Sannleikurinn um Sælukot Margrét Eymundardóttir skrifar 13. desember 2021 12:00 Svar við yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen lögmanns Sælukots í Vísi 1. desember síðastliðinn. Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Hann heldur því fram að við, fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots förum með ósannindi í bréfi því sem við sendum á fjölmiðla og þær stofnanir samfélagsins sem hafa með málefni leikskóla og barna að gera, 15. nóvember síðastliðinn. Lögmannsins vegna er vonandi að hann geri sér ekki grein fyrir þeim ósannindum sem felast í yfirlýsingu hans. Því ætla ég að fræða hann og lesendur um nokkrar staðreyndir þessa máls. Kynferðislegt ofbeldi Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020. Þá var ég nýráðinn leikskólastjóri, í 40% starfshlutfalli, og málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli. Þá var ég reyndar hætt störfum. Ég var rekin þann 3. júní eftir að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. Umræddur starfsmaður sást síðast við leikskólann fyrir stuttu síðan. Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi verið tafarlaust sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið. Friður um starfsemi Sælukots Í yfrilýsingunni er því haldið fram að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Þvert á móti hafa miklir erfiðleikar einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra leikskólans. Í hópnum sem skrifaði undir bréfið og sent var um miðjan síðasta mánuð er starfsfólk sem vann við leikskólann fyrir meira en fimm árum síðan. Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan skólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðun ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans. Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi Sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra. Af hverju er allt starfsfólkið fyrrverandi? Ástæðan fyrir því að þeir starfsmenn sem undirrituðu bréfið 15. nóvember síðastliðinn voru allir fyrrverandi er sú að ef starfsmenn kvörtuðu innan leikskólans, sem er eðlilegt að gert sé, áður en kvartanirnar eru sendar opinberum aðilum og fjölmiðlum, eru þeir umsvifalaust reknir. Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans, þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið. Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri. Hvað var ósatt? Í yfirlýsingu lögmannsins er því haldið fram að ummæli sem við sendum frá okkur í nefndu opnu bréfi séu ósönn. Þegar lygar eru bornar upp á fólk opinberlega og það af manneskju sem í krafti stöðu sinnar og starfsheitis hlýtur að reikna með að orð hennar séu ekki metin léttvæg og innantóm, verður að krefjast þess að áburðurinn sé rökstuddur. Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri á Sælukoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Starfsemi Sælukots Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Svar við yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen lögmanns Sælukots í Vísi 1. desember síðastliðinn. Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Hann heldur því fram að við, fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots förum með ósannindi í bréfi því sem við sendum á fjölmiðla og þær stofnanir samfélagsins sem hafa með málefni leikskóla og barna að gera, 15. nóvember síðastliðinn. Lögmannsins vegna er vonandi að hann geri sér ekki grein fyrir þeim ósannindum sem felast í yfirlýsingu hans. Því ætla ég að fræða hann og lesendur um nokkrar staðreyndir þessa máls. Kynferðislegt ofbeldi Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020. Þá var ég nýráðinn leikskólastjóri, í 40% starfshlutfalli, og málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli. Þá var ég reyndar hætt störfum. Ég var rekin þann 3. júní eftir að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. Umræddur starfsmaður sást síðast við leikskólann fyrir stuttu síðan. Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi verið tafarlaust sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið. Friður um starfsemi Sælukots Í yfrilýsingunni er því haldið fram að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Þvert á móti hafa miklir erfiðleikar einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra leikskólans. Í hópnum sem skrifaði undir bréfið og sent var um miðjan síðasta mánuð er starfsfólk sem vann við leikskólann fyrir meira en fimm árum síðan. Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan skólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðun ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans. Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi Sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra. Af hverju er allt starfsfólkið fyrrverandi? Ástæðan fyrir því að þeir starfsmenn sem undirrituðu bréfið 15. nóvember síðastliðinn voru allir fyrrverandi er sú að ef starfsmenn kvörtuðu innan leikskólans, sem er eðlilegt að gert sé, áður en kvartanirnar eru sendar opinberum aðilum og fjölmiðlum, eru þeir umsvifalaust reknir. Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans, þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið. Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri. Hvað var ósatt? Í yfirlýsingu lögmannsins er því haldið fram að ummæli sem við sendum frá okkur í nefndu opnu bréfi séu ósönn. Þegar lygar eru bornar upp á fólk opinberlega og það af manneskju sem í krafti stöðu sinnar og starfsheitis hlýtur að reikna með að orð hennar séu ekki metin léttvæg og innantóm, verður að krefjast þess að áburðurinn sé rökstuddur. Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri á Sælukoti.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun