Ný hæð borgar fyrir lyftu og viðhald Ævar Harðarson skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Sömu heimildir eru eða verða til staðar í öðrum hverfum þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt fyrir þau, en talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Með því að heimila húsfélögum að ráðast í þessar breytingar er hægt að bæta aðgengi að þúsundum íbúða. Þannig mun til dæmis eldra fólk með minnkandi hreyfigetu geta búið lengur í sínum íbúðum. Gera má ráð fyrir að verðmæti eigna aukist þar sem lyftum er bætt við byggingar en auk þess getur sala á byggingarétti ofan á fjölbýlishús mögulega bæði staðið undir kostnaði við að setja lyftu og fjármagnað viðhald og þannig sparað eigendum íbúða umtalsvert fé. Taka verður fram að þessar byggingarheimildir tilheyra alfarið viðkomandi húsfélagi og eru eign þess. Borgin er að færa lóðarhöfum og eigendum fasteigna þessa möguleika, það er síðan þeirra ákvörðun hvort skal nýta heimildirnar. Talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra.Bragi Þór Jósefsson Ófullnægjandi aðgengi Í Reykjavík er mikill fjöldi af eldri fjölbýlishúsum sem byggð voru á 60 ára tímabili frá því um miðja síðustu öld sem flest eru án lyftu og á þremur til fimm hæðum. Flest þessara húsa eru fjórar hæðir en í Byggingarsamþykkt Reykjavíkur frá 1965 segir: „Sé íbúðarhús meira en fjórar hæðir, skal vera lyfta“. Afleiðingin af þessu ákvæði, sem var í gildi nánast óbreytt fram til 2012, var að flest fjölbýlishús sem byggð voru í Reykjavík urðu fjórar hæðir eða lægri og án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra. Þessar byggingar hafa mörg sameiginleg einkenni eins og aflangt form, þrjár til fimm hæðir auk þess að vera undantekningalaust án lyftu. Húsin standa yfirleitt saman í skipulögðum röðum á stórum lóðum, sem nýta má betur. Þau er víða í borginni í grónum hverfum eins og Vesturbæ, Hlíðum, Háaleiti, Heimum, Bústaðahverfi, Árbæ og Breiðholti. Litlar breytingar hafa verið gerðar á þessum fjölbýlishúsum. Nokkur þeirra hafa þó verið klædd að utan og svalir yfirbyggðar. Það þekkist vart að lyftur hafi verið settar í þessi hús til að bæta aðgengi eða að þau hafi verið stækkuð. Þessi gerð fjölbýlishúsa er ekki séríslenskt fyrirbæri. Eftir seinni heimstyrjöld voru sambærileg fjölbýlishús byggð um alla Evrópu í hundruða þúsunda tali. Víða í Evrópu hafa verið gerðar breytingar á þessum húsakosti, meðal annars vegna lélegs ástands og félagslegra vandamála. Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi.Trípolí arkitektar Möguleg fyrirmynd Í hverfisskipulagi sem var samþykkt fyrir Árbæ 2019 voru í fyrsta skipti veittar sérstakar heimildir til að bæta aðgengi með því að setja lyftur við slík fjölbýlishús. Sömu heimildir eru í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Enn sem komið er hafa engin húsfélög nýtt sér þessar heimildir. Hindranir sem bent er á er skortur á góðum fyrirmyndum. Einnig dreift eignarhald í fjölbýlishúsum og ákvæði um að samþykki allra eigenda þurfi að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Í raun þýðir þetta að allir í tilteknu húsfélagi þurfi að samþykkja slíkar breytingar samkvæmt ákvæðum í lögum um fjöleignahús. Þeir farartálmar eru hins vegar ekki til staðar þar sem allar íbúðir í einu fjölbýlishúsi eru í sömu eigu, eins og á við um byggingar Félagsbústaða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að standa fyrir hugmyndasamkeppni í samvinnu Félagsbústaði og Arkitektafélag Íslands til að þróa þetta mikilvæga mál áfram. Vonast er til að út úr slíkri hönnunarsamkeppi komi góðar, fallegar og hagkvæmar lausnir sem nýst geti öllum íbúum í fjölbýlishúsum sem í dag eru með ófullnægjandi aðgengi. Vinnutillögur fyrir hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 19. til 26. nóvember og á vefnum til 21. janúar. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir til sama dags. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Sömu heimildir eru eða verða til staðar í öðrum hverfum þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt fyrir þau, en talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Með því að heimila húsfélögum að ráðast í þessar breytingar er hægt að bæta aðgengi að þúsundum íbúða. Þannig mun til dæmis eldra fólk með minnkandi hreyfigetu geta búið lengur í sínum íbúðum. Gera má ráð fyrir að verðmæti eigna aukist þar sem lyftum er bætt við byggingar en auk þess getur sala á byggingarétti ofan á fjölbýlishús mögulega bæði staðið undir kostnaði við að setja lyftu og fjármagnað viðhald og þannig sparað eigendum íbúða umtalsvert fé. Taka verður fram að þessar byggingarheimildir tilheyra alfarið viðkomandi húsfélagi og eru eign þess. Borgin er að færa lóðarhöfum og eigendum fasteigna þessa möguleika, það er síðan þeirra ákvörðun hvort skal nýta heimildirnar. Talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra.Bragi Þór Jósefsson Ófullnægjandi aðgengi Í Reykjavík er mikill fjöldi af eldri fjölbýlishúsum sem byggð voru á 60 ára tímabili frá því um miðja síðustu öld sem flest eru án lyftu og á þremur til fimm hæðum. Flest þessara húsa eru fjórar hæðir en í Byggingarsamþykkt Reykjavíkur frá 1965 segir: „Sé íbúðarhús meira en fjórar hæðir, skal vera lyfta“. Afleiðingin af þessu ákvæði, sem var í gildi nánast óbreytt fram til 2012, var að flest fjölbýlishús sem byggð voru í Reykjavík urðu fjórar hæðir eða lægri og án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra. Þessar byggingar hafa mörg sameiginleg einkenni eins og aflangt form, þrjár til fimm hæðir auk þess að vera undantekningalaust án lyftu. Húsin standa yfirleitt saman í skipulögðum röðum á stórum lóðum, sem nýta má betur. Þau er víða í borginni í grónum hverfum eins og Vesturbæ, Hlíðum, Háaleiti, Heimum, Bústaðahverfi, Árbæ og Breiðholti. Litlar breytingar hafa verið gerðar á þessum fjölbýlishúsum. Nokkur þeirra hafa þó verið klædd að utan og svalir yfirbyggðar. Það þekkist vart að lyftur hafi verið settar í þessi hús til að bæta aðgengi eða að þau hafi verið stækkuð. Þessi gerð fjölbýlishúsa er ekki séríslenskt fyrirbæri. Eftir seinni heimstyrjöld voru sambærileg fjölbýlishús byggð um alla Evrópu í hundruða þúsunda tali. Víða í Evrópu hafa verið gerðar breytingar á þessum húsakosti, meðal annars vegna lélegs ástands og félagslegra vandamála. Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi.Trípolí arkitektar Möguleg fyrirmynd Í hverfisskipulagi sem var samþykkt fyrir Árbæ 2019 voru í fyrsta skipti veittar sérstakar heimildir til að bæta aðgengi með því að setja lyftur við slík fjölbýlishús. Sömu heimildir eru í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Enn sem komið er hafa engin húsfélög nýtt sér þessar heimildir. Hindranir sem bent er á er skortur á góðum fyrirmyndum. Einnig dreift eignarhald í fjölbýlishúsum og ákvæði um að samþykki allra eigenda þurfi að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Í raun þýðir þetta að allir í tilteknu húsfélagi þurfi að samþykkja slíkar breytingar samkvæmt ákvæðum í lögum um fjöleignahús. Þeir farartálmar eru hins vegar ekki til staðar þar sem allar íbúðir í einu fjölbýlishúsi eru í sömu eigu, eins og á við um byggingar Félagsbústaða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að standa fyrir hugmyndasamkeppni í samvinnu Félagsbústaði og Arkitektafélag Íslands til að þróa þetta mikilvæga mál áfram. Vonast er til að út úr slíkri hönnunarsamkeppi komi góðar, fallegar og hagkvæmar lausnir sem nýst geti öllum íbúum í fjölbýlishúsum sem í dag eru með ófullnægjandi aðgengi. Vinnutillögur fyrir hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 19. til 26. nóvember og á vefnum til 21. janúar. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir til sama dags. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun