Segi það aftur: Frítt í strætó Baldur Borgþórsson skrifar 31. janúar 2022 12:00 Fjögur ár. Það er sá tími sem undirritaður hefur ítrekað bent á réttu leiðina til að auka notkun á strætó. Sleppum borgarlínu, höfum frítt í strætó og spörum milljarða á ári. Ár eftir ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta. Þannig leysum við málin. Tilraunaverkefni til 12 mánaða, Frítt í Strætó, er góð leið til að auka notkun strætó og mun á sama tíma koma sér afar vel þar sem þröngt er í búi. Samhliða yrði ráðist í umbætur á leiðakerfum og sérreinum fjölgað þar sem því verður við komið. Kostnaður er óverulegur enda eru beinar tekjur strætó af fargjaldasölu innan við tveir milljarðar á ári. Verkefninu yrði fylgt eftir með sölu strætókorta á afar lágu verði, broti af því sem er í dag. Slík nálgun myndi tryggja að nær allir sæju sér hag í að vera með. Í áður innsendri grein Ókeypis í strætó í hundrað ár - Vísir (visir.is) fer ég nokkuð ítarlega yfir þennan málaflokk og hvet áhugafólk um skynsamlegar lausnir að kynna sér það sem þar kemur fram. Því miður er það svo að áform um borgarlínu eins og þau liggja fyrir munu hafa mun víðtækari neikvæð áhrif en virðist við fyrstu sýn og því er rétt að gera því skil við þessi tímamót: Flutningsgeta almennrar umferðar mun hrynja um alla borg. Gott dæmi um það er Suðurlandsbraut sem verður ein akrein í hvora akstursstefnu með borgarlínu í miðju. Flutningsgeta almennrar umferðar mun við þetta minnka um allt að 75% að mati sérfróðra. Þessi neikvæðu áhrif munu síðan endurtaka sig um borgina alla. Alls staðar þar sem borgarlína á að liggja mun flutningsgeta almennrar umferðar hrynja og keðjuverkunaráhrifa mun gæta um alla borg. Með þessum hætti er ætlunin að þvinga almenning til notkunar á strætó. Þetta eru stór orð en ekki mín heldur fulltrúa meirihluta borgarstjórnar. Að taka valkostinn af borgarbúum er þeirra lausn á málum. En áhrifanna gæti víðar. Heldur betur. Fjöldi tillagna Sjálfstæðisflokksins í borginni um að brjóta nýtt byggingaland til að mæta eftirspurn er hafnað af fulltrúum meirihluta Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Aftur og aftur er ekki bara skynsamlegum heldur nauðsynlegum tillögum hafnað og ávallt með sömu rökum: Að tillögurnar samræmist ekki áformum um borgarlínu. Punktur. Það þarf því engan að undra þegar horft er til stöðunnar á fasteignamarkaði borgarinnar í dag. Íbúðarhúsnæði á verði sem venjulegt fólk hefu ráð á er nær ófáanlegt og atgervisflóttinn mikill. Þúsundir samborgara okkar hefur því ekki annan kost en að festa kaup á húsnæði langt utan borgarinnar, allt austur á Hvolsvöll, vestur í Borgarnes, suður í Sandgerði og allt þar á milli. Þá tekur við að sækja vinnu til borgarinnar. Daglega. Allt þetta í nafni borgarlínu. Hversu galið er það? Nú er það vissulega fagnaðarefni að byggðir styrkist sem víðast og það er enginn vafi í mínum huga að það er gott að búa á öllum þessum stöðum. Það er hinsvegar ekki gott að þurfa að sækja vinnu um langa leið, heldur beinlínis óhagkvæmt, ófjölskylduvænt , óumhverfisvænt og síðast en ekki síst, óþarfi. Vegna þess að við eigum gnægð byggingalands í borginni. Byggingalands sem okkur ber að nýta þrátt fyrir að ,, það samræmist ekki áformum um borgarlínu.´´ Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að teknar séu ákvarðanir sem byggðar eru á skynsemi og virðingu gagnvart íbúum borgarinnar og rétti þeirra til að velja það sem hentar þeim og þeirra best hverju sinni? Ég segi það. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Strætó Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Fjögur ár. Það er sá tími sem undirritaður hefur ítrekað bent á réttu leiðina til að auka notkun á strætó. Sleppum borgarlínu, höfum frítt í strætó og spörum milljarða á ári. Ár eftir ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta. Þannig leysum við málin. Tilraunaverkefni til 12 mánaða, Frítt í Strætó, er góð leið til að auka notkun strætó og mun á sama tíma koma sér afar vel þar sem þröngt er í búi. Samhliða yrði ráðist í umbætur á leiðakerfum og sérreinum fjölgað þar sem því verður við komið. Kostnaður er óverulegur enda eru beinar tekjur strætó af fargjaldasölu innan við tveir milljarðar á ári. Verkefninu yrði fylgt eftir með sölu strætókorta á afar lágu verði, broti af því sem er í dag. Slík nálgun myndi tryggja að nær allir sæju sér hag í að vera með. Í áður innsendri grein Ókeypis í strætó í hundrað ár - Vísir (visir.is) fer ég nokkuð ítarlega yfir þennan málaflokk og hvet áhugafólk um skynsamlegar lausnir að kynna sér það sem þar kemur fram. Því miður er það svo að áform um borgarlínu eins og þau liggja fyrir munu hafa mun víðtækari neikvæð áhrif en virðist við fyrstu sýn og því er rétt að gera því skil við þessi tímamót: Flutningsgeta almennrar umferðar mun hrynja um alla borg. Gott dæmi um það er Suðurlandsbraut sem verður ein akrein í hvora akstursstefnu með borgarlínu í miðju. Flutningsgeta almennrar umferðar mun við þetta minnka um allt að 75% að mati sérfróðra. Þessi neikvæðu áhrif munu síðan endurtaka sig um borgina alla. Alls staðar þar sem borgarlína á að liggja mun flutningsgeta almennrar umferðar hrynja og keðjuverkunaráhrifa mun gæta um alla borg. Með þessum hætti er ætlunin að þvinga almenning til notkunar á strætó. Þetta eru stór orð en ekki mín heldur fulltrúa meirihluta borgarstjórnar. Að taka valkostinn af borgarbúum er þeirra lausn á málum. En áhrifanna gæti víðar. Heldur betur. Fjöldi tillagna Sjálfstæðisflokksins í borginni um að brjóta nýtt byggingaland til að mæta eftirspurn er hafnað af fulltrúum meirihluta Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Aftur og aftur er ekki bara skynsamlegum heldur nauðsynlegum tillögum hafnað og ávallt með sömu rökum: Að tillögurnar samræmist ekki áformum um borgarlínu. Punktur. Það þarf því engan að undra þegar horft er til stöðunnar á fasteignamarkaði borgarinnar í dag. Íbúðarhúsnæði á verði sem venjulegt fólk hefu ráð á er nær ófáanlegt og atgervisflóttinn mikill. Þúsundir samborgara okkar hefur því ekki annan kost en að festa kaup á húsnæði langt utan borgarinnar, allt austur á Hvolsvöll, vestur í Borgarnes, suður í Sandgerði og allt þar á milli. Þá tekur við að sækja vinnu til borgarinnar. Daglega. Allt þetta í nafni borgarlínu. Hversu galið er það? Nú er það vissulega fagnaðarefni að byggðir styrkist sem víðast og það er enginn vafi í mínum huga að það er gott að búa á öllum þessum stöðum. Það er hinsvegar ekki gott að þurfa að sækja vinnu um langa leið, heldur beinlínis óhagkvæmt, ófjölskylduvænt , óumhverfisvænt og síðast en ekki síst, óþarfi. Vegna þess að við eigum gnægð byggingalands í borginni. Byggingalands sem okkur ber að nýta þrátt fyrir að ,, það samræmist ekki áformum um borgarlínu.´´ Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að teknar séu ákvarðanir sem byggðar eru á skynsemi og virðingu gagnvart íbúum borgarinnar og rétti þeirra til að velja það sem hentar þeim og þeirra best hverju sinni? Ég segi það. Höfundur er varaborgarfulltrúi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun