Ný hæð borgar fyrir lyftu og viðhald Ævar Harðarson skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Sömu heimildir eru eða verða til staðar í öðrum hverfum þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt fyrir þau, en talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Með því að heimila húsfélögum að ráðast í þessar breytingar er hægt að bæta aðgengi að þúsundum íbúða. Þannig mun til dæmis eldra fólk með minnkandi hreyfigetu geta búið lengur í sínum íbúðum. Gera má ráð fyrir að verðmæti eigna aukist þar sem lyftum er bætt við byggingar en auk þess getur sala á byggingarétti ofan á fjölbýlishús mögulega bæði staðið undir kostnaði við að setja lyftu og fjármagnað viðhald og þannig sparað eigendum íbúða umtalsvert fé. Taka verður fram að þessar byggingarheimildir tilheyra alfarið viðkomandi húsfélagi og eru eign þess. Borgin er að færa lóðarhöfum og eigendum fasteigna þessa möguleika, það er síðan þeirra ákvörðun hvort skal nýta heimildirnar. Talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra.Bragi Þór Jósefsson Ófullnægjandi aðgengi Í Reykjavík er mikill fjöldi af eldri fjölbýlishúsum sem byggð voru á 60 ára tímabili frá því um miðja síðustu öld sem flest eru án lyftu og á þremur til fimm hæðum. Flest þessara húsa eru fjórar hæðir en í Byggingarsamþykkt Reykjavíkur frá 1965 segir: „Sé íbúðarhús meira en fjórar hæðir, skal vera lyfta“. Afleiðingin af þessu ákvæði, sem var í gildi nánast óbreytt fram til 2012, var að flest fjölbýlishús sem byggð voru í Reykjavík urðu fjórar hæðir eða lægri og án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra. Þessar byggingar hafa mörg sameiginleg einkenni eins og aflangt form, þrjár til fimm hæðir auk þess að vera undantekningalaust án lyftu. Húsin standa yfirleitt saman í skipulögðum röðum á stórum lóðum, sem nýta má betur. Þau er víða í borginni í grónum hverfum eins og Vesturbæ, Hlíðum, Háaleiti, Heimum, Bústaðahverfi, Árbæ og Breiðholti. Litlar breytingar hafa verið gerðar á þessum fjölbýlishúsum. Nokkur þeirra hafa þó verið klædd að utan og svalir yfirbyggðar. Það þekkist vart að lyftur hafi verið settar í þessi hús til að bæta aðgengi eða að þau hafi verið stækkuð. Þessi gerð fjölbýlishúsa er ekki séríslenskt fyrirbæri. Eftir seinni heimstyrjöld voru sambærileg fjölbýlishús byggð um alla Evrópu í hundruða þúsunda tali. Víða í Evrópu hafa verið gerðar breytingar á þessum húsakosti, meðal annars vegna lélegs ástands og félagslegra vandamála. Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi.Trípolí arkitektar Möguleg fyrirmynd Í hverfisskipulagi sem var samþykkt fyrir Árbæ 2019 voru í fyrsta skipti veittar sérstakar heimildir til að bæta aðgengi með því að setja lyftur við slík fjölbýlishús. Sömu heimildir eru í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Enn sem komið er hafa engin húsfélög nýtt sér þessar heimildir. Hindranir sem bent er á er skortur á góðum fyrirmyndum. Einnig dreift eignarhald í fjölbýlishúsum og ákvæði um að samþykki allra eigenda þurfi að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Í raun þýðir þetta að allir í tilteknu húsfélagi þurfi að samþykkja slíkar breytingar samkvæmt ákvæðum í lögum um fjöleignahús. Þeir farartálmar eru hins vegar ekki til staðar þar sem allar íbúðir í einu fjölbýlishúsi eru í sömu eigu, eins og á við um byggingar Félagsbústaða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að standa fyrir hugmyndasamkeppni í samvinnu Félagsbústaði og Arkitektafélag Íslands til að þróa þetta mikilvæga mál áfram. Vonast er til að út úr slíkri hönnunarsamkeppi komi góðar, fallegar og hagkvæmar lausnir sem nýst geti öllum íbúum í fjölbýlishúsum sem í dag eru með ófullnægjandi aðgengi. Vinnutillögur fyrir hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 19. til 26. nóvember og á vefnum til 21. janúar. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir til sama dags. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Sömu heimildir eru eða verða til staðar í öðrum hverfum þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt fyrir þau, en talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Með því að heimila húsfélögum að ráðast í þessar breytingar er hægt að bæta aðgengi að þúsundum íbúða. Þannig mun til dæmis eldra fólk með minnkandi hreyfigetu geta búið lengur í sínum íbúðum. Gera má ráð fyrir að verðmæti eigna aukist þar sem lyftum er bætt við byggingar en auk þess getur sala á byggingarétti ofan á fjölbýlishús mögulega bæði staðið undir kostnaði við að setja lyftu og fjármagnað viðhald og þannig sparað eigendum íbúða umtalsvert fé. Taka verður fram að þessar byggingarheimildir tilheyra alfarið viðkomandi húsfélagi og eru eign þess. Borgin er að færa lóðarhöfum og eigendum fasteigna þessa möguleika, það er síðan þeirra ákvörðun hvort skal nýta heimildirnar. Talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra.Bragi Þór Jósefsson Ófullnægjandi aðgengi Í Reykjavík er mikill fjöldi af eldri fjölbýlishúsum sem byggð voru á 60 ára tímabili frá því um miðja síðustu öld sem flest eru án lyftu og á þremur til fimm hæðum. Flest þessara húsa eru fjórar hæðir en í Byggingarsamþykkt Reykjavíkur frá 1965 segir: „Sé íbúðarhús meira en fjórar hæðir, skal vera lyfta“. Afleiðingin af þessu ákvæði, sem var í gildi nánast óbreytt fram til 2012, var að flest fjölbýlishús sem byggð voru í Reykjavík urðu fjórar hæðir eða lægri og án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra. Þessar byggingar hafa mörg sameiginleg einkenni eins og aflangt form, þrjár til fimm hæðir auk þess að vera undantekningalaust án lyftu. Húsin standa yfirleitt saman í skipulögðum röðum á stórum lóðum, sem nýta má betur. Þau er víða í borginni í grónum hverfum eins og Vesturbæ, Hlíðum, Háaleiti, Heimum, Bústaðahverfi, Árbæ og Breiðholti. Litlar breytingar hafa verið gerðar á þessum fjölbýlishúsum. Nokkur þeirra hafa þó verið klædd að utan og svalir yfirbyggðar. Það þekkist vart að lyftur hafi verið settar í þessi hús til að bæta aðgengi eða að þau hafi verið stækkuð. Þessi gerð fjölbýlishúsa er ekki séríslenskt fyrirbæri. Eftir seinni heimstyrjöld voru sambærileg fjölbýlishús byggð um alla Evrópu í hundruða þúsunda tali. Víða í Evrópu hafa verið gerðar breytingar á þessum húsakosti, meðal annars vegna lélegs ástands og félagslegra vandamála. Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi.Trípolí arkitektar Möguleg fyrirmynd Í hverfisskipulagi sem var samþykkt fyrir Árbæ 2019 voru í fyrsta skipti veittar sérstakar heimildir til að bæta aðgengi með því að setja lyftur við slík fjölbýlishús. Sömu heimildir eru í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Enn sem komið er hafa engin húsfélög nýtt sér þessar heimildir. Hindranir sem bent er á er skortur á góðum fyrirmyndum. Einnig dreift eignarhald í fjölbýlishúsum og ákvæði um að samþykki allra eigenda þurfi að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Í raun þýðir þetta að allir í tilteknu húsfélagi þurfi að samþykkja slíkar breytingar samkvæmt ákvæðum í lögum um fjöleignahús. Þeir farartálmar eru hins vegar ekki til staðar þar sem allar íbúðir í einu fjölbýlishúsi eru í sömu eigu, eins og á við um byggingar Félagsbústaða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að standa fyrir hugmyndasamkeppni í samvinnu Félagsbústaði og Arkitektafélag Íslands til að þróa þetta mikilvæga mál áfram. Vonast er til að út úr slíkri hönnunarsamkeppi komi góðar, fallegar og hagkvæmar lausnir sem nýst geti öllum íbúum í fjölbýlishúsum sem í dag eru með ófullnægjandi aðgengi. Vinnutillögur fyrir hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 19. til 26. nóvember og á vefnum til 21. janúar. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir til sama dags. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun