Klám, kyrkingar og kynlíf Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og María Hjálmtýsdóttir skrifa 26. janúar 2022 15:00 Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? Er ekki stór-sniðugt að benda strákunum á ýmsar leiðir til að útfæra það sem þeir sjá í kláminu, til dæmis að loka öndunarvegi stelpnanna með limnum á sér, ef þeir bara passa að fylgjast með því að hætta örugglega í tæka tíð til að forðast súrefnisskort til heilans? Er ekki nóg að segja krökkunum að tala saman um mörk og að fá samþykki? Við vitum öll að hin löngu tímabæra umræða um kynferðisofbeldi hefur verið mikil undanfarin misseri. #Metoo bylgjurnar hafa vakið okkur til vitundar um hversu lúmskt, breytilegt og útbreitt kynferðisofbeldi er í samfélagi okkar og við fullorðna fólkið vitum að við berum ábyrgð á velferð barnanna. Skólakerfið hefur brugðist við kalli samfélagsins um kynfræðslu en hluti af þeim viðbrögðum hefur verið að fá aðkeypta kynfræðslu bæði í grunn- og framhaldsskóla um allt land. Opinská umræða um kynlíf er bráðnauðsynleg en þá er ekki þar með sagt að við eigum möglunarlaust að láta ábyrgðina frá okkur af því að við þorum ekki að hafa á þessu skoðun. Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis. Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“. Það ætti nú að vera frekar auðsótt að fá samþykki hjá stelpum sem fá endalausar leiðbeiningar úr umhverfinu um hvernig eigi að fullnægja körlum og það er lítið mál að vaða yfir mörk berskjaldaðrar unglingsstúlku. Samþykki og mörk eru allt annað en einföld fyrirbæri. Klám er dulbúið sem kynferðislegt frelsi þar sem kyrkingar, flengingar og hráki, en það eru nær alltaf strákarnir sem kyrkja, flengja og hrækja á stelpurnar, eru hluti af því að prófa sig áfram í kynlífi á unglingsárunum. Þegar hegðun krakka reynist þeim hættuleg er á ábyrgð fullorðinna að vita betur. Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer en hér má lesa um ungan dreng í Noregi sem lést einmitt í slíkum leik. Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og ,,breath play“, eru lífshættulegar. Þrenging að hálsi getur valdið meðvitundarleysi á örskömmum tíma en óafturkræfar afleiðingar geta komið fram síðar sem leiða í einhverjum tilfellum til dauða, jafnvel þótt engir áverkar séu sýnilegir, sem þeir hættulegustu eru oft ekki. Klám og klámvæðing ræna börnin okkar því frelsi sem þau þurfa til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Mikilvægt er að vekja ekki skömm þeirra fyrir að vera kynverur með langanir og þrár. Hins vegar má sá sem viljandi meiðir aðra manneskju, niðurlægir hana og leggur hana í hættu svo sannarlega upplifa skömm. Sá sem fær fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beitta ofbeldi á líka að skammast sín. Sá sem togar og teygir eða hreinlega virðir hvorki vilja né mörk annarra í kynlífi á virkilega að skammast sín og sá sem hefur lífsviðurværi af því að segja börnunum okkar að það sé nú bara allt í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert ,,rétt“ má líka skammast sín. Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Klám Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? Er ekki stór-sniðugt að benda strákunum á ýmsar leiðir til að útfæra það sem þeir sjá í kláminu, til dæmis að loka öndunarvegi stelpnanna með limnum á sér, ef þeir bara passa að fylgjast með því að hætta örugglega í tæka tíð til að forðast súrefnisskort til heilans? Er ekki nóg að segja krökkunum að tala saman um mörk og að fá samþykki? Við vitum öll að hin löngu tímabæra umræða um kynferðisofbeldi hefur verið mikil undanfarin misseri. #Metoo bylgjurnar hafa vakið okkur til vitundar um hversu lúmskt, breytilegt og útbreitt kynferðisofbeldi er í samfélagi okkar og við fullorðna fólkið vitum að við berum ábyrgð á velferð barnanna. Skólakerfið hefur brugðist við kalli samfélagsins um kynfræðslu en hluti af þeim viðbrögðum hefur verið að fá aðkeypta kynfræðslu bæði í grunn- og framhaldsskóla um allt land. Opinská umræða um kynlíf er bráðnauðsynleg en þá er ekki þar með sagt að við eigum möglunarlaust að láta ábyrgðina frá okkur af því að við þorum ekki að hafa á þessu skoðun. Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis. Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“. Það ætti nú að vera frekar auðsótt að fá samþykki hjá stelpum sem fá endalausar leiðbeiningar úr umhverfinu um hvernig eigi að fullnægja körlum og það er lítið mál að vaða yfir mörk berskjaldaðrar unglingsstúlku. Samþykki og mörk eru allt annað en einföld fyrirbæri. Klám er dulbúið sem kynferðislegt frelsi þar sem kyrkingar, flengingar og hráki, en það eru nær alltaf strákarnir sem kyrkja, flengja og hrækja á stelpurnar, eru hluti af því að prófa sig áfram í kynlífi á unglingsárunum. Þegar hegðun krakka reynist þeim hættuleg er á ábyrgð fullorðinna að vita betur. Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer en hér má lesa um ungan dreng í Noregi sem lést einmitt í slíkum leik. Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og ,,breath play“, eru lífshættulegar. Þrenging að hálsi getur valdið meðvitundarleysi á örskömmum tíma en óafturkræfar afleiðingar geta komið fram síðar sem leiða í einhverjum tilfellum til dauða, jafnvel þótt engir áverkar séu sýnilegir, sem þeir hættulegustu eru oft ekki. Klám og klámvæðing ræna börnin okkar því frelsi sem þau þurfa til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Mikilvægt er að vekja ekki skömm þeirra fyrir að vera kynverur með langanir og þrár. Hins vegar má sá sem viljandi meiðir aðra manneskju, niðurlægir hana og leggur hana í hættu svo sannarlega upplifa skömm. Sá sem fær fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beitta ofbeldi á líka að skammast sín. Sá sem togar og teygir eða hreinlega virðir hvorki vilja né mörk annarra í kynlífi á virkilega að skammast sín og sá sem hefur lífsviðurværi af því að segja börnunum okkar að það sé nú bara allt í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert ,,rétt“ má líka skammast sín. Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því?
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar