Magnús Þór fær atkvæðin okkar Jón Páll Haraldsson og Linda Heiðarsdóttir skrifa 2. nóvember 2021 13:00 Nú eru hafnar formannskosningar í einu stærsta stéttar- og fagfélagi landsins, Kennarasambandi Íslands. Fjórir mjög frambærilegir einstaklingar hafa boðið sig fram til formennsku og á vef KÍ er einnig að finna kynningu á frambjóðendum. Einnig má benda á umræðuþáttinn Pallborðið á vef Vísis. Kosningarnar fara fram á vef KÍ og lýkur þeim 8. nóvember. Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunum. Frambjóðendurnir koma af ólíkum skólastigum því KÍ eru breið regnhlífarsamtök bæði kennara og stjórnenda úr leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum landsins. Við undirrituð viljum lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Jónsson skólastjóra í Seljaskóla í Reykjavík og samstarfsmann okkar til margra ára í trúnaðarstörfum á vegum Skólastjórafélags Íslands. Magnús er kennari, skólamaður og uppalandi af lífi og sál. Hann hefur allan sinn starfsferil unnið innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar, hefur hvarvetna lagt sig allan fram og verið farsæll í sínum störfum. Að afloknu kennaranámi var Magnús grunnskólakennari í Reykjavík og á Siglufirði en snéri sér síðan að stjórnunarstörfum og var deildarstjóri í Breiðholtsskóla áður en hann varð skólastjóri í samreknum skóla í Snæfellsbæ. Í dag er hann skólastjóri í Seljaskóla í Reykjavík. Magnús þekkir því skólakerfið á Íslandi mjög vel, hefur umtalsverða stjórnunarreynslu og er ákaflega farsæll sem stjórnandi – sem allt ætti að nýtast vel í starfi formanns KÍ. Magnús er málafylgjumaður og dugnaðarforkur. Sem kennari var hann kosinn til trúnaðarstarfa og sem skólastjóri hefur hann gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Skólastjórafélag Íslands, m.a. setið í samninganefnd félagsins og svo verið formaður í Félagi skólastjórnenda í Reykjavík sl. 5 ár. Í þessum störfum hefur hann ekki hikað við að beita sér fyrir hönd skjólstæðinga þegar á þarf að halda, en ávallt af mikilli reisn þannig að góð tengsl haldast á milli aðila. Magnús er þannig líka mannasættir. Því nær hann fram með hreinskilni og hugrekki og óbilandi elju við að ræða málin og kalla fram öll sjónarmið. Þessi eiginleiki yrði dýrmætur í starfi formanns KÍ. Magnús er síðan miljónamæringur þegar kemur að mannlegum tengslum, félagsneti og félagslyndi. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur hann setið í stjórnum íþróttafélaga en einnig komið að þjálfun, dómgæslu og næstum hverju því sem snýr að því að halda úti uppbyggilegu íþróttastarfi. Hann þekkir hér um bil aðra hverja manneskju sem hann hittir á götu úti; það er án efa hvimleitt fyrir fjölskylduna hans í búðarferðum en yrði mikill auður í starfi formanns KÍ. Þá minnir okkur undirrituð að Magnús hafi verið valinn Breiðhyltingur ársins sem fyrir störf sín að skólamálum og félagsmálum í hverfinu. Þessir einstöku félagslegu eiginleikar Magnúsar eru gulls ígildi í félagsstarfi og líklegir til að skapa KÍ góða ímynd í samfélaginu. Síðast en ekki síst teljum við að sem formaður muni Magnús mun leggja sig allan fram um að KÍ virki sem þau heildarsamtök kennara og skólastjórnenda sem þeim er ætlaða að vera, samtökin sem hafa stutt okkur undirrituð sem bæði kennara og skólastjórnendur og okkur þykir svo undurvænt um. Með félagskveðju, Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík.Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Linda Heiðarsdóttir Jón Páll Haraldsson Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú eru hafnar formannskosningar í einu stærsta stéttar- og fagfélagi landsins, Kennarasambandi Íslands. Fjórir mjög frambærilegir einstaklingar hafa boðið sig fram til formennsku og á vef KÍ er einnig að finna kynningu á frambjóðendum. Einnig má benda á umræðuþáttinn Pallborðið á vef Vísis. Kosningarnar fara fram á vef KÍ og lýkur þeim 8. nóvember. Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunum. Frambjóðendurnir koma af ólíkum skólastigum því KÍ eru breið regnhlífarsamtök bæði kennara og stjórnenda úr leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum landsins. Við undirrituð viljum lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Jónsson skólastjóra í Seljaskóla í Reykjavík og samstarfsmann okkar til margra ára í trúnaðarstörfum á vegum Skólastjórafélags Íslands. Magnús er kennari, skólamaður og uppalandi af lífi og sál. Hann hefur allan sinn starfsferil unnið innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar, hefur hvarvetna lagt sig allan fram og verið farsæll í sínum störfum. Að afloknu kennaranámi var Magnús grunnskólakennari í Reykjavík og á Siglufirði en snéri sér síðan að stjórnunarstörfum og var deildarstjóri í Breiðholtsskóla áður en hann varð skólastjóri í samreknum skóla í Snæfellsbæ. Í dag er hann skólastjóri í Seljaskóla í Reykjavík. Magnús þekkir því skólakerfið á Íslandi mjög vel, hefur umtalsverða stjórnunarreynslu og er ákaflega farsæll sem stjórnandi – sem allt ætti að nýtast vel í starfi formanns KÍ. Magnús er málafylgjumaður og dugnaðarforkur. Sem kennari var hann kosinn til trúnaðarstarfa og sem skólastjóri hefur hann gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Skólastjórafélag Íslands, m.a. setið í samninganefnd félagsins og svo verið formaður í Félagi skólastjórnenda í Reykjavík sl. 5 ár. Í þessum störfum hefur hann ekki hikað við að beita sér fyrir hönd skjólstæðinga þegar á þarf að halda, en ávallt af mikilli reisn þannig að góð tengsl haldast á milli aðila. Magnús er þannig líka mannasættir. Því nær hann fram með hreinskilni og hugrekki og óbilandi elju við að ræða málin og kalla fram öll sjónarmið. Þessi eiginleiki yrði dýrmætur í starfi formanns KÍ. Magnús er síðan miljónamæringur þegar kemur að mannlegum tengslum, félagsneti og félagslyndi. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur hann setið í stjórnum íþróttafélaga en einnig komið að þjálfun, dómgæslu og næstum hverju því sem snýr að því að halda úti uppbyggilegu íþróttastarfi. Hann þekkir hér um bil aðra hverja manneskju sem hann hittir á götu úti; það er án efa hvimleitt fyrir fjölskylduna hans í búðarferðum en yrði mikill auður í starfi formanns KÍ. Þá minnir okkur undirrituð að Magnús hafi verið valinn Breiðhyltingur ársins sem fyrir störf sín að skólamálum og félagsmálum í hverfinu. Þessir einstöku félagslegu eiginleikar Magnúsar eru gulls ígildi í félagsstarfi og líklegir til að skapa KÍ góða ímynd í samfélaginu. Síðast en ekki síst teljum við að sem formaður muni Magnús mun leggja sig allan fram um að KÍ virki sem þau heildarsamtök kennara og skólastjórnenda sem þeim er ætlaða að vera, samtökin sem hafa stutt okkur undirrituð sem bæði kennara og skólastjórnendur og okkur þykir svo undurvænt um. Með félagskveðju, Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík.Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík.
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar