Sæþór vann Baksturskeppnina miklu í Danmörku Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 20:55 Sæþór er að vonum hæstánægður með sigurinn. Instagram/Kristsson Sæþór Kristínsson, 29 ára gamall Íslendingur, stóð uppi sem sigurvegari dönsku þáttaraðarinnar Den Store Bagedyst í kvöld. Undanfarin átta laugardagskvöld hafa áhugabakarar sýnt listir sínar í danska ríkissjónvarpinu. Þriggja manna úrslit fóru fram í kvöld og fulltrúi okkar Íslendinga kom, sá og sigraði. Í frétt Se og hør segir að Sæþór hafi verið sigurstranglegur allt frá fyrsta þætti. Hann hafi sýnt mikla hæfileika í kökubakstri og frumlegum bragðssamsetningum. Á vef danska ríkissjónvarpssins situr Sæþór nú fyrir svörum áhorfenda. Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir kappann. Hann kynni eflaust vel að meta slíkar frá samlöndum sínum. Í svari við spurningu Ólafar nokkurrar sagðist Sæþór hafa flust til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sjö ára gamall. Hann segist tala sæmilega íslensku, þó hann hafi gleymt henni að nokkru leiti. Uppruni Sæþórs var í raun í fyrsta, öðru og þriðja sæti í úrslitakeppninni en í síðustu þrautinni bökuðu keppendur kökur, hver eftir sínu höfði. Sæþór, sem var með íslenska fánann nældan í svuntuna sína, bauð dómurunum upp á þrjár kökur; eina eldfjallaköku, aðra tileinkaða ís en sú þriðja var fagurblár óður til hafsins. Sæþór notaði sérstaka aðferð til að ná fram áferð á eldfjallakökunni sem minnti á rennandi hraun og þótti dómurunum mikið til koma. Kökurnar voru bornar fram á stuðlabergskökustandi. Það voru þó ekki bara skreytingarnar sem minntu á heimaland Sævars, heldur bauð hann upp á malt og appelsínkökur; viðeigandi í aðdraganda jóla. Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
Undanfarin átta laugardagskvöld hafa áhugabakarar sýnt listir sínar í danska ríkissjónvarpinu. Þriggja manna úrslit fóru fram í kvöld og fulltrúi okkar Íslendinga kom, sá og sigraði. Í frétt Se og hør segir að Sæþór hafi verið sigurstranglegur allt frá fyrsta þætti. Hann hafi sýnt mikla hæfileika í kökubakstri og frumlegum bragðssamsetningum. Á vef danska ríkissjónvarpssins situr Sæþór nú fyrir svörum áhorfenda. Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir kappann. Hann kynni eflaust vel að meta slíkar frá samlöndum sínum. Í svari við spurningu Ólafar nokkurrar sagðist Sæþór hafa flust til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sjö ára gamall. Hann segist tala sæmilega íslensku, þó hann hafi gleymt henni að nokkru leiti. Uppruni Sæþórs var í raun í fyrsta, öðru og þriðja sæti í úrslitakeppninni en í síðustu þrautinni bökuðu keppendur kökur, hver eftir sínu höfði. Sæþór, sem var með íslenska fánann nældan í svuntuna sína, bauð dómurunum upp á þrjár kökur; eina eldfjallaköku, aðra tileinkaða ís en sú þriðja var fagurblár óður til hafsins. Sæþór notaði sérstaka aðferð til að ná fram áferð á eldfjallakökunni sem minnti á rennandi hraun og þótti dómurunum mikið til koma. Kökurnar voru bornar fram á stuðlabergskökustandi. Það voru þó ekki bara skreytingarnar sem minntu á heimaland Sævars, heldur bauð hann upp á malt og appelsínkökur; viðeigandi í aðdraganda jóla.
Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira