Launafólk og kófið Drífa Snædal skrifar 21. janúar 2022 13:30 Í nýrri rannsókn Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins er dregin upp mynd af þeim fórnum sem launafólk innan ASÍ og BSRB hefur fært í kófinu. Vanlíðan hefur aukist og stórir hópar hafa það verr fjárhagslega en fyrir ári síðan. Það á sérstaklega við um láglaunafólk, innflytjendur, einstæða foreldra og barnafólk. Álag hefur aukist bæði heimavið og í vinnu. Það á sérstaklega við um konur sem eru í störfum sem fela í sér mikið álag vegna veirunnar; s.s. umönnunarstörf og verslunarstörf, og standa þess utan líka þriðju vaktina heimafyrir. Það er ljóst að versnandi heilsa og aukið álag mun segja til sín á næstu árum ef ekkert er aðhafst. Mestu skipti að létta álagi á þeim stéttum sem hafa staðið vaktina í langan tíma. Jafnframt þarf að taka því mjög alvarlega að fátækt og öryggisleysið sem henni fylgir fóðrar vanlíðan og veikindi. Að hækka laun þannig að fólk hafi tækifæri til að framfleyta sér er þannig ekki aðeins kjaramál heldur líka eitt stærsta lýðheilsumálið. Könnunin sýnir svo ekki verður um villst að á Íslandi er fullvinnandi fólk sem býr við fátækt. Launin eru lág en það sem líka spilar stórt hlutverk er íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Sú tilraunastafsemi að láta fjárfesta og braskara sjá um húsnæðismarkaðinn er löngu búin að sanna skaðsemi sína og kominn er tími til að endurhugsa umgjörð húsnæðismála frá grunni. Húsnæði á að vera fyrir fólk en ekki fjárfesta, húsnæði á að vera viðráðanlegt venjulegu fólki og húsnæði á að vera öruggt. Þetta er eitt stærsta kjaramálið núna og mun ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðunum í haust; að stjórnvöld verði við ákalli vinnandi fólks um úrlausnir. Það er skylda okkar sem tölum fyrir launafólk að koma til kjaraviðræðna nestuð raunveruleika okkar félaga. „Svigrúmið í efnahagslífinu“ getur ekki verið ráðandi þáttur eitt og sér eins og atvinnurekendur, Seðlabankinn og jafnvel stjórnvöld munu syngja hátt næstu mánuði. Við höfum tilfærslukerfi sem eiga að virka, við getum gert svo miklu betur á húsnæðismarkaði, við getum eflt endurhæfingarúrræði, endurmenntun og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst er það svo ekki lögmál hversu mikið er greitt í arð til eigenda fyrirtækja og hversu mikið fer til fólksins sem býr til arðinn – launafólks. Fátækt er ekki lögmál og á ekki að fyrirfinnast í okkar velferðarsamfélagi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri rannsókn Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins er dregin upp mynd af þeim fórnum sem launafólk innan ASÍ og BSRB hefur fært í kófinu. Vanlíðan hefur aukist og stórir hópar hafa það verr fjárhagslega en fyrir ári síðan. Það á sérstaklega við um láglaunafólk, innflytjendur, einstæða foreldra og barnafólk. Álag hefur aukist bæði heimavið og í vinnu. Það á sérstaklega við um konur sem eru í störfum sem fela í sér mikið álag vegna veirunnar; s.s. umönnunarstörf og verslunarstörf, og standa þess utan líka þriðju vaktina heimafyrir. Það er ljóst að versnandi heilsa og aukið álag mun segja til sín á næstu árum ef ekkert er aðhafst. Mestu skipti að létta álagi á þeim stéttum sem hafa staðið vaktina í langan tíma. Jafnframt þarf að taka því mjög alvarlega að fátækt og öryggisleysið sem henni fylgir fóðrar vanlíðan og veikindi. Að hækka laun þannig að fólk hafi tækifæri til að framfleyta sér er þannig ekki aðeins kjaramál heldur líka eitt stærsta lýðheilsumálið. Könnunin sýnir svo ekki verður um villst að á Íslandi er fullvinnandi fólk sem býr við fátækt. Launin eru lág en það sem líka spilar stórt hlutverk er íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Sú tilraunastafsemi að láta fjárfesta og braskara sjá um húsnæðismarkaðinn er löngu búin að sanna skaðsemi sína og kominn er tími til að endurhugsa umgjörð húsnæðismála frá grunni. Húsnæði á að vera fyrir fólk en ekki fjárfesta, húsnæði á að vera viðráðanlegt venjulegu fólki og húsnæði á að vera öruggt. Þetta er eitt stærsta kjaramálið núna og mun ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðunum í haust; að stjórnvöld verði við ákalli vinnandi fólks um úrlausnir. Það er skylda okkar sem tölum fyrir launafólk að koma til kjaraviðræðna nestuð raunveruleika okkar félaga. „Svigrúmið í efnahagslífinu“ getur ekki verið ráðandi þáttur eitt og sér eins og atvinnurekendur, Seðlabankinn og jafnvel stjórnvöld munu syngja hátt næstu mánuði. Við höfum tilfærslukerfi sem eiga að virka, við getum gert svo miklu betur á húsnæðismarkaði, við getum eflt endurhæfingarúrræði, endurmenntun og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst er það svo ekki lögmál hversu mikið er greitt í arð til eigenda fyrirtækja og hversu mikið fer til fólksins sem býr til arðinn – launafólks. Fátækt er ekki lögmál og á ekki að fyrirfinnast í okkar velferðarsamfélagi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun