Sjálfbær nýting auðlinda hafsins Svandís Svavarsdóttir skrifar 25. janúar 2022 13:30 Ólíkt því sem tíðkast hjá mörgum öðrum þjóðum eru fiskistofnar við Ísland í góðu ásigkomulagi. Nýting þeirra flestra er vottuð af alþjóðlegum aðilum sem sjálfbær og verðmætasköpunin hefur aukist mjög frá því sem áður var. Mikið verk er ennþá óunnið bæði að því er varðar umgengni sjávar, eldsneytisnotkun og nýtingu þess sjávarfangs sem aflað er en ekki síður þau sjónarmið er lúta að samfélagslegri sátt um það fyrirkomulag sem nú ríkir. Orkuskipti í sjávarútvegi Líklega er engin atvinnugrein á Íslandi eins útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga eins og sjávarútvegur. Súrnun sjávar og breytingar á fiskigengd geta haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir greinina og þar með hagsmuni Íslands í heild sinni. Í ljósi þessa og stærðar sjávarútvegsins í íslensku hagkerfi getur framlag sjávarútvegsins skipt miklu máli til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Síðasta sumar gáfu stjórnvöld og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi út yfirlýsingu þar sem stefnt er að 50% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar frá árinu 2005 til ársins 2030. Markmiðið er metnaðarfullt í ljósi þess að olíunotkun í sjávarútvegi hefur dregist mikið saman á síðustu áratugum vegna hagræðingar í flotanum, aukinnar tækni við smíði skipa, hönnun veiðarfæra og búnaðar sem miða að því að draga úr orkunotkun samhliða því að auka nýtingu og verðmæti sjávarafurða. Unnið er að enn frekari lausnum á bættri orkunotkun og orkuskiptum í sjávarútvegi m.a. til að stór fiskiskip geti keyrt á rafeldsneyti á höfum úti. Samninga er þörf um deilistofna Um árabil hefur reynst þrautin þyngri að ná samningum milli strandríkja Norður-Atlantshafsins um nýtingu deilistofna, á borð við síld, makríl og kolmunna. Fyrir liggur að sóknin í stofnana er í sumum tilvikum langt umfram vísindalega ráðgjöf og getur þannig vart talist annað en ósjálfbær. Stærð þessara stofna og umhverfisáhrif ráða mestu um göngur þeirra í íslenska lögsögu og þá í leiðinni hversu auðvelt er að ná til þeirra. Það er mikilvægt að semja um nýtingu deilistofna með það að markmiði að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra og með hagsmuni Íslands í huga. Sú krafa verður æ háværari að böndum verði komið á þessi mál og samningar náist og að því verður unnið af kappi. Krafan um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda er sjálfsögð og eðlileg og kemur ekki bara frá almenningi sem lætur sig málefni hafsins varða, heldur í vaxandi mæli frá verslunarkeðjum, neytendum og samtökum þeirra. Skilvirkt eftirlit með sjávarútvegi Mikil verðmætaaukning hefur orðið í sjávarútvegi á undanförnum áratugum og er mun meiri en aukning veiðiheimilda. Hvert kílógramm af þorski sem veitt er úr sjó við Ísland er nú um þrefalt verðmætara en fyrir 40 árum. Aðalástæðan er bætt nýting afla með aukinni tækni. Vottun íslenskra sjávarafurða hefur svo auðveldað sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum um heim allann. Þótt við Íslendingar séum óvön að spyrja eftir MSC-vottuðum fiski þá er slík vottun oft á tíðum forsenda þess að neytendur úti í hinum stóra heimi kaupi fisk og að stórar verslanakeðjur vilji yfirhöfuð selja fisk. Í þessum vottunum, sem byggja á orðspori íslensks sjávarútvegs liggja gríðarlega mikil verðmæti. Þannig er nauðsynlegt að halda áfram að þróa eftirlit með auðlindinni með þeim hætti að þessi góða staða sé tryggð til frambúðar. Vísindaleg ráðgjöf er hornsteinn sjálfbærar nýtingar Með réttu hefur verið gagnrýnt hversu erfitt hefur verið fyrir nýja aðila að hasla sér völl í sjávarútvegi. Nýliðun hefur verið afar lítil á meðan samþjöppun hefur aukist og útgerðir stækkað. Meðal annars hefur það verið gagnrýnt fyrir að hafa gert nýliðun erfiða og leitt til samþjöppunar í sjávarútvegi. Einmitt vegna þessa barðist Vinstrihreyfingin – grænt framboð fyrir því að koma strandveiðikerfinu á í núverandi mynd á árinu 2009. Kerfið var hugsað til þess að gefa þeim sem ekki hafa veiðiheimildir möguleika á því að reyna fyrir sér í sjávarútvegi og auðvelda nýliðun. Veiðarnar væru undir sömu lögmál sett og aðrar veiðar, að fiskistofnar yrðu nýttir á ábyrgan hátt. Kerfið hefur tekið breytingum á þeim þrettán árum sem það hefur verið við lýði, en grundvallaratriði þess eru eins og í upphafi. Hluta þeirra heimilda sem ríkið tekur til sín til atvinnu- og byggðaverkefna er ráðstafað í strandveiðar. Afgangur þeirra fer í önnur verkefni sem hafa flest það markmið að styðja við sjávarbyggðir, t.d. með byggðakvótum til viðkvæmra sjávarbyggða. Það sem ríkið hefur til að ráðstafa til atvinnu- og byggðaverkefna er tiltekið hlutfalli af heildaraflamarki, sem breytist í takt við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Mörg hundruð aðilar stundar strandveiðar á hverju ári og landa afla sínum allt í kringum landið. Talsverð nýliðun hefur orðið á þessum árum og því óhætt að segja að markmiðin með strandveiðunum hafa náð fram að ganga að nokkru leyti. Það er því mikilvægt að halda áfram að þróa og treysta strandveiðar og festa þær frekar í sessi. Minna til skiptanna í ár en vonir stóðu til Í sumar þegar Hafrannsóknarstofnun gaf út sína veiðiráðgjöf var niðurstaðan sú að lækka hámarksafla í þorski um 13%, úr 254 þús. tonnum í 220 þús. tonn. Þannig varð talsvert minna til skiptanna í ár en vonir stóðu til, auk þess sem skiptimarkaðir fyrir loðnu gáfu minna en áður. Ráðstöfun aflaheimilda er að sjálfsögðu í samræmi við vísindalega ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Síðustu tólf ár hafa u.þ.b. 3,4% af aflamarki í þorski verið ráðstafað til strandveiða, á fiskveiðiárinu 2021/2022 er þetta hlutfall 3,8% m.v. núverandi ráðstöfun. Þar með er ekki sagan öll. Skiptimarkaðir í nokkrum öðrum tegundum eiga eftir að eiga sér stað nú á útmánuðum; í þorski í Barentshafi, kolmunna, norsk-íslenskri síld og í makríl. Þó að ómögulegt sé að spá því nákvæmlega hversu mikið muni fást af þorski í skiptum fyrir aðrar tegundir er ljóst að það mun skapast svigrúm til þess að bæta inn í strandveiðipottinn eins og undanfarin ár. Þannig mun heildarmagn sem rennur í strandveiðipottinn að öllum líkindum aukast síðar í vor. Mikilvægi strandveiða Eins og að framan greinir bíða mörg stór verkefni úrslausna á næstu árum í þessum málaflokki. Mikilvægast af öllu er þó að halda áfram að byggja upp fiskistofna við landið og huga vel að vistkerfi hafsins. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir fiskistofnana sjálfa heldur einnig fyrir sjávarbyggðir og samfélagið allt. Þetta er einfalt; það sem er gott fyrir fiskistofnana er gott fyrir okkur öll. Ég mun sem ráðherra sjávarútvegsmála hvergi hvika frá því að fylgja vísindalegri ráðgjöf um nýtingu fiskistofna og að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti enda er það forsenda þess að aflaheimildir geti aukist í framtíðinni. Það er ekki síður ásetningur minn að efla frekar atvinnu og byggð í landinu eins og kveðið er á um í markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar skipta þar miklu máli og því mikilvægt að standa áfram vörð um þær. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Orkuskipti Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Ólíkt því sem tíðkast hjá mörgum öðrum þjóðum eru fiskistofnar við Ísland í góðu ásigkomulagi. Nýting þeirra flestra er vottuð af alþjóðlegum aðilum sem sjálfbær og verðmætasköpunin hefur aukist mjög frá því sem áður var. Mikið verk er ennþá óunnið bæði að því er varðar umgengni sjávar, eldsneytisnotkun og nýtingu þess sjávarfangs sem aflað er en ekki síður þau sjónarmið er lúta að samfélagslegri sátt um það fyrirkomulag sem nú ríkir. Orkuskipti í sjávarútvegi Líklega er engin atvinnugrein á Íslandi eins útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga eins og sjávarútvegur. Súrnun sjávar og breytingar á fiskigengd geta haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir greinina og þar með hagsmuni Íslands í heild sinni. Í ljósi þessa og stærðar sjávarútvegsins í íslensku hagkerfi getur framlag sjávarútvegsins skipt miklu máli til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Síðasta sumar gáfu stjórnvöld og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi út yfirlýsingu þar sem stefnt er að 50% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar frá árinu 2005 til ársins 2030. Markmiðið er metnaðarfullt í ljósi þess að olíunotkun í sjávarútvegi hefur dregist mikið saman á síðustu áratugum vegna hagræðingar í flotanum, aukinnar tækni við smíði skipa, hönnun veiðarfæra og búnaðar sem miða að því að draga úr orkunotkun samhliða því að auka nýtingu og verðmæti sjávarafurða. Unnið er að enn frekari lausnum á bættri orkunotkun og orkuskiptum í sjávarútvegi m.a. til að stór fiskiskip geti keyrt á rafeldsneyti á höfum úti. Samninga er þörf um deilistofna Um árabil hefur reynst þrautin þyngri að ná samningum milli strandríkja Norður-Atlantshafsins um nýtingu deilistofna, á borð við síld, makríl og kolmunna. Fyrir liggur að sóknin í stofnana er í sumum tilvikum langt umfram vísindalega ráðgjöf og getur þannig vart talist annað en ósjálfbær. Stærð þessara stofna og umhverfisáhrif ráða mestu um göngur þeirra í íslenska lögsögu og þá í leiðinni hversu auðvelt er að ná til þeirra. Það er mikilvægt að semja um nýtingu deilistofna með það að markmiði að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra og með hagsmuni Íslands í huga. Sú krafa verður æ háværari að böndum verði komið á þessi mál og samningar náist og að því verður unnið af kappi. Krafan um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda er sjálfsögð og eðlileg og kemur ekki bara frá almenningi sem lætur sig málefni hafsins varða, heldur í vaxandi mæli frá verslunarkeðjum, neytendum og samtökum þeirra. Skilvirkt eftirlit með sjávarútvegi Mikil verðmætaaukning hefur orðið í sjávarútvegi á undanförnum áratugum og er mun meiri en aukning veiðiheimilda. Hvert kílógramm af þorski sem veitt er úr sjó við Ísland er nú um þrefalt verðmætara en fyrir 40 árum. Aðalástæðan er bætt nýting afla með aukinni tækni. Vottun íslenskra sjávarafurða hefur svo auðveldað sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum um heim allann. Þótt við Íslendingar séum óvön að spyrja eftir MSC-vottuðum fiski þá er slík vottun oft á tíðum forsenda þess að neytendur úti í hinum stóra heimi kaupi fisk og að stórar verslanakeðjur vilji yfirhöfuð selja fisk. Í þessum vottunum, sem byggja á orðspori íslensks sjávarútvegs liggja gríðarlega mikil verðmæti. Þannig er nauðsynlegt að halda áfram að þróa eftirlit með auðlindinni með þeim hætti að þessi góða staða sé tryggð til frambúðar. Vísindaleg ráðgjöf er hornsteinn sjálfbærar nýtingar Með réttu hefur verið gagnrýnt hversu erfitt hefur verið fyrir nýja aðila að hasla sér völl í sjávarútvegi. Nýliðun hefur verið afar lítil á meðan samþjöppun hefur aukist og útgerðir stækkað. Meðal annars hefur það verið gagnrýnt fyrir að hafa gert nýliðun erfiða og leitt til samþjöppunar í sjávarútvegi. Einmitt vegna þessa barðist Vinstrihreyfingin – grænt framboð fyrir því að koma strandveiðikerfinu á í núverandi mynd á árinu 2009. Kerfið var hugsað til þess að gefa þeim sem ekki hafa veiðiheimildir möguleika á því að reyna fyrir sér í sjávarútvegi og auðvelda nýliðun. Veiðarnar væru undir sömu lögmál sett og aðrar veiðar, að fiskistofnar yrðu nýttir á ábyrgan hátt. Kerfið hefur tekið breytingum á þeim þrettán árum sem það hefur verið við lýði, en grundvallaratriði þess eru eins og í upphafi. Hluta þeirra heimilda sem ríkið tekur til sín til atvinnu- og byggðaverkefna er ráðstafað í strandveiðar. Afgangur þeirra fer í önnur verkefni sem hafa flest það markmið að styðja við sjávarbyggðir, t.d. með byggðakvótum til viðkvæmra sjávarbyggða. Það sem ríkið hefur til að ráðstafa til atvinnu- og byggðaverkefna er tiltekið hlutfalli af heildaraflamarki, sem breytist í takt við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Mörg hundruð aðilar stundar strandveiðar á hverju ári og landa afla sínum allt í kringum landið. Talsverð nýliðun hefur orðið á þessum árum og því óhætt að segja að markmiðin með strandveiðunum hafa náð fram að ganga að nokkru leyti. Það er því mikilvægt að halda áfram að þróa og treysta strandveiðar og festa þær frekar í sessi. Minna til skiptanna í ár en vonir stóðu til Í sumar þegar Hafrannsóknarstofnun gaf út sína veiðiráðgjöf var niðurstaðan sú að lækka hámarksafla í þorski um 13%, úr 254 þús. tonnum í 220 þús. tonn. Þannig varð talsvert minna til skiptanna í ár en vonir stóðu til, auk þess sem skiptimarkaðir fyrir loðnu gáfu minna en áður. Ráðstöfun aflaheimilda er að sjálfsögðu í samræmi við vísindalega ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Síðustu tólf ár hafa u.þ.b. 3,4% af aflamarki í þorski verið ráðstafað til strandveiða, á fiskveiðiárinu 2021/2022 er þetta hlutfall 3,8% m.v. núverandi ráðstöfun. Þar með er ekki sagan öll. Skiptimarkaðir í nokkrum öðrum tegundum eiga eftir að eiga sér stað nú á útmánuðum; í þorski í Barentshafi, kolmunna, norsk-íslenskri síld og í makríl. Þó að ómögulegt sé að spá því nákvæmlega hversu mikið muni fást af þorski í skiptum fyrir aðrar tegundir er ljóst að það mun skapast svigrúm til þess að bæta inn í strandveiðipottinn eins og undanfarin ár. Þannig mun heildarmagn sem rennur í strandveiðipottinn að öllum líkindum aukast síðar í vor. Mikilvægi strandveiða Eins og að framan greinir bíða mörg stór verkefni úrslausna á næstu árum í þessum málaflokki. Mikilvægast af öllu er þó að halda áfram að byggja upp fiskistofna við landið og huga vel að vistkerfi hafsins. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir fiskistofnana sjálfa heldur einnig fyrir sjávarbyggðir og samfélagið allt. Þetta er einfalt; það sem er gott fyrir fiskistofnana er gott fyrir okkur öll. Ég mun sem ráðherra sjávarútvegsmála hvergi hvika frá því að fylgja vísindalegri ráðgjöf um nýtingu fiskistofna og að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti enda er það forsenda þess að aflaheimildir geti aukist í framtíðinni. Það er ekki síður ásetningur minn að efla frekar atvinnu og byggð í landinu eins og kveðið er á um í markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar skipta þar miklu máli og því mikilvægt að standa áfram vörð um þær. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun