Biðlistabörnin Jóhannes Stefánsson skrifar 11. nóvember 2021 10:31 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Fjölgun barna, fækkun starfsfólks Það er af ýmsu að taka, en það sem vekur einna mesta athygli eru áætlanir borgarinnar í leikskólamálum. Það lítur út fyrir að stærsti fæðingarárgangur síðasta áratugar hér á landi komi í heiminn á þessu ári. Þetta eru börn sem þurfa leikskólapláss á næsta ári. Miðað við tölur sem Hagstofan birti nýverið vantar ellefu nýja, fullmannaða leikskóla í borgina til þess að taka á móti þessum árgangi. Höfum í huga að börn í Reykjavík þurfa nú þegar mörg hver að bíða fram yfir tveggja ára aldur áður en þau fá leikskólapláss, meira en ári eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þetta virðast hafa farið framhjá meirihlutanum í borgarstjórn sem ætlar að fækka starfsfólki leikskóla á milli ára, þrátt fyrir að starfsmönnum borgarinnar á öðrum sviðum haldi áfram að fjölga. Þó stendur til að byrja að byggja nýjar leikskóladeildir fyrir 4 milljarða króna á næsta ári, sem er allt of lítið og allt of seint. Borgin ætlar því áfram að skila auðu til foreldra og barna á leikskólaaldri en virðast ætla að fá starfsfólk skólanna til að leysa vandann fyrir sig. Leikskólastjórnendur fá nú símtöl þar sem þeir eru beðnir um að reyna að taka inn sem flest börn, enda styttist í kosningar. Hver á að vera heima? Samtölin milli foreldra um það hvernig þeir ætli að brúa þetta bil munu því fyrirsjáanlega halda áfram. Atvinnurekendur munu áfram þurfa að sjá á eftir starfsfólki sem er fast heima á meðan beðið er eftir símtalinu um hvenær barnið fái loksins pláss. Þetta ástand veldur álagi á barnafjölskyldur sem fæstar þurfa á auknum áhyggjum að halda. Og ef þær eru svo heppnar að fá inni, þurfa þær fljótlega að venja sig á að hlaupa undir bagga með kerfinu á svokölluðum fáliðunardögum, þegar ekki tekst að manna deildir. Þeir eru orðnir svo algengir að þeir hafa fengið sérstakt heiti í samskiptum borgar og leikskólaforeldra. Það mætti halda því fram að áætlanir meirihlutans í borginni hvað þetta varðar séu mikil vonbrigði, en þær eru það í rauninni ekki. Það er bara hægt að valda vonbrigðum þegar væntingarnar eru einhverjar. Samfylkingin lofaði að á þessu kjörtímabili yrði ráðist í uppbyggingu á leikskólum þannig að öllum reykvískum börnum yrði boðið leikskólapláss við 12 til 18 mánaða aldur. Það gekk ekki eftir, ekki frekar en síðustu fjögur kjörtímabilin þar á undan þar sem sama loforðið hefur verið lagt fram og svikið, aftur og aftur. Það er kaldhæðni örlaganna að loforð Samfylkingarinnar um 12 til 18 mánaða inntökualdur hefur verið svikið í 12 til 18 ár. Kominn tími á breytingar Slæm staða og úrræðaleysi í leikskólamálum er rökrétt og eðlileg afleiðing af áralöngu stefnuleysi í rekstri og fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir að Reykjavík hafi upp á fjölmargt að bjóða og sé að mörgu leyti frábær borg, þá er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki áhuga eða skilning á mikilvægi þess að fjármál borgarinnar séu í lagi. Skuldahlutfall borgarinnar hefur tvöfaldast á fjórum árum. Fulltrúar meirihlutans virðast ekki skilja samhengið á milli heilbrigðra fjármála og ráðdeildar annars vegar og gæða grunnþjónustunnar hins vegar. Fyrir vikið á borgin fullt í fangi með að sjá um grundvallarverkefni, eins og eðlilegt viðhald á skólum. Þetta þarf ekki að vera svona, en til þess að eitthvað breytist er nauðsynlegt að aðrir fái umboð kjósenda til þess að gera breytingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið fyrsta flokks borg. Höfundur er foreldri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Jóhannes Stefánsson Skóla - og menntamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Fjölgun barna, fækkun starfsfólks Það er af ýmsu að taka, en það sem vekur einna mesta athygli eru áætlanir borgarinnar í leikskólamálum. Það lítur út fyrir að stærsti fæðingarárgangur síðasta áratugar hér á landi komi í heiminn á þessu ári. Þetta eru börn sem þurfa leikskólapláss á næsta ári. Miðað við tölur sem Hagstofan birti nýverið vantar ellefu nýja, fullmannaða leikskóla í borgina til þess að taka á móti þessum árgangi. Höfum í huga að börn í Reykjavík þurfa nú þegar mörg hver að bíða fram yfir tveggja ára aldur áður en þau fá leikskólapláss, meira en ári eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þetta virðast hafa farið framhjá meirihlutanum í borgarstjórn sem ætlar að fækka starfsfólki leikskóla á milli ára, þrátt fyrir að starfsmönnum borgarinnar á öðrum sviðum haldi áfram að fjölga. Þó stendur til að byrja að byggja nýjar leikskóladeildir fyrir 4 milljarða króna á næsta ári, sem er allt of lítið og allt of seint. Borgin ætlar því áfram að skila auðu til foreldra og barna á leikskólaaldri en virðast ætla að fá starfsfólk skólanna til að leysa vandann fyrir sig. Leikskólastjórnendur fá nú símtöl þar sem þeir eru beðnir um að reyna að taka inn sem flest börn, enda styttist í kosningar. Hver á að vera heima? Samtölin milli foreldra um það hvernig þeir ætli að brúa þetta bil munu því fyrirsjáanlega halda áfram. Atvinnurekendur munu áfram þurfa að sjá á eftir starfsfólki sem er fast heima á meðan beðið er eftir símtalinu um hvenær barnið fái loksins pláss. Þetta ástand veldur álagi á barnafjölskyldur sem fæstar þurfa á auknum áhyggjum að halda. Og ef þær eru svo heppnar að fá inni, þurfa þær fljótlega að venja sig á að hlaupa undir bagga með kerfinu á svokölluðum fáliðunardögum, þegar ekki tekst að manna deildir. Þeir eru orðnir svo algengir að þeir hafa fengið sérstakt heiti í samskiptum borgar og leikskólaforeldra. Það mætti halda því fram að áætlanir meirihlutans í borginni hvað þetta varðar séu mikil vonbrigði, en þær eru það í rauninni ekki. Það er bara hægt að valda vonbrigðum þegar væntingarnar eru einhverjar. Samfylkingin lofaði að á þessu kjörtímabili yrði ráðist í uppbyggingu á leikskólum þannig að öllum reykvískum börnum yrði boðið leikskólapláss við 12 til 18 mánaða aldur. Það gekk ekki eftir, ekki frekar en síðustu fjögur kjörtímabilin þar á undan þar sem sama loforðið hefur verið lagt fram og svikið, aftur og aftur. Það er kaldhæðni örlaganna að loforð Samfylkingarinnar um 12 til 18 mánaða inntökualdur hefur verið svikið í 12 til 18 ár. Kominn tími á breytingar Slæm staða og úrræðaleysi í leikskólamálum er rökrétt og eðlileg afleiðing af áralöngu stefnuleysi í rekstri og fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir að Reykjavík hafi upp á fjölmargt að bjóða og sé að mörgu leyti frábær borg, þá er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki áhuga eða skilning á mikilvægi þess að fjármál borgarinnar séu í lagi. Skuldahlutfall borgarinnar hefur tvöfaldast á fjórum árum. Fulltrúar meirihlutans virðast ekki skilja samhengið á milli heilbrigðra fjármála og ráðdeildar annars vegar og gæða grunnþjónustunnar hins vegar. Fyrir vikið á borgin fullt í fangi með að sjá um grundvallarverkefni, eins og eðlilegt viðhald á skólum. Þetta þarf ekki að vera svona, en til þess að eitthvað breytist er nauðsynlegt að aðrir fái umboð kjósenda til þess að gera breytingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið fyrsta flokks borg. Höfundur er foreldri í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun