Kokteilboð á kostnað almennings Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 09:00 Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima. Í kjölfar starfa minna hjá Alþingi kenndi ég námskeið um alþjóðastofnanir við Háskóla Íslands. Þar fjallaði ég m.a. um alþjóðleg þingmannasamtök en þá hafði, eftir því sem ég kemst næst, aldrei verið fjallað um slík þingmannasamtök í umræddu námskeiði áður, né í öðrum námskeiðum við háskóla landsins yfirleitt. Í kennslubókinni, 600 blaðsíðna doðranti um alla mögulega leikendur í alþjóðakerfinu, þ.á.m. frjáls félagasamtök, alþjóðleg fyrirtæki og kvikmyndastjörnur, var ekki minnst einu orði á þingmenn sem gerendur í alþjóðakerfinu. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Framan af ríkti ákveðin leynd yfir þátttöku alþingismanna í alþjóðastarfi. Engar skýrslur voru gerðar um starfið né upplýsingar um það að finna opinberlega. Sem betur fer hefur orðið breyting þar á. Nú eru upplýsingar um ferðir og skýrslur um fundi erlendis aðgengilegar á vef Alþingis. Þekking almennings á starfinu er hins vegar afar takmörkuð og gagnrýnin um „kokteilboð á kostnað almennings“ áberandi í umræðunni. Lítil þekking bæði almennings og fræðimanna á málefninu, sem og lítill áhugi og aðhald fjölmiðla, hefur þær afleiðingar að þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi er að miklu leyti ósýnileg. Það er einna helst að beinn kostnaður af ferðalögum sé reifaður. Þá er starfið einnig lítið sýnilegt innan þingsins og engir skýrir farvegir til staðar til að sú þekking og reynsla sem þingmenn öðlast í gegnum alþjóðastarfið nýtist við mótun löggjafar á Íslandi. Einnig er óljóst hvernig þingmenn eiga að vinna að markmiðum þess þingmannasamstarfs sem þeir taka þátt í, annars vegar á vettvangi Alþingis, og hins vegar í samstarfi við sitjandi ríkisstjórn. Af öllu þessu leiðir að þingmenn sjá á stundum lítinn hag í að sinna umræddu starfi af krafti, það er enda ekki endilega líklegt til vinsælda í kjördæminu, en álit kjósenda á alþjóðastarfi þingmanna hefur oft á tíðum verið heldur neikvætt. Það er enginn þingmaður kosinn á þing á grundvelli áforma um þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi. Þetta leiðir svo aftur til þeirrar hættu á að embættismenn ráði ferðinni í umræddu starfi frekar en hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar. Til að rjúfa megi þennan vítahring þarf að rannsaka og greina þátttöku Alþingis í alþjóðlegu þingmannastarfi, auka umræðu um starfið og veita þingmönnum aukið aðhald við störf sín á alþjóðavettvangi. Þá er full ástæða til að endurskoða reglulega þátttöku alþingismanna í umræddu starfi, greina hverju starfið er að skila, og forgangsraða upp á nýtt þegar þörf er á. Í þessu reynir á almenning, fræðimenn, fjölmiðla, sem og þingið sjálft og skrifstofu þess. Í grunninn er um tvennt að ræða. Annars vegar, hvaða hlutverk við viljum að þingmenn okkar hafi á alþjóðavettvangi. Hins vegar, hvernig við tryggjum að framlag þeirra skili sem mestu, bæði fyrir íslenskt samfélag sem og alþjóðasamfélagið í heild. Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðlegu þingmannastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Alþingi Utanríkismál Háskólar Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima. Í kjölfar starfa minna hjá Alþingi kenndi ég námskeið um alþjóðastofnanir við Háskóla Íslands. Þar fjallaði ég m.a. um alþjóðleg þingmannasamtök en þá hafði, eftir því sem ég kemst næst, aldrei verið fjallað um slík þingmannasamtök í umræddu námskeiði áður, né í öðrum námskeiðum við háskóla landsins yfirleitt. Í kennslubókinni, 600 blaðsíðna doðranti um alla mögulega leikendur í alþjóðakerfinu, þ.á.m. frjáls félagasamtök, alþjóðleg fyrirtæki og kvikmyndastjörnur, var ekki minnst einu orði á þingmenn sem gerendur í alþjóðakerfinu. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Framan af ríkti ákveðin leynd yfir þátttöku alþingismanna í alþjóðastarfi. Engar skýrslur voru gerðar um starfið né upplýsingar um það að finna opinberlega. Sem betur fer hefur orðið breyting þar á. Nú eru upplýsingar um ferðir og skýrslur um fundi erlendis aðgengilegar á vef Alþingis. Þekking almennings á starfinu er hins vegar afar takmörkuð og gagnrýnin um „kokteilboð á kostnað almennings“ áberandi í umræðunni. Lítil þekking bæði almennings og fræðimanna á málefninu, sem og lítill áhugi og aðhald fjölmiðla, hefur þær afleiðingar að þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi er að miklu leyti ósýnileg. Það er einna helst að beinn kostnaður af ferðalögum sé reifaður. Þá er starfið einnig lítið sýnilegt innan þingsins og engir skýrir farvegir til staðar til að sú þekking og reynsla sem þingmenn öðlast í gegnum alþjóðastarfið nýtist við mótun löggjafar á Íslandi. Einnig er óljóst hvernig þingmenn eiga að vinna að markmiðum þess þingmannasamstarfs sem þeir taka þátt í, annars vegar á vettvangi Alþingis, og hins vegar í samstarfi við sitjandi ríkisstjórn. Af öllu þessu leiðir að þingmenn sjá á stundum lítinn hag í að sinna umræddu starfi af krafti, það er enda ekki endilega líklegt til vinsælda í kjördæminu, en álit kjósenda á alþjóðastarfi þingmanna hefur oft á tíðum verið heldur neikvætt. Það er enginn þingmaður kosinn á þing á grundvelli áforma um þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi. Þetta leiðir svo aftur til þeirrar hættu á að embættismenn ráði ferðinni í umræddu starfi frekar en hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar. Til að rjúfa megi þennan vítahring þarf að rannsaka og greina þátttöku Alþingis í alþjóðlegu þingmannastarfi, auka umræðu um starfið og veita þingmönnum aukið aðhald við störf sín á alþjóðavettvangi. Þá er full ástæða til að endurskoða reglulega þátttöku alþingismanna í umræddu starfi, greina hverju starfið er að skila, og forgangsraða upp á nýtt þegar þörf er á. Í þessu reynir á almenning, fræðimenn, fjölmiðla, sem og þingið sjálft og skrifstofu þess. Í grunninn er um tvennt að ræða. Annars vegar, hvaða hlutverk við viljum að þingmenn okkar hafi á alþjóðavettvangi. Hins vegar, hvernig við tryggjum að framlag þeirra skili sem mestu, bæði fyrir íslenskt samfélag sem og alþjóðasamfélagið í heild. Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðlegu þingmannastarfi.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar