Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. janúar 2022 18:35 Kristín fékk ávísað fjölda ópíóíða, missterkum, vegna mikilla og krónískra verkja. Hún segir að líkaminn sé ótrúlega fljótur að mynda þol og var hún fljótt farin að taka mun meira magn heldur en læknirinn ráðlagði henni. Vísir/Aðsend mynd Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. Kompás fjallaði um notkun ópíóíða á Íslandi og fjölgun notenda ávanabindandi lyfja. Fram hefur komið að fjöldi Oxycontin-notenda hefur vaxið úr um 500 í 3.500 á tíu árum og ópíóíðafíklum á Vogi fjölgar sömuleiðis ár frá ári. „Venjuleg” verkjalyf virka ekki Um þrjú þúsund konur eru greindar með endómetríósu á Íslandi. Eitt megineinkennið eru sárir og djúpir verkir í móðurlífi, sem geta lagst á allan líkamann. Flestar konur með sjúkdóminn þurfa sterk verkjalyf og fá gjarnan ávísað parkódín forte, tramól, oxycontin og fleiri ópíóíðum. Venjuleg verkjalyf, eins og Paratabs og Ibufen, gera oft ekkert gagn. Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, segir langflestar konur sem þjást af sjúkdómnum þurfa sterk verkjalyf. Sumar hafa þurft morfín í æð í verstu köstunum. „Við höfum allar, einhvern tímann á lífsleiðinni, þurft að taka þessi lyf. Eða við þurfum allar að taka þessi verkjalyf á einhverjum tímapunkti.” Meðalgreiningartími kvenna með endómetríósu er sjö ár. „Þær eru oft búnar að vera á sterkum verkjalyfjum í mörg ár. Maður hefur heyrt dæmi um að það hafi tekið 30 ár að fá greiningu,” segir Kolbrún. „Við höfum heyrt af konum í samtökunum sem hafa þurft að fara í meðferð til þess að hætta á lyfjum.” Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, segir sterk verkjalyf oftar en ekki einu meðferðina sem konur sem þjást af sjúkdómnum fá. Hún segir oft skorta fræðslu um skaðsemi lyfjanna frá læknum.Vísir/Arnar Kristín Ósk er ein þeirra. Hún var greind með endómetríósu rúmlega tvítug, eftir að hafa kvalist í mörg ár. „Þetta er svo ofboðslega lamandi. Fótunum, lífinu þínu, er bara kippt undan þér,” segir Kristín. „Örvæntingin hún er svo mikil. Þér er svo ofboðslega illt.” Kristín byrjaði eins og margir, að nota bara Parkódín og svo Parkódín Forte. „Svo var þetta orðið Parkódín Forte og Tramól. Svo var ég komin upp í Parkódín Forte og eitthvað aukalyf með, eins og Ketógan. Ég notaði stærstu skammtana af Oxycontin. En það voru reyndar lyf sem mér líkaði ekki og ég náði að hætta á þeim sjálf. En ætli ég hafi ekki bara virkilega verið ein af þeim heppnu þegar kom að því.” Endaði á Vogi eftir margra ára lyfjaneyslu Kristín endaði sína vegferð á Vog og Vík til að losa sig undan lyfjunum, en hún var farin að nota kvíðastillandi og svefntöflur með ópíóíðunum, eins og algengt er. Kristín er nú laus undan fíkn morfínlyfjanna og líður sömuleiðis vel af verkjunum, eftir að hún fór í aðgerð vegna endómetríósunnar erlendis. Vísir/Aðsend mynd „Þetta er bara ömurlegur veruleiki,” segir hún. „Og ég veit að það eru svo ótrúlega margar konur sem búa við þennan veruleika en eru bara stimplaðar sem fíklar.” Kristín er í dag að mestu laus við verkina, en hún fór í aðgerð erlendis vegna sjúkdómsins. Heilbrigðismál Kompás Fíkn Kvenheilsa Lyf Tengdar fréttir Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. 27. janúar 2022 11:36 3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01 Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. 24. janúar 2022 18:45 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Kompás fjallaði um notkun ópíóíða á Íslandi og fjölgun notenda ávanabindandi lyfja. Fram hefur komið að fjöldi Oxycontin-notenda hefur vaxið úr um 500 í 3.500 á tíu árum og ópíóíðafíklum á Vogi fjölgar sömuleiðis ár frá ári. „Venjuleg” verkjalyf virka ekki Um þrjú þúsund konur eru greindar með endómetríósu á Íslandi. Eitt megineinkennið eru sárir og djúpir verkir í móðurlífi, sem geta lagst á allan líkamann. Flestar konur með sjúkdóminn þurfa sterk verkjalyf og fá gjarnan ávísað parkódín forte, tramól, oxycontin og fleiri ópíóíðum. Venjuleg verkjalyf, eins og Paratabs og Ibufen, gera oft ekkert gagn. Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, segir langflestar konur sem þjást af sjúkdómnum þurfa sterk verkjalyf. Sumar hafa þurft morfín í æð í verstu köstunum. „Við höfum allar, einhvern tímann á lífsleiðinni, þurft að taka þessi lyf. Eða við þurfum allar að taka þessi verkjalyf á einhverjum tímapunkti.” Meðalgreiningartími kvenna með endómetríósu er sjö ár. „Þær eru oft búnar að vera á sterkum verkjalyfjum í mörg ár. Maður hefur heyrt dæmi um að það hafi tekið 30 ár að fá greiningu,” segir Kolbrún. „Við höfum heyrt af konum í samtökunum sem hafa þurft að fara í meðferð til þess að hætta á lyfjum.” Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, segir sterk verkjalyf oftar en ekki einu meðferðina sem konur sem þjást af sjúkdómnum fá. Hún segir oft skorta fræðslu um skaðsemi lyfjanna frá læknum.Vísir/Arnar Kristín Ósk er ein þeirra. Hún var greind með endómetríósu rúmlega tvítug, eftir að hafa kvalist í mörg ár. „Þetta er svo ofboðslega lamandi. Fótunum, lífinu þínu, er bara kippt undan þér,” segir Kristín. „Örvæntingin hún er svo mikil. Þér er svo ofboðslega illt.” Kristín byrjaði eins og margir, að nota bara Parkódín og svo Parkódín Forte. „Svo var þetta orðið Parkódín Forte og Tramól. Svo var ég komin upp í Parkódín Forte og eitthvað aukalyf með, eins og Ketógan. Ég notaði stærstu skammtana af Oxycontin. En það voru reyndar lyf sem mér líkaði ekki og ég náði að hætta á þeim sjálf. En ætli ég hafi ekki bara virkilega verið ein af þeim heppnu þegar kom að því.” Endaði á Vogi eftir margra ára lyfjaneyslu Kristín endaði sína vegferð á Vog og Vík til að losa sig undan lyfjunum, en hún var farin að nota kvíðastillandi og svefntöflur með ópíóíðunum, eins og algengt er. Kristín er nú laus undan fíkn morfínlyfjanna og líður sömuleiðis vel af verkjunum, eftir að hún fór í aðgerð vegna endómetríósunnar erlendis. Vísir/Aðsend mynd „Þetta er bara ömurlegur veruleiki,” segir hún. „Og ég veit að það eru svo ótrúlega margar konur sem búa við þennan veruleika en eru bara stimplaðar sem fíklar.” Kristín er í dag að mestu laus við verkina, en hún fór í aðgerð erlendis vegna sjúkdómsins.
Heilbrigðismál Kompás Fíkn Kvenheilsa Lyf Tengdar fréttir Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. 27. janúar 2022 11:36 3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01 Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. 24. janúar 2022 18:45 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. 27. janúar 2022 11:36
3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01
Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. 24. janúar 2022 18:45
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00
Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01