Anti-vaxxerar og hjörðin Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar 6. janúar 2022 13:01 Þegar búið er að draga þjóð í dilka, er samræðum svo gott sem lokið. Ef þú hugsar ekki eins og ég hlýtur þú að vera annað hvort illa gefinn eða illa innrættur og mér gæti í raun stafað ógn af því að umgangast þig yfir höfuð. Þeir sem hika við eða hafna bólusetningu við Covid eru endemis vitleysingar og ógn við samfélagið og þeir sem fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og mæta stundvíslega í sprauturnar eru ekkert nema hjörð sem hlýðir án nokkurrar gagnrýnnar hugsunar. Við erum góð í þessum leik. Þegar langdregnir erfiðleikar ganga yfir förum við að því er virðist ósjálfrátt í þann gír að leita að blórabögglum og skipta okkur sjálfum og öðrum í góða og vonda liðið. Blæbrigðin eru ýmis en útkoman oft svipuð. Við fyllumst réttlátri reiði út í þá sem neita að skilja heiminn eins og við og setjum okkur á háan hest þaðan sem útsýnið á “hina” er þægilegt. Nú tveimur árum eftir að fyrstu Kóvid fréttir fóru að berast eru allir orðnir hundleiðir á faraldrinum og þeim áhrifum sem aðgerðir gegn honum hafa haft á daglegt líf. Auk þeirra sem lent hafa illa í veirunni sjálfri eru ótalmargir sem eru orðnir langþreyttir á alltof miklu vinnuálagi, tekjumissi eða atvinnuleysi, endurteknum truflunum á skólagöngu og eðlilegum samskiptum við jafnaldra, biðlistum eftir almennri læknis-og sérfræðiþjónustu, fjölda- og fjarlægðartakmörkunum, óvissu, einsemd, heilsukvíða og krónískri streitu. Undir svona kringumstæðum ætti ekki að koma á óvart að fjölmiðlar fyllist af einfölduðum yfirlýsingum um þá sem taldir eru viðhalda vandræðunum og að fólk leyfi sér að segja hluti um “hina” á samfélagsmiðlum sem það myndi vonandi hika við að segja augliti til auglitis í beinum samræðum við fólkið sjálft. Eflaust eru dilkarnir sem við drögum hvert annað í til þess fallnir að einfalda flókinn veruleika. Okkur líður oft betur þegar við getum skýrt hlutina á einfaldan hátt fyrir okkur sjálfum og það er erfitt að hugsa til lengdar um stór og snúin vandamál sem fólk upplifir á ólíkan hátt. “Réttu” skoðanirnar okkar mótast oftar en ekki af okkar eigin reynslu, heimsmynd og lífsgildum, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki, og við reynum svo af megni að finna upplýsingar sem staðfesta það sem okkur finnst eðlilegast að gera. Ofan á þetta bætist að fólkið með sterkustu skoðanirnar hefur jafnan hæst og síður heyrist frá þeim sem er minna heitt í hamsi. Fæstum finnst þægilegt að hafa rangt fyrir sér og við eigum oft glettilega erfitt með að nálgast samræður við þá sem við erum ósammála með opnum hug og vilja til að hlusta. Og þá meina ég ekki að hlusta til þess eins að koma með enn betri mótrök, heldur virkilega hlusta. Dilkarnir eru hins vegar lítið annað er tálsýn og í raun eru flest okkar einhvers staðar á miðju túni. Fólkið sem þegið hefur bólusetningu er eins misjafnt og það fólk sem ekki hefur mætt. Margir hafa álitið bólusetningu bæði lífsbjörg og samfélagsskyldu á meðan aðrir létu til leiðast svona helst til að komast aftur í ferðalög til útlanda. Sumir klöppuðu í Laugardalshöll þegar stemningin fyrir endalokum faraldursins reis sem hæst á meðan aðrir sátu þar með kjánahroll yfir fagnaðarlátunum. Sumir höfnuðu bólusetningu frá upphafi vegna vantrausts á starfsemi og áhrifum lyfjafyrirtækja og aðrir hafa hikað og kosið að bíða aðeins á meðan aukaverkanir eru enn að koma í ljós. Sumir hafa ekki mætt af því að þeir hafa nú þegar myndað ónæmissvar við Kóvid og sumir hafa smitast af veirunni og drifið sig samt sem áður í þrjár sprautur. Sumum þeirra sem lentu illa í Kóvidveikinni sjálfri þykir vont að sjá aðra hafna bólusetningu og þeim sem upplifað hafa slæmar aukaverkanir eftir bólusetningar þykir erfitt að sjá fólk fjalla um þær gagnrýnislaust. Margir eru svo einhvers staðar þarna á milli og finna sig ekki í einu liði frekar en öðru. Kannski væri ágætt að draga núna andann djúpt. Og svo gætum við reynt að mæta nýju ári - og hverju öðru - með örlítilli auðmýkt, almennri yfirvegun og aðeins meiri viðleitni til að skilja ólík sjónarmið. Við töpum engu á því nema dómhörkunni. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar búið er að draga þjóð í dilka, er samræðum svo gott sem lokið. Ef þú hugsar ekki eins og ég hlýtur þú að vera annað hvort illa gefinn eða illa innrættur og mér gæti í raun stafað ógn af því að umgangast þig yfir höfuð. Þeir sem hika við eða hafna bólusetningu við Covid eru endemis vitleysingar og ógn við samfélagið og þeir sem fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og mæta stundvíslega í sprauturnar eru ekkert nema hjörð sem hlýðir án nokkurrar gagnrýnnar hugsunar. Við erum góð í þessum leik. Þegar langdregnir erfiðleikar ganga yfir förum við að því er virðist ósjálfrátt í þann gír að leita að blórabögglum og skipta okkur sjálfum og öðrum í góða og vonda liðið. Blæbrigðin eru ýmis en útkoman oft svipuð. Við fyllumst réttlátri reiði út í þá sem neita að skilja heiminn eins og við og setjum okkur á háan hest þaðan sem útsýnið á “hina” er þægilegt. Nú tveimur árum eftir að fyrstu Kóvid fréttir fóru að berast eru allir orðnir hundleiðir á faraldrinum og þeim áhrifum sem aðgerðir gegn honum hafa haft á daglegt líf. Auk þeirra sem lent hafa illa í veirunni sjálfri eru ótalmargir sem eru orðnir langþreyttir á alltof miklu vinnuálagi, tekjumissi eða atvinnuleysi, endurteknum truflunum á skólagöngu og eðlilegum samskiptum við jafnaldra, biðlistum eftir almennri læknis-og sérfræðiþjónustu, fjölda- og fjarlægðartakmörkunum, óvissu, einsemd, heilsukvíða og krónískri streitu. Undir svona kringumstæðum ætti ekki að koma á óvart að fjölmiðlar fyllist af einfölduðum yfirlýsingum um þá sem taldir eru viðhalda vandræðunum og að fólk leyfi sér að segja hluti um “hina” á samfélagsmiðlum sem það myndi vonandi hika við að segja augliti til auglitis í beinum samræðum við fólkið sjálft. Eflaust eru dilkarnir sem við drögum hvert annað í til þess fallnir að einfalda flókinn veruleika. Okkur líður oft betur þegar við getum skýrt hlutina á einfaldan hátt fyrir okkur sjálfum og það er erfitt að hugsa til lengdar um stór og snúin vandamál sem fólk upplifir á ólíkan hátt. “Réttu” skoðanirnar okkar mótast oftar en ekki af okkar eigin reynslu, heimsmynd og lífsgildum, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki, og við reynum svo af megni að finna upplýsingar sem staðfesta það sem okkur finnst eðlilegast að gera. Ofan á þetta bætist að fólkið með sterkustu skoðanirnar hefur jafnan hæst og síður heyrist frá þeim sem er minna heitt í hamsi. Fæstum finnst þægilegt að hafa rangt fyrir sér og við eigum oft glettilega erfitt með að nálgast samræður við þá sem við erum ósammála með opnum hug og vilja til að hlusta. Og þá meina ég ekki að hlusta til þess eins að koma með enn betri mótrök, heldur virkilega hlusta. Dilkarnir eru hins vegar lítið annað er tálsýn og í raun eru flest okkar einhvers staðar á miðju túni. Fólkið sem þegið hefur bólusetningu er eins misjafnt og það fólk sem ekki hefur mætt. Margir hafa álitið bólusetningu bæði lífsbjörg og samfélagsskyldu á meðan aðrir létu til leiðast svona helst til að komast aftur í ferðalög til útlanda. Sumir klöppuðu í Laugardalshöll þegar stemningin fyrir endalokum faraldursins reis sem hæst á meðan aðrir sátu þar með kjánahroll yfir fagnaðarlátunum. Sumir höfnuðu bólusetningu frá upphafi vegna vantrausts á starfsemi og áhrifum lyfjafyrirtækja og aðrir hafa hikað og kosið að bíða aðeins á meðan aukaverkanir eru enn að koma í ljós. Sumir hafa ekki mætt af því að þeir hafa nú þegar myndað ónæmissvar við Kóvid og sumir hafa smitast af veirunni og drifið sig samt sem áður í þrjár sprautur. Sumum þeirra sem lentu illa í Kóvidveikinni sjálfri þykir vont að sjá aðra hafna bólusetningu og þeim sem upplifað hafa slæmar aukaverkanir eftir bólusetningar þykir erfitt að sjá fólk fjalla um þær gagnrýnislaust. Margir eru svo einhvers staðar þarna á milli og finna sig ekki í einu liði frekar en öðru. Kannski væri ágætt að draga núna andann djúpt. Og svo gætum við reynt að mæta nýju ári - og hverju öðru - með örlítilli auðmýkt, almennri yfirvegun og aðeins meiri viðleitni til að skilja ólík sjónarmið. Við töpum engu á því nema dómhörkunni. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun