Að standa með þolendum Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. janúar 2022 19:30 Það er mikilvægt að standa með þolendum. Það er jafnréttismál og kvenréttindabarátta í hnotskurn þótt vissulega séu þolendur af öllum kynjum. Hvert einasta fyrirtæki og stofnun á að gera áætlun og vera með skýra verkferla um hvaða aðgerða er gripið til komi upp kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundið áreitni eða ofbeldi hafi átt eða eigi sér stað. Það verða alltaf að fylgja aðgerðir þegar slík mál koma upp og þær aðgerðir að vera skýrar og skilvirkar. Lögreglu ber að upplýsa um refsivert athæfi og alltaf skal þolandi njóta vafans, alltaf. Byltingin er hafin, gerendur mega vara sig. Ég mun alltaf trúa og standa með þolendum. Ég mun alltaf og sannarlega segja mína skoðun um málefni þolenda nú sem og hingað til. Í slíkum málum er nefnilega ekki hægt að vera hlutlaus, það er ekki hægt að sitja hjá og gera ekki neitt. Það er afar erfitt að horfa upp á þær þungu byrðar sem þolendur eru látnir sitja uppi með. Við þurfum að tryggja miklu betri réttarstöðu þeirra með lagabreytingum, markvissum aðgerðum og um leið efla lögregluna til að taka á þessum málum af mannúð, virðingu og vandvirkni. Það á enginn að þurfa að opinbera sín viðkvæmustu mál á samfélagsmiðlum til að ná fram réttlæti og málsumfjöllun. Að samfélagið ýti undir slíkt og það sé það eina sem þolendur sjá í stöðunni er fáránlegt og engri manneskju bjóðandi. Nú er kominn tími þolenda, að við virðum þeirra upplifanir, fordæmum ofbeldi og það óréttlæti sem þolendur hafa búið við árum og öldum saman með aðgerðum. Þolendur, ég veit þið eruð þreytt en umfram allt ekki þagna. Við erum ótalmörg sem stöndum með ykkur. Höfundur er menntunarfræðingur og bandamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hólmfríður Árnadóttir MeToo Mest lesið Halldór 9.11.2024 Halldór Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að standa með þolendum. Það er jafnréttismál og kvenréttindabarátta í hnotskurn þótt vissulega séu þolendur af öllum kynjum. Hvert einasta fyrirtæki og stofnun á að gera áætlun og vera með skýra verkferla um hvaða aðgerða er gripið til komi upp kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundið áreitni eða ofbeldi hafi átt eða eigi sér stað. Það verða alltaf að fylgja aðgerðir þegar slík mál koma upp og þær aðgerðir að vera skýrar og skilvirkar. Lögreglu ber að upplýsa um refsivert athæfi og alltaf skal þolandi njóta vafans, alltaf. Byltingin er hafin, gerendur mega vara sig. Ég mun alltaf trúa og standa með þolendum. Ég mun alltaf og sannarlega segja mína skoðun um málefni þolenda nú sem og hingað til. Í slíkum málum er nefnilega ekki hægt að vera hlutlaus, það er ekki hægt að sitja hjá og gera ekki neitt. Það er afar erfitt að horfa upp á þær þungu byrðar sem þolendur eru látnir sitja uppi með. Við þurfum að tryggja miklu betri réttarstöðu þeirra með lagabreytingum, markvissum aðgerðum og um leið efla lögregluna til að taka á þessum málum af mannúð, virðingu og vandvirkni. Það á enginn að þurfa að opinbera sín viðkvæmustu mál á samfélagsmiðlum til að ná fram réttlæti og málsumfjöllun. Að samfélagið ýti undir slíkt og það sé það eina sem þolendur sjá í stöðunni er fáránlegt og engri manneskju bjóðandi. Nú er kominn tími þolenda, að við virðum þeirra upplifanir, fordæmum ofbeldi og það óréttlæti sem þolendur hafa búið við árum og öldum saman með aðgerðum. Þolendur, ég veit þið eruð þreytt en umfram allt ekki þagna. Við erum ótalmörg sem stöndum með ykkur. Höfundur er menntunarfræðingur og bandamaður.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar