Velkomin í hverfið mitt Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 1. desember 2021 07:30 Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma. Góð byrjun þegar fólk flytur hingað skiptir hér öllu máli og Velferðasvið Reykjavíkurborgar spilar þar stórt hlutverk. Samþætting og inngilding Undanfarin ár hefur „Velkomin í hverfið mitt“ verkefnið verið í þróun í borginni en það gengur út á að bjóða öllum fjölskyldum af erlendum uppruna með barn sem hefur skólagöngu til fundar þar sem samfélagið er kynnt og stuðningur boðinn. Stór hluti þessa er að tryggja að börn nýti frístundastyrk til að þau geti þjálfað hæfni sína og gert það sem þeim finnst skemmtilegt. Við höfum líka verið að þróa áfram sendiherraverkefni þar sem fólk af erlendum uppruna fær starf sem sendiherra reykvískrar þjónustu gagnvart samlöndum sínum og sendiherra þeirra tilbaka til okkar sem þróum áfram þjónustuna. Stór hluti verkefnisins snýst þannig um flæði upplýsinga milli Þjónustumiðstöðvar og menningarhópa með það að markmiði að skapa vettvang fyrir samstarf. Í dag hefur þjónustumiðstöð Breiðholts fengið 11 aðila til að gegna hlutverki sendiherra. Menningarmiðlarar af erlendum uppruna mynda annað mikilvægt verkefni en þeir hafa það hlutverk að virka sem brú á milli mismunandi hópa innan samfélags og miðla menningu milli hópa þannig að við kynnumst öll betur og skiljum hvort annað betur. Mikil áhersla er lögð á að færa alla þjónustu nær umsækjendum um alþjóðlega vernd og skapa þeim tækifæri og skjól meðan mál þeirra er tekið fyrir. Mótun alþjóða teymis En til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu þurfa sumir sérstaklega öflugan og jákvæðan stuðning í byrjun og þar á meðal er fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd. Fjöldi þeirra hefur farið úr um fimmtíu manns fyrir sex árum en í fyrra voru það um sex hundruð einstaklingar. Þetta er því bæði stórt og mikilvægt verkefni sem Reykjavíkurborg hefur metnað til að sinna vel og þá með inngildingu að leiðarljósi. Að við sköpum tækifæri fyrir öll að taka þátt í samfélaginu og láta til sín taka óháð uppruna, litarhafti, kyni, holdarfari, trú eða nokkurs annars. Í þróun er alþjóðateymi Alþjóðateymi, sem vinnur með málefni fólks af erlendum uppruna og verður staðsett í Mjódd í Breiðholti. Alþjóðateymi mun hafa það hlutverk að annast og samræma starf Reykjavíkurborgar með fólki af erlendum uppruna. Tilgangurinn með stofnun alþjóðateymis er að tryggja að starfsemi velferðarsviðs endurspegli sístækkandi hóp notenda þjónustu Reykjavíkurborgar sem er af erlendu bergi brotinn. Ennfremur að tryggja innleiðingu á þeim aðgerðum velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem taka til þjónustu við íbúa af erlendum uppruna. Saman munu starfa starfsmenn sem annast samræmda móttöku fyrir flóttafólk og vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæði þessi verkefni eru fjármögnuð af ríkissjóð en það er mikilvægt að sveitarfélög taki vel á móti þessu fólki eins og öðrum íbúum sem hingað flytja til skemmri eða lengri tíma. Samstarf samfélags Rauði krossinn veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd, talsmannaþjónustu og félagslegan stuðning. Hjálparstofnun kirkjunnar er með margvísleg verkefni sem og Samhjálp, Hjálpræðisherinn og fleiri aðilar sem stuðla með starfi sínu að því að draga úr félagslegri einangrun og valdefla fólk. Við þurfum nefnilega að nálgast þetta stóra verkefni öll saman. Við Íslendingar erum lánsöm, við þurfum ekki að flýja landið okkar og við erum það ríkt samfélag hér á enginn að þurfa að líða skort eða óttast um líf sitt og heilsu vegna fátæktar. Við getum hisnvegar gefið af okkur til þeirra sem þetta þurfa því við erum öll jafn mikilvæg sama hvar í heiminum við fæðumst. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma. Góð byrjun þegar fólk flytur hingað skiptir hér öllu máli og Velferðasvið Reykjavíkurborgar spilar þar stórt hlutverk. Samþætting og inngilding Undanfarin ár hefur „Velkomin í hverfið mitt“ verkefnið verið í þróun í borginni en það gengur út á að bjóða öllum fjölskyldum af erlendum uppruna með barn sem hefur skólagöngu til fundar þar sem samfélagið er kynnt og stuðningur boðinn. Stór hluti þessa er að tryggja að börn nýti frístundastyrk til að þau geti þjálfað hæfni sína og gert það sem þeim finnst skemmtilegt. Við höfum líka verið að þróa áfram sendiherraverkefni þar sem fólk af erlendum uppruna fær starf sem sendiherra reykvískrar þjónustu gagnvart samlöndum sínum og sendiherra þeirra tilbaka til okkar sem þróum áfram þjónustuna. Stór hluti verkefnisins snýst þannig um flæði upplýsinga milli Þjónustumiðstöðvar og menningarhópa með það að markmiði að skapa vettvang fyrir samstarf. Í dag hefur þjónustumiðstöð Breiðholts fengið 11 aðila til að gegna hlutverki sendiherra. Menningarmiðlarar af erlendum uppruna mynda annað mikilvægt verkefni en þeir hafa það hlutverk að virka sem brú á milli mismunandi hópa innan samfélags og miðla menningu milli hópa þannig að við kynnumst öll betur og skiljum hvort annað betur. Mikil áhersla er lögð á að færa alla þjónustu nær umsækjendum um alþjóðlega vernd og skapa þeim tækifæri og skjól meðan mál þeirra er tekið fyrir. Mótun alþjóða teymis En til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu þurfa sumir sérstaklega öflugan og jákvæðan stuðning í byrjun og þar á meðal er fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd. Fjöldi þeirra hefur farið úr um fimmtíu manns fyrir sex árum en í fyrra voru það um sex hundruð einstaklingar. Þetta er því bæði stórt og mikilvægt verkefni sem Reykjavíkurborg hefur metnað til að sinna vel og þá með inngildingu að leiðarljósi. Að við sköpum tækifæri fyrir öll að taka þátt í samfélaginu og láta til sín taka óháð uppruna, litarhafti, kyni, holdarfari, trú eða nokkurs annars. Í þróun er alþjóðateymi Alþjóðateymi, sem vinnur með málefni fólks af erlendum uppruna og verður staðsett í Mjódd í Breiðholti. Alþjóðateymi mun hafa það hlutverk að annast og samræma starf Reykjavíkurborgar með fólki af erlendum uppruna. Tilgangurinn með stofnun alþjóðateymis er að tryggja að starfsemi velferðarsviðs endurspegli sístækkandi hóp notenda þjónustu Reykjavíkurborgar sem er af erlendu bergi brotinn. Ennfremur að tryggja innleiðingu á þeim aðgerðum velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem taka til þjónustu við íbúa af erlendum uppruna. Saman munu starfa starfsmenn sem annast samræmda móttöku fyrir flóttafólk og vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæði þessi verkefni eru fjármögnuð af ríkissjóð en það er mikilvægt að sveitarfélög taki vel á móti þessu fólki eins og öðrum íbúum sem hingað flytja til skemmri eða lengri tíma. Samstarf samfélags Rauði krossinn veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd, talsmannaþjónustu og félagslegan stuðning. Hjálparstofnun kirkjunnar er með margvísleg verkefni sem og Samhjálp, Hjálpræðisherinn og fleiri aðilar sem stuðla með starfi sínu að því að draga úr félagslegri einangrun og valdefla fólk. Við þurfum nefnilega að nálgast þetta stóra verkefni öll saman. Við Íslendingar erum lánsöm, við þurfum ekki að flýja landið okkar og við erum það ríkt samfélag hér á enginn að þurfa að líða skort eða óttast um líf sitt og heilsu vegna fátæktar. Við getum hisnvegar gefið af okkur til þeirra sem þetta þurfa því við erum öll jafn mikilvæg sama hvar í heiminum við fæðumst. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, borgarfulltrúi
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun