Sláandi niðurstöður þrátt fyrir sultarsöng atvinnurekanda Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:31 Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Einstæðir foreldrar eru í mjög slæmri stöðu eða sex af hverju tíu eiga erfitt með að ná endum saman. Álag hefur aukist vegna covid og andleg heilsa fer versnandi. Niðurstöður sem þessar eru sláandi en staðfesta stöðuna eins og stéttarfélögin skynja hana. Launafólk á lægstu laununum hefur ekki ofan í sig né á. Því miður eru það ekki ný tíðindi. Í kjarasamningunum 2015 var farið fram með sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa sem skilaði góðum árangri og svo í framhaldi voru gerðir Lífskjarasamningar þar sem einnig var lögð áhersla á lægstu laun. Þrátt fyrir þetta er staðan sú eins og niðurstöður sýna þá er stór hópur sem nær ekki endum saman. Inn í þessum tölum er ekkert um stöðu aldraðra og öryrkja sem við vitum þó að oft á tíðum er mjög slæm. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni á Íslandi þegar kemur að upptakti fyrir kjarasamninga áróður Samtaka atvinnulífsins og annara samtaka sem stunda atvinnurekstur hvað launakostnaður á Íslandi er „svakalega hár“. Launakostnaður er að setja allt á hliðina að þeirra mati. Hvaða laun eru að setja allt á hliðina? Eru það laun þeirra sem ná ekki endum saman? Þegar samið er um kjarasamninga á almennum markaði eru það alltaf þeir sem lægstu launin hafa sem varða leiðina og áróðurinn beinist gegn þeim hópi sem eru á taxtalaunum og þau laun eru á engan hátt lífvænleg. Það er ekki hægt annað en að vísa því til föðurhúsanna að lægstu taxtalaun hafi hækkað allt of mikið. Þessi launakostnaður taxtalaunafólks á lægstu launum er ekki að sliga þjóðfélagið og er svona málflutningur ekki boðlegur. Hvernig ætla stjórnvöld að koma að málum í komandi kjarasamningum. Húsnæðismarkaðurinn er að sliga fólk, leiguverð á almennum markaði í hæstu hæðum. Hvað varð um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um leigubremsu, hvað ætla stjórnvöld að gera í tilfærslukerfum til handa láglaunafólki. Þetta eru stóru spurningarnar inn í komandi kjarasaminga til þess að skapa jöfnuð á Íslandi. Þegar eru komnar hækkanir á vöru og þjónustu og jafnvel búið að boða fleiri hækkanir. Við búum í samfélagi þar sem er nóg til handa öllum ef rétt er haldið á málum. Hættum að kenna láglaunafólki um að launakostnaður sé að sliga allt því það er einfaldlega ekki rétt. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags og 3. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Einstæðir foreldrar eru í mjög slæmri stöðu eða sex af hverju tíu eiga erfitt með að ná endum saman. Álag hefur aukist vegna covid og andleg heilsa fer versnandi. Niðurstöður sem þessar eru sláandi en staðfesta stöðuna eins og stéttarfélögin skynja hana. Launafólk á lægstu laununum hefur ekki ofan í sig né á. Því miður eru það ekki ný tíðindi. Í kjarasamningunum 2015 var farið fram með sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa sem skilaði góðum árangri og svo í framhaldi voru gerðir Lífskjarasamningar þar sem einnig var lögð áhersla á lægstu laun. Þrátt fyrir þetta er staðan sú eins og niðurstöður sýna þá er stór hópur sem nær ekki endum saman. Inn í þessum tölum er ekkert um stöðu aldraðra og öryrkja sem við vitum þó að oft á tíðum er mjög slæm. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni á Íslandi þegar kemur að upptakti fyrir kjarasamninga áróður Samtaka atvinnulífsins og annara samtaka sem stunda atvinnurekstur hvað launakostnaður á Íslandi er „svakalega hár“. Launakostnaður er að setja allt á hliðina að þeirra mati. Hvaða laun eru að setja allt á hliðina? Eru það laun þeirra sem ná ekki endum saman? Þegar samið er um kjarasamninga á almennum markaði eru það alltaf þeir sem lægstu launin hafa sem varða leiðina og áróðurinn beinist gegn þeim hópi sem eru á taxtalaunum og þau laun eru á engan hátt lífvænleg. Það er ekki hægt annað en að vísa því til föðurhúsanna að lægstu taxtalaun hafi hækkað allt of mikið. Þessi launakostnaður taxtalaunafólks á lægstu launum er ekki að sliga þjóðfélagið og er svona málflutningur ekki boðlegur. Hvernig ætla stjórnvöld að koma að málum í komandi kjarasamningum. Húsnæðismarkaðurinn er að sliga fólk, leiguverð á almennum markaði í hæstu hæðum. Hvað varð um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um leigubremsu, hvað ætla stjórnvöld að gera í tilfærslukerfum til handa láglaunafólki. Þetta eru stóru spurningarnar inn í komandi kjarasaminga til þess að skapa jöfnuð á Íslandi. Þegar eru komnar hækkanir á vöru og þjónustu og jafnvel búið að boða fleiri hækkanir. Við búum í samfélagi þar sem er nóg til handa öllum ef rétt er haldið á málum. Hættum að kenna láglaunafólki um að launakostnaður sé að sliga allt því það er einfaldlega ekki rétt. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags og 3. varaforseti ASÍ.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar