Björgunarpakki fyrir börn í faraldrinum – mannréttindi barna skert Ellen Calmon skrifar 19. janúar 2022 11:30 Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna. Ég tel að veita þurfi barnafjölskyldum sérstakan stuðning til að komast í gegnum þær þrengingar sem margar þeirra búa við um þessar mundir, uppeldislega, andlega og félagslega. Líðan foreldra hefur áhrif á börnin Gera má ráð fyrir því að foreldrar og forsjáraðilar barna sem hafa misst vinnuna þurfi sérstakan stuðning. Þá má gera ráð fyrir því að á heimili þar sem fullorðna fólkið er atvinnulaust, mikið heima við, mögulega í áður óþekktum fjárhagslegum þrengingum og hefur ekki atvinnutengdum verkefnum til að dreifa, líði ekki vel. Það sama á við um foreldra sem eru langveikir eða örorkulífeyrisþegar þar sem börnin njóta mögulega ekki sömu þjónustu og áður, eru meira heima við, í síendurtekinni sóttkví eða þurfa að sæta einangrun. Þetta er breyttur veruleiki og reynist sumum barnafjölskyldum mjög þungur og getur haft verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin, en tilkynningum til barnaverndaryfirvalda hefur fjölgað umtalsvert á tímum faraldursins og samkvæmt frétt RÚV frá 24. ágúst í fyrra hafði tilkynningum um kynferðisofbeldi gagnvart börnum fjölgað um 65%. Mannréttindum barna er ógnað Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir að „…aðildarríki [skulu] veita foreldrum og lögráðamönnum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar…“. Í samningnum er líka talað um rétt barna til heilbrigðisþjónustu, náms, rétt til að stunda leiki, vera í tómstundum og frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Upptöldum réttindum barna er sannarlega ógnað á tímum faraldursins. Nú er mikilvægara en áður að við öll stöndum vörð um réttindi barna og gætum þess að þau njóti allra þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum og að foreldrar fái viðeigandi aðstoð. Skerðing á réttindum barna hefur verið töluverð á þessum fordæmalausu tímum. Réttur á góðu geði Biðlistar í geðheilbrigðisþjónustu barna hafa bara vaxið og munu eflaust fara vaxandi nú í faraldrinum og þegar honum að lokum slotar. Síendurtekin vonbrigði, raskanir á daglegu lífi, takmarkanir, einangrun og áföll barna í faraldrinum munu hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér á líf og geðheilbrigði þeirra og sumar munu ekki koma fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að sporna við þessum neikvæðu afleiðingum er að grípa til strax aðgerða. Skömm ríkisins er mikil í þessum efnum Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 segir að langir biðlistar barna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu séu óviðunandi og þar sé ríkið að ganga gegn lögbundum skyldum þess. Þá segir einnig að þessi langa bið stefni velferð barna og langtímahagsmunum þeirra í tvísýnu. Biðlistar á Þroska- og hegðunarstöð ríkisins eru geigvænlegir og hafa bara lengst síðust ár þrátt fyrir ámælingar Ríkisendurskoðunar. Sveitarfélögin að sligast Sveitarfélögin í landinu sem sinna nærþjónustu við börn í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu eru að sligast undan álagi og auknum kostnaði. Starfsfólk á þessum sviðum hefur staðið vaktina langt umfram það sem eðilegt þykir og á það þökk og hrós skilið fyrir þeirra óeigingjarna framlag. Álag og kostnaður sveitarfélaga hefur aukist svo um munar og erfitt getur reynst að mæta grunnþörfum í þjónustu. Ríkið verður að stíga inn og útbúa aðgerðarpakka fyrir sveitarfélögin svo hægt sé að koma til móts við þá auknu þjónustuþyngd sem við okkur blasir þannig að hægt sé að tryggja rétt barna til að vaxa og dafna. Mér finnst mikilvægara nú en nokkurn tímann áður að styrkja barnavernd, standa vörð um réttindi barna og gæta að virkni og geðheilbrigði þeirra. Einungis þannig getur sú kynslóð vaxið sterkari út úr faraldrinum. Sterkari kynslóð þýðir öflugra samfélag og öflugri framtíð. Ég kalla hér með eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa börnum! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkinginnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarstjórn Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna. Ég tel að veita þurfi barnafjölskyldum sérstakan stuðning til að komast í gegnum þær þrengingar sem margar þeirra búa við um þessar mundir, uppeldislega, andlega og félagslega. Líðan foreldra hefur áhrif á börnin Gera má ráð fyrir því að foreldrar og forsjáraðilar barna sem hafa misst vinnuna þurfi sérstakan stuðning. Þá má gera ráð fyrir því að á heimili þar sem fullorðna fólkið er atvinnulaust, mikið heima við, mögulega í áður óþekktum fjárhagslegum þrengingum og hefur ekki atvinnutengdum verkefnum til að dreifa, líði ekki vel. Það sama á við um foreldra sem eru langveikir eða örorkulífeyrisþegar þar sem börnin njóta mögulega ekki sömu þjónustu og áður, eru meira heima við, í síendurtekinni sóttkví eða þurfa að sæta einangrun. Þetta er breyttur veruleiki og reynist sumum barnafjölskyldum mjög þungur og getur haft verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin, en tilkynningum til barnaverndaryfirvalda hefur fjölgað umtalsvert á tímum faraldursins og samkvæmt frétt RÚV frá 24. ágúst í fyrra hafði tilkynningum um kynferðisofbeldi gagnvart börnum fjölgað um 65%. Mannréttindum barna er ógnað Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir að „…aðildarríki [skulu] veita foreldrum og lögráðamönnum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar…“. Í samningnum er líka talað um rétt barna til heilbrigðisþjónustu, náms, rétt til að stunda leiki, vera í tómstundum og frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Upptöldum réttindum barna er sannarlega ógnað á tímum faraldursins. Nú er mikilvægara en áður að við öll stöndum vörð um réttindi barna og gætum þess að þau njóti allra þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum og að foreldrar fái viðeigandi aðstoð. Skerðing á réttindum barna hefur verið töluverð á þessum fordæmalausu tímum. Réttur á góðu geði Biðlistar í geðheilbrigðisþjónustu barna hafa bara vaxið og munu eflaust fara vaxandi nú í faraldrinum og þegar honum að lokum slotar. Síendurtekin vonbrigði, raskanir á daglegu lífi, takmarkanir, einangrun og áföll barna í faraldrinum munu hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér á líf og geðheilbrigði þeirra og sumar munu ekki koma fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að sporna við þessum neikvæðu afleiðingum er að grípa til strax aðgerða. Skömm ríkisins er mikil í þessum efnum Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 segir að langir biðlistar barna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu séu óviðunandi og þar sé ríkið að ganga gegn lögbundum skyldum þess. Þá segir einnig að þessi langa bið stefni velferð barna og langtímahagsmunum þeirra í tvísýnu. Biðlistar á Þroska- og hegðunarstöð ríkisins eru geigvænlegir og hafa bara lengst síðust ár þrátt fyrir ámælingar Ríkisendurskoðunar. Sveitarfélögin að sligast Sveitarfélögin í landinu sem sinna nærþjónustu við börn í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu eru að sligast undan álagi og auknum kostnaði. Starfsfólk á þessum sviðum hefur staðið vaktina langt umfram það sem eðilegt þykir og á það þökk og hrós skilið fyrir þeirra óeigingjarna framlag. Álag og kostnaður sveitarfélaga hefur aukist svo um munar og erfitt getur reynst að mæta grunnþörfum í þjónustu. Ríkið verður að stíga inn og útbúa aðgerðarpakka fyrir sveitarfélögin svo hægt sé að koma til móts við þá auknu þjónustuþyngd sem við okkur blasir þannig að hægt sé að tryggja rétt barna til að vaxa og dafna. Mér finnst mikilvægara nú en nokkurn tímann áður að styrkja barnavernd, standa vörð um réttindi barna og gæta að virkni og geðheilbrigði þeirra. Einungis þannig getur sú kynslóð vaxið sterkari út úr faraldrinum. Sterkari kynslóð þýðir öflugra samfélag og öflugri framtíð. Ég kalla hér með eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa börnum! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkinginnar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun