Opið bréf til rektors Háskóla Íslands Hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ skrifar 19. nóvember 2021 19:01 Ágæti rektor Háskóla Íslands og aðrir sem málið kann að varða. „Betri háskóli – betra samfélag“ birtist öllum þeim sem opna heimasíðu Háskóla Íslands en eru þetta orð sem eiga að standa fyrir stefnu skólans 2021-2026. Ef lesið er til um framtíðarsýn HÍ26 segir: Skólinn skapar opið og fjölbreytt umhverfi náms og rannsókna, hann er í sterku sambandi við meginstoðir samfélagsins og í víðtæku samstarfi við háskóla og þekkingarsetur um allan heim. Með því að tryggja óskorað traust byggt á gæðum, jafnrétti og sjálfbærni á öllum sviðum getur Háskólinn rækt forystuhlutverk sitt í þekkingarsköpun fyrir samfélagið. Og ef litið er til þess segir í leiðarljósi HÍ26, hvað varðar traust segir: Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans sem laðar að starfsfólk og nemendur með fjölbreyttan bakgrunn. Í bréfi sem barst til nemenda og starfsfólks skólans í dag, 19. nóvember 2021, tilkynnti rektor skólans að staðpróf munu eiga sér stað í flestum áföngum skólans þessa önnina. Aðeins eru örfáir áfangar sem munu bjóða upp á heimapróf, nánar tiltekið 86 áfangar. Það eru 16% allra áfanga í grunnnámi HÍ þessa önnina. Ef við höldum áfram að rýna aðeins í tölfræði þá eru 192 einstaklingar sem greindust með Covid-19 á síðasta sólarhring. 10% þeirra sem eru í einangrun núna greindust á síðasta sólarhring. Einnig varð Ísland í fyrsta skipti í gær, frá upphafi faraldursins, dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sem þýðir í raun að hættustigið er meira núna heldur en það var fyrir akkúrat ári síðan. Hvernig stendur þá á því að við séum aftur dottin í þann pakka að lokaúrræði okkar nemenda sé að fara með málið í fjölmiðla til vonar um að þurfa ekki að mæta í staðpróf meðan ástandið er svona. Hvernig eigum við að sýna traust til yfirvalda skólans, þar sem leiðarljósið er að vera ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans, ef þau eru ekki ábyrgð og meðvituð sjálf? Hvernig ætlum við að láta framtíðarsýn HÍ26 rætast ef ekki er farið eftir gildum skólans? Við nemendur erum bæði sár og reið en fyrst og fremst vonsvikin. Við hvetjum rektor og stjórnendur eindregið til þess að endurskoða ákvörðun sína um staðpróf. Árið er 2021 og að Háskóli Íslands, ríkisháskólinn okkar, vilji ekki leyfa nemendum að nýta þá tækni sem er í boði og taka prófin heima er sorglegt. Það er kominn tími til þess að HÍ sameinist okkur hinum sem erum komin í 21. öldina. Til hvers að auka streitu og kvíða nemenda? Af hverju ekki að leyfa okkur að vera á okkar griðarstað að taka prófin? Það hefur sýnt sig að nemendum líður miklu betur að hafa val um að taka próf í því umhverfi sem þeim líður best í. Höldum því áfram. Tökum ábyrgð. Gerum Háskóla Íslands að þeim skóla sem hann óskar eftir að vera. Gerum hann að betri háskóla. Virðingafyllst – hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ. Dagbjört Lena Sigurðardóttir Thelma Rún Birgisdóttir Þórkatla Björg Ómarsdóttir Anna Lilja Atladóttir Arnar Gíslason Björk Davíðsdóttir Gréta Jónsdóttir Margrét Anna Guðjónsdóttir Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir Sumarliði Kristmundsson Sólrún Sif Sigurðardóttir Trausti Breiðfjörð Magnússon Elínora Guðlaug Einarsdóttir Erla Dögg Birgisdóttir Ance Brunovska Elísa Dögg Símonardóttir Sunna Sigmarsdóttir Birta Hlín Sigmarsdóttir Valgeir Gauti Sigurlínusarson Þórdís Ingvarsdóttir Berghildur Björk Reynisdóttir Sandra Ósk Viktorsdóttir Birna Filippía Steinarsdóttir Ágúst Páll Sunnuson Guðni Kristinn Bergsson Linda Ösp Dewage Bergþóra Harpa Stefánsdóttir Þorri Hrafn Róbertsson Kristín Ingadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Sjá meira
Ágæti rektor Háskóla Íslands og aðrir sem málið kann að varða. „Betri háskóli – betra samfélag“ birtist öllum þeim sem opna heimasíðu Háskóla Íslands en eru þetta orð sem eiga að standa fyrir stefnu skólans 2021-2026. Ef lesið er til um framtíðarsýn HÍ26 segir: Skólinn skapar opið og fjölbreytt umhverfi náms og rannsókna, hann er í sterku sambandi við meginstoðir samfélagsins og í víðtæku samstarfi við háskóla og þekkingarsetur um allan heim. Með því að tryggja óskorað traust byggt á gæðum, jafnrétti og sjálfbærni á öllum sviðum getur Háskólinn rækt forystuhlutverk sitt í þekkingarsköpun fyrir samfélagið. Og ef litið er til þess segir í leiðarljósi HÍ26, hvað varðar traust segir: Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans sem laðar að starfsfólk og nemendur með fjölbreyttan bakgrunn. Í bréfi sem barst til nemenda og starfsfólks skólans í dag, 19. nóvember 2021, tilkynnti rektor skólans að staðpróf munu eiga sér stað í flestum áföngum skólans þessa önnina. Aðeins eru örfáir áfangar sem munu bjóða upp á heimapróf, nánar tiltekið 86 áfangar. Það eru 16% allra áfanga í grunnnámi HÍ þessa önnina. Ef við höldum áfram að rýna aðeins í tölfræði þá eru 192 einstaklingar sem greindust með Covid-19 á síðasta sólarhring. 10% þeirra sem eru í einangrun núna greindust á síðasta sólarhring. Einnig varð Ísland í fyrsta skipti í gær, frá upphafi faraldursins, dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sem þýðir í raun að hættustigið er meira núna heldur en það var fyrir akkúrat ári síðan. Hvernig stendur þá á því að við séum aftur dottin í þann pakka að lokaúrræði okkar nemenda sé að fara með málið í fjölmiðla til vonar um að þurfa ekki að mæta í staðpróf meðan ástandið er svona. Hvernig eigum við að sýna traust til yfirvalda skólans, þar sem leiðarljósið er að vera ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans, ef þau eru ekki ábyrgð og meðvituð sjálf? Hvernig ætlum við að láta framtíðarsýn HÍ26 rætast ef ekki er farið eftir gildum skólans? Við nemendur erum bæði sár og reið en fyrst og fremst vonsvikin. Við hvetjum rektor og stjórnendur eindregið til þess að endurskoða ákvörðun sína um staðpróf. Árið er 2021 og að Háskóli Íslands, ríkisháskólinn okkar, vilji ekki leyfa nemendum að nýta þá tækni sem er í boði og taka prófin heima er sorglegt. Það er kominn tími til þess að HÍ sameinist okkur hinum sem erum komin í 21. öldina. Til hvers að auka streitu og kvíða nemenda? Af hverju ekki að leyfa okkur að vera á okkar griðarstað að taka prófin? Það hefur sýnt sig að nemendum líður miklu betur að hafa val um að taka próf í því umhverfi sem þeim líður best í. Höldum því áfram. Tökum ábyrgð. Gerum Háskóla Íslands að þeim skóla sem hann óskar eftir að vera. Gerum hann að betri háskóla. Virðingafyllst – hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ. Dagbjört Lena Sigurðardóttir Thelma Rún Birgisdóttir Þórkatla Björg Ómarsdóttir Anna Lilja Atladóttir Arnar Gíslason Björk Davíðsdóttir Gréta Jónsdóttir Margrét Anna Guðjónsdóttir Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir Sumarliði Kristmundsson Sólrún Sif Sigurðardóttir Trausti Breiðfjörð Magnússon Elínora Guðlaug Einarsdóttir Erla Dögg Birgisdóttir Ance Brunovska Elísa Dögg Símonardóttir Sunna Sigmarsdóttir Birta Hlín Sigmarsdóttir Valgeir Gauti Sigurlínusarson Þórdís Ingvarsdóttir Berghildur Björk Reynisdóttir Sandra Ósk Viktorsdóttir Birna Filippía Steinarsdóttir Ágúst Páll Sunnuson Guðni Kristinn Bergsson Linda Ösp Dewage Bergþóra Harpa Stefánsdóttir Þorri Hrafn Róbertsson Kristín Ingadóttir
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun