Rússland-Úkraína: samningar frekar en stríð Michelle Yerkin skrifar 15. febrúar 2022 09:00 Heimurinn fylgist með tilefnislausum yfirgangi Rússa gagnvart Úkraínu. Aðgerðir Rússa ógna ekki aðeins Úkraínu heldur Evrópu allri og alþjóðafriði sem byggist á ákveðnum reglum. Markmið okkar eru einföld. Við stöndum með bandamönnum okkar og samstarfsaðilum til að styðja við evrópska samheldni, styrkja tengsl okkar yfir Atlantshafið og efla lýðræðisríki og -stofnanir. Þetta gerum við til að bæta líf bæði bandarískra ríkisborgara og íslenskra. Þetta gerum við í sameiningu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur talað skýrt: Bandaríkin munu ekki semja um Evrópu án aðkomu Evrópubúa. Við munum ekki semja um Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. Hin raunverulega ógn Undanfarna tvo áratugi hafa Rússar ráðist inn í tvö nágrannalönd, haft afskipti af kosningum annarra landa, notað efnavopn til að myrða á erlendri grund, beitt gasflutningum sem pólitísku vopni og brotið gegn alþjóðlegum vopnaeftirlitssamningum. Árið 2014, eftir að milljónir Úkraínumanna mótmæltu með ákalli um lýðræðislega framtíð, sköpuðu Rússar neyðarástand. Þeir réðust inn á yfirráðasvæði Úkraínu á Krímskaga og yfirtóku það. Þeir hófu stríð í Austur-Úkraínu með rússnesku starfsliði og vopnuðum sveitum sem þeir stjórna, þjálfa, sjá fyrir búnaði og fjármagna. Þetta stríð hefur kostað fleiri en 14.000 Úkraínumenn lífið. Herseta Rússa í Georgíu og Úkraínu stendur enn yfir og þeir hafa svikið loforð sín um að draga herlið sitt til baka frá Moldavíu. Enn á ný valda aðgerðir Rússa hættuástandi, ekki aðeins í Úkraínu heldur í Evrópu allri. Ekki síst vegna herliðsins sem þeir hafa sent að landamærum Úkraínu og telur fleiri en 100.000 hermenn. Pútín Rússlandsforseti kennir Úkraínu ranglega um tilefnislausa hernaðaruppbyggingu Rússa. Þó hefur hernaðaruppbygging Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins alltaf verið eingöngu varnarlegs eðlis. Ólíkt Rússlandi hefur Úkraína staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Minsk-samningunum, sem ætlað var að tryggja vopnahlé í Donbas. Það sem Pútín óttast raunverulega er að framganga lýðræðislegra gilda og mannréttinda haldi áfram að grafa undan völdum hans. Viðbrögð Rússa við þessum ótta koma fram í miskunnarlausum tilraunum til að grafa undan lýðræði í Úkraínu með upplýsingafölsun og hernaðarógnum. Í stuttu máli eru aðgerðir Rússa hættulegar og ýta undir óstöðugleika. Stuðningur við Úkraínu Bandaríkin og bandamenn þeirra og samstarfsaðilar eru staðráðin í að styðja fullveldi Úkraínu og landamærahelgi. Við munum aðstoða Úkraínu í viðleitni hennar við að verjast frekari yfirgangi Rússa. Að auki munum við halda áfram að styðja Úkraínu til að stuðla að lýðræðisumbótum, vinna gegn spillingu og endurheimta og tryggja alþjóðlega viðurkennd landamæri landsins. Evrópskir og bandarískir öryggishagsmunir eru í húfi Eins og kom fram í máli Blinken utanríkisráðherra í Berlín þann 20. janúar er mikið í húfi. Við erum vissulega að tala um framtíð Úkraínu en einnig um þær grundvallarreglur sem hafa stuðlað að öruggari og stöðugri heimi um áratuga skeið. Við eigum ríkra hagsmuna að gæta vegna stöðunnar í Úkraínu vegna þess að við virðum þessar grundvallarreglur sem eru undirstaða alþjóðafriðar og -öryggis: að landamærum og landhelgi ríkis skuli ekki breyta með valdi og að það sé réttur hvers ríkis að taka eigin ákvarðanir og ráða eigin framtíð. Allir meðlimir alþjóðasamfélagsins ættu að mæta afleiðingum gjörða sinna brjóti þeir gegn þeim formlegu skyldum sem þeir taka sér á herðar. Yrði Rússum leyft að brjóta þessar grundvallarreglur án refsingar myndi það senda heimsbyggðinni þau skilaboð að reglurnar séu óþarfar. Aðgerða er þörf Bandaríkin vilja halda áfram að byggja upp alþjóðlegt bandalag samstarfsaðila sem sjá þessa ógn í réttu ljósi, innan Evrópu og víðar. Vinir okkar á Íslandi eru ómissandi hvað þetta varðar. Tenging okkar og samvinna yfir Atlantshafið eru bestu ráðin sem við höfum til að vinna gegn yfirgangi Rússa. Við erum staðráðin í að fara samningaleiðina og höfum talað skýrt fyrir því að diplómatískar aðferðir séu eina varanlega lausnin fyrir alla aðila. Þó skal tekið fram að ef Rússar kjósa hina leiðina og hefja frekari innrás í Úkraínu erum við reiðubúin til að svara slíkum yfirgangi með alvarlegum afleiðingum fyrir Rússa í samstarfi við samstarfsaðila okkar og bandamenn eins og fram hefur komið hjá G7, ESB og Atlantshafsbandalaginu. Þetta væru umtalsverðar refsiaðgerðir – fjárhagslegar aðgerðir, efnahagslegar aðgerðir og aðrar aðgerðir sem við höfum ekki beitt áður. Einnig myndum við efla varnir Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins eftir þörfum, en það er einmitt það sem Pútín segist ekki vilja. Ógn Rússlands gagnvart Úkraínu ógnar lýðræðislegum gildum um allan heim. Bandaríkjamenn og Íslendingar verða að standa með Úkraínu til að tryggja frelsi og stöðugleika í Evrópu. Það tryggir hagsmuni allra sem búa í lýðræðisríkjum, hvort sem það er í Bandaríkjunum, á Íslandi eða í öðrum löndum. Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Heimurinn fylgist með tilefnislausum yfirgangi Rússa gagnvart Úkraínu. Aðgerðir Rússa ógna ekki aðeins Úkraínu heldur Evrópu allri og alþjóðafriði sem byggist á ákveðnum reglum. Markmið okkar eru einföld. Við stöndum með bandamönnum okkar og samstarfsaðilum til að styðja við evrópska samheldni, styrkja tengsl okkar yfir Atlantshafið og efla lýðræðisríki og -stofnanir. Þetta gerum við til að bæta líf bæði bandarískra ríkisborgara og íslenskra. Þetta gerum við í sameiningu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur talað skýrt: Bandaríkin munu ekki semja um Evrópu án aðkomu Evrópubúa. Við munum ekki semja um Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. Hin raunverulega ógn Undanfarna tvo áratugi hafa Rússar ráðist inn í tvö nágrannalönd, haft afskipti af kosningum annarra landa, notað efnavopn til að myrða á erlendri grund, beitt gasflutningum sem pólitísku vopni og brotið gegn alþjóðlegum vopnaeftirlitssamningum. Árið 2014, eftir að milljónir Úkraínumanna mótmæltu með ákalli um lýðræðislega framtíð, sköpuðu Rússar neyðarástand. Þeir réðust inn á yfirráðasvæði Úkraínu á Krímskaga og yfirtóku það. Þeir hófu stríð í Austur-Úkraínu með rússnesku starfsliði og vopnuðum sveitum sem þeir stjórna, þjálfa, sjá fyrir búnaði og fjármagna. Þetta stríð hefur kostað fleiri en 14.000 Úkraínumenn lífið. Herseta Rússa í Georgíu og Úkraínu stendur enn yfir og þeir hafa svikið loforð sín um að draga herlið sitt til baka frá Moldavíu. Enn á ný valda aðgerðir Rússa hættuástandi, ekki aðeins í Úkraínu heldur í Evrópu allri. Ekki síst vegna herliðsins sem þeir hafa sent að landamærum Úkraínu og telur fleiri en 100.000 hermenn. Pútín Rússlandsforseti kennir Úkraínu ranglega um tilefnislausa hernaðaruppbyggingu Rússa. Þó hefur hernaðaruppbygging Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins alltaf verið eingöngu varnarlegs eðlis. Ólíkt Rússlandi hefur Úkraína staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Minsk-samningunum, sem ætlað var að tryggja vopnahlé í Donbas. Það sem Pútín óttast raunverulega er að framganga lýðræðislegra gilda og mannréttinda haldi áfram að grafa undan völdum hans. Viðbrögð Rússa við þessum ótta koma fram í miskunnarlausum tilraunum til að grafa undan lýðræði í Úkraínu með upplýsingafölsun og hernaðarógnum. Í stuttu máli eru aðgerðir Rússa hættulegar og ýta undir óstöðugleika. Stuðningur við Úkraínu Bandaríkin og bandamenn þeirra og samstarfsaðilar eru staðráðin í að styðja fullveldi Úkraínu og landamærahelgi. Við munum aðstoða Úkraínu í viðleitni hennar við að verjast frekari yfirgangi Rússa. Að auki munum við halda áfram að styðja Úkraínu til að stuðla að lýðræðisumbótum, vinna gegn spillingu og endurheimta og tryggja alþjóðlega viðurkennd landamæri landsins. Evrópskir og bandarískir öryggishagsmunir eru í húfi Eins og kom fram í máli Blinken utanríkisráðherra í Berlín þann 20. janúar er mikið í húfi. Við erum vissulega að tala um framtíð Úkraínu en einnig um þær grundvallarreglur sem hafa stuðlað að öruggari og stöðugri heimi um áratuga skeið. Við eigum ríkra hagsmuna að gæta vegna stöðunnar í Úkraínu vegna þess að við virðum þessar grundvallarreglur sem eru undirstaða alþjóðafriðar og -öryggis: að landamærum og landhelgi ríkis skuli ekki breyta með valdi og að það sé réttur hvers ríkis að taka eigin ákvarðanir og ráða eigin framtíð. Allir meðlimir alþjóðasamfélagsins ættu að mæta afleiðingum gjörða sinna brjóti þeir gegn þeim formlegu skyldum sem þeir taka sér á herðar. Yrði Rússum leyft að brjóta þessar grundvallarreglur án refsingar myndi það senda heimsbyggðinni þau skilaboð að reglurnar séu óþarfar. Aðgerða er þörf Bandaríkin vilja halda áfram að byggja upp alþjóðlegt bandalag samstarfsaðila sem sjá þessa ógn í réttu ljósi, innan Evrópu og víðar. Vinir okkar á Íslandi eru ómissandi hvað þetta varðar. Tenging okkar og samvinna yfir Atlantshafið eru bestu ráðin sem við höfum til að vinna gegn yfirgangi Rússa. Við erum staðráðin í að fara samningaleiðina og höfum talað skýrt fyrir því að diplómatískar aðferðir séu eina varanlega lausnin fyrir alla aðila. Þó skal tekið fram að ef Rússar kjósa hina leiðina og hefja frekari innrás í Úkraínu erum við reiðubúin til að svara slíkum yfirgangi með alvarlegum afleiðingum fyrir Rússa í samstarfi við samstarfsaðila okkar og bandamenn eins og fram hefur komið hjá G7, ESB og Atlantshafsbandalaginu. Þetta væru umtalsverðar refsiaðgerðir – fjárhagslegar aðgerðir, efnahagslegar aðgerðir og aðrar aðgerðir sem við höfum ekki beitt áður. Einnig myndum við efla varnir Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins eftir þörfum, en það er einmitt það sem Pútín segist ekki vilja. Ógn Rússlands gagnvart Úkraínu ógnar lýðræðislegum gildum um allan heim. Bandaríkjamenn og Íslendingar verða að standa með Úkraínu til að tryggja frelsi og stöðugleika í Evrópu. Það tryggir hagsmuni allra sem búa í lýðræðisríkjum, hvort sem það er í Bandaríkjunum, á Íslandi eða í öðrum löndum. Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun