Nauðsynleg viðhorfsbreyting Tómas Leifsson skrifar 4. nóvember 2021 09:00 Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Barn er í kringum átta klukkutíma á dag í leikskóla. Áhrifin sem leikskóli hefur á þroska og líðan barns eru gríðarleg. Þetta eru mikilvægustu árin í lífi einstaklings og þarna eigum við að vera með okkar besta fólk. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga hlýtur að vera að fjölga leikskólakennurum. Í áraraðir hefur mannekla verið viðvarandi vandamál í leikskólum landsins. Við sem samfélag höfum ákveðið að hafa það þannig. Álagið er mikið, launin lág og starfsaðstæður óviðunandi. Margt starfsfólk gefst upp og ræður sig annað. Mikil starfsmannavelta á leikskólum er aldrei góð og bitnar það verst á börnum sem þurfa festu og öryggi. Leikskólar þurfa oft að fella niður vettvangsferðir vegna manneklu, foreldrar þurfa að sækja barnið sitt fyrr vegna manneklu, börn komast ekki í aðlögun vegna manneklu, einni deild lokað í dag vegna manneklu og svo framvegis. Þessi staða er fyrir löngu orðin hluti af leikskólastarfinu. Við sættum okkur við þetta. Hugarfar og virðing samfélagsins gagnvart leikskólanum verður að breytast. Hættum að tala um að uppfylla einhver lágmarksviðmið um mönnun eða leikskóla sem eru opnir allan sólarhringinn. Metnaðurinn verður að vera miklu meiri. Við viljum það besta fyrir börnin okkar og þá verður viðhorf okkar að breytast. Hlutverk leikskólans snýr að börnunum en ekki atvinnulífinu. Það felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Í umræðu um leikskóla á þetta að koma fyrst, allt annað á að bíða. Það er nauðsynlegt að efla leikskólana innan frá og styrkja kerfið í heild sinni. Við verðum að fjölga leikskólakennurum vegna þess að góðir kennarar eru forsenda góðrar menntunar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi. Fáar starfsgreinar skila jafn miklu til baka og þeir sem mennta börnin okkar. Sterkt leikskólakerfi með háu hlutfalli leikskólakennara, lítilli starfsmannaveltu og ánægðu starfsfólki yrði ómetanlegt fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Barn er í kringum átta klukkutíma á dag í leikskóla. Áhrifin sem leikskóli hefur á þroska og líðan barns eru gríðarleg. Þetta eru mikilvægustu árin í lífi einstaklings og þarna eigum við að vera með okkar besta fólk. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga hlýtur að vera að fjölga leikskólakennurum. Í áraraðir hefur mannekla verið viðvarandi vandamál í leikskólum landsins. Við sem samfélag höfum ákveðið að hafa það þannig. Álagið er mikið, launin lág og starfsaðstæður óviðunandi. Margt starfsfólk gefst upp og ræður sig annað. Mikil starfsmannavelta á leikskólum er aldrei góð og bitnar það verst á börnum sem þurfa festu og öryggi. Leikskólar þurfa oft að fella niður vettvangsferðir vegna manneklu, foreldrar þurfa að sækja barnið sitt fyrr vegna manneklu, börn komast ekki í aðlögun vegna manneklu, einni deild lokað í dag vegna manneklu og svo framvegis. Þessi staða er fyrir löngu orðin hluti af leikskólastarfinu. Við sættum okkur við þetta. Hugarfar og virðing samfélagsins gagnvart leikskólanum verður að breytast. Hættum að tala um að uppfylla einhver lágmarksviðmið um mönnun eða leikskóla sem eru opnir allan sólarhringinn. Metnaðurinn verður að vera miklu meiri. Við viljum það besta fyrir börnin okkar og þá verður viðhorf okkar að breytast. Hlutverk leikskólans snýr að börnunum en ekki atvinnulífinu. Það felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Í umræðu um leikskóla á þetta að koma fyrst, allt annað á að bíða. Það er nauðsynlegt að efla leikskólana innan frá og styrkja kerfið í heild sinni. Við verðum að fjölga leikskólakennurum vegna þess að góðir kennarar eru forsenda góðrar menntunar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi. Fáar starfsgreinar skila jafn miklu til baka og þeir sem mennta börnin okkar. Sterkt leikskólakerfi með háu hlutfalli leikskólakennara, lítilli starfsmannaveltu og ánægðu starfsfólki yrði ómetanlegt fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er kennari.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun