Kærir úrskurð um rúmlega þrjátíu daga sóttkví til Landsréttar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2022 19:15 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Úrskurður í máli manns sem verið hefur í sóttkví síðan 11. desember síðastliðinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Héraðsdómari taldi sóttkvína standast, en lögmaður mannsins segir að til standi að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðir mannsins, segir tilkynning um kæru hafi verið lögð fram í héraðsdómi í dag. Hann gerir ráð fyrir því að Landsréttur taki málið fljótlega fyrir, en skjólstæðingur hans á að vera í sóttkví til 13. janúar næstkomandi; í rúman mánuð. Gunnar Ingi telur ekki að hætta verði á að lögvarðir hagsmunir renni sitt skeið á enda, og bendir á að Landsréttur hafi almennt verið fljótur að úrskurða í sambærilegum málum. Sjá einnig: Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær og taldi héraðsdómari að ákvörðun sóttvarnalæknis um svo langa sóttkví bryti ekki í bága við sóttvarnalög. Gunnar Ingi segir að verið sé að láta reyna á það sé forsvaranlegt að halda manni í sóttkví, í svo langan tíma sem um ræðir, en skjólstæðingur hans hefur aldrei smitast sjálfur af veirunni, þrátt fyrir smit heimilismanna. Ótækt að stjórnvöld gefi afslátt af málsmeðferðarreglum laga „Þetta er náttúrulega annað mál sem sami einstaklingur er að láta reyna á. Núna er hann að láta reyna á það að sóttkvíin hafi verið framlengd. Hann var búinn að vera um tuttugu daga í sóttkví þegar hún var framlengd núna um fimmtán daga,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að frekari rökstuðningur hafi verið lagður fyrir héraðsdómara í nýja málinu. Málið varðar flókið stjórnsýsluréttarlegt álitaefni og þá í raun skilin milli þrígreiningu ríkisvaldsins. Stjórnvöld, framkvæmdavaldið, taki ákvörðun um að senda skjólstæðinginn í sóttkví og Gunnar Ingi segir í samtali við fréttastofu að ótækt sé að stjórnvöld geti gefið afslátt af málsmeðferðarreglum laga af því það er „mikið að gera“ hjá framkvæmdavaldinu. Löggjafinn verði að bregðast við, eftir aðstæðum. „Við áttum okkur alveg á því hvaða hagsmunir eru til grundvallar en þetta mál snýst um það hvort að aðgerðir fari eftir þeim fyrirmælum sem eru fyrirskipaðar í lögunum. Ef það er ekki hægt að fara eftir lögunum af því það er svo mikið að gera, þá er verið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort það sé réttlætanlegt að framkvæmdavaldið geti gefið einhvern afslátt af því hvernig eigi að standa að svona ákvörðun.“ Af hverju heldurðu að þetta muni fara á annan veg núna en í fyrra málinu? „Aðallega til að láta reyna á það hvort það sé meðalhóf í því að úrskurða manninn, mann sem hefur verið í áframhaldandi sóttkví í fjórtán daga, þá samtals í 34 daga, versus þeir hagsmunir sem eru til staðar nú. Við erum búin að ná toppi einhverrar bylgju núna virðist vera og það er líka verið að fara dýpra ofan í þessi lagalegu sjónarmið,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að löng sóttkví geti haft slæm andleg áhrif á einstaklinga. „Mat á öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að tjón af því sé meira en ávinningurinn. Það eru líka til rannsóknir um það að sóttkví í lengra en tíu daga hafi veruleg áhrif andlega á einstaklinga. Þá er svona verið að láta reyna, hvort það þurfi að fara fram þegar menn eru að framlengja og framlengja þetta, og hvort það kvikni einhver skylda um að það þurfi að meta þessi atriði.“ Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðir mannsins, segir tilkynning um kæru hafi verið lögð fram í héraðsdómi í dag. Hann gerir ráð fyrir því að Landsréttur taki málið fljótlega fyrir, en skjólstæðingur hans á að vera í sóttkví til 13. janúar næstkomandi; í rúman mánuð. Gunnar Ingi telur ekki að hætta verði á að lögvarðir hagsmunir renni sitt skeið á enda, og bendir á að Landsréttur hafi almennt verið fljótur að úrskurða í sambærilegum málum. Sjá einnig: Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær og taldi héraðsdómari að ákvörðun sóttvarnalæknis um svo langa sóttkví bryti ekki í bága við sóttvarnalög. Gunnar Ingi segir að verið sé að láta reyna á það sé forsvaranlegt að halda manni í sóttkví, í svo langan tíma sem um ræðir, en skjólstæðingur hans hefur aldrei smitast sjálfur af veirunni, þrátt fyrir smit heimilismanna. Ótækt að stjórnvöld gefi afslátt af málsmeðferðarreglum laga „Þetta er náttúrulega annað mál sem sami einstaklingur er að láta reyna á. Núna er hann að láta reyna á það að sóttkvíin hafi verið framlengd. Hann var búinn að vera um tuttugu daga í sóttkví þegar hún var framlengd núna um fimmtán daga,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að frekari rökstuðningur hafi verið lagður fyrir héraðsdómara í nýja málinu. Málið varðar flókið stjórnsýsluréttarlegt álitaefni og þá í raun skilin milli þrígreiningu ríkisvaldsins. Stjórnvöld, framkvæmdavaldið, taki ákvörðun um að senda skjólstæðinginn í sóttkví og Gunnar Ingi segir í samtali við fréttastofu að ótækt sé að stjórnvöld geti gefið afslátt af málsmeðferðarreglum laga af því það er „mikið að gera“ hjá framkvæmdavaldinu. Löggjafinn verði að bregðast við, eftir aðstæðum. „Við áttum okkur alveg á því hvaða hagsmunir eru til grundvallar en þetta mál snýst um það hvort að aðgerðir fari eftir þeim fyrirmælum sem eru fyrirskipaðar í lögunum. Ef það er ekki hægt að fara eftir lögunum af því það er svo mikið að gera, þá er verið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort það sé réttlætanlegt að framkvæmdavaldið geti gefið einhvern afslátt af því hvernig eigi að standa að svona ákvörðun.“ Af hverju heldurðu að þetta muni fara á annan veg núna en í fyrra málinu? „Aðallega til að láta reyna á það hvort það sé meðalhóf í því að úrskurða manninn, mann sem hefur verið í áframhaldandi sóttkví í fjórtán daga, þá samtals í 34 daga, versus þeir hagsmunir sem eru til staðar nú. Við erum búin að ná toppi einhverrar bylgju núna virðist vera og það er líka verið að fara dýpra ofan í þessi lagalegu sjónarmið,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að löng sóttkví geti haft slæm andleg áhrif á einstaklinga. „Mat á öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að tjón af því sé meira en ávinningurinn. Það eru líka til rannsóknir um það að sóttkví í lengra en tíu daga hafi veruleg áhrif andlega á einstaklinga. Þá er svona verið að láta reyna, hvort það þurfi að fara fram þegar menn eru að framlengja og framlengja þetta, og hvort það kvikni einhver skylda um að það þurfi að meta þessi atriði.“
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira