Verðbólga ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir skrifar 10. desember 2021 07:01 Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Frekar en sú staðreynd að við förum nú inn í kjarasamningavetur með mikla verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Þetta er afleiðing af hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Ein stærsta COVID aðgerðin í fyrra fól í sér brúarlán með ríkisábyrgð. Sérstaklega var liðkað fyrir getu bankanna til að veita lán til að fylgja þessu eftir. Stjórnvöld tóku meðvitaða ákvörðun um að útvista stórum hluta af efnahagslegum björgunaraðgerðum til fjármálafyrirtækja sem völdu hvert lánsfjármagn flæddi. Nær engin brúarlán voru veitt. En gríðarlegt fjármagn fór inn á íbúðamarkaðinn og aðra eignamarkaði í stað þess að drífa áfram nýja fjárfestingu. Þessi aðgerð varð til þess að mikið auka fjármagn elti sömu fasteignirnar og úr varð kapphlaup á íbúðamarkaði. Seigfljótandi framboðshliðin, þangað sem lítið fjármagn rann, réði ekki við þessa hröðu breytingu. Stærsti hluti skuldaaukningarinnar í einkageiranum í fyrra rataði í sömu eignirnar og fyrir voru á íbúðamarkaðnum. Engin ný verðmæti sköpuðust vegna þessa. Geta heimilanna til að skuldsetja sig meira en ella vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er m.a. á bakvið einkaneysluvöxt síðustu mánaða sem hefur drifið áfram hraðan efnahagsbata. En þessum hraða bata fylgir aukið ójafnvægi í hagkerfinu þar sem íbúðaverð hefur rokið fram úr ráðstöfunartekjum og ungt fólk á leið út í lífið er skuldsettara en áður. Lærdómurinn af krísunni 2008 er að skuldir heimila og fyrirtækja skipta máli, ekki aðeins skuldir ríkissjóðs. Þessi þróun var fyrirsjáanleg. Ábendingar bárust, m.a. frá undirritaðri, um að skynsamlegra væri að ríkið kæmi fjármagni beint til þeirra sem á því þurftu vegna COVID og það hratt. Bankarnir myndu beina útlánasvigrúmi inn á íbúðamarkað á áhættutímum og ójafnvægi skapast. Þessar ábendingar voru ítrekað hundsaðar. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands lýsti því síðan yfir fyrr í vikunni að kerfisáhætta færi vaxandi vegna hækkandi íbúðaverðs og skulda heimilanna. Aukna áhættu má merkja í greiðslubyrði, sérstaklega hjá fyrstu kaupendum og veðsetningarhlutföll hafa hækkað. Þá eru uppi áhyggjur um að eignaverðshækkanir verði til þess að skuldsetning aukist enn frekar, sem þrýstir áfram á íbúðaverð. Staðan á íbúðamarkaði er ekki nýtilkomin. Íbúðaverð hefur hækkað um 50% umfram ráðstöfunartekjur heimilanna á síðustu 30 árum. Langtímastefnu hefur skort í húsnæðismálum hjá ríkisstjórninni. Hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um björgunarúrræði bættist svo við þetta langvarandi stefnuleysi sem varð til þess að ráðist var í aðgerðir í fyrra sem ýktu vandann á húsnæðismarkaði enn frekar. Verðbólga er nú 1,7% hærri en síðasta afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Ríkissjóður greiðir 3,6 milljarða aukalega í verðlagsbætur vegna þessa. Það jafngildir fjármagninu sem ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa í niðurgreiðslu á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á næsta ári. Svona smáskrefapólitík kostar. Verðbólgan er upprunnin á ríkisstjórnarborðinu. Í stað þess að hafa sýn á hvernig ríkið getur stutt við stöðugleika á húsnæðismarkaði setti stjórnin með afstöðuleysi sínu af stað atburðarás sem leitt hefur til hærri verðbólgu og óstöðugleika. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Frekar en sú staðreynd að við förum nú inn í kjarasamningavetur með mikla verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Þetta er afleiðing af hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Ein stærsta COVID aðgerðin í fyrra fól í sér brúarlán með ríkisábyrgð. Sérstaklega var liðkað fyrir getu bankanna til að veita lán til að fylgja þessu eftir. Stjórnvöld tóku meðvitaða ákvörðun um að útvista stórum hluta af efnahagslegum björgunaraðgerðum til fjármálafyrirtækja sem völdu hvert lánsfjármagn flæddi. Nær engin brúarlán voru veitt. En gríðarlegt fjármagn fór inn á íbúðamarkaðinn og aðra eignamarkaði í stað þess að drífa áfram nýja fjárfestingu. Þessi aðgerð varð til þess að mikið auka fjármagn elti sömu fasteignirnar og úr varð kapphlaup á íbúðamarkaði. Seigfljótandi framboðshliðin, þangað sem lítið fjármagn rann, réði ekki við þessa hröðu breytingu. Stærsti hluti skuldaaukningarinnar í einkageiranum í fyrra rataði í sömu eignirnar og fyrir voru á íbúðamarkaðnum. Engin ný verðmæti sköpuðust vegna þessa. Geta heimilanna til að skuldsetja sig meira en ella vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er m.a. á bakvið einkaneysluvöxt síðustu mánaða sem hefur drifið áfram hraðan efnahagsbata. En þessum hraða bata fylgir aukið ójafnvægi í hagkerfinu þar sem íbúðaverð hefur rokið fram úr ráðstöfunartekjum og ungt fólk á leið út í lífið er skuldsettara en áður. Lærdómurinn af krísunni 2008 er að skuldir heimila og fyrirtækja skipta máli, ekki aðeins skuldir ríkissjóðs. Þessi þróun var fyrirsjáanleg. Ábendingar bárust, m.a. frá undirritaðri, um að skynsamlegra væri að ríkið kæmi fjármagni beint til þeirra sem á því þurftu vegna COVID og það hratt. Bankarnir myndu beina útlánasvigrúmi inn á íbúðamarkað á áhættutímum og ójafnvægi skapast. Þessar ábendingar voru ítrekað hundsaðar. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands lýsti því síðan yfir fyrr í vikunni að kerfisáhætta færi vaxandi vegna hækkandi íbúðaverðs og skulda heimilanna. Aukna áhættu má merkja í greiðslubyrði, sérstaklega hjá fyrstu kaupendum og veðsetningarhlutföll hafa hækkað. Þá eru uppi áhyggjur um að eignaverðshækkanir verði til þess að skuldsetning aukist enn frekar, sem þrýstir áfram á íbúðaverð. Staðan á íbúðamarkaði er ekki nýtilkomin. Íbúðaverð hefur hækkað um 50% umfram ráðstöfunartekjur heimilanna á síðustu 30 árum. Langtímastefnu hefur skort í húsnæðismálum hjá ríkisstjórninni. Hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um björgunarúrræði bættist svo við þetta langvarandi stefnuleysi sem varð til þess að ráðist var í aðgerðir í fyrra sem ýktu vandann á húsnæðismarkaði enn frekar. Verðbólga er nú 1,7% hærri en síðasta afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Ríkissjóður greiðir 3,6 milljarða aukalega í verðlagsbætur vegna þessa. Það jafngildir fjármagninu sem ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa í niðurgreiðslu á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á næsta ári. Svona smáskrefapólitík kostar. Verðbólgan er upprunnin á ríkisstjórnarborðinu. Í stað þess að hafa sýn á hvernig ríkið getur stutt við stöðugleika á húsnæðismarkaði setti stjórnin með afstöðuleysi sínu af stað atburðarás sem leitt hefur til hærri verðbólgu og óstöðugleika. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun