Um frelsi og samstöðu Natan Kolbeinsson skrifar 21. janúar 2022 10:30 Heilbrigðisráðherra labbar í áttina að bílnum sínum að loknum ríkisstjórnarfundi. Fjölmiðlar bíða fyrir utan eftir því að tilkynnt verði hvað sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fólk má og má ekki gera næstu tvær til þrjár vikurnar. Þetta er það sem við höfum vanist síðustu ár að ákvarðanir um hvaða fólk má vinna og hverjir ekki, hversu margir fá að hittast eða hvort allir sem að þú vilt að mæti í jarðaför foreldri þíns geti það. Svo förum við að sjá til sólar aftur, þá er blásið til gleðifundar þar sem ráðherrar tilkynna að ríkisstjórnin ætlar að leyfa þér að mæta til vinnu og kveðja foreldri þitt eins og þú vildir gera það. Atferli og orðræða ríkisstjórnarinnar hefur nefnilega verið þannig bróðurpart þessa faraldurs að sóttvarnalæknir ákveður að skerða frelsið en ráðherrar ákveða að skila því aftur til okkar. Skerðingar eru tilkynntar eins og smávægilegar breytingar sem fólk þarf ekkert að pæla í en hver millimeter af frelsi sem við fáum aftur er fagnaðarefni sem er þeim einum að þakka. En það er í sjálfu sér ekki furðulegt að við höfum fallið í þessa gryfju. Þar sem ríkisstjórnin hefur aldrei þurft að standa með þessum aðgerðum eða bera ábyrgð á þeim. Ráðherrarnir hafa aldrei þurft að sækja heimild fyrir þeim til Alþingis heldur bara tekist á um þær sín á milli og muldra svo lágum rómi í fjölmiðlum ef þeir eru ekki sammála aðgerðunum. Þó aldrei það hátt að það beri á óeiningu um þetta heldur alltaf á þann hátt að rétta fólkið heyri þetta en það verði nú aldrei stór mál úr þessu. Ákvarðanir sem teknar eru án lýðræðislegrar aðkomu eru ekki ákvarðanir sem hægt er að gera kröfu um að allir standi með. Það er því sérstaklega mikilvægt að þegar við erum á þeim stað í faraldrinum að þreyta almennings og vantraust á aðgerðum er að verða háværari að ríkisstjórnin fari að verja þessar ákvarðnir á Alþingi og fái fyrir þeim lýðræðislegt umboð. Öllu valdi fylgir ábyrgð og þá sérstaklega þegar um er að ræða vald yfir því hverjir fá að mæta í vinnuna þessa vikuna eða hverja þú mátt hitta. Ákvarðanir um þetta eiga skilið meiri alvöruþunga en að heilbrigðisráðherra ræði þær stuttlega við fjölmiðla á leiðinni út í bíl að loknum fundi. Ákvarðanir um skerðingu frelsis eiga líka skilið meiri alvarleika en svo að ráðherrar geti bent á einhvern annan en tekið sér svo allan heiðurinn þegar þessar skerðingunum er aflétt. Það er því ein grunn forsenda þess að mögulega sé aftur hægt að byggja aftur samstöðu um þessar sóttvarnaraðgerðir að þær fái ekki bara lýðræðislegt umboð Alþingis heldur líka stuðning ríkisstjórnar sem þarf að standa með ákvörðun sinni á kröftugri hátt en að skrifa bara undir og benda svo á embættismenn til að fría sig af allri ábyrgð. Höfundur er ritari stjórnar Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Natan Kolbeinsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra labbar í áttina að bílnum sínum að loknum ríkisstjórnarfundi. Fjölmiðlar bíða fyrir utan eftir því að tilkynnt verði hvað sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fólk má og má ekki gera næstu tvær til þrjár vikurnar. Þetta er það sem við höfum vanist síðustu ár að ákvarðanir um hvaða fólk má vinna og hverjir ekki, hversu margir fá að hittast eða hvort allir sem að þú vilt að mæti í jarðaför foreldri þíns geti það. Svo förum við að sjá til sólar aftur, þá er blásið til gleðifundar þar sem ráðherrar tilkynna að ríkisstjórnin ætlar að leyfa þér að mæta til vinnu og kveðja foreldri þitt eins og þú vildir gera það. Atferli og orðræða ríkisstjórnarinnar hefur nefnilega verið þannig bróðurpart þessa faraldurs að sóttvarnalæknir ákveður að skerða frelsið en ráðherrar ákveða að skila því aftur til okkar. Skerðingar eru tilkynntar eins og smávægilegar breytingar sem fólk þarf ekkert að pæla í en hver millimeter af frelsi sem við fáum aftur er fagnaðarefni sem er þeim einum að þakka. En það er í sjálfu sér ekki furðulegt að við höfum fallið í þessa gryfju. Þar sem ríkisstjórnin hefur aldrei þurft að standa með þessum aðgerðum eða bera ábyrgð á þeim. Ráðherrarnir hafa aldrei þurft að sækja heimild fyrir þeim til Alþingis heldur bara tekist á um þær sín á milli og muldra svo lágum rómi í fjölmiðlum ef þeir eru ekki sammála aðgerðunum. Þó aldrei það hátt að það beri á óeiningu um þetta heldur alltaf á þann hátt að rétta fólkið heyri þetta en það verði nú aldrei stór mál úr þessu. Ákvarðanir sem teknar eru án lýðræðislegrar aðkomu eru ekki ákvarðanir sem hægt er að gera kröfu um að allir standi með. Það er því sérstaklega mikilvægt að þegar við erum á þeim stað í faraldrinum að þreyta almennings og vantraust á aðgerðum er að verða háværari að ríkisstjórnin fari að verja þessar ákvarðnir á Alþingi og fái fyrir þeim lýðræðislegt umboð. Öllu valdi fylgir ábyrgð og þá sérstaklega þegar um er að ræða vald yfir því hverjir fá að mæta í vinnuna þessa vikuna eða hverja þú mátt hitta. Ákvarðanir um þetta eiga skilið meiri alvöruþunga en að heilbrigðisráðherra ræði þær stuttlega við fjölmiðla á leiðinni út í bíl að loknum fundi. Ákvarðanir um skerðingu frelsis eiga líka skilið meiri alvarleika en svo að ráðherrar geti bent á einhvern annan en tekið sér svo allan heiðurinn þegar þessar skerðingunum er aflétt. Það er því ein grunn forsenda þess að mögulega sé aftur hægt að byggja aftur samstöðu um þessar sóttvarnaraðgerðir að þær fái ekki bara lýðræðislegt umboð Alþingis heldur líka stuðning ríkisstjórnar sem þarf að standa með ákvörðun sinni á kröftugri hátt en að skrifa bara undir og benda svo á embættismenn til að fría sig af allri ábyrgð. Höfundur er ritari stjórnar Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar