Tökum orkufrekar ákvarðanir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:30 Því hefur verið haldið fram að við tökum 35 þúsund ákvarðanir á hverjum degi. Stórar og smáar, sumar skipta öllu máli, aðrar minna. Hin fullkomna náttúra hefur búið svo um hnúta að að vitum margar ákvarðanir án þess að í það fari mikil orka. Við erum því á nokkurs konar sjálfstýringu. Sjálfstýringin er á margan hátt jákvæð enda myndum við að öðrum kosti brenna yfir á stuttum tíma. Henni fylgja þó ákveðnar hættur, stundum þarf nefnilega að taka sjálfstýringuna af og setja orku í meðvitaða nálgun og rýni í ákvarðanatöku. Ástæðan er sú að við höfum þróað með okkur svokallaða ómeðvitaða hlutdrægni sem byggir á gildum okkar og reynsluheimi, jafnvel veruleika sem við speglum okkur sjálf í. Það hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Þegar við erum á sjálfstýringunni þá er ómeðvitaða hlutdrægnin oft að störfum. Yfirleitt er þetta ekki stórt vandamál en þetta getur komið sér illa og leitt okkur á villgötur einsleitni og þægilegustu leiða. Þetta getur meðal annars orðið til þess að við hyllum eða mismunum fólki vegna fyrirfram gefinna hugmynda og veljum frekar fólk til starfa sem er líkara okkur sjálfum eða fellur innan ákveðinna staðalímynda. Þannig getur ómeðvituð hlutdrægni verið okkar versti óvinur á jafnréttisvegferðinni. Hún getur haft mikil áhrif á ákvarðanir á vinnustaðnum. Ákvarðanir sem tengjast ráðningum, frammistöðumati og stöðuhækkunum. Til þess að koma í veg fyrir áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni hafa vinnustaðir útbúið áætlanir og gripið til aðgerða til að jafna hlutföll kynja í stjórnum félaga og stjórnunarstörfum, fengið jafnlaunavottun, komið sér upp viðbragðsáætlunum vegna eineltis og svo mætti lengi telja. En aðlögun er viðvarandi ferli og til viðbótar þessum aðgerðum þarf ákveðna viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði. Samkvæmt skýrslu McKinsey frá 2020 eru fjölbreyttustu fyrirtækin nú líklegri en nokkru sinni fyrr að standa sig betur þegar kemur að arðsemi. Greining ráðgjafafyrirtækisins sýnir að fyrirtæki í efsta fjórðungi í kynjafjölbreytni stjórnenda eru 25% líklegri en fyrirtæki í fjórða fjórðungi til að hafa arðsemi yfir meðallagi. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að því meiri fjölbreytni innan fyrirtækis – því meiri líkur eru á bættri frammistöðu.1 Við þurfum í sameiningu að byggja upp vinnustaðamenningu sem tekur enn frekara mið af reynslu, bakgrunni og þörfum fjölbreyttari hóps en við gerum í dag. Fjölbreytileiki á vinnustöðum skapar sterkara atvinnulíf og það er okkur öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka sjálfstýringuna af og verja orku í upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Höfundur er forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Jafnréttismál Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að við tökum 35 þúsund ákvarðanir á hverjum degi. Stórar og smáar, sumar skipta öllu máli, aðrar minna. Hin fullkomna náttúra hefur búið svo um hnúta að að vitum margar ákvarðanir án þess að í það fari mikil orka. Við erum því á nokkurs konar sjálfstýringu. Sjálfstýringin er á margan hátt jákvæð enda myndum við að öðrum kosti brenna yfir á stuttum tíma. Henni fylgja þó ákveðnar hættur, stundum þarf nefnilega að taka sjálfstýringuna af og setja orku í meðvitaða nálgun og rýni í ákvarðanatöku. Ástæðan er sú að við höfum þróað með okkur svokallaða ómeðvitaða hlutdrægni sem byggir á gildum okkar og reynsluheimi, jafnvel veruleika sem við speglum okkur sjálf í. Það hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Þegar við erum á sjálfstýringunni þá er ómeðvitaða hlutdrægnin oft að störfum. Yfirleitt er þetta ekki stórt vandamál en þetta getur komið sér illa og leitt okkur á villgötur einsleitni og þægilegustu leiða. Þetta getur meðal annars orðið til þess að við hyllum eða mismunum fólki vegna fyrirfram gefinna hugmynda og veljum frekar fólk til starfa sem er líkara okkur sjálfum eða fellur innan ákveðinna staðalímynda. Þannig getur ómeðvituð hlutdrægni verið okkar versti óvinur á jafnréttisvegferðinni. Hún getur haft mikil áhrif á ákvarðanir á vinnustaðnum. Ákvarðanir sem tengjast ráðningum, frammistöðumati og stöðuhækkunum. Til þess að koma í veg fyrir áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni hafa vinnustaðir útbúið áætlanir og gripið til aðgerða til að jafna hlutföll kynja í stjórnum félaga og stjórnunarstörfum, fengið jafnlaunavottun, komið sér upp viðbragðsáætlunum vegna eineltis og svo mætti lengi telja. En aðlögun er viðvarandi ferli og til viðbótar þessum aðgerðum þarf ákveðna viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði. Samkvæmt skýrslu McKinsey frá 2020 eru fjölbreyttustu fyrirtækin nú líklegri en nokkru sinni fyrr að standa sig betur þegar kemur að arðsemi. Greining ráðgjafafyrirtækisins sýnir að fyrirtæki í efsta fjórðungi í kynjafjölbreytni stjórnenda eru 25% líklegri en fyrirtæki í fjórða fjórðungi til að hafa arðsemi yfir meðallagi. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að því meiri fjölbreytni innan fyrirtækis – því meiri líkur eru á bættri frammistöðu.1 Við þurfum í sameiningu að byggja upp vinnustaðamenningu sem tekur enn frekara mið af reynslu, bakgrunni og þörfum fjölbreyttari hóps en við gerum í dag. Fjölbreytileiki á vinnustöðum skapar sterkara atvinnulíf og það er okkur öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka sjálfstýringuna af og verja orku í upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Höfundur er forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun