Launafólk og kófið Drífa Snædal skrifar 21. janúar 2022 13:30 Í nýrri rannsókn Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins er dregin upp mynd af þeim fórnum sem launafólk innan ASÍ og BSRB hefur fært í kófinu. Vanlíðan hefur aukist og stórir hópar hafa það verr fjárhagslega en fyrir ári síðan. Það á sérstaklega við um láglaunafólk, innflytjendur, einstæða foreldra og barnafólk. Álag hefur aukist bæði heimavið og í vinnu. Það á sérstaklega við um konur sem eru í störfum sem fela í sér mikið álag vegna veirunnar; s.s. umönnunarstörf og verslunarstörf, og standa þess utan líka þriðju vaktina heimafyrir. Það er ljóst að versnandi heilsa og aukið álag mun segja til sín á næstu árum ef ekkert er aðhafst. Mestu skipti að létta álagi á þeim stéttum sem hafa staðið vaktina í langan tíma. Jafnframt þarf að taka því mjög alvarlega að fátækt og öryggisleysið sem henni fylgir fóðrar vanlíðan og veikindi. Að hækka laun þannig að fólk hafi tækifæri til að framfleyta sér er þannig ekki aðeins kjaramál heldur líka eitt stærsta lýðheilsumálið. Könnunin sýnir svo ekki verður um villst að á Íslandi er fullvinnandi fólk sem býr við fátækt. Launin eru lág en það sem líka spilar stórt hlutverk er íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Sú tilraunastafsemi að láta fjárfesta og braskara sjá um húsnæðismarkaðinn er löngu búin að sanna skaðsemi sína og kominn er tími til að endurhugsa umgjörð húsnæðismála frá grunni. Húsnæði á að vera fyrir fólk en ekki fjárfesta, húsnæði á að vera viðráðanlegt venjulegu fólki og húsnæði á að vera öruggt. Þetta er eitt stærsta kjaramálið núna og mun ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðunum í haust; að stjórnvöld verði við ákalli vinnandi fólks um úrlausnir. Það er skylda okkar sem tölum fyrir launafólk að koma til kjaraviðræðna nestuð raunveruleika okkar félaga. „Svigrúmið í efnahagslífinu“ getur ekki verið ráðandi þáttur eitt og sér eins og atvinnurekendur, Seðlabankinn og jafnvel stjórnvöld munu syngja hátt næstu mánuði. Við höfum tilfærslukerfi sem eiga að virka, við getum gert svo miklu betur á húsnæðismarkaði, við getum eflt endurhæfingarúrræði, endurmenntun og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst er það svo ekki lögmál hversu mikið er greitt í arð til eigenda fyrirtækja og hversu mikið fer til fólksins sem býr til arðinn – launafólks. Fátækt er ekki lögmál og á ekki að fyrirfinnast í okkar velferðarsamfélagi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í nýrri rannsókn Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins er dregin upp mynd af þeim fórnum sem launafólk innan ASÍ og BSRB hefur fært í kófinu. Vanlíðan hefur aukist og stórir hópar hafa það verr fjárhagslega en fyrir ári síðan. Það á sérstaklega við um láglaunafólk, innflytjendur, einstæða foreldra og barnafólk. Álag hefur aukist bæði heimavið og í vinnu. Það á sérstaklega við um konur sem eru í störfum sem fela í sér mikið álag vegna veirunnar; s.s. umönnunarstörf og verslunarstörf, og standa þess utan líka þriðju vaktina heimafyrir. Það er ljóst að versnandi heilsa og aukið álag mun segja til sín á næstu árum ef ekkert er aðhafst. Mestu skipti að létta álagi á þeim stéttum sem hafa staðið vaktina í langan tíma. Jafnframt þarf að taka því mjög alvarlega að fátækt og öryggisleysið sem henni fylgir fóðrar vanlíðan og veikindi. Að hækka laun þannig að fólk hafi tækifæri til að framfleyta sér er þannig ekki aðeins kjaramál heldur líka eitt stærsta lýðheilsumálið. Könnunin sýnir svo ekki verður um villst að á Íslandi er fullvinnandi fólk sem býr við fátækt. Launin eru lág en það sem líka spilar stórt hlutverk er íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Sú tilraunastafsemi að láta fjárfesta og braskara sjá um húsnæðismarkaðinn er löngu búin að sanna skaðsemi sína og kominn er tími til að endurhugsa umgjörð húsnæðismála frá grunni. Húsnæði á að vera fyrir fólk en ekki fjárfesta, húsnæði á að vera viðráðanlegt venjulegu fólki og húsnæði á að vera öruggt. Þetta er eitt stærsta kjaramálið núna og mun ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðunum í haust; að stjórnvöld verði við ákalli vinnandi fólks um úrlausnir. Það er skylda okkar sem tölum fyrir launafólk að koma til kjaraviðræðna nestuð raunveruleika okkar félaga. „Svigrúmið í efnahagslífinu“ getur ekki verið ráðandi þáttur eitt og sér eins og atvinnurekendur, Seðlabankinn og jafnvel stjórnvöld munu syngja hátt næstu mánuði. Við höfum tilfærslukerfi sem eiga að virka, við getum gert svo miklu betur á húsnæðismarkaði, við getum eflt endurhæfingarúrræði, endurmenntun og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst er það svo ekki lögmál hversu mikið er greitt í arð til eigenda fyrirtækja og hversu mikið fer til fólksins sem býr til arðinn – launafólks. Fátækt er ekki lögmál og á ekki að fyrirfinnast í okkar velferðarsamfélagi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun