Hættum þessu rugli Heimir Eyvindarson skrifar 8. nóvember 2021 06:00 Við lifum kannski alltaf á viðsjárverðum tímum, en sjálfsagt getum við verið sammála um að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir núna eru býsna stórar. Græðgin er svo yfirgengileg að hráefni jarðarinnar eru að klárast eitt af öðru og virðing fyrir öðrum, s.s. fólkinu sem stritar við ósæmandi kjör við að framleiða rafhlöður í svo að segja einnota símana okkar eða sauma á okkur fötin sem við hendum eftir að hafa klæðst þeim einu sinni eða tvisvar, er lítil sem engin. Eftir hrun varð mikil umræða um það siðrof sem hafði orðið í þjóðfélaginu. Í kjölfar þjóðfundar 2009 voru hugtök eins og gagnrýnin hugsun og sjálfbærni skrifuð inn í nýjar aðalnámskrár og vonir stóðu til þess að með aukinni áherslu á þá þætti í skólastarfi tækist að byggja upp heilbrigðara og réttlátara þjóðfélag. Í sömu námskrár var hins vegar aukinheldur skrifaður inn haugur af mælanlegum markmiðum og viðmiðum í öllum greinum, sem öllum er nú ljóst að ekki var nokkur lifandi leið að fara eftir. Fjöldinn allur af misvísandi skilaboðum frá yfirvöldum menntamála og allskonar þras og bras okkar sjálfra við að fá einhvern botn í þær kröfur sem okkur ber að uppfylla hefur gert það að verkum að mun minna púður en til stóð hefur farið í að fylgja þeim göfugu markmiðum að leggja áherslu á grunnþætti menntunar. Auknar mælingar ríkis og sveitarfélaga á vinnuframlagi okkar og árangri sem boðaðar eru í nýrri menntastefnu munu ekki hjálpa okkur neitt í þeim efnum. Ég trúi því að viðsemjendur okkar hafi vilja til að byggja hér upp heilbrigt menntakerfi, en það er ekki nóg að vilja. Það þarf líka að skilja. Skilningur yfirvalda á eðli skólastarfs er nefnilega oft sorglega takmarkaður. Allt of margt sveitarstjórnarfólk lítur til dæmis augljóslega fyrst og síðast á leikskólann og yngri stig grunnskólans sem vistunarúrræði sem hafi þann megin tilgang að tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Skilningur á starfi tónlistar- og framhaldsskóla er engu skárri, um það vitna stútfullir tónlistarskólar um allt land sem vegna ýmissa aðstæðna sem þeim eru skapaðar hafa ekki burði til að anna eftirspurn, þrátt fyrir að við vitum mæta vel hvað ávinningur af góðu tónlistarnámi er fjölþættur. Stytting náms til stúdentsprófs segir síðan allt sem segja þarf um skilning yfirvalda á skólastarfi í framhaldsskólum. Það er kominn tími til að segja nei við þessu rugli. Við kennarar þurfum að rétta úr okkur og setja skýrari mörk hvað okkur varðar. Segjum nei við óraunhæfum kröfum, auknu orðskrúði, fleiri stefnum sem ekki er ljóst hvernig á að innleiða, skilningsleysi yfirvalda á eðli skólastarfs á öllum skólastigum og endalausu þvargi milli ríkis og sveitarfélaga um það hver eigi að borga fyrir ýmsa lögbundna þjónustu sem getur skipt sköpum fyrir okkur sjálf og nemendur okkar. Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í grunnskóla og býður sig fram til formennsku í KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Sjá meira
Við lifum kannski alltaf á viðsjárverðum tímum, en sjálfsagt getum við verið sammála um að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir núna eru býsna stórar. Græðgin er svo yfirgengileg að hráefni jarðarinnar eru að klárast eitt af öðru og virðing fyrir öðrum, s.s. fólkinu sem stritar við ósæmandi kjör við að framleiða rafhlöður í svo að segja einnota símana okkar eða sauma á okkur fötin sem við hendum eftir að hafa klæðst þeim einu sinni eða tvisvar, er lítil sem engin. Eftir hrun varð mikil umræða um það siðrof sem hafði orðið í þjóðfélaginu. Í kjölfar þjóðfundar 2009 voru hugtök eins og gagnrýnin hugsun og sjálfbærni skrifuð inn í nýjar aðalnámskrár og vonir stóðu til þess að með aukinni áherslu á þá þætti í skólastarfi tækist að byggja upp heilbrigðara og réttlátara þjóðfélag. Í sömu námskrár var hins vegar aukinheldur skrifaður inn haugur af mælanlegum markmiðum og viðmiðum í öllum greinum, sem öllum er nú ljóst að ekki var nokkur lifandi leið að fara eftir. Fjöldinn allur af misvísandi skilaboðum frá yfirvöldum menntamála og allskonar þras og bras okkar sjálfra við að fá einhvern botn í þær kröfur sem okkur ber að uppfylla hefur gert það að verkum að mun minna púður en til stóð hefur farið í að fylgja þeim göfugu markmiðum að leggja áherslu á grunnþætti menntunar. Auknar mælingar ríkis og sveitarfélaga á vinnuframlagi okkar og árangri sem boðaðar eru í nýrri menntastefnu munu ekki hjálpa okkur neitt í þeim efnum. Ég trúi því að viðsemjendur okkar hafi vilja til að byggja hér upp heilbrigt menntakerfi, en það er ekki nóg að vilja. Það þarf líka að skilja. Skilningur yfirvalda á eðli skólastarfs er nefnilega oft sorglega takmarkaður. Allt of margt sveitarstjórnarfólk lítur til dæmis augljóslega fyrst og síðast á leikskólann og yngri stig grunnskólans sem vistunarúrræði sem hafi þann megin tilgang að tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Skilningur á starfi tónlistar- og framhaldsskóla er engu skárri, um það vitna stútfullir tónlistarskólar um allt land sem vegna ýmissa aðstæðna sem þeim eru skapaðar hafa ekki burði til að anna eftirspurn, þrátt fyrir að við vitum mæta vel hvað ávinningur af góðu tónlistarnámi er fjölþættur. Stytting náms til stúdentsprófs segir síðan allt sem segja þarf um skilning yfirvalda á skólastarfi í framhaldsskólum. Það er kominn tími til að segja nei við þessu rugli. Við kennarar þurfum að rétta úr okkur og setja skýrari mörk hvað okkur varðar. Segjum nei við óraunhæfum kröfum, auknu orðskrúði, fleiri stefnum sem ekki er ljóst hvernig á að innleiða, skilningsleysi yfirvalda á eðli skólastarfs á öllum skólastigum og endalausu þvargi milli ríkis og sveitarfélaga um það hver eigi að borga fyrir ýmsa lögbundna þjónustu sem getur skipt sköpum fyrir okkur sjálf og nemendur okkar. Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í grunnskóla og býður sig fram til formennsku í KÍ.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun