Loksins hús…eða, er það ekki? Steinar Kaldal skrifar 17. nóvember 2021 11:00 „Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Stefnu sem er rökrétt ef byggja á upp umhverfisvæna og lifandi borg. Þau sem koma að íþróttastarfi í Laugardalnum hafa hins vegar ekki orðið vör við þessa innviði. Hvort sem horft er til íþróttastarfs í skólum hverfisins eða íþróttafélaganna í hverfinu, Ármanns og Þróttar, þá er staðreyndin sú að það er ekkert fjölnota íþróttahús í Laugardalnum. Íþróttadeildirnar og börnin eru hins vegar til staðar. Ekki aðeins eru þau til staðar heldur, fer krökkunum ört fjölgandi á þessu stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í dag, eins og Laugardalurinn er kynntur í nýútgefnu blaði borgarinnar um uppbyggingu innviða. Til að upplýsa Pawel, þá er það ekki innviðunum að þakka að yngri flokkar körfubolta- og knattspyrnudeilda þessara félaga í Laugardalnum eru þeir stærstu í Reykjavík, heldur frábæru yngriflokkastarfi félaganna, sem gerir það að verkum að börnin vilja æfa þrátt fyrir að aðstaðan sé hörmung. Borgarstjóri sagði á fundi með læknaráði á sínum tíma að pólitík snerist um lýðheilsu. Þessu má sjá stað í stefnu hans varðandi græn svæði í borginni og skipulagsstefnu borgarinnar almennt, sem er gott mál. Það er hins vegar fullt tilefni til að gagnrýna borgina fyrir stefnuleysi í lýðheilsumálum þegar kemur að íþróttaaðstöðunni sem nefnd er hér að ofan. Vonir standa þó til að borgin sé að vakna. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem kynnt var nýverið kemur fram að á næsta ári eigi að leggja 100 milljónir króna í íþróttahús við gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Tillöguteikning að íþróttahúsi í Laugardal. Unnin fyrir Þrótt af Tendra Arkitektur. Mikil ánægja ríkir meðal íbúa Laugardalsins að íþróttahúsið sé komið inn í fjárhagsáætlunina, en þeir spyrja sig jafnframt hvort það standi ekki alveg örugglega til að taka fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi í Laugardal fyrir kosningar og hefjast handa af krafti við framhaldið um leið og myndatökunni er lokið? Það væri gaman að fá það staðfest hjá Degi, Pawel og borgarstjórnarfulltrúum meirihlutans sem búa í Laugardalnum og hafa vonandi þrýst á að húsið verði byggt. E.s. Svo að umræðunni verði ekki sveigt í átt að þjóðarhöll: Þjóðarhöll er tímabær, en hún getur risið hvar sem er og kemur íbúum hverfisins ekki við. Fjölnotaíþróttahús fyrir skólana og íþróttastarf hverfisfélaganna gerir það hins vegar. Höfundur er íbúi í Laugardal og þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Ármanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Íþróttir barna Skipulag Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
„Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Stefnu sem er rökrétt ef byggja á upp umhverfisvæna og lifandi borg. Þau sem koma að íþróttastarfi í Laugardalnum hafa hins vegar ekki orðið vör við þessa innviði. Hvort sem horft er til íþróttastarfs í skólum hverfisins eða íþróttafélaganna í hverfinu, Ármanns og Þróttar, þá er staðreyndin sú að það er ekkert fjölnota íþróttahús í Laugardalnum. Íþróttadeildirnar og börnin eru hins vegar til staðar. Ekki aðeins eru þau til staðar heldur, fer krökkunum ört fjölgandi á þessu stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í dag, eins og Laugardalurinn er kynntur í nýútgefnu blaði borgarinnar um uppbyggingu innviða. Til að upplýsa Pawel, þá er það ekki innviðunum að þakka að yngri flokkar körfubolta- og knattspyrnudeilda þessara félaga í Laugardalnum eru þeir stærstu í Reykjavík, heldur frábæru yngriflokkastarfi félaganna, sem gerir það að verkum að börnin vilja æfa þrátt fyrir að aðstaðan sé hörmung. Borgarstjóri sagði á fundi með læknaráði á sínum tíma að pólitík snerist um lýðheilsu. Þessu má sjá stað í stefnu hans varðandi græn svæði í borginni og skipulagsstefnu borgarinnar almennt, sem er gott mál. Það er hins vegar fullt tilefni til að gagnrýna borgina fyrir stefnuleysi í lýðheilsumálum þegar kemur að íþróttaaðstöðunni sem nefnd er hér að ofan. Vonir standa þó til að borgin sé að vakna. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem kynnt var nýverið kemur fram að á næsta ári eigi að leggja 100 milljónir króna í íþróttahús við gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Tillöguteikning að íþróttahúsi í Laugardal. Unnin fyrir Þrótt af Tendra Arkitektur. Mikil ánægja ríkir meðal íbúa Laugardalsins að íþróttahúsið sé komið inn í fjárhagsáætlunina, en þeir spyrja sig jafnframt hvort það standi ekki alveg örugglega til að taka fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi í Laugardal fyrir kosningar og hefjast handa af krafti við framhaldið um leið og myndatökunni er lokið? Það væri gaman að fá það staðfest hjá Degi, Pawel og borgarstjórnarfulltrúum meirihlutans sem búa í Laugardalnum og hafa vonandi þrýst á að húsið verði byggt. E.s. Svo að umræðunni verði ekki sveigt í átt að þjóðarhöll: Þjóðarhöll er tímabær, en hún getur risið hvar sem er og kemur íbúum hverfisins ekki við. Fjölnotaíþróttahús fyrir skólana og íþróttastarf hverfisfélaganna gerir það hins vegar. Höfundur er íbúi í Laugardal og þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Ármanns.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar