Í brýnni þörf er best að bíða! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. febrúar 2022 09:00 Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af. Eftir hverju er verið að bíða? Það bólar ekkert á útboðsgögnum. Á meðan beðið er eftir þeim tefst framkvæmdin og nú orðið afar ólíklegt að hún geti hafist, héðan af fyrr en undir lok þessa árs. í frétt á heimasíðu Garðabæjar, þegar vinningstillagan var kynnt, kom fram að leikskólinn eigi að hefja starfsemi sína á þessu ári. Með þennan meirihluta einan við ákvarðanaborðið verður trúlegast ekkert af því. Við verðum heppin ef framkvæmdir verða hafnar. Til að fá nánari upplýsingar um framgang verkefnisins og hvenær foreldrar í Urriðahverfi megi loks eiga von á því að það rísi nýr leikskóli í hverfinu, hef ég lagt fram fyrirspurn um málið þar sem óskað var eftir tímalínu um framgang verkefnisins. Sprungnir skólar og skammtímareddingar Í desember 2021 voru skráðir íbúar í Urriðaholti á aldrinum 0-5 ára 292. Leikskólinn sem fyrir er er löngu sprunginn. Gert var ráð fyrir 120 börnum í 6 deildum en í vetur voru þar tæplega 170 börn. Hægt er að koma fleiri börnum að á leikskóla með því að þrengja verulega að grunnskólanum. Allt í boði Sjálfstæðismanna. Einu svörin sem núverandi meirihluti hefur eru tímabundnar reddingar á reddingar ofan. Því miður eru engin ný tíðindi það. Það á enn á ný að koma fyrir færanlegum einingum sem verður kostað til með tímabundinni leigu. Þarna bætist við aukinn kostnaður sem meirihlutinn telur sér einhvern veginn til tekna í allri umræðu um ábyrga fjármálastjórn. Svona getur hlutum verið snúið á haus. Barnafjölskyldurnar koma samt Á meðan flykkjast barnafjölskyldur í Urriðaholtið. Þær sjá fyrir sér í hillingum framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins, þar sem leikur einn er að koma börnum inn á leikskóla. Það er glansmyndin sem þeim hefur verið seld en stenst ekki. Urriðaholtið er mjög eftirsóknarvert hverfi, þar sem er að skapast frábært 15 mínútna hverfi, með fjölbreytta verslun og þjónustu að færast í aukana með hverfiskaffihúsi og glæsilegum veitingastað. Allt í göngufæri og áður en við vitum af hefur fyrsti snjallkaupmaðurinn á horninu hafið starfsemi sína. En ákvarðanir meirihlutans um forgangsröðun í Garðabæ hefur veruleg áhrif á ímynd hverfisins. Það hefur áhrif að í stað framúrskarandi þjónustu og leikskólapláss við 12 mánaða aldur í umhverfisvottaða hverfinu eru brostnar vonir og flækjur við að koma börnum í leikskóla eða til dagmóður staðreynd. Þessu er hægt að snúa við ef viljinn er fyrir hendi. Við sem tölum fyrir því að tryggja framúrskarandi þjónustu við íbúa hljótum að meina það sem við segjum og segja það sem við meinum. Það gerum við í Viðreisn að minnsta kosti. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af. Eftir hverju er verið að bíða? Það bólar ekkert á útboðsgögnum. Á meðan beðið er eftir þeim tefst framkvæmdin og nú orðið afar ólíklegt að hún geti hafist, héðan af fyrr en undir lok þessa árs. í frétt á heimasíðu Garðabæjar, þegar vinningstillagan var kynnt, kom fram að leikskólinn eigi að hefja starfsemi sína á þessu ári. Með þennan meirihluta einan við ákvarðanaborðið verður trúlegast ekkert af því. Við verðum heppin ef framkvæmdir verða hafnar. Til að fá nánari upplýsingar um framgang verkefnisins og hvenær foreldrar í Urriðahverfi megi loks eiga von á því að það rísi nýr leikskóli í hverfinu, hef ég lagt fram fyrirspurn um málið þar sem óskað var eftir tímalínu um framgang verkefnisins. Sprungnir skólar og skammtímareddingar Í desember 2021 voru skráðir íbúar í Urriðaholti á aldrinum 0-5 ára 292. Leikskólinn sem fyrir er er löngu sprunginn. Gert var ráð fyrir 120 börnum í 6 deildum en í vetur voru þar tæplega 170 börn. Hægt er að koma fleiri börnum að á leikskóla með því að þrengja verulega að grunnskólanum. Allt í boði Sjálfstæðismanna. Einu svörin sem núverandi meirihluti hefur eru tímabundnar reddingar á reddingar ofan. Því miður eru engin ný tíðindi það. Það á enn á ný að koma fyrir færanlegum einingum sem verður kostað til með tímabundinni leigu. Þarna bætist við aukinn kostnaður sem meirihlutinn telur sér einhvern veginn til tekna í allri umræðu um ábyrga fjármálastjórn. Svona getur hlutum verið snúið á haus. Barnafjölskyldurnar koma samt Á meðan flykkjast barnafjölskyldur í Urriðaholtið. Þær sjá fyrir sér í hillingum framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins, þar sem leikur einn er að koma börnum inn á leikskóla. Það er glansmyndin sem þeim hefur verið seld en stenst ekki. Urriðaholtið er mjög eftirsóknarvert hverfi, þar sem er að skapast frábært 15 mínútna hverfi, með fjölbreytta verslun og þjónustu að færast í aukana með hverfiskaffihúsi og glæsilegum veitingastað. Allt í göngufæri og áður en við vitum af hefur fyrsti snjallkaupmaðurinn á horninu hafið starfsemi sína. En ákvarðanir meirihlutans um forgangsröðun í Garðabæ hefur veruleg áhrif á ímynd hverfisins. Það hefur áhrif að í stað framúrskarandi þjónustu og leikskólapláss við 12 mánaða aldur í umhverfisvottaða hverfinu eru brostnar vonir og flækjur við að koma börnum í leikskóla eða til dagmóður staðreynd. Þessu er hægt að snúa við ef viljinn er fyrir hendi. Við sem tölum fyrir því að tryggja framúrskarandi þjónustu við íbúa hljótum að meina það sem við segjum og segja það sem við meinum. Það gerum við í Viðreisn að minnsta kosti. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun