Órofin þjónusta sveitarfélaga Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. janúar 2022 07:31 Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. Til að verja þá einstaklinga sem eiga erfiðar með að takast á við Covid. Og það hefur tekist vonum framar, þrátt fyrir hverja bylgjunni á eftir annarri sem steypist yfir okkur og þrátt fyrir að við séum orðin þreytt á ástandinu. Hugur minn og hjarta þessa dagana er hjá starfsfólki í velferðarþjónustu. Við höfum mikið heyrt um álagið í heilbrigðiskerfinu og í skólum vegna Covid. En minna hefur verið talað um álagið í velferðarþjónustu, sem hefur einnig verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Þar er starfsfólk sem tekur hverja aukavaktina á fætur annarri. Sérstaklega í miðjum bylgjum eins og nú, þar sem um 200 starfsmenn er frá vegna einangrunar eða sóttkvíar. Ósérhlífni starfsfólks Sjálf þekki ég líka nokkur dæmi þess að fólk sem starfar í velferðarþjónustu hafi einangrað sig við vinnu og heimili til að geta verið til taks fyrir skjólstæðinga sína, sem verr geta tekist á við veiruna. Fólk sem hefur ekki bara sleppt mannamótum, saumaklúbbum og vinahittingum, heldur fer helst ekkert þar sem reikna má með að einhver fjöldi sé saman komin til þess að geta veitt viðkvæmum hópum nauðsynlega þjónustu. Hjá Reykjavíkurborg eru um 70 starfsstöðvar þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn og nauðsynlegt að sú þjónusta sé órofin. Þar er um að ræða t.d. búseta fatlaðra og aldraðra, hjúkrunarheimili, vistheimili fyrir börn og heimili fyrir fólk með fíknivanda. Að auki eru um 4.000 íbúar Reykjavíkur sem treysta á heimaþjónustu eða heimahjúkrun. Þyngri þjónusta með færra fólki Þegar starfsmaður er veikur eða í sóttkví er ekki um annað að ræða en að finna aðra til að fylla í skarðið. Þetta eru ekki verkefni sem geta beðið til morguns. Við þetta bætist álag á starfsmenn þegar íbúarnir, sem þurfa þjónustuna, greinast með Covid. Þjónustuna þarf samt sem áður að veita. Í sumum tilfellum þarf jafnvel að veita meiri þjónustu, þar sem viðkomandi íbúar fara ekki til starfa eða í félagsstarf á þeim tíma. Á Covid tímum þarf því fleira starfsfólk en áður og fólk sem starfar að jafnaði á miðlægum skrifstofum borgarinnar hefur verið kallað út til að leysa af í grunnþjónustunni. Það er kraftaverkafólk sem vinnur að velferðarmálum. Því kynntist ég hér í Reykjavík þegar ég vann við heimaþjónustu og síðar þegar ég stýrði þjónustu við aldraða. Það er eðlilegt að ræða takmarkanir á einstaklingsfrelsið Þegar kemur að ákvörðunum um hvernig einstaklingsfrelsi okkar er skert og á hvaða forsendum, til að verja þá einstaklega sem veikari eru fyrir, er eðlilegt að sú umræða fari fram í þinginu. Áhrifin eru víða, ekki bara á líkamlega heilsu, heldur líka á andlega og hafa haft áhrif á félagsþroska barnanna okkar. Takmarkanirnar sem við höfum þurft að búa við skerða lífsviðurværi fjölskyldna. Það er því að mörgu að huga þegar þarf að taka ákvörðun um hvaða leið verji best líf og heilsu sem flestra. Við, í sveitarstjórnum landsins, tökum ekki ákvarðanir um sóttvarnarrelgur en við framfylgjum þeim. Í samstarfi við almannavarnir í neyðarstjórn sjáum við svo vel hvað það skiptir ofboðslega miklu máli að geta staðið við órofna þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda. En við getum ekki verið svo árum skipti, reglulega á neyðarstigi þar sem forgangsraða þarf til þjónustu upp á líf og dauða. Ef þróunin eftir Omicron verður ekki á þann veg að síðari afbrigði verði sífellt hættuminni þurfa sveitarfélögin og samfélagið allt að ræða hvaða þjónustu eigi að leggja áherslu á, með það í huga hversu marga starfsmenn þarf að auki til að stíga inn í veikinda- og sóttkvíarfríum reglulegra starfsmanna. Sveitarfélögin þurfa að taka þátt í samtalinu um það hvað eðlilegt líf með veirunni felur í sér, því þau munu þurfa að bregðast því með fyrirsjáanlega auknum kostnaði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. Til að verja þá einstaklinga sem eiga erfiðar með að takast á við Covid. Og það hefur tekist vonum framar, þrátt fyrir hverja bylgjunni á eftir annarri sem steypist yfir okkur og þrátt fyrir að við séum orðin þreytt á ástandinu. Hugur minn og hjarta þessa dagana er hjá starfsfólki í velferðarþjónustu. Við höfum mikið heyrt um álagið í heilbrigðiskerfinu og í skólum vegna Covid. En minna hefur verið talað um álagið í velferðarþjónustu, sem hefur einnig verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Þar er starfsfólk sem tekur hverja aukavaktina á fætur annarri. Sérstaklega í miðjum bylgjum eins og nú, þar sem um 200 starfsmenn er frá vegna einangrunar eða sóttkvíar. Ósérhlífni starfsfólks Sjálf þekki ég líka nokkur dæmi þess að fólk sem starfar í velferðarþjónustu hafi einangrað sig við vinnu og heimili til að geta verið til taks fyrir skjólstæðinga sína, sem verr geta tekist á við veiruna. Fólk sem hefur ekki bara sleppt mannamótum, saumaklúbbum og vinahittingum, heldur fer helst ekkert þar sem reikna má með að einhver fjöldi sé saman komin til þess að geta veitt viðkvæmum hópum nauðsynlega þjónustu. Hjá Reykjavíkurborg eru um 70 starfsstöðvar þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn og nauðsynlegt að sú þjónusta sé órofin. Þar er um að ræða t.d. búseta fatlaðra og aldraðra, hjúkrunarheimili, vistheimili fyrir börn og heimili fyrir fólk með fíknivanda. Að auki eru um 4.000 íbúar Reykjavíkur sem treysta á heimaþjónustu eða heimahjúkrun. Þyngri þjónusta með færra fólki Þegar starfsmaður er veikur eða í sóttkví er ekki um annað að ræða en að finna aðra til að fylla í skarðið. Þetta eru ekki verkefni sem geta beðið til morguns. Við þetta bætist álag á starfsmenn þegar íbúarnir, sem þurfa þjónustuna, greinast með Covid. Þjónustuna þarf samt sem áður að veita. Í sumum tilfellum þarf jafnvel að veita meiri þjónustu, þar sem viðkomandi íbúar fara ekki til starfa eða í félagsstarf á þeim tíma. Á Covid tímum þarf því fleira starfsfólk en áður og fólk sem starfar að jafnaði á miðlægum skrifstofum borgarinnar hefur verið kallað út til að leysa af í grunnþjónustunni. Það er kraftaverkafólk sem vinnur að velferðarmálum. Því kynntist ég hér í Reykjavík þegar ég vann við heimaþjónustu og síðar þegar ég stýrði þjónustu við aldraða. Það er eðlilegt að ræða takmarkanir á einstaklingsfrelsið Þegar kemur að ákvörðunum um hvernig einstaklingsfrelsi okkar er skert og á hvaða forsendum, til að verja þá einstaklega sem veikari eru fyrir, er eðlilegt að sú umræða fari fram í þinginu. Áhrifin eru víða, ekki bara á líkamlega heilsu, heldur líka á andlega og hafa haft áhrif á félagsþroska barnanna okkar. Takmarkanirnar sem við höfum þurft að búa við skerða lífsviðurværi fjölskyldna. Það er því að mörgu að huga þegar þarf að taka ákvörðun um hvaða leið verji best líf og heilsu sem flestra. Við, í sveitarstjórnum landsins, tökum ekki ákvarðanir um sóttvarnarrelgur en við framfylgjum þeim. Í samstarfi við almannavarnir í neyðarstjórn sjáum við svo vel hvað það skiptir ofboðslega miklu máli að geta staðið við órofna þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda. En við getum ekki verið svo árum skipti, reglulega á neyðarstigi þar sem forgangsraða þarf til þjónustu upp á líf og dauða. Ef þróunin eftir Omicron verður ekki á þann veg að síðari afbrigði verði sífellt hættuminni þurfa sveitarfélögin og samfélagið allt að ræða hvaða þjónustu eigi að leggja áherslu á, með það í huga hversu marga starfsmenn þarf að auki til að stíga inn í veikinda- og sóttkvíarfríum reglulegra starfsmanna. Sveitarfélögin þurfa að taka þátt í samtalinu um það hvað eðlilegt líf með veirunni felur í sér, því þau munu þurfa að bregðast því með fyrirsjáanlega auknum kostnaði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun