Áburðarframleiðsla er ekkert grín Þorsteinn Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 19:00 Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna. Þegar þrengir að framboði kemur einnig fram að hver verður sjálfum sér næstur. Þetta ástand kallar á að þjóðir verði sjálfum sér nægar um helstu nauðsynjar og treysti matvælaöryggi svo dæmi sé nefnt. Hugtakið matvælaöryggi var lengi nýtt í umræðu hér á landi sem köpuryrði og þeir sem héldu hugtakinu á lofti kallaðir afturhaldsseggir þjóðrembur og fleira gott Nú hefur matvælaöryggi og mikilvægi þess orðið flestum ljóst og er það vel. Ljóst er að hér á landi þarf að hefja stórsókn í matvælaframleiðslu bæði til innanlandsnota og útflutnings. Til þess að af þeirri stórsókn geti orðið þarf að verðleggja orku til matvælaframleiðslu með allt öðrum hætti en nú er gert. Fram hefur komið að rafmagnskostnaður framleiðenda sem flutt hafa út agúrkur og tómata til næstu nágrannalanda með góðum árangri nemur um þriðjungi af verðmæti framleiðsluvaranna. Enn er raunin sú að kílóvattstund til ylræktar er ódýrari í Hollandi en á Íslandi. Ylrækt á Íslandi á að búa við sömu kjör á rafmagni og önnur stóriðja. Verði það ekki raunin er hér með skorað á garðyrkjubændur að koma sér upp vindmyllum til orkuframleiðslu heima í héraði til að brjótast undan afarkostum orkuveitnanna. Allt er til þess vinnandi að framleiða meira magn og meira úrval en nú er gert. Einn af nauðsynlegum þáttum í stóraukinni matvælaframleiðslu er aukin áburðarnotkun. Ef hér á að efla garðyrkju og búfjárhald þarf annaðhvort að flytja inn aukið magn áburðar sem reyndar liggur ekki á lausu og hefur stórhækkað í verði eða framleiða áburð innanlands. Rétt er að benda á að með innlendri áburðarframleiðslu stórminnkar kolefnisspor íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Það er verðmætur ábati við markaðssetningu íslenskra afurða í framtíðinni. Í upphafi stjórnmálaferils greinarhöfundar lagði hann fram í tvígang þingsályktunartillögu um að ríkið kostaði athugun á hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Íslandi sem framleiddi áburð fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Á þeim tíma lagði ríkissjóður margt til nýsköpunar í atvinnulífi með t.a.m. sérstökum skattaívilnunum. Greinarhöfundi þótti rétt að ríkið kostaði hagkvæmnisathugunina þar sem sýnt var að hún væri kostnaðarsöm en einnig vegna þess að málið varðaði matvælaöryggi þjóðarinnar. Tillagan hlaut ekki brautargengi í þinginu en henni var tekið með kostum og kynjum í samfélaginu. Hláturmildir landar kepptust við að gera grín að þessari fávisku. Engu var líkara en að undirritaður hefði lagt fram frumvarp sem skyldaði alla til að ganga um í sauðskinnsskóm. Margt var þetta fólk sem virðist halda að kjöt og grænmeti verði til í búðinni sem það verslar við. Ljósi punkturinn í umræðunni varð sá að undirritaður komst í áramótaskaupið sem er í senn óskars- eða hindberjaverðlaun hvers stjórnmálamanns. Undirrituðum var þó fúlasta alvara með tillöguflutningnum og nú átta árum síðan er eins og blessuð skepnan skilji. Undirbúningshópur með þátttöku Landsvirkjunar hefur nú uppi áform um uppbyggingu áburðarverksmiðju á Reyðarfirði og er það vel og löngu tímabært. Með fyrirhugaðri uppbyggingu stígur Landsvirkjun reyndar lengra skref en undirritaður talaði fyrir á sínum tíma og mun byggja upp Áburðarverksmiðju ríkisins að nýju. Það er sama hvaðan gott kemur og fyrirhugað skref er nauðsynjaskref nú þegar áburðarverð rýkur uppúr öllu valdi og stærsti framleiðandi áburðar í heiminum hyggst hætta útflutningi. Átta ár eru reyndar farin í súginn en því þarf að vinna hratt og örugglega að uppbyggingu áburðarverksmiðju sem framleiði fyrir innan- og utanlandsmarkað. Að lokum er rétt að geta þess að sá hlær best sem síðast hlær. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Landbúnaður Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna. Þegar þrengir að framboði kemur einnig fram að hver verður sjálfum sér næstur. Þetta ástand kallar á að þjóðir verði sjálfum sér nægar um helstu nauðsynjar og treysti matvælaöryggi svo dæmi sé nefnt. Hugtakið matvælaöryggi var lengi nýtt í umræðu hér á landi sem köpuryrði og þeir sem héldu hugtakinu á lofti kallaðir afturhaldsseggir þjóðrembur og fleira gott Nú hefur matvælaöryggi og mikilvægi þess orðið flestum ljóst og er það vel. Ljóst er að hér á landi þarf að hefja stórsókn í matvælaframleiðslu bæði til innanlandsnota og útflutnings. Til þess að af þeirri stórsókn geti orðið þarf að verðleggja orku til matvælaframleiðslu með allt öðrum hætti en nú er gert. Fram hefur komið að rafmagnskostnaður framleiðenda sem flutt hafa út agúrkur og tómata til næstu nágrannalanda með góðum árangri nemur um þriðjungi af verðmæti framleiðsluvaranna. Enn er raunin sú að kílóvattstund til ylræktar er ódýrari í Hollandi en á Íslandi. Ylrækt á Íslandi á að búa við sömu kjör á rafmagni og önnur stóriðja. Verði það ekki raunin er hér með skorað á garðyrkjubændur að koma sér upp vindmyllum til orkuframleiðslu heima í héraði til að brjótast undan afarkostum orkuveitnanna. Allt er til þess vinnandi að framleiða meira magn og meira úrval en nú er gert. Einn af nauðsynlegum þáttum í stóraukinni matvælaframleiðslu er aukin áburðarnotkun. Ef hér á að efla garðyrkju og búfjárhald þarf annaðhvort að flytja inn aukið magn áburðar sem reyndar liggur ekki á lausu og hefur stórhækkað í verði eða framleiða áburð innanlands. Rétt er að benda á að með innlendri áburðarframleiðslu stórminnkar kolefnisspor íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Það er verðmætur ábati við markaðssetningu íslenskra afurða í framtíðinni. Í upphafi stjórnmálaferils greinarhöfundar lagði hann fram í tvígang þingsályktunartillögu um að ríkið kostaði athugun á hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Íslandi sem framleiddi áburð fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Á þeim tíma lagði ríkissjóður margt til nýsköpunar í atvinnulífi með t.a.m. sérstökum skattaívilnunum. Greinarhöfundi þótti rétt að ríkið kostaði hagkvæmnisathugunina þar sem sýnt var að hún væri kostnaðarsöm en einnig vegna þess að málið varðaði matvælaöryggi þjóðarinnar. Tillagan hlaut ekki brautargengi í þinginu en henni var tekið með kostum og kynjum í samfélaginu. Hláturmildir landar kepptust við að gera grín að þessari fávisku. Engu var líkara en að undirritaður hefði lagt fram frumvarp sem skyldaði alla til að ganga um í sauðskinnsskóm. Margt var þetta fólk sem virðist halda að kjöt og grænmeti verði til í búðinni sem það verslar við. Ljósi punkturinn í umræðunni varð sá að undirritaður komst í áramótaskaupið sem er í senn óskars- eða hindberjaverðlaun hvers stjórnmálamanns. Undirrituðum var þó fúlasta alvara með tillöguflutningnum og nú átta árum síðan er eins og blessuð skepnan skilji. Undirbúningshópur með þátttöku Landsvirkjunar hefur nú uppi áform um uppbyggingu áburðarverksmiðju á Reyðarfirði og er það vel og löngu tímabært. Með fyrirhugaðri uppbyggingu stígur Landsvirkjun reyndar lengra skref en undirritaður talaði fyrir á sínum tíma og mun byggja upp Áburðarverksmiðju ríkisins að nýju. Það er sama hvaðan gott kemur og fyrirhugað skref er nauðsynjaskref nú þegar áburðarverð rýkur uppúr öllu valdi og stærsti framleiðandi áburðar í heiminum hyggst hætta útflutningi. Átta ár eru reyndar farin í súginn en því þarf að vinna hratt og örugglega að uppbyggingu áburðarverksmiðju sem framleiði fyrir innan- og utanlandsmarkað. Að lokum er rétt að geta þess að sá hlær best sem síðast hlær. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar