Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 3. janúar 2022 17:30 Mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt skólum landsins skýrar línur nú við upphaf ársins 2022. Eðlilegt skólastarf, eins og nokkur kostur er að halda því, er algert forgangsatriði í samfélaginu. Félag framhaldsskólakennara fagnar þessari áherslu og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að allt sé gert til þess að stuðla að sem mestum gæðum í skólastarfinu og að námsmarkmið náist þótt aðstæður séu erfiðar. En þetta má ekki gera án þess að tryggja öruggt starfsumhverfi í skólunum. Staða bólusetninga meðal skólafólks í framhaldsskólum er líklega á pari við eða yfir landsmeðaltali. Þó ber að hafa í huga að allstór hluti félagsfólks FF fékk Janssen bóluefnið seint og um síðir, aukaskammt í ágúst og þar af leiðir að örvunarskammtur er ekki í boði fyrr en í febrúar. Það er því ekki óeðlilegt að því fólki þyki það ekki eins vel varið og þau sem hafa fengið sinn þriðja bóluefnisskammt. Ekki má heldur gleyma því að sum okkar hafa alls ekki getað þegið bólusetningu eða teljast til hópa sem ættu með öllum mætti að forðast smit. Félag framhaldsskólakennara treystir því að eiga gott samstarf við mennta- og barnamálaráðherra og skólameistara um öryggi og þarfir þessa hóps. Á þessum tæplega tveimur árum sem kórónufaraldurinn hefur geisað hefur tekist býsna vel að stilla skólastarfi í framhaldsskólum þannig upp að smit hafa haldist í lágmarki innan framhaldsskólanna. Staðan nú þegar ómíkron afbrigðið ríkir er líklega mun snúnari og því hefur aldrei verið mikilvægara að sóttvarnir gangi upp. Fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk, grímuskylda, góð loftræsting, sprittbrúsar ávallt við höndina, þetta eru allt atriði sem allir verða að virða að fullu til þess að staðnám geti gengið upp. Nú búum við eftir þennan tíma að mikilli reynslu og þekkjum orðið vel hvaða kennsluaðferðir ganga upp og hverjar ekki. Á þessum grunni þarf að byggja skólastarf á meðan faraldurinn er enn í gangi. Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. Einhverjir skólar hafa tilkynnt að þeir hyggist nú í upphafi árs gefa kennurum aukinn tíma til undirbúnings fyrir kennsluna og er það til fyrirmyndar og raunar eftir tillögum sóttvarnalæknis. Að þessu sögðu verður að koma fram að skólafólk hefur verið undir gríðarlegu álagi í hátt í tvö ár. Kennarar, náms- og starfráðgjafar og stjórnendur í framhaldsskólum hafa lagt á sig mjög mikla viðbótarvinnu við að halda námi að nemendum og nemendum að námi. Þetta viðbótarálag hefur þegar haft þau áhrif að einhverjir kennarar hafa siglt í strand í starfi. Það verður því ein megináherslan í starfi okkar hjá Félagi framhaldsskólakennara að leita leiða með fagráðuneytinu og skólameisturum til þess að lágmarka álag og styðja okkar fólk í hvívetna. Það er löngu kominn tími til þess að skólafólk verði stutt með virkum hætti við þau störf sem stjórnvöld telja í algerum forgangi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt skólum landsins skýrar línur nú við upphaf ársins 2022. Eðlilegt skólastarf, eins og nokkur kostur er að halda því, er algert forgangsatriði í samfélaginu. Félag framhaldsskólakennara fagnar þessari áherslu og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að allt sé gert til þess að stuðla að sem mestum gæðum í skólastarfinu og að námsmarkmið náist þótt aðstæður séu erfiðar. En þetta má ekki gera án þess að tryggja öruggt starfsumhverfi í skólunum. Staða bólusetninga meðal skólafólks í framhaldsskólum er líklega á pari við eða yfir landsmeðaltali. Þó ber að hafa í huga að allstór hluti félagsfólks FF fékk Janssen bóluefnið seint og um síðir, aukaskammt í ágúst og þar af leiðir að örvunarskammtur er ekki í boði fyrr en í febrúar. Það er því ekki óeðlilegt að því fólki þyki það ekki eins vel varið og þau sem hafa fengið sinn þriðja bóluefnisskammt. Ekki má heldur gleyma því að sum okkar hafa alls ekki getað þegið bólusetningu eða teljast til hópa sem ættu með öllum mætti að forðast smit. Félag framhaldsskólakennara treystir því að eiga gott samstarf við mennta- og barnamálaráðherra og skólameistara um öryggi og þarfir þessa hóps. Á þessum tæplega tveimur árum sem kórónufaraldurinn hefur geisað hefur tekist býsna vel að stilla skólastarfi í framhaldsskólum þannig upp að smit hafa haldist í lágmarki innan framhaldsskólanna. Staðan nú þegar ómíkron afbrigðið ríkir er líklega mun snúnari og því hefur aldrei verið mikilvægara að sóttvarnir gangi upp. Fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk, grímuskylda, góð loftræsting, sprittbrúsar ávallt við höndina, þetta eru allt atriði sem allir verða að virða að fullu til þess að staðnám geti gengið upp. Nú búum við eftir þennan tíma að mikilli reynslu og þekkjum orðið vel hvaða kennsluaðferðir ganga upp og hverjar ekki. Á þessum grunni þarf að byggja skólastarf á meðan faraldurinn er enn í gangi. Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. Einhverjir skólar hafa tilkynnt að þeir hyggist nú í upphafi árs gefa kennurum aukinn tíma til undirbúnings fyrir kennsluna og er það til fyrirmyndar og raunar eftir tillögum sóttvarnalæknis. Að þessu sögðu verður að koma fram að skólafólk hefur verið undir gríðarlegu álagi í hátt í tvö ár. Kennarar, náms- og starfráðgjafar og stjórnendur í framhaldsskólum hafa lagt á sig mjög mikla viðbótarvinnu við að halda námi að nemendum og nemendum að námi. Þetta viðbótarálag hefur þegar haft þau áhrif að einhverjir kennarar hafa siglt í strand í starfi. Það verður því ein megináherslan í starfi okkar hjá Félagi framhaldsskólakennara að leita leiða með fagráðuneytinu og skólameisturum til þess að lágmarka álag og styðja okkar fólk í hvívetna. Það er löngu kominn tími til þess að skólafólk verði stutt með virkum hætti við þau störf sem stjórnvöld telja í algerum forgangi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun