Nauðsynleg viðhorfsbreyting Tómas Leifsson skrifar 4. nóvember 2021 09:00 Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Barn er í kringum átta klukkutíma á dag í leikskóla. Áhrifin sem leikskóli hefur á þroska og líðan barns eru gríðarleg. Þetta eru mikilvægustu árin í lífi einstaklings og þarna eigum við að vera með okkar besta fólk. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga hlýtur að vera að fjölga leikskólakennurum. Í áraraðir hefur mannekla verið viðvarandi vandamál í leikskólum landsins. Við sem samfélag höfum ákveðið að hafa það þannig. Álagið er mikið, launin lág og starfsaðstæður óviðunandi. Margt starfsfólk gefst upp og ræður sig annað. Mikil starfsmannavelta á leikskólum er aldrei góð og bitnar það verst á börnum sem þurfa festu og öryggi. Leikskólar þurfa oft að fella niður vettvangsferðir vegna manneklu, foreldrar þurfa að sækja barnið sitt fyrr vegna manneklu, börn komast ekki í aðlögun vegna manneklu, einni deild lokað í dag vegna manneklu og svo framvegis. Þessi staða er fyrir löngu orðin hluti af leikskólastarfinu. Við sættum okkur við þetta. Hugarfar og virðing samfélagsins gagnvart leikskólanum verður að breytast. Hættum að tala um að uppfylla einhver lágmarksviðmið um mönnun eða leikskóla sem eru opnir allan sólarhringinn. Metnaðurinn verður að vera miklu meiri. Við viljum það besta fyrir börnin okkar og þá verður viðhorf okkar að breytast. Hlutverk leikskólans snýr að börnunum en ekki atvinnulífinu. Það felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Í umræðu um leikskóla á þetta að koma fyrst, allt annað á að bíða. Það er nauðsynlegt að efla leikskólana innan frá og styrkja kerfið í heild sinni. Við verðum að fjölga leikskólakennurum vegna þess að góðir kennarar eru forsenda góðrar menntunar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi. Fáar starfsgreinar skila jafn miklu til baka og þeir sem mennta börnin okkar. Sterkt leikskólakerfi með háu hlutfalli leikskólakennara, lítilli starfsmannaveltu og ánægðu starfsfólki yrði ómetanlegt fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Barn er í kringum átta klukkutíma á dag í leikskóla. Áhrifin sem leikskóli hefur á þroska og líðan barns eru gríðarleg. Þetta eru mikilvægustu árin í lífi einstaklings og þarna eigum við að vera með okkar besta fólk. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga hlýtur að vera að fjölga leikskólakennurum. Í áraraðir hefur mannekla verið viðvarandi vandamál í leikskólum landsins. Við sem samfélag höfum ákveðið að hafa það þannig. Álagið er mikið, launin lág og starfsaðstæður óviðunandi. Margt starfsfólk gefst upp og ræður sig annað. Mikil starfsmannavelta á leikskólum er aldrei góð og bitnar það verst á börnum sem þurfa festu og öryggi. Leikskólar þurfa oft að fella niður vettvangsferðir vegna manneklu, foreldrar þurfa að sækja barnið sitt fyrr vegna manneklu, börn komast ekki í aðlögun vegna manneklu, einni deild lokað í dag vegna manneklu og svo framvegis. Þessi staða er fyrir löngu orðin hluti af leikskólastarfinu. Við sættum okkur við þetta. Hugarfar og virðing samfélagsins gagnvart leikskólanum verður að breytast. Hættum að tala um að uppfylla einhver lágmarksviðmið um mönnun eða leikskóla sem eru opnir allan sólarhringinn. Metnaðurinn verður að vera miklu meiri. Við viljum það besta fyrir börnin okkar og þá verður viðhorf okkar að breytast. Hlutverk leikskólans snýr að börnunum en ekki atvinnulífinu. Það felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Í umræðu um leikskóla á þetta að koma fyrst, allt annað á að bíða. Það er nauðsynlegt að efla leikskólana innan frá og styrkja kerfið í heild sinni. Við verðum að fjölga leikskólakennurum vegna þess að góðir kennarar eru forsenda góðrar menntunar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi. Fáar starfsgreinar skila jafn miklu til baka og þeir sem mennta börnin okkar. Sterkt leikskólakerfi með háu hlutfalli leikskólakennara, lítilli starfsmannaveltu og ánægðu starfsfólki yrði ómetanlegt fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er kennari.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun