Um frelsi og samstöðu Natan Kolbeinsson skrifar 21. janúar 2022 10:30 Heilbrigðisráðherra labbar í áttina að bílnum sínum að loknum ríkisstjórnarfundi. Fjölmiðlar bíða fyrir utan eftir því að tilkynnt verði hvað sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fólk má og má ekki gera næstu tvær til þrjár vikurnar. Þetta er það sem við höfum vanist síðustu ár að ákvarðanir um hvaða fólk má vinna og hverjir ekki, hversu margir fá að hittast eða hvort allir sem að þú vilt að mæti í jarðaför foreldri þíns geti það. Svo förum við að sjá til sólar aftur, þá er blásið til gleðifundar þar sem ráðherrar tilkynna að ríkisstjórnin ætlar að leyfa þér að mæta til vinnu og kveðja foreldri þitt eins og þú vildir gera það. Atferli og orðræða ríkisstjórnarinnar hefur nefnilega verið þannig bróðurpart þessa faraldurs að sóttvarnalæknir ákveður að skerða frelsið en ráðherrar ákveða að skila því aftur til okkar. Skerðingar eru tilkynntar eins og smávægilegar breytingar sem fólk þarf ekkert að pæla í en hver millimeter af frelsi sem við fáum aftur er fagnaðarefni sem er þeim einum að þakka. En það er í sjálfu sér ekki furðulegt að við höfum fallið í þessa gryfju. Þar sem ríkisstjórnin hefur aldrei þurft að standa með þessum aðgerðum eða bera ábyrgð á þeim. Ráðherrarnir hafa aldrei þurft að sækja heimild fyrir þeim til Alþingis heldur bara tekist á um þær sín á milli og muldra svo lágum rómi í fjölmiðlum ef þeir eru ekki sammála aðgerðunum. Þó aldrei það hátt að það beri á óeiningu um þetta heldur alltaf á þann hátt að rétta fólkið heyri þetta en það verði nú aldrei stór mál úr þessu. Ákvarðanir sem teknar eru án lýðræðislegrar aðkomu eru ekki ákvarðanir sem hægt er að gera kröfu um að allir standi með. Það er því sérstaklega mikilvægt að þegar við erum á þeim stað í faraldrinum að þreyta almennings og vantraust á aðgerðum er að verða háværari að ríkisstjórnin fari að verja þessar ákvarðnir á Alþingi og fái fyrir þeim lýðræðislegt umboð. Öllu valdi fylgir ábyrgð og þá sérstaklega þegar um er að ræða vald yfir því hverjir fá að mæta í vinnuna þessa vikuna eða hverja þú mátt hitta. Ákvarðanir um þetta eiga skilið meiri alvöruþunga en að heilbrigðisráðherra ræði þær stuttlega við fjölmiðla á leiðinni út í bíl að loknum fundi. Ákvarðanir um skerðingu frelsis eiga líka skilið meiri alvarleika en svo að ráðherrar geti bent á einhvern annan en tekið sér svo allan heiðurinn þegar þessar skerðingunum er aflétt. Það er því ein grunn forsenda þess að mögulega sé aftur hægt að byggja aftur samstöðu um þessar sóttvarnaraðgerðir að þær fái ekki bara lýðræðislegt umboð Alþingis heldur líka stuðning ríkisstjórnar sem þarf að standa með ákvörðun sinni á kröftugri hátt en að skrifa bara undir og benda svo á embættismenn til að fría sig af allri ábyrgð. Höfundur er ritari stjórnar Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Natan Kolbeinsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra labbar í áttina að bílnum sínum að loknum ríkisstjórnarfundi. Fjölmiðlar bíða fyrir utan eftir því að tilkynnt verði hvað sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fólk má og má ekki gera næstu tvær til þrjár vikurnar. Þetta er það sem við höfum vanist síðustu ár að ákvarðanir um hvaða fólk má vinna og hverjir ekki, hversu margir fá að hittast eða hvort allir sem að þú vilt að mæti í jarðaför foreldri þíns geti það. Svo förum við að sjá til sólar aftur, þá er blásið til gleðifundar þar sem ráðherrar tilkynna að ríkisstjórnin ætlar að leyfa þér að mæta til vinnu og kveðja foreldri þitt eins og þú vildir gera það. Atferli og orðræða ríkisstjórnarinnar hefur nefnilega verið þannig bróðurpart þessa faraldurs að sóttvarnalæknir ákveður að skerða frelsið en ráðherrar ákveða að skila því aftur til okkar. Skerðingar eru tilkynntar eins og smávægilegar breytingar sem fólk þarf ekkert að pæla í en hver millimeter af frelsi sem við fáum aftur er fagnaðarefni sem er þeim einum að þakka. En það er í sjálfu sér ekki furðulegt að við höfum fallið í þessa gryfju. Þar sem ríkisstjórnin hefur aldrei þurft að standa með þessum aðgerðum eða bera ábyrgð á þeim. Ráðherrarnir hafa aldrei þurft að sækja heimild fyrir þeim til Alþingis heldur bara tekist á um þær sín á milli og muldra svo lágum rómi í fjölmiðlum ef þeir eru ekki sammála aðgerðunum. Þó aldrei það hátt að það beri á óeiningu um þetta heldur alltaf á þann hátt að rétta fólkið heyri þetta en það verði nú aldrei stór mál úr þessu. Ákvarðanir sem teknar eru án lýðræðislegrar aðkomu eru ekki ákvarðanir sem hægt er að gera kröfu um að allir standi með. Það er því sérstaklega mikilvægt að þegar við erum á þeim stað í faraldrinum að þreyta almennings og vantraust á aðgerðum er að verða háværari að ríkisstjórnin fari að verja þessar ákvarðnir á Alþingi og fái fyrir þeim lýðræðislegt umboð. Öllu valdi fylgir ábyrgð og þá sérstaklega þegar um er að ræða vald yfir því hverjir fá að mæta í vinnuna þessa vikuna eða hverja þú mátt hitta. Ákvarðanir um þetta eiga skilið meiri alvöruþunga en að heilbrigðisráðherra ræði þær stuttlega við fjölmiðla á leiðinni út í bíl að loknum fundi. Ákvarðanir um skerðingu frelsis eiga líka skilið meiri alvarleika en svo að ráðherrar geti bent á einhvern annan en tekið sér svo allan heiðurinn þegar þessar skerðingunum er aflétt. Það er því ein grunn forsenda þess að mögulega sé aftur hægt að byggja aftur samstöðu um þessar sóttvarnaraðgerðir að þær fái ekki bara lýðræðislegt umboð Alþingis heldur líka stuðning ríkisstjórnar sem þarf að standa með ákvörðun sinni á kröftugri hátt en að skrifa bara undir og benda svo á embættismenn til að fría sig af allri ábyrgð. Höfundur er ritari stjórnar Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun