Tökum orkufrekar ákvarðanir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:30 Því hefur verið haldið fram að við tökum 35 þúsund ákvarðanir á hverjum degi. Stórar og smáar, sumar skipta öllu máli, aðrar minna. Hin fullkomna náttúra hefur búið svo um hnúta að að vitum margar ákvarðanir án þess að í það fari mikil orka. Við erum því á nokkurs konar sjálfstýringu. Sjálfstýringin er á margan hátt jákvæð enda myndum við að öðrum kosti brenna yfir á stuttum tíma. Henni fylgja þó ákveðnar hættur, stundum þarf nefnilega að taka sjálfstýringuna af og setja orku í meðvitaða nálgun og rýni í ákvarðanatöku. Ástæðan er sú að við höfum þróað með okkur svokallaða ómeðvitaða hlutdrægni sem byggir á gildum okkar og reynsluheimi, jafnvel veruleika sem við speglum okkur sjálf í. Það hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Þegar við erum á sjálfstýringunni þá er ómeðvitaða hlutdrægnin oft að störfum. Yfirleitt er þetta ekki stórt vandamál en þetta getur komið sér illa og leitt okkur á villgötur einsleitni og þægilegustu leiða. Þetta getur meðal annars orðið til þess að við hyllum eða mismunum fólki vegna fyrirfram gefinna hugmynda og veljum frekar fólk til starfa sem er líkara okkur sjálfum eða fellur innan ákveðinna staðalímynda. Þannig getur ómeðvituð hlutdrægni verið okkar versti óvinur á jafnréttisvegferðinni. Hún getur haft mikil áhrif á ákvarðanir á vinnustaðnum. Ákvarðanir sem tengjast ráðningum, frammistöðumati og stöðuhækkunum. Til þess að koma í veg fyrir áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni hafa vinnustaðir útbúið áætlanir og gripið til aðgerða til að jafna hlutföll kynja í stjórnum félaga og stjórnunarstörfum, fengið jafnlaunavottun, komið sér upp viðbragðsáætlunum vegna eineltis og svo mætti lengi telja. En aðlögun er viðvarandi ferli og til viðbótar þessum aðgerðum þarf ákveðna viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði. Samkvæmt skýrslu McKinsey frá 2020 eru fjölbreyttustu fyrirtækin nú líklegri en nokkru sinni fyrr að standa sig betur þegar kemur að arðsemi. Greining ráðgjafafyrirtækisins sýnir að fyrirtæki í efsta fjórðungi í kynjafjölbreytni stjórnenda eru 25% líklegri en fyrirtæki í fjórða fjórðungi til að hafa arðsemi yfir meðallagi. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að því meiri fjölbreytni innan fyrirtækis – því meiri líkur eru á bættri frammistöðu.1 Við þurfum í sameiningu að byggja upp vinnustaðamenningu sem tekur enn frekara mið af reynslu, bakgrunni og þörfum fjölbreyttari hóps en við gerum í dag. Fjölbreytileiki á vinnustöðum skapar sterkara atvinnulíf og það er okkur öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka sjálfstýringuna af og verja orku í upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Höfundur er forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Jafnréttismál Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að við tökum 35 þúsund ákvarðanir á hverjum degi. Stórar og smáar, sumar skipta öllu máli, aðrar minna. Hin fullkomna náttúra hefur búið svo um hnúta að að vitum margar ákvarðanir án þess að í það fari mikil orka. Við erum því á nokkurs konar sjálfstýringu. Sjálfstýringin er á margan hátt jákvæð enda myndum við að öðrum kosti brenna yfir á stuttum tíma. Henni fylgja þó ákveðnar hættur, stundum þarf nefnilega að taka sjálfstýringuna af og setja orku í meðvitaða nálgun og rýni í ákvarðanatöku. Ástæðan er sú að við höfum þróað með okkur svokallaða ómeðvitaða hlutdrægni sem byggir á gildum okkar og reynsluheimi, jafnvel veruleika sem við speglum okkur sjálf í. Það hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Þegar við erum á sjálfstýringunni þá er ómeðvitaða hlutdrægnin oft að störfum. Yfirleitt er þetta ekki stórt vandamál en þetta getur komið sér illa og leitt okkur á villgötur einsleitni og þægilegustu leiða. Þetta getur meðal annars orðið til þess að við hyllum eða mismunum fólki vegna fyrirfram gefinna hugmynda og veljum frekar fólk til starfa sem er líkara okkur sjálfum eða fellur innan ákveðinna staðalímynda. Þannig getur ómeðvituð hlutdrægni verið okkar versti óvinur á jafnréttisvegferðinni. Hún getur haft mikil áhrif á ákvarðanir á vinnustaðnum. Ákvarðanir sem tengjast ráðningum, frammistöðumati og stöðuhækkunum. Til þess að koma í veg fyrir áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni hafa vinnustaðir útbúið áætlanir og gripið til aðgerða til að jafna hlutföll kynja í stjórnum félaga og stjórnunarstörfum, fengið jafnlaunavottun, komið sér upp viðbragðsáætlunum vegna eineltis og svo mætti lengi telja. En aðlögun er viðvarandi ferli og til viðbótar þessum aðgerðum þarf ákveðna viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði. Samkvæmt skýrslu McKinsey frá 2020 eru fjölbreyttustu fyrirtækin nú líklegri en nokkru sinni fyrr að standa sig betur þegar kemur að arðsemi. Greining ráðgjafafyrirtækisins sýnir að fyrirtæki í efsta fjórðungi í kynjafjölbreytni stjórnenda eru 25% líklegri en fyrirtæki í fjórða fjórðungi til að hafa arðsemi yfir meðallagi. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að því meiri fjölbreytni innan fyrirtækis – því meiri líkur eru á bættri frammistöðu.1 Við þurfum í sameiningu að byggja upp vinnustaðamenningu sem tekur enn frekara mið af reynslu, bakgrunni og þörfum fjölbreyttari hóps en við gerum í dag. Fjölbreytileiki á vinnustöðum skapar sterkara atvinnulíf og það er okkur öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka sjálfstýringuna af og verja orku í upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Höfundur er forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun