Opið bréf til rektors Háskóla Íslands Hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ skrifar 19. nóvember 2021 19:01 Ágæti rektor Háskóla Íslands og aðrir sem málið kann að varða. „Betri háskóli – betra samfélag“ birtist öllum þeim sem opna heimasíðu Háskóla Íslands en eru þetta orð sem eiga að standa fyrir stefnu skólans 2021-2026. Ef lesið er til um framtíðarsýn HÍ26 segir: Skólinn skapar opið og fjölbreytt umhverfi náms og rannsókna, hann er í sterku sambandi við meginstoðir samfélagsins og í víðtæku samstarfi við háskóla og þekkingarsetur um allan heim. Með því að tryggja óskorað traust byggt á gæðum, jafnrétti og sjálfbærni á öllum sviðum getur Háskólinn rækt forystuhlutverk sitt í þekkingarsköpun fyrir samfélagið. Og ef litið er til þess segir í leiðarljósi HÍ26, hvað varðar traust segir: Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans sem laðar að starfsfólk og nemendur með fjölbreyttan bakgrunn. Í bréfi sem barst til nemenda og starfsfólks skólans í dag, 19. nóvember 2021, tilkynnti rektor skólans að staðpróf munu eiga sér stað í flestum áföngum skólans þessa önnina. Aðeins eru örfáir áfangar sem munu bjóða upp á heimapróf, nánar tiltekið 86 áfangar. Það eru 16% allra áfanga í grunnnámi HÍ þessa önnina. Ef við höldum áfram að rýna aðeins í tölfræði þá eru 192 einstaklingar sem greindust með Covid-19 á síðasta sólarhring. 10% þeirra sem eru í einangrun núna greindust á síðasta sólarhring. Einnig varð Ísland í fyrsta skipti í gær, frá upphafi faraldursins, dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sem þýðir í raun að hættustigið er meira núna heldur en það var fyrir akkúrat ári síðan. Hvernig stendur þá á því að við séum aftur dottin í þann pakka að lokaúrræði okkar nemenda sé að fara með málið í fjölmiðla til vonar um að þurfa ekki að mæta í staðpróf meðan ástandið er svona. Hvernig eigum við að sýna traust til yfirvalda skólans, þar sem leiðarljósið er að vera ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans, ef þau eru ekki ábyrgð og meðvituð sjálf? Hvernig ætlum við að láta framtíðarsýn HÍ26 rætast ef ekki er farið eftir gildum skólans? Við nemendur erum bæði sár og reið en fyrst og fremst vonsvikin. Við hvetjum rektor og stjórnendur eindregið til þess að endurskoða ákvörðun sína um staðpróf. Árið er 2021 og að Háskóli Íslands, ríkisháskólinn okkar, vilji ekki leyfa nemendum að nýta þá tækni sem er í boði og taka prófin heima er sorglegt. Það er kominn tími til þess að HÍ sameinist okkur hinum sem erum komin í 21. öldina. Til hvers að auka streitu og kvíða nemenda? Af hverju ekki að leyfa okkur að vera á okkar griðarstað að taka prófin? Það hefur sýnt sig að nemendum líður miklu betur að hafa val um að taka próf í því umhverfi sem þeim líður best í. Höldum því áfram. Tökum ábyrgð. Gerum Háskóla Íslands að þeim skóla sem hann óskar eftir að vera. Gerum hann að betri háskóla. Virðingafyllst – hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ. Dagbjört Lena Sigurðardóttir Thelma Rún Birgisdóttir Þórkatla Björg Ómarsdóttir Anna Lilja Atladóttir Arnar Gíslason Björk Davíðsdóttir Gréta Jónsdóttir Margrét Anna Guðjónsdóttir Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir Sumarliði Kristmundsson Sólrún Sif Sigurðardóttir Trausti Breiðfjörð Magnússon Elínora Guðlaug Einarsdóttir Erla Dögg Birgisdóttir Ance Brunovska Elísa Dögg Símonardóttir Sunna Sigmarsdóttir Birta Hlín Sigmarsdóttir Valgeir Gauti Sigurlínusarson Þórdís Ingvarsdóttir Berghildur Björk Reynisdóttir Sandra Ósk Viktorsdóttir Birna Filippía Steinarsdóttir Ágúst Páll Sunnuson Guðni Kristinn Bergsson Linda Ösp Dewage Bergþóra Harpa Stefánsdóttir Þorri Hrafn Róbertsson Kristín Ingadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ágæti rektor Háskóla Íslands og aðrir sem málið kann að varða. „Betri háskóli – betra samfélag“ birtist öllum þeim sem opna heimasíðu Háskóla Íslands en eru þetta orð sem eiga að standa fyrir stefnu skólans 2021-2026. Ef lesið er til um framtíðarsýn HÍ26 segir: Skólinn skapar opið og fjölbreytt umhverfi náms og rannsókna, hann er í sterku sambandi við meginstoðir samfélagsins og í víðtæku samstarfi við háskóla og þekkingarsetur um allan heim. Með því að tryggja óskorað traust byggt á gæðum, jafnrétti og sjálfbærni á öllum sviðum getur Háskólinn rækt forystuhlutverk sitt í þekkingarsköpun fyrir samfélagið. Og ef litið er til þess segir í leiðarljósi HÍ26, hvað varðar traust segir: Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans sem laðar að starfsfólk og nemendur með fjölbreyttan bakgrunn. Í bréfi sem barst til nemenda og starfsfólks skólans í dag, 19. nóvember 2021, tilkynnti rektor skólans að staðpróf munu eiga sér stað í flestum áföngum skólans þessa önnina. Aðeins eru örfáir áfangar sem munu bjóða upp á heimapróf, nánar tiltekið 86 áfangar. Það eru 16% allra áfanga í grunnnámi HÍ þessa önnina. Ef við höldum áfram að rýna aðeins í tölfræði þá eru 192 einstaklingar sem greindust með Covid-19 á síðasta sólarhring. 10% þeirra sem eru í einangrun núna greindust á síðasta sólarhring. Einnig varð Ísland í fyrsta skipti í gær, frá upphafi faraldursins, dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sem þýðir í raun að hættustigið er meira núna heldur en það var fyrir akkúrat ári síðan. Hvernig stendur þá á því að við séum aftur dottin í þann pakka að lokaúrræði okkar nemenda sé að fara með málið í fjölmiðla til vonar um að þurfa ekki að mæta í staðpróf meðan ástandið er svona. Hvernig eigum við að sýna traust til yfirvalda skólans, þar sem leiðarljósið er að vera ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans, ef þau eru ekki ábyrgð og meðvituð sjálf? Hvernig ætlum við að láta framtíðarsýn HÍ26 rætast ef ekki er farið eftir gildum skólans? Við nemendur erum bæði sár og reið en fyrst og fremst vonsvikin. Við hvetjum rektor og stjórnendur eindregið til þess að endurskoða ákvörðun sína um staðpróf. Árið er 2021 og að Háskóli Íslands, ríkisháskólinn okkar, vilji ekki leyfa nemendum að nýta þá tækni sem er í boði og taka prófin heima er sorglegt. Það er kominn tími til þess að HÍ sameinist okkur hinum sem erum komin í 21. öldina. Til hvers að auka streitu og kvíða nemenda? Af hverju ekki að leyfa okkur að vera á okkar griðarstað að taka prófin? Það hefur sýnt sig að nemendum líður miklu betur að hafa val um að taka próf í því umhverfi sem þeim líður best í. Höldum því áfram. Tökum ábyrgð. Gerum Háskóla Íslands að þeim skóla sem hann óskar eftir að vera. Gerum hann að betri háskóla. Virðingafyllst – hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ. Dagbjört Lena Sigurðardóttir Thelma Rún Birgisdóttir Þórkatla Björg Ómarsdóttir Anna Lilja Atladóttir Arnar Gíslason Björk Davíðsdóttir Gréta Jónsdóttir Margrét Anna Guðjónsdóttir Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir Sumarliði Kristmundsson Sólrún Sif Sigurðardóttir Trausti Breiðfjörð Magnússon Elínora Guðlaug Einarsdóttir Erla Dögg Birgisdóttir Ance Brunovska Elísa Dögg Símonardóttir Sunna Sigmarsdóttir Birta Hlín Sigmarsdóttir Valgeir Gauti Sigurlínusarson Þórdís Ingvarsdóttir Berghildur Björk Reynisdóttir Sandra Ósk Viktorsdóttir Birna Filippía Steinarsdóttir Ágúst Páll Sunnuson Guðni Kristinn Bergsson Linda Ösp Dewage Bergþóra Harpa Stefánsdóttir Þorri Hrafn Róbertsson Kristín Ingadóttir
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun