Hinsegin og kynsegin í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2021 18:00 Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum. Þar sem ég er hinsegin og hef aðeins komið við í fangelsiskerfinu hafði ég auðvitað eitthvað um það að segja. Fangelsiskerfið hugsar kannski ekki mikið út í kynhneigð enda ekki flokkað eftir því í fangelsin heldur aðeins kyni og þá bara tveimur kynjum. Ég þekki ekki til þess að fangi hafi verið trans eða kynsegin en samkynhneigðir vissulega og þá bæði fangar sem og fangaverðir. Það sem ég veit til er að það þyrfti að hugsa þetta allt upp á nýtt og gera aðgerðaráætlanir og verklýsingar fyrir fangaverði. Hinsegin fólk á það að hættu að einangrast enn frekar í fangelsi og sérstaklega þar sem fangi má ekki fara inn á klefa annars fanga en það veldur enn meiri einangrun en fangelsi er þá þegar. Þunglyndi og sjálfsvíg eru algengari hjá hinseginfólki og enn frekar þegar manneskjan er orðin fangi líka. Mig grunar að fangelsisyfirvöld séu ekki tilbúin með áætlun hvað eigi að gera ef kynsegin manneskja þarf að afplána dóm. Það er ekki hugsað fyrir t.d. læstum sturtum, aðgerðum til að sporna við félagslegri einangrun og einelti. Ég hef áður skrifað um það hvað það er mikilvægt fyrir fanga að geta læst að sér klefum sínum út af margvíslegum ástæðum eins og fangar geta gert á Norðurlöndunum en það er eitt af því sem þyrfti að huga að strax hér á landi einnig. Ég hef reyndar rekist á einhvers staðar að verið sé að vinna í að uppfæra reglugerðir með hliðsjón að lögum um kynrænt sjálfræði sem boðar á gott, sérstaklega þegar kemur að líkamsleitum og fleira í fangavist. Ég á mínum ferli í kerfinu get ekki sagt að hinsegin fólk hafi lent mikið í einelti eða öðrum vondum málum í fangelsiskerfinu hér á landi enda reyndar er ekki mikið um okkur hinsegin fólk í fangelsunum allavega opinberlega og auk þess finnst mér að alltaf hafi fangaverðir reynt að aðstoða og spjalla við hinsegin fólk í fangelsunum svo þeirra afplánun verði sem best á kosið fyrir þau. Ég sjálfur var t.d. beðinn sérstaklega um ráð frá fangavörðum eða að spjalla sjálfur við þá einstaklinga sem ég gerði vissulega. Einelti í fangelsunum skiptist frekar á milli brotaflokka en annað en auðvitað er þetta alltaf persónubundið líka. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Fangelsismálastofnun í dag þá eru engar verklýsingar eða aðgerðaráætlanir til hjá stofnuninni en þau hafa fundað um þessi mál og ætla sér að leysa þau á einstaklingsgrunni og telja að ekki muni koma upp vandamál. Þá muni þau vera í samskiptum við Trans-Ísland um samráð. Það er ég ánægður með og hef einnig fengið staðfest gott samstarf Samtakanna 78 við Fangelsismálastofnun. En ég vona að þessi mál fara meira í umræðuna og að fangelsikerfið verði með á nótunum eins og við öll þurfum að vera. Þá bind ég miklar vonir við þessa rannsóknarritgerð, hlakka til að sjá afraksturinn og ég er mjög ánægður að sjá að Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri séu að verða svona framarlega í þessum málaflokki og vona að sem flestir nemendur rannsaki fangelsismál. Best væri auðvitað að fangavarða námið verði sett á háskólastig og þá samhliða lögreglufræðum því án rannsókna breytist ekkert til hins betra og við verðum áfram í sömu sporunum og aftarlega í málaflokknum sem við vissulega erum er miðað er við Norðurlöndin. Komum námi fanga og fangavarða í lag. Það er samfélagslega hagkvæmt Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum. Þar sem ég er hinsegin og hef aðeins komið við í fangelsiskerfinu hafði ég auðvitað eitthvað um það að segja. Fangelsiskerfið hugsar kannski ekki mikið út í kynhneigð enda ekki flokkað eftir því í fangelsin heldur aðeins kyni og þá bara tveimur kynjum. Ég þekki ekki til þess að fangi hafi verið trans eða kynsegin en samkynhneigðir vissulega og þá bæði fangar sem og fangaverðir. Það sem ég veit til er að það þyrfti að hugsa þetta allt upp á nýtt og gera aðgerðaráætlanir og verklýsingar fyrir fangaverði. Hinsegin fólk á það að hættu að einangrast enn frekar í fangelsi og sérstaklega þar sem fangi má ekki fara inn á klefa annars fanga en það veldur enn meiri einangrun en fangelsi er þá þegar. Þunglyndi og sjálfsvíg eru algengari hjá hinseginfólki og enn frekar þegar manneskjan er orðin fangi líka. Mig grunar að fangelsisyfirvöld séu ekki tilbúin með áætlun hvað eigi að gera ef kynsegin manneskja þarf að afplána dóm. Það er ekki hugsað fyrir t.d. læstum sturtum, aðgerðum til að sporna við félagslegri einangrun og einelti. Ég hef áður skrifað um það hvað það er mikilvægt fyrir fanga að geta læst að sér klefum sínum út af margvíslegum ástæðum eins og fangar geta gert á Norðurlöndunum en það er eitt af því sem þyrfti að huga að strax hér á landi einnig. Ég hef reyndar rekist á einhvers staðar að verið sé að vinna í að uppfæra reglugerðir með hliðsjón að lögum um kynrænt sjálfræði sem boðar á gott, sérstaklega þegar kemur að líkamsleitum og fleira í fangavist. Ég á mínum ferli í kerfinu get ekki sagt að hinsegin fólk hafi lent mikið í einelti eða öðrum vondum málum í fangelsiskerfinu hér á landi enda reyndar er ekki mikið um okkur hinsegin fólk í fangelsunum allavega opinberlega og auk þess finnst mér að alltaf hafi fangaverðir reynt að aðstoða og spjalla við hinsegin fólk í fangelsunum svo þeirra afplánun verði sem best á kosið fyrir þau. Ég sjálfur var t.d. beðinn sérstaklega um ráð frá fangavörðum eða að spjalla sjálfur við þá einstaklinga sem ég gerði vissulega. Einelti í fangelsunum skiptist frekar á milli brotaflokka en annað en auðvitað er þetta alltaf persónubundið líka. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Fangelsismálastofnun í dag þá eru engar verklýsingar eða aðgerðaráætlanir til hjá stofnuninni en þau hafa fundað um þessi mál og ætla sér að leysa þau á einstaklingsgrunni og telja að ekki muni koma upp vandamál. Þá muni þau vera í samskiptum við Trans-Ísland um samráð. Það er ég ánægður með og hef einnig fengið staðfest gott samstarf Samtakanna 78 við Fangelsismálastofnun. En ég vona að þessi mál fara meira í umræðuna og að fangelsikerfið verði með á nótunum eins og við öll þurfum að vera. Þá bind ég miklar vonir við þessa rannsóknarritgerð, hlakka til að sjá afraksturinn og ég er mjög ánægður að sjá að Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri séu að verða svona framarlega í þessum málaflokki og vona að sem flestir nemendur rannsaki fangelsismál. Best væri auðvitað að fangavarða námið verði sett á háskólastig og þá samhliða lögreglufræðum því án rannsókna breytist ekkert til hins betra og við verðum áfram í sömu sporunum og aftarlega í málaflokknum sem við vissulega erum er miðað er við Norðurlöndin. Komum námi fanga og fangavarða í lag. Það er samfélagslega hagkvæmt Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun