Áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki! Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. desember 2021 08:01 Framkvæmdastjóri Ísteka birti grein á Vísi nú um helgina, þar sem hann reynir að sannfæra lesendur um, að Ísteka gæti vel að velferð dýranna, og, að blóðmeraiðja fyrirtækisins sé fagleg og dýravæn. Undirritaður hefur skrifað 7 greinar um þá óiðju, sem hann telur blóðmerahald vera, og birt þær í Morgunblaði, Fréttablaði og hér á Vísi síðustu þrjár vikur. Skal fyrst vísað til þessara greina, sem sýna, að áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki. Jafnvel þó að vilji fyrirtækisins sé til staðar, sem ég efa ekki, enda gróði stórfelldur af þessari starfsemi, er dýravænt blóðmerahald óhugsandi og óframkvæmanlegt. Hér skulu helztu rökin endurtekin, til að auðvelda lesendum skoðun málsins: 1. Blóðmerarnar eru ótamdar, hálfvillt eða alvillt dýr, sem eiga ekki samskipti við menn, nema, þegar þau eru neydd í blóðtöku í 2-3 mánuði á ári. Þær eru því allar varar um sig og fælnar, eru auk þess allar með lítil folöld, sem gerir þær ennþá varkárari og styggari. 2. Það liggur í hlutarins eðli, að það er enginn vegur, að skilja svona ótamda hryssu frá folaldi, leiða hana inn í þröngan blóðtökubás, reyra hana þar niður og festa með slám og reipum og snarrífa svo höfuð upp á við og reyra það þar með hart strengdum reipum, helzt eins og í skrúfustykki, svo blóðtaka geti farið fram, í 15 langar mínútur, í góðu; án þess að dýrið streitist eða berjist á móti, oftast með öllum kröftum, til að reyna að losa sig úr prísundinni og undan ofbeldinu, líka til að komast aftur tilfolaldsins. Fullyrðingar um, að þessi blóðtaka geti farið fram með friði og spekt, í góðu, innan ramma dýravelferðar, þannig, að dýrið vinni með blóðtökumönnum, stenzt ekki; er hrein fásinna!! 3. Líffræðilegrar velferðar dýrsins er heldur alls ekki gætt á fullnægjandi hátt: A. Hryssurnar eru bæði fylfullar og með nýlega fæddu folaldi, eru sem sagt mjólkandi. Þessu fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag fyrir hryssurnar, og bannar regluverk þýzku matvælastofnunarinnar, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, blóðtöku af hryssu, þó að hún sé aðeins fylfull, eða aðeins mjólkandi, en íslenzku blóðmerarnar eru hvorutveggja; fylfullar og mjólkandi. Þetta býður auðvitað upp á það, að hryssunum sé stórlega ofboðið, andlega og líkamlega. B. Öll vísindi, sem fyrir liggja, gefa til kynna, að ekki sé æskilegt eða dýravænt, að taka meira en 10% af blóði hryssu, sem þá er í standi til þess, að blóðtaka fari fram, og það ekki oftar en á 30 daga fresti. Þetta er líka ein af reglum þýzku matvæla-stofnunarinnar. Við höfum talið, skv. þeim gögnum, sem við höfum haft aðgang að, að blóðmagn í íslenzkri hryssu sé 35-37 lítrar. Skv. þessu mætti taka mest 3,5 lítra af íslenzkri hryssu, einu sinni í mánuði, ef velferðar hennar væri gætt. Ísteka lætur hins vegar taka 5 lítra af íslenzkum blóðmerum, í einu, og það á 7 daga fresti, alls 8 sinnum, í 2-3 mánuði, haust hvert. Miðað við öll þekkt vísindi og alla þekkta staðla, er hér auðvitað verið að misbjóða dýrunum með stórfelldum hætti, líka líffræðilega. Ísteka hefur stundað blóðtöku af íslenzkum merum í 20 ár, misboðið þeim skv. ofangreindu og haft af því milljarða gróða. Nú er mál að linni. Kæri lesandi, leggðu þitt af mörkum með því að undirrita lista um bann við blóðmerahaldi, þannig, að Alþingismenn komist ekki undan því að samþykkja bann, þegar málið kemur fyrir Alþingi. Auðvitað munu alls kyns hagsmunaaðilar, með Ítseka í fararbroddi, auk blóðmerabænda og annarra, sem hagsmuni eiga, beita öllum sínum samböndum og fjármunum til að koma í veg fyrir bann. Það er því brýnt, að almenningur, gott og dýravænt íslenzkt fólk, þið lesendur góðir, leggist öll með okkur á árarnar um það, að tryggja bann. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra- ,náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ísteka birti grein á Vísi nú um helgina, þar sem hann reynir að sannfæra lesendur um, að Ísteka gæti vel að velferð dýranna, og, að blóðmeraiðja fyrirtækisins sé fagleg og dýravæn. Undirritaður hefur skrifað 7 greinar um þá óiðju, sem hann telur blóðmerahald vera, og birt þær í Morgunblaði, Fréttablaði og hér á Vísi síðustu þrjár vikur. Skal fyrst vísað til þessara greina, sem sýna, að áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki. Jafnvel þó að vilji fyrirtækisins sé til staðar, sem ég efa ekki, enda gróði stórfelldur af þessari starfsemi, er dýravænt blóðmerahald óhugsandi og óframkvæmanlegt. Hér skulu helztu rökin endurtekin, til að auðvelda lesendum skoðun málsins: 1. Blóðmerarnar eru ótamdar, hálfvillt eða alvillt dýr, sem eiga ekki samskipti við menn, nema, þegar þau eru neydd í blóðtöku í 2-3 mánuði á ári. Þær eru því allar varar um sig og fælnar, eru auk þess allar með lítil folöld, sem gerir þær ennþá varkárari og styggari. 2. Það liggur í hlutarins eðli, að það er enginn vegur, að skilja svona ótamda hryssu frá folaldi, leiða hana inn í þröngan blóðtökubás, reyra hana þar niður og festa með slám og reipum og snarrífa svo höfuð upp á við og reyra það þar með hart strengdum reipum, helzt eins og í skrúfustykki, svo blóðtaka geti farið fram, í 15 langar mínútur, í góðu; án þess að dýrið streitist eða berjist á móti, oftast með öllum kröftum, til að reyna að losa sig úr prísundinni og undan ofbeldinu, líka til að komast aftur tilfolaldsins. Fullyrðingar um, að þessi blóðtaka geti farið fram með friði og spekt, í góðu, innan ramma dýravelferðar, þannig, að dýrið vinni með blóðtökumönnum, stenzt ekki; er hrein fásinna!! 3. Líffræðilegrar velferðar dýrsins er heldur alls ekki gætt á fullnægjandi hátt: A. Hryssurnar eru bæði fylfullar og með nýlega fæddu folaldi, eru sem sagt mjólkandi. Þessu fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag fyrir hryssurnar, og bannar regluverk þýzku matvælastofnunarinnar, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, blóðtöku af hryssu, þó að hún sé aðeins fylfull, eða aðeins mjólkandi, en íslenzku blóðmerarnar eru hvorutveggja; fylfullar og mjólkandi. Þetta býður auðvitað upp á það, að hryssunum sé stórlega ofboðið, andlega og líkamlega. B. Öll vísindi, sem fyrir liggja, gefa til kynna, að ekki sé æskilegt eða dýravænt, að taka meira en 10% af blóði hryssu, sem þá er í standi til þess, að blóðtaka fari fram, og það ekki oftar en á 30 daga fresti. Þetta er líka ein af reglum þýzku matvæla-stofnunarinnar. Við höfum talið, skv. þeim gögnum, sem við höfum haft aðgang að, að blóðmagn í íslenzkri hryssu sé 35-37 lítrar. Skv. þessu mætti taka mest 3,5 lítra af íslenzkri hryssu, einu sinni í mánuði, ef velferðar hennar væri gætt. Ísteka lætur hins vegar taka 5 lítra af íslenzkum blóðmerum, í einu, og það á 7 daga fresti, alls 8 sinnum, í 2-3 mánuði, haust hvert. Miðað við öll þekkt vísindi og alla þekkta staðla, er hér auðvitað verið að misbjóða dýrunum með stórfelldum hætti, líka líffræðilega. Ísteka hefur stundað blóðtöku af íslenzkum merum í 20 ár, misboðið þeim skv. ofangreindu og haft af því milljarða gróða. Nú er mál að linni. Kæri lesandi, leggðu þitt af mörkum með því að undirrita lista um bann við blóðmerahaldi, þannig, að Alþingismenn komist ekki undan því að samþykkja bann, þegar málið kemur fyrir Alþingi. Auðvitað munu alls kyns hagsmunaaðilar, með Ítseka í fararbroddi, auk blóðmerabænda og annarra, sem hagsmuni eiga, beita öllum sínum samböndum og fjármunum til að koma í veg fyrir bann. Það er því brýnt, að almenningur, gott og dýravænt íslenzkt fólk, þið lesendur góðir, leggist öll með okkur á árarnar um það, að tryggja bann. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra- ,náttúru- og umhverfisvernd.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun