Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 09:48 Joe Manchin gerði grein fyrir afstöðu sinni í öldungadeildinni. AP Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. Miklar umræður fóru fram á þinginu í gær sem enduðu þegar þau Kyrsten Sinema frá Arizona og Joe Manchin frá Vestur-Virginíu neituðu að taka þátt í að fella niður regluna um aukinn meirihluta og málþóf. Sú regla felur í sér að minnst sextíu atkvæði þarf til að koma flestum tegundum frumvarpa í gegnum öldungadeildina. Þingdeildin skiptis 50-50 milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins en Kamalla Harris, varaforseti, hefur úrslitaatkvæðið. Eftir að niðurstaðan varð ljós lýsti Joe Biden, forseti, yfir miklum vonbrigðum en sagðist ekki ætla að gefast upp. Hann sagðist ætla að halda áfram að reyna að verja lýðræði í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Demókratar hafa miklar áhyggjur af því að Repúblikanar í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna hafa breytt, og eru að breyta lögum og reglum um kosningar í þessum ríkjum. Viðleitni þeirra snýr meðal annars að því að gera flokksmeðlimum auðveldara að snúa niðurstöðum kosninga í Bandaríkjunum. Hún byggir á grunni ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 gegn Joe Biden. Þetta á við í minnst nítján ríkjum þar sem Repúblikanar eru í meirihluta á ríkisþingum. Sjá einnig: Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin Meðal þess sem frumvarp Demókrata myndi gera er að gera kjördag að almennum frídegi, binda enda á svokallað gerrymandering þar sem kjördæmum ríkja er breytt til að tryggja einum flokki fleiri þingmenn, tryggja að fólki bjóðist tækifæri til að kjósa utan kjörfundar og veita dómsmálaráðuneytinu heimild til að grípa inn í þar sem verið er að gera kjósendum erfiðara að kjósa. Eftir að ekki tókst að fella niður regluna um aukinn meirihluta lagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, til frumvarp um að breyta reglunni á þann veg að öldungadeildarþingmenn sem vilji stjöðva framgöngu frumvarpa þurfi aftur að standa í pontu og halda raunverulegt málþóf. Nú þarf bara að segjast ætla að haldla málþóf til að virkja regluna um aukinn meirihluta. Það frumvarp var einnig fellt þar sem Sinema og Manchin sögðust ekki vilja breyta reglum þingsins ef Demókratar stæðu einnig bakvið breytingarnar. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Donalds Trump. Deildin skiptist nú 50-50 milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og ræður atkvæði Kamölu Harris, varaforseta, úrslitum. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákærðir fyrstir fyrir uppreisn vegna árásarinnar á þingið Stofnandi og leiðtogi hægri-öfgasamtakanna Oath Keepers hefur verið handtekinn og ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Auk Stewart Rhodes hafa minnst tíu aðrir meðlimir og félagar samtakanna verið handteknir. 13. janúar 2022 22:01 Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. 20. desember 2021 16:56 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Miklar umræður fóru fram á þinginu í gær sem enduðu þegar þau Kyrsten Sinema frá Arizona og Joe Manchin frá Vestur-Virginíu neituðu að taka þátt í að fella niður regluna um aukinn meirihluta og málþóf. Sú regla felur í sér að minnst sextíu atkvæði þarf til að koma flestum tegundum frumvarpa í gegnum öldungadeildina. Þingdeildin skiptis 50-50 milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins en Kamalla Harris, varaforseti, hefur úrslitaatkvæðið. Eftir að niðurstaðan varð ljós lýsti Joe Biden, forseti, yfir miklum vonbrigðum en sagðist ekki ætla að gefast upp. Hann sagðist ætla að halda áfram að reyna að verja lýðræði í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Demókratar hafa miklar áhyggjur af því að Repúblikanar í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna hafa breytt, og eru að breyta lögum og reglum um kosningar í þessum ríkjum. Viðleitni þeirra snýr meðal annars að því að gera flokksmeðlimum auðveldara að snúa niðurstöðum kosninga í Bandaríkjunum. Hún byggir á grunni ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 gegn Joe Biden. Þetta á við í minnst nítján ríkjum þar sem Repúblikanar eru í meirihluta á ríkisþingum. Sjá einnig: Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin Meðal þess sem frumvarp Demókrata myndi gera er að gera kjördag að almennum frídegi, binda enda á svokallað gerrymandering þar sem kjördæmum ríkja er breytt til að tryggja einum flokki fleiri þingmenn, tryggja að fólki bjóðist tækifæri til að kjósa utan kjörfundar og veita dómsmálaráðuneytinu heimild til að grípa inn í þar sem verið er að gera kjósendum erfiðara að kjósa. Eftir að ekki tókst að fella niður regluna um aukinn meirihluta lagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, til frumvarp um að breyta reglunni á þann veg að öldungadeildarþingmenn sem vilji stjöðva framgöngu frumvarpa þurfi aftur að standa í pontu og halda raunverulegt málþóf. Nú þarf bara að segjast ætla að haldla málþóf til að virkja regluna um aukinn meirihluta. Það frumvarp var einnig fellt þar sem Sinema og Manchin sögðust ekki vilja breyta reglum þingsins ef Demókratar stæðu einnig bakvið breytingarnar. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Donalds Trump. Deildin skiptist nú 50-50 milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og ræður atkvæði Kamölu Harris, varaforseta, úrslitum.
Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Donalds Trump. Deildin skiptist nú 50-50 milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og ræður atkvæði Kamölu Harris, varaforseta, úrslitum.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákærðir fyrstir fyrir uppreisn vegna árásarinnar á þingið Stofnandi og leiðtogi hægri-öfgasamtakanna Oath Keepers hefur verið handtekinn og ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Auk Stewart Rhodes hafa minnst tíu aðrir meðlimir og félagar samtakanna verið handteknir. 13. janúar 2022 22:01 Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. 20. desember 2021 16:56 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ákærðir fyrstir fyrir uppreisn vegna árásarinnar á þingið Stofnandi og leiðtogi hægri-öfgasamtakanna Oath Keepers hefur verið handtekinn og ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Auk Stewart Rhodes hafa minnst tíu aðrir meðlimir og félagar samtakanna verið handteknir. 13. janúar 2022 22:01
Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14
Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11
Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30
Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. 20. desember 2021 16:56