Heyrnarlaus skólastjóri Hlíðaskóla lætur ekkert stoppa sig Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2022 18:30 Berglind Stefánsdóttir skólastjóri Hlíðaskóla starfar með Margréti Baldursdóttur táknmálstúlki sem raddtúlkar fyrir hana. Vísir/Sigurjón Skólastjóri Hlíðaskóla er líklega fyrsta heyrnalausa manneskjan í heiminum til að stýra skóla þar sem langflestir nemendur og annað starfsfólk er heyrandi. Hún segist aldrei hafa látið fötlun sína stöðva sig og vonar að vegferð sín sé hvatning til annarra um að láta drauma sína rætast. Nemendur Hlíðaskóla eru um 560 í fyrsta til tíunda bekk. Auk almennra deilda fyrir nemendur með eðlilega heyrn er sérdeild fyrir heyrnarlausa við skólann þar sem níu nemendur stunda nám. Á síðasta ári var auglýst eftir nýjum skólastjóra og sóttu níu manns um. Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar réð Berglindi Stefánsdóttur sem hafði verið skólastjóri í Lýðháskóla í Noregi og áður í Vesturhlíðaskóla sem var skóli fyrir heyrnalaus börn. Berglind sem er heyrnalaus segist hafa verið undrandi þegar hún fékk starfið. „Þarna var ekki verið að horfa á mig út frá heyrn heldur hver mín reynsla er og hvað ég get gefið inn í þetta starf. Þess vegna er ég ráðin. Mér finnst Skóla-og frístundasvið eiga hrós skilið fyrir að hafa hugrekki til að ráða mig. Ég var mjög hissa á að ég fengi starfið,“ segir Berglind. Talar öðruvísi þegar hún túlkar fyrir Berglindi Röddin hennar Berglindar kemur frá Margréti Baldursdóttur táknmálstúlki sem fylgir henni vel flesta daga í starfinu. Aðspurð um hvað fari í gegnum huga sinn þegar hún túlkar svarar Margrét: „Það fer ekkert í gegnum hausinn á mér því ég er að hlusta á einhvern tala og um leið þá er ég að táknmálstúlka þannig að hausinn er bara á fullu að þýða.“ En hefur Margrét lent í að fólk komi og eigi fund með Berglindi og finnist svo óþægilegt að hitta hana líka á staðnum.“ „ Nei í raun ekki,“ svarar Margrét. Berglind segir að öll samskipti hafi gengið vel þrátt fyrir að hún tjái sig með öðrum hætti en flestir í skólanum. „Mér finnst samskiptin ganga mjög vel, ég er eiginlega alltaf með túlk. Ég get lesið af vörum. Svo eru samskipti í dag mikið í gegnum tölvupósta. Kannski brá fólk fyrst í brún að fá heyrnalausan skólastjóra en það hefur gengið óskaplega vel. Skrifstofan er náttúrulega alltaf opin og hingað er starfsfólk alltaf velkomið og kemur hingað,“ segir hún. Þær Berglind og Margrét hafa unnið saman lengi en þær hófu samstarf þegar Berglind var skólastjóri í Vesturhlíðaskóla árið 1996.Vísir/Sigurjón Margrét táknmálstúlkur segir Berglindi eiga sína eigin rödd hjá sér. „Ég er ekki sama röddin þegar ég er að raddtúlka fyrir Berglindi og þegar ég tala sjálf. Það tók mig svolítinn tíma fyrstu vikurnar að klæða mig úr Berglindi og verða aftur Margrét. Margrét Baldursdóttir er ekki með svona ljúfa rödd. Berglind er svoleiðis.,“ segir hún og hlær. Faraldurinn mesta áskorunin Berglind segir kórónuveirufaraldurinn stærstu áskorunina síðan hún hóf störf í Hlíðaskóla. „Þetta er búið að vera gríðarlegt álag. Við höfum þurft að hólfa mikið og fylgt breyttum fyrirmælum þannig en allt starfsfólkið er orðið þreytt og við stjórnendur líka. Það reyna allir að gera sitt besta. Stjórnendarteymið er afskaplega gott hér innanhúss svoleiðis að við vinnum öll saman að lausn þessara vandamála. Það sama má segja um kennarahópinn,“ segir Berglind. Ragnheiður Sigmarsdóttir skrifstofustjóri Hlíðaskóla tekur undir með skólastjóranum um að vel hafi gengið. Ragnheiður Sigmarsdóttir skrifstofustjóri Hlíðaskóla tekur undir með skólastjóranum um að vel hafi gengið.Vísir/Sigurjón „Það hefur bara gengið mjög vel hún er mjög dugleg að lesa af vörum og ef maður bara passar að horfa á hana. Þá hlustar hún alveg á mann og skilur. Maður gleymir því alveg stundum að hún er heyrnalaus. Ég upplifi bara að nemendur séu jákvæðir og þau spyrja oft hvernig býð ég góðan dag. Þau voru líka fljót að fatta að ef þau horfa á hana þegar þau tala þá les hún af vörum,“ segir Ragnheiður. Berglind segir að hún hafi alltaf verið ákveðin í að láta heyrnaleysið ekki aftra sér og hefur m.a. sinnt formennsku hjá Norðurlandaráði heyrnalausra, í Félagi heyrnalausra og Evrópuráði heyrnalausra. „Ég læt ekkert stoppa mig. Ef mig langar til að gera eitthvað held ég ótrauð áfram,“ segir Berglind að lokum. Reykjavík Félagsmál Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Táknmál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Nemendur Hlíðaskóla eru um 560 í fyrsta til tíunda bekk. Auk almennra deilda fyrir nemendur með eðlilega heyrn er sérdeild fyrir heyrnarlausa við skólann þar sem níu nemendur stunda nám. Á síðasta ári var auglýst eftir nýjum skólastjóra og sóttu níu manns um. Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar réð Berglindi Stefánsdóttur sem hafði verið skólastjóri í Lýðháskóla í Noregi og áður í Vesturhlíðaskóla sem var skóli fyrir heyrnalaus börn. Berglind sem er heyrnalaus segist hafa verið undrandi þegar hún fékk starfið. „Þarna var ekki verið að horfa á mig út frá heyrn heldur hver mín reynsla er og hvað ég get gefið inn í þetta starf. Þess vegna er ég ráðin. Mér finnst Skóla-og frístundasvið eiga hrós skilið fyrir að hafa hugrekki til að ráða mig. Ég var mjög hissa á að ég fengi starfið,“ segir Berglind. Talar öðruvísi þegar hún túlkar fyrir Berglindi Röddin hennar Berglindar kemur frá Margréti Baldursdóttur táknmálstúlki sem fylgir henni vel flesta daga í starfinu. Aðspurð um hvað fari í gegnum huga sinn þegar hún túlkar svarar Margrét: „Það fer ekkert í gegnum hausinn á mér því ég er að hlusta á einhvern tala og um leið þá er ég að táknmálstúlka þannig að hausinn er bara á fullu að þýða.“ En hefur Margrét lent í að fólk komi og eigi fund með Berglindi og finnist svo óþægilegt að hitta hana líka á staðnum.“ „ Nei í raun ekki,“ svarar Margrét. Berglind segir að öll samskipti hafi gengið vel þrátt fyrir að hún tjái sig með öðrum hætti en flestir í skólanum. „Mér finnst samskiptin ganga mjög vel, ég er eiginlega alltaf með túlk. Ég get lesið af vörum. Svo eru samskipti í dag mikið í gegnum tölvupósta. Kannski brá fólk fyrst í brún að fá heyrnalausan skólastjóra en það hefur gengið óskaplega vel. Skrifstofan er náttúrulega alltaf opin og hingað er starfsfólk alltaf velkomið og kemur hingað,“ segir hún. Þær Berglind og Margrét hafa unnið saman lengi en þær hófu samstarf þegar Berglind var skólastjóri í Vesturhlíðaskóla árið 1996.Vísir/Sigurjón Margrét táknmálstúlkur segir Berglindi eiga sína eigin rödd hjá sér. „Ég er ekki sama röddin þegar ég er að raddtúlka fyrir Berglindi og þegar ég tala sjálf. Það tók mig svolítinn tíma fyrstu vikurnar að klæða mig úr Berglindi og verða aftur Margrét. Margrét Baldursdóttir er ekki með svona ljúfa rödd. Berglind er svoleiðis.,“ segir hún og hlær. Faraldurinn mesta áskorunin Berglind segir kórónuveirufaraldurinn stærstu áskorunina síðan hún hóf störf í Hlíðaskóla. „Þetta er búið að vera gríðarlegt álag. Við höfum þurft að hólfa mikið og fylgt breyttum fyrirmælum þannig en allt starfsfólkið er orðið þreytt og við stjórnendur líka. Það reyna allir að gera sitt besta. Stjórnendarteymið er afskaplega gott hér innanhúss svoleiðis að við vinnum öll saman að lausn þessara vandamála. Það sama má segja um kennarahópinn,“ segir Berglind. Ragnheiður Sigmarsdóttir skrifstofustjóri Hlíðaskóla tekur undir með skólastjóranum um að vel hafi gengið. Ragnheiður Sigmarsdóttir skrifstofustjóri Hlíðaskóla tekur undir með skólastjóranum um að vel hafi gengið.Vísir/Sigurjón „Það hefur bara gengið mjög vel hún er mjög dugleg að lesa af vörum og ef maður bara passar að horfa á hana. Þá hlustar hún alveg á mann og skilur. Maður gleymir því alveg stundum að hún er heyrnalaus. Ég upplifi bara að nemendur séu jákvæðir og þau spyrja oft hvernig býð ég góðan dag. Þau voru líka fljót að fatta að ef þau horfa á hana þegar þau tala þá les hún af vörum,“ segir Ragnheiður. Berglind segir að hún hafi alltaf verið ákveðin í að láta heyrnaleysið ekki aftra sér og hefur m.a. sinnt formennsku hjá Norðurlandaráði heyrnalausra, í Félagi heyrnalausra og Evrópuráði heyrnalausra. „Ég læt ekkert stoppa mig. Ef mig langar til að gera eitthvað held ég ótrauð áfram,“ segir Berglind að lokum.
Reykjavík Félagsmál Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Táknmál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent