Við viljum bara einfaldara líf Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 06:00 Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Með einfaldara lífi á ég við að fólk fái auðveldlega þjónustu, á sínum forsendum. Reykvíkingar eiga ekki að þurfa að þekkja síló borgarkerfisins til að vita hvert leita þarf eftir þjónustu. Við viljum bara auðveldlega geta óskað eftir henni, að það sé skýrt hvaða þjónustu við megum eiga von á. Svo viljum við einfalda leið til að láta vita ef þjónustan er ekki í samræmi við væntingar okkar. Í því augnamiði opnuðum við t.d. rafræna velferðarþjónustumiðstöð um áramótin, þvert á hverfi. Þjónusta út frá forsendum borgarbúa Það eru mörg skref í því fólgin að einfalda þjónustuna. Eitt skrefið var að taka upp nýja þjónustustefnu, sem ég hef leitt innleiðingu á. Þjónustustefnan byggir á að setja notendur og borgarbúa alltaf í forgrunn og hanna aðgengi að allri þjónustu út frá fólkinu en ekki kerfinu. Einföld starfræn skref Annað skref voru stóru rafrænu skrefin til að gera lífið einfaldara. Bæjarfulltrúi í Garðabæ skrifaði fyrir helgi grein um nýju rafrænu fjárhagsaðstoðina sem sveitarfélög víða um land eru nú að taka upp. Það er kerfi sem byggir á hönnun fyrir Reykjavíkurborg og var hér tekið í notkun árið 2019. Með vaxandi atvinnuleysi á Covid tímum höfum við séð hvað það er miklu einfaldara fyrir Reykvíkinga að nýta sér þetta umsóknarkerfi og hvað hægt er að afgreiða umsóknir og veita þjónustu hraðar. Þetta ferli er ákveðið módel fyrir stafrænu byltinguna og sýnir hvers má vænta út um allt borgarkerfi. Nýjasta stóra stafræna skrefið einfaldar til muna öll samskipti vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Kerfið sem á nú að innleiða heldur utan um daglega þjónustu í heimaþjónustu- og heimahjúkrun og innan búsetukjarna. Með þessu verða allar boðleiðir einfaldari á milli borgarinnar, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Þetta er stórt velferðartækniskref, eitt af mörgum þar sem stafrænar lausnir eru að einfalda lífið. Önnur stafræn skref sem eru í vinnslu eru ný umsóknarkerfi fyrir leik- og grunnskóla og einföldun á kerfum fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa. Og einfaldari skref, eins og birting raunupplýsinga um hversu mörg eru í sundlaugum borgarinnar á hverjum tíma. Einfaldari skipulagsmál Rafrænu skrefin eru mikilvæg til að einfalda lífið. En við þurfum að hugsa stærra en það. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið að nýju hverfaskipulagi fyrir hverfi borgarinnar. Þau hafa fengið mesta athygli fyrir tillögur að ákveðnum þéttingum. En mesta umbyltingin með hverfaskipulaginu er að með því er búið að afmarka betur hvað húseigendur mega og þá mega ekki gera við eignir sínar og einfalda verulega skipulagsferli vegna breytinga við þær. Einfaldari þjónusta heim Reykjavíkurborg hefur um hríð verið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að þróa betur samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samþætting þjónustu. Fyrir þau sem þjónustuna fá á ekki að skipta máli hvort launagreiðsla starfsmanna komi frá ríki eða borg og hvort stjórnsýslustigið sé að veita þjónustuna. Það sem skiptir máli er að ríki og borg tali saman og viti hvaða þjónustu viðkomandi þarf og vill, til að geta búið í öryggi eigin heimilis eins lengi og hægt er. Önnur sveitarfélög og heilsugæslan ættu að líta til þessa samstarfs. Það liggja að mínu mati mikil tækifæri í samþættri þjónustu við fólk í heimahúsum. Tækifæri til að bæta samfellda einstaklingsbundna þjónustu út frá þörfum íbúa en þá verður líka stafræna þróunin að fylgja með. Þetta eru bara nokkur dæmi um leiðir til að einfalda lífið okkar. Flækjur lífsins eru nógu miklar til að það bætist ekki ofan á að þurfa að sigla í gegnum flækjur hins opinbera. Úr þeim flækjum viljum við leysa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Sjá meira
Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Með einfaldara lífi á ég við að fólk fái auðveldlega þjónustu, á sínum forsendum. Reykvíkingar eiga ekki að þurfa að þekkja síló borgarkerfisins til að vita hvert leita þarf eftir þjónustu. Við viljum bara auðveldlega geta óskað eftir henni, að það sé skýrt hvaða þjónustu við megum eiga von á. Svo viljum við einfalda leið til að láta vita ef þjónustan er ekki í samræmi við væntingar okkar. Í því augnamiði opnuðum við t.d. rafræna velferðarþjónustumiðstöð um áramótin, þvert á hverfi. Þjónusta út frá forsendum borgarbúa Það eru mörg skref í því fólgin að einfalda þjónustuna. Eitt skrefið var að taka upp nýja þjónustustefnu, sem ég hef leitt innleiðingu á. Þjónustustefnan byggir á að setja notendur og borgarbúa alltaf í forgrunn og hanna aðgengi að allri þjónustu út frá fólkinu en ekki kerfinu. Einföld starfræn skref Annað skref voru stóru rafrænu skrefin til að gera lífið einfaldara. Bæjarfulltrúi í Garðabæ skrifaði fyrir helgi grein um nýju rafrænu fjárhagsaðstoðina sem sveitarfélög víða um land eru nú að taka upp. Það er kerfi sem byggir á hönnun fyrir Reykjavíkurborg og var hér tekið í notkun árið 2019. Með vaxandi atvinnuleysi á Covid tímum höfum við séð hvað það er miklu einfaldara fyrir Reykvíkinga að nýta sér þetta umsóknarkerfi og hvað hægt er að afgreiða umsóknir og veita þjónustu hraðar. Þetta ferli er ákveðið módel fyrir stafrænu byltinguna og sýnir hvers má vænta út um allt borgarkerfi. Nýjasta stóra stafræna skrefið einfaldar til muna öll samskipti vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Kerfið sem á nú að innleiða heldur utan um daglega þjónustu í heimaþjónustu- og heimahjúkrun og innan búsetukjarna. Með þessu verða allar boðleiðir einfaldari á milli borgarinnar, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Þetta er stórt velferðartækniskref, eitt af mörgum þar sem stafrænar lausnir eru að einfalda lífið. Önnur stafræn skref sem eru í vinnslu eru ný umsóknarkerfi fyrir leik- og grunnskóla og einföldun á kerfum fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa. Og einfaldari skref, eins og birting raunupplýsinga um hversu mörg eru í sundlaugum borgarinnar á hverjum tíma. Einfaldari skipulagsmál Rafrænu skrefin eru mikilvæg til að einfalda lífið. En við þurfum að hugsa stærra en það. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið að nýju hverfaskipulagi fyrir hverfi borgarinnar. Þau hafa fengið mesta athygli fyrir tillögur að ákveðnum þéttingum. En mesta umbyltingin með hverfaskipulaginu er að með því er búið að afmarka betur hvað húseigendur mega og þá mega ekki gera við eignir sínar og einfalda verulega skipulagsferli vegna breytinga við þær. Einfaldari þjónusta heim Reykjavíkurborg hefur um hríð verið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að þróa betur samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samþætting þjónustu. Fyrir þau sem þjónustuna fá á ekki að skipta máli hvort launagreiðsla starfsmanna komi frá ríki eða borg og hvort stjórnsýslustigið sé að veita þjónustuna. Það sem skiptir máli er að ríki og borg tali saman og viti hvaða þjónustu viðkomandi þarf og vill, til að geta búið í öryggi eigin heimilis eins lengi og hægt er. Önnur sveitarfélög og heilsugæslan ættu að líta til þessa samstarfs. Það liggja að mínu mati mikil tækifæri í samþættri þjónustu við fólk í heimahúsum. Tækifæri til að bæta samfellda einstaklingsbundna þjónustu út frá þörfum íbúa en þá verður líka stafræna þróunin að fylgja með. Þetta eru bara nokkur dæmi um leiðir til að einfalda lífið okkar. Flækjur lífsins eru nógu miklar til að það bætist ekki ofan á að þurfa að sigla í gegnum flækjur hins opinbera. Úr þeim flækjum viljum við leysa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun