Sæþór vann Baksturskeppnina miklu í Danmörku Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 20:55 Sæþór er að vonum hæstánægður með sigurinn. Instagram/Kristsson Sæþór Kristínsson, 29 ára gamall Íslendingur, stóð uppi sem sigurvegari dönsku þáttaraðarinnar Den Store Bagedyst í kvöld. Undanfarin átta laugardagskvöld hafa áhugabakarar sýnt listir sínar í danska ríkissjónvarpinu. Þriggja manna úrslit fóru fram í kvöld og fulltrúi okkar Íslendinga kom, sá og sigraði. Í frétt Se og hør segir að Sæþór hafi verið sigurstranglegur allt frá fyrsta þætti. Hann hafi sýnt mikla hæfileika í kökubakstri og frumlegum bragðssamsetningum. Á vef danska ríkissjónvarpssins situr Sæþór nú fyrir svörum áhorfenda. Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir kappann. Hann kynni eflaust vel að meta slíkar frá samlöndum sínum. Í svari við spurningu Ólafar nokkurrar sagðist Sæþór hafa flust til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sjö ára gamall. Hann segist tala sæmilega íslensku, þó hann hafi gleymt henni að nokkru leiti. Uppruni Sæþórs var í raun í fyrsta, öðru og þriðja sæti í úrslitakeppninni en í síðustu þrautinni bökuðu keppendur kökur, hver eftir sínu höfði. Sæþór, sem var með íslenska fánann nældan í svuntuna sína, bauð dómurunum upp á þrjár kökur; eina eldfjallaköku, aðra tileinkaða ís en sú þriðja var fagurblár óður til hafsins. Sæþór notaði sérstaka aðferð til að ná fram áferð á eldfjallakökunni sem minnti á rennandi hraun og þótti dómurunum mikið til koma. Kökurnar voru bornar fram á stuðlabergskökustandi. Það voru þó ekki bara skreytingarnar sem minntu á heimaland Sævars, heldur bauð hann upp á malt og appelsínkökur; viðeigandi í aðdraganda jóla. Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Undanfarin átta laugardagskvöld hafa áhugabakarar sýnt listir sínar í danska ríkissjónvarpinu. Þriggja manna úrslit fóru fram í kvöld og fulltrúi okkar Íslendinga kom, sá og sigraði. Í frétt Se og hør segir að Sæþór hafi verið sigurstranglegur allt frá fyrsta þætti. Hann hafi sýnt mikla hæfileika í kökubakstri og frumlegum bragðssamsetningum. Á vef danska ríkissjónvarpssins situr Sæþór nú fyrir svörum áhorfenda. Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir kappann. Hann kynni eflaust vel að meta slíkar frá samlöndum sínum. Í svari við spurningu Ólafar nokkurrar sagðist Sæþór hafa flust til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sjö ára gamall. Hann segist tala sæmilega íslensku, þó hann hafi gleymt henni að nokkru leiti. Uppruni Sæþórs var í raun í fyrsta, öðru og þriðja sæti í úrslitakeppninni en í síðustu þrautinni bökuðu keppendur kökur, hver eftir sínu höfði. Sæþór, sem var með íslenska fánann nældan í svuntuna sína, bauð dómurunum upp á þrjár kökur; eina eldfjallaköku, aðra tileinkaða ís en sú þriðja var fagurblár óður til hafsins. Sæþór notaði sérstaka aðferð til að ná fram áferð á eldfjallakökunni sem minnti á rennandi hraun og þótti dómurunum mikið til koma. Kökurnar voru bornar fram á stuðlabergskökustandi. Það voru þó ekki bara skreytingarnar sem minntu á heimaland Sævars, heldur bauð hann upp á malt og appelsínkökur; viðeigandi í aðdraganda jóla.
Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira