðslaga er hlutverk ungmennaráða einmitt að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Þessi tillaga ungmennaráðanna og ákvörðun Reykjavíkurborgar hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en í innsendri grein bentu fulltrúar ungmennaráðsins á þá einföldu staðreynd, að þau hafi með tillögu sinni einfaldlega verið að benda á það sem þau telja vera þeim og öðrum börnum fyrir bestu, en það sjónarmið á samkvæmt Barnasáttmálanum að vera ráðandi í allri ákvarðanatöku sem varðar börn. Ásamt fulltrúum ungmennaráðsins hafa fjölmörg börn komið þeirri skoðun á framfæri að fyrirkomulag sundkennslu þarfnist endurskoðunar og endurnýjunar. Það er því ekki nóg að tiltekin sveitarfélög bregðist við, heldur þarf hið nýja ráðuneyti mennta- og barnamála að taka forystu, og tryggja að boðuð endurskoðun aðalnámskrár fari fram og að þar sé með virkum hætti leitað eftir og tekið tillit til skoðana barna, um fyrirkomulag sundkennslu sem og aðra þætti menntunar þeirra. Sund er góð hreyfing og um það er ekki deilt. Það að gera sundkennslu aðgengilega, inngildandi, valdeflandi og jákvæða upplifun fyrir sem flest börn, er verkefni sem kallar á aðkomu barna, foreldra, starfsfólks skóla, aðila sem vinna að hagsmunum barna og stjórnvalda. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og það er kannski tímabært að breyta því hæfniviðmiði aðalnámsskrár sem gerir kröfu um að börn í 10. bekk geti sýnt leikni og synt viðstöðulaust í öllum tegundum sunds, þ.m.t. flugsundi. Þess í stað mætti leggja aukna áherslu á önnur hæfniviðmið aðalnámsskrár fyrir sund- og íþróttakennslu sem minna hefur farið fyrir í opinberri umræðu. Þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur læri að sýna virðingu og góða framkomu, að viðhafa jákvæð og árangursrík samskipti, og að fram fari umræða um andlegt og líkamlegt heilbrigði, fjölbreytni valkosta í hreyfingu, líkamsvitund, kynheilbrigði og ofbeldi. Bréf umboðsmanns barna og svarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins má sjá hér: https://www.barn.is/frettir/bref-um-sundkennslu Höfundur er Umboðsmaður barna.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun