Skortir orku? Orri Páll Jóhannsson skrifar 24. janúar 2022 07:01 Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla. En höfum í huga að þó svo það muni þurfa að afla frekari orku vegna orkuskipta þegar fram í sækir, eins og forstjóri Landsvirkjunar sagði í nýlegu viðtali, þá erum við að horfa til næstu áratuga í því samhengi. Við ætlum okkur að hafa náð fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og því þurfum við að taka öll skref af vel yfirlögðu ráði, leggja hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til grundvallar og treysta náttúruvernd. Forgangsröðum orku í þágu orkuskipta Okkur er ljóst að maðurinn hefur gengið freklega á gæði Jarðar, eytt um efni fram og tekið vanhugsaðar ákvarðanir í sína þágu án þess að huga að heildarsamhengi hlutanna, hvað þá öðrum lífverum. Loftslagsváin er ein afleiðing þessa. Það er brýnt að við komum okkur saman um forgangsröðun í hvað þurfi orku og þá hversu mikillar orku þarf að afla til viðbótar. Velflest erum við sammála um að orkuskiptin séu einn af lyklunum til þess að stemma stigu við loftslagsvánni. Á sama tíma þurfum við að tryggja réttlát umskipti þeirra óumflýjanlegu samfélagsbreytinga sem fylgja nýrri nálgun. Um þetta vitnar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Nýr orkumálastjóri gerir anga þessarar umræðu að umtalsefni í nýlegri grein hér á vísi.is. Þar bendir hún á að það sé ekki gefið að aukin orkuframleiðsla eða fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í auknum árangri í orkuskiptum. Krafan á orkufyrirtæki að hámarka hagnað í þágu eigenda sinna fer ekki endilega saman með því að íbúum og smærri fyrirtækjum á köldum svæðum séu tryggð raforka. Hvað þá smáiðnaði sem stuðlar að grænni atvinnuuppbyggingu, grænmetisbændum eða fjölskyldum sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Ég tek því heilshugar undir með orkumálastjóra sem segir þörf á að kortleggja orkumarkaðinn og skapa lagaumgjörð sem tryggi að framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta. Þannig má tryggja að við náum markmiðum okkar um að verða óháð jarðefnaeldsneyti og kolefnishlutlaus árið 2040. Orkuskipti með náttúruvernd í huga Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er rík áhersla lögð á loftslagsmál. Kveðið er á um að gæta verði hagsmuna núverandi og komandi kynslóða og að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi með jafnvægi milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Það er ekki gert með því að ráðast í stórvirkar virkjanaframkvæmdir í anda liðinnar tíðar. Sagan segir okkur að við höfum oft farið óðslega fram í orkuöflun gagnvart viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Við ætlum sannarlega að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040. En það þarf að ríkja sátt um nýjar virkjanir og áður en kemur til þeirra þurfum við að leita allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd, bæta nýtingu í virkjunum sem þegar hafa verið reistar og takmarka orkutap í orkukerfinu en ekki einungis horfa til hagnaðar eigenda orkufyrirtækjanna í krónum talið. Náttúra landsins, rétt eins og orkan, er verðmæt en takmörkuð gæði. Okkur ber að fara vel með hvor tveggja og hugsa lausnir marga áratugi fram í tímann en ekki til skamms tíma. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla. En höfum í huga að þó svo það muni þurfa að afla frekari orku vegna orkuskipta þegar fram í sækir, eins og forstjóri Landsvirkjunar sagði í nýlegu viðtali, þá erum við að horfa til næstu áratuga í því samhengi. Við ætlum okkur að hafa náð fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og því þurfum við að taka öll skref af vel yfirlögðu ráði, leggja hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til grundvallar og treysta náttúruvernd. Forgangsröðum orku í þágu orkuskipta Okkur er ljóst að maðurinn hefur gengið freklega á gæði Jarðar, eytt um efni fram og tekið vanhugsaðar ákvarðanir í sína þágu án þess að huga að heildarsamhengi hlutanna, hvað þá öðrum lífverum. Loftslagsváin er ein afleiðing þessa. Það er brýnt að við komum okkur saman um forgangsröðun í hvað þurfi orku og þá hversu mikillar orku þarf að afla til viðbótar. Velflest erum við sammála um að orkuskiptin séu einn af lyklunum til þess að stemma stigu við loftslagsvánni. Á sama tíma þurfum við að tryggja réttlát umskipti þeirra óumflýjanlegu samfélagsbreytinga sem fylgja nýrri nálgun. Um þetta vitnar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Nýr orkumálastjóri gerir anga þessarar umræðu að umtalsefni í nýlegri grein hér á vísi.is. Þar bendir hún á að það sé ekki gefið að aukin orkuframleiðsla eða fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í auknum árangri í orkuskiptum. Krafan á orkufyrirtæki að hámarka hagnað í þágu eigenda sinna fer ekki endilega saman með því að íbúum og smærri fyrirtækjum á köldum svæðum séu tryggð raforka. Hvað þá smáiðnaði sem stuðlar að grænni atvinnuuppbyggingu, grænmetisbændum eða fjölskyldum sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Ég tek því heilshugar undir með orkumálastjóra sem segir þörf á að kortleggja orkumarkaðinn og skapa lagaumgjörð sem tryggi að framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta. Þannig má tryggja að við náum markmiðum okkar um að verða óháð jarðefnaeldsneyti og kolefnishlutlaus árið 2040. Orkuskipti með náttúruvernd í huga Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er rík áhersla lögð á loftslagsmál. Kveðið er á um að gæta verði hagsmuna núverandi og komandi kynslóða og að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi með jafnvægi milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Það er ekki gert með því að ráðast í stórvirkar virkjanaframkvæmdir í anda liðinnar tíðar. Sagan segir okkur að við höfum oft farið óðslega fram í orkuöflun gagnvart viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Við ætlum sannarlega að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040. En það þarf að ríkja sátt um nýjar virkjanir og áður en kemur til þeirra þurfum við að leita allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd, bæta nýtingu í virkjunum sem þegar hafa verið reistar og takmarka orkutap í orkukerfinu en ekki einungis horfa til hagnaðar eigenda orkufyrirtækjanna í krónum talið. Náttúra landsins, rétt eins og orkan, er verðmæt en takmörkuð gæði. Okkur ber að fara vel með hvor tveggja og hugsa lausnir marga áratugi fram í tímann en ekki til skamms tíma. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun