Tölum um sjálfbærni á mannamáli Friðrik Larsen skrifar 3. febrúar 2022 07:30 Aðilar innan orkugeirans skilja tungutakið sem er notað í tengslum við orkuskiptin en það er yfirþyrmandi fyrir neytendur að skilja um hvað orkuskiptin snúast. Í grunninn snúast þau um að fara úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í sjálfbæra eða græna orkugjafa. Hvað þýðir það t.d. að eitthvað sé grænt? Hvað er sjálfbærni og hvað er samfélagsleg ábyrgð? Þetta eru hugtök sem skiljast ekki endilega þegar við förum út úr stofnunum og erum ekki lengur að tala við sérfræðinga. Hvernig getum við hjálpað almenningi, neytandanum sem kýs með veskinu, að skilja? Einstaklingar innan orkugeirans eru margir hverjir sérhæfðir um efni sem kallar á sértækan orðaforða. Við sem störfum og hrærumst innan orkugeirans eigum það til að gera ráð fyrir að almennir neytendur skilji okkar orðaforða á sama hátt og við sérfræðingarnir gerum. Sannleikurinn er sá að það er ekki þannig. Orð eru bara orð þangað til að við hjálpum fólki að tengja við þau og skilja þau. Þá á ég við að einstaklingar skilji ekki aðeins orðin sjálf heldur skilji hvernig orðið er að fara að hafa áhrif á þá. Sem dæmi, hvað þýðir það fyrir neytendur að vita að einhver vara er „grænni“ en vara samkeppnisaðilans? Takist að koma neytendum í skilning um hvað felist í svona þáttum, því líklegar er að orkuskiptin gangi hraðar. Við viljum fá almenning til að fylgja okkur en sannleikurinn er sá það gera það fáir fyrr en það hefur áhrif á budduna. Því eru reglugerðir oft árangursríkasta leiðin til að fá fram þá hegðun sem við viljum helst frá neytendum. En, að breyta hegðun neytenda er stórmál og við vitum það líklega flest að breytingum í formi reglugerða er tekið misvel. Það getur því breytt heilmiklu að passa upp á að eiga einnig virk samskipti við neytendur og tala á þann hátt að neytendur skilji betur reglugerðir og tilgang þeirra. Þetta er best gert eftir lögmálum markaðsfræða og vörumerkjastjórnunar. Þannig hjálpum við almennum neytendum að tengja við og skilja þær reglugerðir sem settar hafa verið. Reglugerðunum er tekið opnari örmum og allt þetta hjálpar til við að breyta hegðun fólks. Frá því að ég hóf feril minn í orkugeiranum hefur margt tekið breytingum þar, en breytingarnar eru hægfara. Almenningur er ekki alveg að fylgja okkur en markmiðið á að vera að fleiri fylgi og skilji. Þess vegna vil ég sjá fleiri orkufyrirtæki vera markvissari í því hvernig þau eiga virkt samtal við hagsmunaaðila. Höfundur er eigandi brandr vörumerkjastofu og dósent í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Aðilar innan orkugeirans skilja tungutakið sem er notað í tengslum við orkuskiptin en það er yfirþyrmandi fyrir neytendur að skilja um hvað orkuskiptin snúast. Í grunninn snúast þau um að fara úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í sjálfbæra eða græna orkugjafa. Hvað þýðir það t.d. að eitthvað sé grænt? Hvað er sjálfbærni og hvað er samfélagsleg ábyrgð? Þetta eru hugtök sem skiljast ekki endilega þegar við förum út úr stofnunum og erum ekki lengur að tala við sérfræðinga. Hvernig getum við hjálpað almenningi, neytandanum sem kýs með veskinu, að skilja? Einstaklingar innan orkugeirans eru margir hverjir sérhæfðir um efni sem kallar á sértækan orðaforða. Við sem störfum og hrærumst innan orkugeirans eigum það til að gera ráð fyrir að almennir neytendur skilji okkar orðaforða á sama hátt og við sérfræðingarnir gerum. Sannleikurinn er sá að það er ekki þannig. Orð eru bara orð þangað til að við hjálpum fólki að tengja við þau og skilja þau. Þá á ég við að einstaklingar skilji ekki aðeins orðin sjálf heldur skilji hvernig orðið er að fara að hafa áhrif á þá. Sem dæmi, hvað þýðir það fyrir neytendur að vita að einhver vara er „grænni“ en vara samkeppnisaðilans? Takist að koma neytendum í skilning um hvað felist í svona þáttum, því líklegar er að orkuskiptin gangi hraðar. Við viljum fá almenning til að fylgja okkur en sannleikurinn er sá það gera það fáir fyrr en það hefur áhrif á budduna. Því eru reglugerðir oft árangursríkasta leiðin til að fá fram þá hegðun sem við viljum helst frá neytendum. En, að breyta hegðun neytenda er stórmál og við vitum það líklega flest að breytingum í formi reglugerða er tekið misvel. Það getur því breytt heilmiklu að passa upp á að eiga einnig virk samskipti við neytendur og tala á þann hátt að neytendur skilji betur reglugerðir og tilgang þeirra. Þetta er best gert eftir lögmálum markaðsfræða og vörumerkjastjórnunar. Þannig hjálpum við almennum neytendum að tengja við og skilja þær reglugerðir sem settar hafa verið. Reglugerðunum er tekið opnari örmum og allt þetta hjálpar til við að breyta hegðun fólks. Frá því að ég hóf feril minn í orkugeiranum hefur margt tekið breytingum þar, en breytingarnar eru hægfara. Almenningur er ekki alveg að fylgja okkur en markmiðið á að vera að fleiri fylgi og skilji. Þess vegna vil ég sjá fleiri orkufyrirtæki vera markvissari í því hvernig þau eiga virkt samtal við hagsmunaaðila. Höfundur er eigandi brandr vörumerkjastofu og dósent í Háskóla Íslands.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun