Vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Nichole Leigh Mosty skrifar 20. desember 2021 07:31 Enn og aftur er þörf á að kalla eftir málefnalegri umræðu um hið mjög mikilvæga mál sem snýr að jafnrétti og samþættingu í þjóðfélaginu. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem öllu fólki, óháð kynþætti eða þjóðerni og þess vegna alls konar ólíkum bakgrunni er mætt með reisn og virðingu? Vinkona mín, sem er svört, bað mig um að nýta þann vettvang sem ég hef aðgang að til að varpa ljósi á leiðinlegt mál varðandi mismunun. Um er að ræða niðrandi staðalmynd tengdri kynþætti í menningarlegu samhengi. Athyglisvert er að þegar ég reyndi að opna umræðuna í kringum mig gerðist þrennt eftirfarandi: Fjölmiðill ákvað að taka hluta af færslunni minni á samfélagsmiðlum úr samhengi og nota hana til að grípa nokkra smelli. Það var gert án þess að virða tilgang málflutnings míns um að skapa nauðsynlegar og málefnalegar umræður um mismunun og fjölbreytileika. Ákveðið fólk sem heldur að upplifun fólks af útilokun og mismununar vegna kynþátta eða þjóðernis sé ekki mikilvæg, hljóp hratt í málið og kveikti í athugasemdakerfinu. Í stað þess að taka þátt í þroskaðri umræðu fór fólk „í persónuna en ekki í málefnið“. Þeim, eins og alltaf, fannst best að notafæra gaslýsingu og pólarísa umræður í þeim tilgangi að slá á ótta, afneita mismunun sem fólk upplifði og halda útilokuninni á lífi. Fólk sem verður fyrir mismunun daglega vegna kynþáttar eða þjóðernis síns, verður enn og aftur að taka á sig þá byrði að verja sig og sanna sína upplifun fyrir öðrum. Að verja sig fyrir því að vilja að komið sé fram við það af virðingu og að hlustað sé á þeirra ákall um að geta búið hér sem jafningjar og með reisn. Best væri að fólk gæti skilið það að kynþáttur eða þjóðerni eru ekki menning einstaklings. Í því samhengi er einnig mikilvægt að taka það fram að hvorki kyn, kynhneigð, geta, né trúarbrögð eru menning. Menning er miklu dýpri en það. Menning endurspeglast í viðhorfi okkar, athöfnum, hegðun, hefðum og gjörðum. Til dæmis er mismunun ein tegund menningar og að tilheyra annarri tegund. Það er mikilvægt að skilja að við upplifum, miðlum og sköpum menningu með aðstoð menningarlegra verkfæra þ.m.t tungumáli, list- og bókmenntum, mat og jafnvel pólitískum eða félagslegum hreyfingum/ aðgerðum. Þessi verkfæri er annað hvort hægt að nota til að sameina fólk og njóta fjölbreytileikans í þjóðfélaginu eða í þeim tilgangi að útiloka og takmarka fjölbreytileikann. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að samþættingu og jafnrétti eru til dæmis nýju lögin um bann við mismunun sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018, sveitarfélög og/ eða stofnanir sem hafa mótað og innleitt fjölmenningarstefnu. Svo eru einstaklingar sem mæta fólki með ólíkan bakgrunn af reisn og með virðingu. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að útilokun eru meðal annars stefnur og aðgerðir sem mismununa fólki innan samfélagsins, stofnunum eða fyrirtækjum, t.d. ósanngjarnar ráðningaraðferðir eða að neita fólki um aðgang að réttindum þeirra. Svo eru einstaklinga sem kjósa að halda á lífi niðrandi orða og staðalmyndum. Við erum að fara inn í árið 2022 og erum með mikinn fjölbreytileika sem auðgar þjóðfélagið okkar. Í staðinn fyrir að hrökkva í vörn þegar manneskjur sem eru ólíkar okkur tala um mismun sem þau upplifa, stöldrum aðeins við, hlustum á það sem þau segja og hugum aðeins að okkar viðhorfi. Lítum inn á við og spyrjum okkur, vil ég taka þátt í því að stuðla að því að fólk upplifi mismunun, eða vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Enn og aftur er þörf á að kalla eftir málefnalegri umræðu um hið mjög mikilvæga mál sem snýr að jafnrétti og samþættingu í þjóðfélaginu. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem öllu fólki, óháð kynþætti eða þjóðerni og þess vegna alls konar ólíkum bakgrunni er mætt með reisn og virðingu? Vinkona mín, sem er svört, bað mig um að nýta þann vettvang sem ég hef aðgang að til að varpa ljósi á leiðinlegt mál varðandi mismunun. Um er að ræða niðrandi staðalmynd tengdri kynþætti í menningarlegu samhengi. Athyglisvert er að þegar ég reyndi að opna umræðuna í kringum mig gerðist þrennt eftirfarandi: Fjölmiðill ákvað að taka hluta af færslunni minni á samfélagsmiðlum úr samhengi og nota hana til að grípa nokkra smelli. Það var gert án þess að virða tilgang málflutnings míns um að skapa nauðsynlegar og málefnalegar umræður um mismunun og fjölbreytileika. Ákveðið fólk sem heldur að upplifun fólks af útilokun og mismununar vegna kynþátta eða þjóðernis sé ekki mikilvæg, hljóp hratt í málið og kveikti í athugasemdakerfinu. Í stað þess að taka þátt í þroskaðri umræðu fór fólk „í persónuna en ekki í málefnið“. Þeim, eins og alltaf, fannst best að notafæra gaslýsingu og pólarísa umræður í þeim tilgangi að slá á ótta, afneita mismunun sem fólk upplifði og halda útilokuninni á lífi. Fólk sem verður fyrir mismunun daglega vegna kynþáttar eða þjóðernis síns, verður enn og aftur að taka á sig þá byrði að verja sig og sanna sína upplifun fyrir öðrum. Að verja sig fyrir því að vilja að komið sé fram við það af virðingu og að hlustað sé á þeirra ákall um að geta búið hér sem jafningjar og með reisn. Best væri að fólk gæti skilið það að kynþáttur eða þjóðerni eru ekki menning einstaklings. Í því samhengi er einnig mikilvægt að taka það fram að hvorki kyn, kynhneigð, geta, né trúarbrögð eru menning. Menning er miklu dýpri en það. Menning endurspeglast í viðhorfi okkar, athöfnum, hegðun, hefðum og gjörðum. Til dæmis er mismunun ein tegund menningar og að tilheyra annarri tegund. Það er mikilvægt að skilja að við upplifum, miðlum og sköpum menningu með aðstoð menningarlegra verkfæra þ.m.t tungumáli, list- og bókmenntum, mat og jafnvel pólitískum eða félagslegum hreyfingum/ aðgerðum. Þessi verkfæri er annað hvort hægt að nota til að sameina fólk og njóta fjölbreytileikans í þjóðfélaginu eða í þeim tilgangi að útiloka og takmarka fjölbreytileikann. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að samþættingu og jafnrétti eru til dæmis nýju lögin um bann við mismunun sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018, sveitarfélög og/ eða stofnanir sem hafa mótað og innleitt fjölmenningarstefnu. Svo eru einstaklingar sem mæta fólki með ólíkan bakgrunn af reisn og með virðingu. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að útilokun eru meðal annars stefnur og aðgerðir sem mismununa fólki innan samfélagsins, stofnunum eða fyrirtækjum, t.d. ósanngjarnar ráðningaraðferðir eða að neita fólki um aðgang að réttindum þeirra. Svo eru einstaklinga sem kjósa að halda á lífi niðrandi orða og staðalmyndum. Við erum að fara inn í árið 2022 og erum með mikinn fjölbreytileika sem auðgar þjóðfélagið okkar. Í staðinn fyrir að hrökkva í vörn þegar manneskjur sem eru ólíkar okkur tala um mismun sem þau upplifa, stöldrum aðeins við, hlustum á það sem þau segja og hugum aðeins að okkar viðhorfi. Lítum inn á við og spyrjum okkur, vil ég taka þátt í því að stuðla að því að fólk upplifi mismunun, eða vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningarseturs.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun