Björgunarpakki fyrir börn í faraldrinum – mannréttindi barna skert Ellen Calmon skrifar 19. janúar 2022 11:30 Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna. Ég tel að veita þurfi barnafjölskyldum sérstakan stuðning til að komast í gegnum þær þrengingar sem margar þeirra búa við um þessar mundir, uppeldislega, andlega og félagslega. Líðan foreldra hefur áhrif á börnin Gera má ráð fyrir því að foreldrar og forsjáraðilar barna sem hafa misst vinnuna þurfi sérstakan stuðning. Þá má gera ráð fyrir því að á heimili þar sem fullorðna fólkið er atvinnulaust, mikið heima við, mögulega í áður óþekktum fjárhagslegum þrengingum og hefur ekki atvinnutengdum verkefnum til að dreifa, líði ekki vel. Það sama á við um foreldra sem eru langveikir eða örorkulífeyrisþegar þar sem börnin njóta mögulega ekki sömu þjónustu og áður, eru meira heima við, í síendurtekinni sóttkví eða þurfa að sæta einangrun. Þetta er breyttur veruleiki og reynist sumum barnafjölskyldum mjög þungur og getur haft verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin, en tilkynningum til barnaverndaryfirvalda hefur fjölgað umtalsvert á tímum faraldursins og samkvæmt frétt RÚV frá 24. ágúst í fyrra hafði tilkynningum um kynferðisofbeldi gagnvart börnum fjölgað um 65%. Mannréttindum barna er ógnað Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir að „…aðildarríki [skulu] veita foreldrum og lögráðamönnum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar…“. Í samningnum er líka talað um rétt barna til heilbrigðisþjónustu, náms, rétt til að stunda leiki, vera í tómstundum og frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Upptöldum réttindum barna er sannarlega ógnað á tímum faraldursins. Nú er mikilvægara en áður að við öll stöndum vörð um réttindi barna og gætum þess að þau njóti allra þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum og að foreldrar fái viðeigandi aðstoð. Skerðing á réttindum barna hefur verið töluverð á þessum fordæmalausu tímum. Réttur á góðu geði Biðlistar í geðheilbrigðisþjónustu barna hafa bara vaxið og munu eflaust fara vaxandi nú í faraldrinum og þegar honum að lokum slotar. Síendurtekin vonbrigði, raskanir á daglegu lífi, takmarkanir, einangrun og áföll barna í faraldrinum munu hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér á líf og geðheilbrigði þeirra og sumar munu ekki koma fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að sporna við þessum neikvæðu afleiðingum er að grípa til strax aðgerða. Skömm ríkisins er mikil í þessum efnum Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 segir að langir biðlistar barna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu séu óviðunandi og þar sé ríkið að ganga gegn lögbundum skyldum þess. Þá segir einnig að þessi langa bið stefni velferð barna og langtímahagsmunum þeirra í tvísýnu. Biðlistar á Þroska- og hegðunarstöð ríkisins eru geigvænlegir og hafa bara lengst síðust ár þrátt fyrir ámælingar Ríkisendurskoðunar. Sveitarfélögin að sligast Sveitarfélögin í landinu sem sinna nærþjónustu við börn í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu eru að sligast undan álagi og auknum kostnaði. Starfsfólk á þessum sviðum hefur staðið vaktina langt umfram það sem eðilegt þykir og á það þökk og hrós skilið fyrir þeirra óeigingjarna framlag. Álag og kostnaður sveitarfélaga hefur aukist svo um munar og erfitt getur reynst að mæta grunnþörfum í þjónustu. Ríkið verður að stíga inn og útbúa aðgerðarpakka fyrir sveitarfélögin svo hægt sé að koma til móts við þá auknu þjónustuþyngd sem við okkur blasir þannig að hægt sé að tryggja rétt barna til að vaxa og dafna. Mér finnst mikilvægara nú en nokkurn tímann áður að styrkja barnavernd, standa vörð um réttindi barna og gæta að virkni og geðheilbrigði þeirra. Einungis þannig getur sú kynslóð vaxið sterkari út úr faraldrinum. Sterkari kynslóð þýðir öflugra samfélag og öflugri framtíð. Ég kalla hér með eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa börnum! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkinginnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarstjórn Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna. Ég tel að veita þurfi barnafjölskyldum sérstakan stuðning til að komast í gegnum þær þrengingar sem margar þeirra búa við um þessar mundir, uppeldislega, andlega og félagslega. Líðan foreldra hefur áhrif á börnin Gera má ráð fyrir því að foreldrar og forsjáraðilar barna sem hafa misst vinnuna þurfi sérstakan stuðning. Þá má gera ráð fyrir því að á heimili þar sem fullorðna fólkið er atvinnulaust, mikið heima við, mögulega í áður óþekktum fjárhagslegum þrengingum og hefur ekki atvinnutengdum verkefnum til að dreifa, líði ekki vel. Það sama á við um foreldra sem eru langveikir eða örorkulífeyrisþegar þar sem börnin njóta mögulega ekki sömu þjónustu og áður, eru meira heima við, í síendurtekinni sóttkví eða þurfa að sæta einangrun. Þetta er breyttur veruleiki og reynist sumum barnafjölskyldum mjög þungur og getur haft verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin, en tilkynningum til barnaverndaryfirvalda hefur fjölgað umtalsvert á tímum faraldursins og samkvæmt frétt RÚV frá 24. ágúst í fyrra hafði tilkynningum um kynferðisofbeldi gagnvart börnum fjölgað um 65%. Mannréttindum barna er ógnað Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir að „…aðildarríki [skulu] veita foreldrum og lögráðamönnum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar…“. Í samningnum er líka talað um rétt barna til heilbrigðisþjónustu, náms, rétt til að stunda leiki, vera í tómstundum og frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Upptöldum réttindum barna er sannarlega ógnað á tímum faraldursins. Nú er mikilvægara en áður að við öll stöndum vörð um réttindi barna og gætum þess að þau njóti allra þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum og að foreldrar fái viðeigandi aðstoð. Skerðing á réttindum barna hefur verið töluverð á þessum fordæmalausu tímum. Réttur á góðu geði Biðlistar í geðheilbrigðisþjónustu barna hafa bara vaxið og munu eflaust fara vaxandi nú í faraldrinum og þegar honum að lokum slotar. Síendurtekin vonbrigði, raskanir á daglegu lífi, takmarkanir, einangrun og áföll barna í faraldrinum munu hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér á líf og geðheilbrigði þeirra og sumar munu ekki koma fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að sporna við þessum neikvæðu afleiðingum er að grípa til strax aðgerða. Skömm ríkisins er mikil í þessum efnum Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 segir að langir biðlistar barna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu séu óviðunandi og þar sé ríkið að ganga gegn lögbundum skyldum þess. Þá segir einnig að þessi langa bið stefni velferð barna og langtímahagsmunum þeirra í tvísýnu. Biðlistar á Þroska- og hegðunarstöð ríkisins eru geigvænlegir og hafa bara lengst síðust ár þrátt fyrir ámælingar Ríkisendurskoðunar. Sveitarfélögin að sligast Sveitarfélögin í landinu sem sinna nærþjónustu við börn í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu eru að sligast undan álagi og auknum kostnaði. Starfsfólk á þessum sviðum hefur staðið vaktina langt umfram það sem eðilegt þykir og á það þökk og hrós skilið fyrir þeirra óeigingjarna framlag. Álag og kostnaður sveitarfélaga hefur aukist svo um munar og erfitt getur reynst að mæta grunnþörfum í þjónustu. Ríkið verður að stíga inn og útbúa aðgerðarpakka fyrir sveitarfélögin svo hægt sé að koma til móts við þá auknu þjónustuþyngd sem við okkur blasir þannig að hægt sé að tryggja rétt barna til að vaxa og dafna. Mér finnst mikilvægara nú en nokkurn tímann áður að styrkja barnavernd, standa vörð um réttindi barna og gæta að virkni og geðheilbrigði þeirra. Einungis þannig getur sú kynslóð vaxið sterkari út úr faraldrinum. Sterkari kynslóð þýðir öflugra samfélag og öflugri framtíð. Ég kalla hér með eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa börnum! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkinginnar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun