Vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Nichole Leigh Mosty skrifar 20. desember 2021 07:31 Enn og aftur er þörf á að kalla eftir málefnalegri umræðu um hið mjög mikilvæga mál sem snýr að jafnrétti og samþættingu í þjóðfélaginu. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem öllu fólki, óháð kynþætti eða þjóðerni og þess vegna alls konar ólíkum bakgrunni er mætt með reisn og virðingu? Vinkona mín, sem er svört, bað mig um að nýta þann vettvang sem ég hef aðgang að til að varpa ljósi á leiðinlegt mál varðandi mismunun. Um er að ræða niðrandi staðalmynd tengdri kynþætti í menningarlegu samhengi. Athyglisvert er að þegar ég reyndi að opna umræðuna í kringum mig gerðist þrennt eftirfarandi: Fjölmiðill ákvað að taka hluta af færslunni minni á samfélagsmiðlum úr samhengi og nota hana til að grípa nokkra smelli. Það var gert án þess að virða tilgang málflutnings míns um að skapa nauðsynlegar og málefnalegar umræður um mismunun og fjölbreytileika. Ákveðið fólk sem heldur að upplifun fólks af útilokun og mismununar vegna kynþátta eða þjóðernis sé ekki mikilvæg, hljóp hratt í málið og kveikti í athugasemdakerfinu. Í stað þess að taka þátt í þroskaðri umræðu fór fólk „í persónuna en ekki í málefnið“. Þeim, eins og alltaf, fannst best að notafæra gaslýsingu og pólarísa umræður í þeim tilgangi að slá á ótta, afneita mismunun sem fólk upplifði og halda útilokuninni á lífi. Fólk sem verður fyrir mismunun daglega vegna kynþáttar eða þjóðernis síns, verður enn og aftur að taka á sig þá byrði að verja sig og sanna sína upplifun fyrir öðrum. Að verja sig fyrir því að vilja að komið sé fram við það af virðingu og að hlustað sé á þeirra ákall um að geta búið hér sem jafningjar og með reisn. Best væri að fólk gæti skilið það að kynþáttur eða þjóðerni eru ekki menning einstaklings. Í því samhengi er einnig mikilvægt að taka það fram að hvorki kyn, kynhneigð, geta, né trúarbrögð eru menning. Menning er miklu dýpri en það. Menning endurspeglast í viðhorfi okkar, athöfnum, hegðun, hefðum og gjörðum. Til dæmis er mismunun ein tegund menningar og að tilheyra annarri tegund. Það er mikilvægt að skilja að við upplifum, miðlum og sköpum menningu með aðstoð menningarlegra verkfæra þ.m.t tungumáli, list- og bókmenntum, mat og jafnvel pólitískum eða félagslegum hreyfingum/ aðgerðum. Þessi verkfæri er annað hvort hægt að nota til að sameina fólk og njóta fjölbreytileikans í þjóðfélaginu eða í þeim tilgangi að útiloka og takmarka fjölbreytileikann. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að samþættingu og jafnrétti eru til dæmis nýju lögin um bann við mismunun sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018, sveitarfélög og/ eða stofnanir sem hafa mótað og innleitt fjölmenningarstefnu. Svo eru einstaklingar sem mæta fólki með ólíkan bakgrunn af reisn og með virðingu. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að útilokun eru meðal annars stefnur og aðgerðir sem mismununa fólki innan samfélagsins, stofnunum eða fyrirtækjum, t.d. ósanngjarnar ráðningaraðferðir eða að neita fólki um aðgang að réttindum þeirra. Svo eru einstaklinga sem kjósa að halda á lífi niðrandi orða og staðalmyndum. Við erum að fara inn í árið 2022 og erum með mikinn fjölbreytileika sem auðgar þjóðfélagið okkar. Í staðinn fyrir að hrökkva í vörn þegar manneskjur sem eru ólíkar okkur tala um mismun sem þau upplifa, stöldrum aðeins við, hlustum á það sem þau segja og hugum aðeins að okkar viðhorfi. Lítum inn á við og spyrjum okkur, vil ég taka þátt í því að stuðla að því að fólk upplifi mismunun, eða vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur er þörf á að kalla eftir málefnalegri umræðu um hið mjög mikilvæga mál sem snýr að jafnrétti og samþættingu í þjóðfélaginu. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem öllu fólki, óháð kynþætti eða þjóðerni og þess vegna alls konar ólíkum bakgrunni er mætt með reisn og virðingu? Vinkona mín, sem er svört, bað mig um að nýta þann vettvang sem ég hef aðgang að til að varpa ljósi á leiðinlegt mál varðandi mismunun. Um er að ræða niðrandi staðalmynd tengdri kynþætti í menningarlegu samhengi. Athyglisvert er að þegar ég reyndi að opna umræðuna í kringum mig gerðist þrennt eftirfarandi: Fjölmiðill ákvað að taka hluta af færslunni minni á samfélagsmiðlum úr samhengi og nota hana til að grípa nokkra smelli. Það var gert án þess að virða tilgang málflutnings míns um að skapa nauðsynlegar og málefnalegar umræður um mismunun og fjölbreytileika. Ákveðið fólk sem heldur að upplifun fólks af útilokun og mismununar vegna kynþátta eða þjóðernis sé ekki mikilvæg, hljóp hratt í málið og kveikti í athugasemdakerfinu. Í stað þess að taka þátt í þroskaðri umræðu fór fólk „í persónuna en ekki í málefnið“. Þeim, eins og alltaf, fannst best að notafæra gaslýsingu og pólarísa umræður í þeim tilgangi að slá á ótta, afneita mismunun sem fólk upplifði og halda útilokuninni á lífi. Fólk sem verður fyrir mismunun daglega vegna kynþáttar eða þjóðernis síns, verður enn og aftur að taka á sig þá byrði að verja sig og sanna sína upplifun fyrir öðrum. Að verja sig fyrir því að vilja að komið sé fram við það af virðingu og að hlustað sé á þeirra ákall um að geta búið hér sem jafningjar og með reisn. Best væri að fólk gæti skilið það að kynþáttur eða þjóðerni eru ekki menning einstaklings. Í því samhengi er einnig mikilvægt að taka það fram að hvorki kyn, kynhneigð, geta, né trúarbrögð eru menning. Menning er miklu dýpri en það. Menning endurspeglast í viðhorfi okkar, athöfnum, hegðun, hefðum og gjörðum. Til dæmis er mismunun ein tegund menningar og að tilheyra annarri tegund. Það er mikilvægt að skilja að við upplifum, miðlum og sköpum menningu með aðstoð menningarlegra verkfæra þ.m.t tungumáli, list- og bókmenntum, mat og jafnvel pólitískum eða félagslegum hreyfingum/ aðgerðum. Þessi verkfæri er annað hvort hægt að nota til að sameina fólk og njóta fjölbreytileikans í þjóðfélaginu eða í þeim tilgangi að útiloka og takmarka fjölbreytileikann. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að samþættingu og jafnrétti eru til dæmis nýju lögin um bann við mismunun sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018, sveitarfélög og/ eða stofnanir sem hafa mótað og innleitt fjölmenningarstefnu. Svo eru einstaklingar sem mæta fólki með ólíkan bakgrunn af reisn og með virðingu. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að útilokun eru meðal annars stefnur og aðgerðir sem mismununa fólki innan samfélagsins, stofnunum eða fyrirtækjum, t.d. ósanngjarnar ráðningaraðferðir eða að neita fólki um aðgang að réttindum þeirra. Svo eru einstaklinga sem kjósa að halda á lífi niðrandi orða og staðalmyndum. Við erum að fara inn í árið 2022 og erum með mikinn fjölbreytileika sem auðgar þjóðfélagið okkar. Í staðinn fyrir að hrökkva í vörn þegar manneskjur sem eru ólíkar okkur tala um mismun sem þau upplifa, stöldrum aðeins við, hlustum á það sem þau segja og hugum aðeins að okkar viðhorfi. Lítum inn á við og spyrjum okkur, vil ég taka þátt í því að stuðla að því að fólk upplifi mismunun, eða vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningarseturs.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun