Þingmenn vilja ákæra Bannon Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2021 23:48 Steve Bannon gæti verið dæmdur í allt að árs fangelsi og gert að greiða allt að hundrað þúsund dala sekt. AP/Scott Applewhite Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna. 229 þingmenn greiddu atkvæði með ákæru og 202 gegn henni. Níu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði með Demókrötum. Ákvörðunin um það hvort Bannon verði formlega ákærður er nú í höndum ríkissaksóknara Washington DC og dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt frétt Politico. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, vildi ekki tjá sig um málið í dag að öðru leyti en að dómsmálaráðuneytið myndi fylgja lögum. Samkvæmt lögum gæti verið hægt að dæma Bannon til að greiða allt frá hundrað dölum til hundrað þúsund dala í sekt og sitja í fangelsi í allt að ár. Hvítþvottur eða stuðningur Það að einungis níu þingmenn hafi greitt atkvæði með ákæru er samkvæmt frétt New York Times til marks um það hve lítinn vilja Repúblikanar hafa til að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar. Þeir vilji frekar hvítþvo árásina, hunsa hana eða ýta undir þær ásakanir sem leiddu til hennar. Stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra. Það gerðu þau á grundvelli ítrekaðra og ósannra fullyrðinga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað forsetann fyrrverandi sigur. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins neita enn að segja opinberlega að Joe Biden sé réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Komu í veg fyrir stofnun hlutlausrar rannsóknarnefndar Í kjölfar árásarinnar stóð til að stofna ópólitíska rannsóknarnefnd en Repúblikanar komu í veg fyrir það. Demókratar stofnuðu því þingnefnd sem er að rannsaka árásina. Repúblikanar tilnefndu tvo þingmenn til þeirrar nefndar. Það voru þeir Jim Jordan og Jim Banks en áðir eru yfirlýstir og dyggir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og báðir greiddu atkvæði gegn því að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Þar að auki hafa þeir báðir tekið undir ósannar yfirlýsingar Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Liz Cheney er eini Repúblikaninn í rannsóknarnefnd þingsins. Hún er orðin utangarðs í Repúblikanaflokknum vegna andstöðu hennar við Donald Trump og ummæli Trump-liða um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur.AP/Andrew Harnik Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, neitaði að hleypa þeim í nefndina en samþykkti þrjá aðra. Repúblikanar neituðu því þó og sögðust ætla að stofna eigin nefnd. Sjá einnig: Pelosi neitar stuðningsmönnum Trumps um sæti í rannsóknarnefnd Fyrir atkvæðagreiðsluna í kvöld sendi Trump frá sér tilkynningu þar sem hann sagði forsetakosningarnar í fyrra hafa verið raunverulegu uppreisnuna. Árásin á þinghúsið í janúar hefði bara verið mótmæli. Bannon hefur um árabil verið bandamaður Trumps og var ráðgjafi hans í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar 2016 og þegar hann flutti í Hvíta húsið. Hann var þó rekinn úr Hvíta húsinu eftir nokkra mánuði. Trump rak Bannon eftir að haft var eftir honum í bókinn Fire and Fury eftir Michael Wolff, að Donald Trump yngri, sonur forsetans fyrrverandi, hefði framið landráð þegar hann fór á fund í Trump-turni í New York fyrir kosningarnar 2016. Rússneskur lögfræðingur boðaði til fundarins og sagði tilgang hans vera að koma upplýsingum til hans sem kæmu sér illa fyrir Hillary clinton, mótframbjóðanda Trumps. Lögfræðingurinn, sem heitir Natalia Veselnitskaya, sagði í tölvupóst til Trumps yngri að þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja við framboð Trumps. Haft var eftir Bannon að Trump yngri hefði aldrei átt að fara á þennan fund og þess í stað hefði hann átt að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Áður en hann var rekinn lýsti Bannon því yfir að hann hefði ekki verið að tala um Trump yngri heldur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, sem var einnig á fundinum. Sjá einnig: Trump vill ekki fyrirgefa Bannon Manafort var árið 2018 dæmdur í fangelsi fyrir bankasvik og önnur brot. Trump náðaði hann þó á síðustu vikum forsetatíðar sinnar. Trump náðaði Bannon Eitt af síðustu embættisverkum Trumps var að náða einnig Bannon. Hann hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröfluninni We Build the Wall. Bannon hafði safnað fúlgum fjár á þeim grundvelli að peningarnir ættu að fara í byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bannon hafði þó aldrei verið sakfelldur vegna þessa en réttarhöldin féllu niður vegna náðunarinnar. Sjá einnig: Trump náðaði Steve Bannon Sagði að allt yrði vitlaust Þingmennirnir í rannsóknarnefndin vilja ræða við Bannon um samskipti hans við Trump í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið og telja mögulegt að hann sitji á mikilvægum upplýsingum ætlanir Trump-liða varðandi það að grafa undan sigri Bidens og varðandi árásina sjálfa. Meðlimir nefndarinnar vísa sérstaklega til ummæla Bannons í útvarpsþætti sínum þann fimmta janúar, degi fyrir árásina á þinghúsið, þar sem hann sagði meðal annars: „Það verður allt vitlaust á morgun“. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23 Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02 Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar. 13. október 2021 21:28 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
229 þingmenn greiddu atkvæði með ákæru og 202 gegn henni. Níu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði með Demókrötum. Ákvörðunin um það hvort Bannon verði formlega ákærður er nú í höndum ríkissaksóknara Washington DC og dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt frétt Politico. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, vildi ekki tjá sig um málið í dag að öðru leyti en að dómsmálaráðuneytið myndi fylgja lögum. Samkvæmt lögum gæti verið hægt að dæma Bannon til að greiða allt frá hundrað dölum til hundrað þúsund dala í sekt og sitja í fangelsi í allt að ár. Hvítþvottur eða stuðningur Það að einungis níu þingmenn hafi greitt atkvæði með ákæru er samkvæmt frétt New York Times til marks um það hve lítinn vilja Repúblikanar hafa til að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar. Þeir vilji frekar hvítþvo árásina, hunsa hana eða ýta undir þær ásakanir sem leiddu til hennar. Stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra. Það gerðu þau á grundvelli ítrekaðra og ósannra fullyrðinga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað forsetann fyrrverandi sigur. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins neita enn að segja opinberlega að Joe Biden sé réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Komu í veg fyrir stofnun hlutlausrar rannsóknarnefndar Í kjölfar árásarinnar stóð til að stofna ópólitíska rannsóknarnefnd en Repúblikanar komu í veg fyrir það. Demókratar stofnuðu því þingnefnd sem er að rannsaka árásina. Repúblikanar tilnefndu tvo þingmenn til þeirrar nefndar. Það voru þeir Jim Jordan og Jim Banks en áðir eru yfirlýstir og dyggir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og báðir greiddu atkvæði gegn því að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Þar að auki hafa þeir báðir tekið undir ósannar yfirlýsingar Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Liz Cheney er eini Repúblikaninn í rannsóknarnefnd þingsins. Hún er orðin utangarðs í Repúblikanaflokknum vegna andstöðu hennar við Donald Trump og ummæli Trump-liða um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur.AP/Andrew Harnik Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, neitaði að hleypa þeim í nefndina en samþykkti þrjá aðra. Repúblikanar neituðu því þó og sögðust ætla að stofna eigin nefnd. Sjá einnig: Pelosi neitar stuðningsmönnum Trumps um sæti í rannsóknarnefnd Fyrir atkvæðagreiðsluna í kvöld sendi Trump frá sér tilkynningu þar sem hann sagði forsetakosningarnar í fyrra hafa verið raunverulegu uppreisnuna. Árásin á þinghúsið í janúar hefði bara verið mótmæli. Bannon hefur um árabil verið bandamaður Trumps og var ráðgjafi hans í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar 2016 og þegar hann flutti í Hvíta húsið. Hann var þó rekinn úr Hvíta húsinu eftir nokkra mánuði. Trump rak Bannon eftir að haft var eftir honum í bókinn Fire and Fury eftir Michael Wolff, að Donald Trump yngri, sonur forsetans fyrrverandi, hefði framið landráð þegar hann fór á fund í Trump-turni í New York fyrir kosningarnar 2016. Rússneskur lögfræðingur boðaði til fundarins og sagði tilgang hans vera að koma upplýsingum til hans sem kæmu sér illa fyrir Hillary clinton, mótframbjóðanda Trumps. Lögfræðingurinn, sem heitir Natalia Veselnitskaya, sagði í tölvupóst til Trumps yngri að þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja við framboð Trumps. Haft var eftir Bannon að Trump yngri hefði aldrei átt að fara á þennan fund og þess í stað hefði hann átt að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Áður en hann var rekinn lýsti Bannon því yfir að hann hefði ekki verið að tala um Trump yngri heldur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, sem var einnig á fundinum. Sjá einnig: Trump vill ekki fyrirgefa Bannon Manafort var árið 2018 dæmdur í fangelsi fyrir bankasvik og önnur brot. Trump náðaði hann þó á síðustu vikum forsetatíðar sinnar. Trump náðaði Bannon Eitt af síðustu embættisverkum Trumps var að náða einnig Bannon. Hann hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröfluninni We Build the Wall. Bannon hafði safnað fúlgum fjár á þeim grundvelli að peningarnir ættu að fara í byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bannon hafði þó aldrei verið sakfelldur vegna þessa en réttarhöldin féllu niður vegna náðunarinnar. Sjá einnig: Trump náðaði Steve Bannon Sagði að allt yrði vitlaust Þingmennirnir í rannsóknarnefndin vilja ræða við Bannon um samskipti hans við Trump í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið og telja mögulegt að hann sitji á mikilvægum upplýsingum ætlanir Trump-liða varðandi það að grafa undan sigri Bidens og varðandi árásina sjálfa. Meðlimir nefndarinnar vísa sérstaklega til ummæla Bannons í útvarpsþætti sínum þann fimmta janúar, degi fyrir árásina á þinghúsið, þar sem hann sagði meðal annars: „Það verður allt vitlaust á morgun“.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23 Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02 Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar. 13. október 2021 21:28 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23
Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02
Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31
Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33
Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar. 13. október 2021 21:28