Lítil og meðalstór fyrirtæki vænta mikils af nýjum stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar 28. september 2021 12:30 Flokkarnir þrír sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin fjögur ár eru nú í viðræðum um framhald á stjórnarsamstarfi sínu eftir að stjórnin jók meirihluta sinn í þingkosningunum á laugardag. Gera má ráð fyrir að áherzlur í stjórnarsamstarfinu taki einhverjum breytingum; innbyrðis valdahlutföll eru breytt og flokkarnir settu önnur mál á oddinn fyrir þessar kosningar en þær síðustu. Uppistaðan í Félagi atvinnurekenda eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Félagið hefur barizt fyrir hagsmunum þeirra m.a. með áherzlu á lækkun skatta og gjalda á fyrirtækjarekstur, einföldun regluverks og skilvirka samkeppnislöggjöf og -eftirlit. Félagið kynnti fyrir kosningarnar tíu hagsmunamál fyrirtækja, sem ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeirra á meðal eru lægra tryggingagjald, uppstokkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, samkeppnismat fyrir alla nýja og gildandi löggjöf og einföldun á eftirlitsgjöldum sem fyrirtæki þurfa að greiða. Framsókn: Lækka gjöld á minni fyrirtækin Flokkarnir þrír, sem nú ræða um endurnýjað samstarf, lögðu allir áherzlu á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í stefnuskrám sínum fyrir kosningarnar. Framsóknarflokkurinn, sem stjórnin getur þakkað fjölgun í þingliði sínu, kynnti sig sem „málsvara lítilla og meðalstórra fyrirtækja“ og vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það á minni fyrirtækin. Flokkurinn vill láta taka tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda, sem í dag eru í formi flatra gjalda eða skatta, t.d. gjöld vegna starfsleyfa og úttekta. Sjálfstæðismenn: Einfalda regluverk, létta skatta Sjálfstæðisflokkurinn sagði í sínum kosningaáherzlum að lítil og meðalstór fyrirtæki væru „hryggjarstykki íslensks atvinnulífs“. Huga yrði sérstaklega að umhverfi þeirra er varðar skatta, gjöld og regluverk til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að einfalda regluverk; segja að það eigi að vera „einfalt að stofna og reka fyrirtæki“ og „einfalt fyrir fyrirtæki að ráða starfsfólk“. Skattaumhverfið verði að sníða þannig að það tryggi alþjóðlega samkeppnishæfni og þannig að „almennt sé ekki þörf fyrir sértækar ívilnanir eða afslátt af opinberum gjöldum“. Vinstri græn: Hlúa að minni fyrirtækjum, einfalda regluverk Vinstri græn segja í sinni stefnu að leggja þurfi áherzlu á stuðning við sprotafyrirtæki og umhverfi nýsköpunar og hlúa eigi sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru komin af sprotastiginu en ennþá í uppbyggingu. Þá þurfi að auðvelda stofnun og umsýslu lítilla fyrirtækja. Í Kaffikróknum, netþætti FA þar sem rætt var við stjórnmálamenn um stefnu þeirra gagnvart atvinnulífinu, sagðist Katrín Jakobsdóttir formaður VG taka undir hugmyndir um einfaldara regluverk fyrir minni fyrirtækin. Endurskoðun á fasteignasköttunum Í Kaffikróknum kom líka fram að formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks voru sammála um að endurskoða verði kerfi álagningar fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Vegna hækkunar fasteignamats hefur skattbyrði fyrirtækjanna hækkað um hátt í 70% á sex árum í krónum talið, þrátt fyrir að nokkur sveitarfélög hafi lækkað skattprósentuna. Þessir skattar leggjast oft mjög þungt á minni fyrirtækin. Handfastar og vel útfærðar aðgerðir Í ljósi stefnumála stjórnarflokkanna og ummæla forystumanna þeirra fyrir kosningar hljóta atvinnurekendur í minni og meðalstórum fyrirtækjum að vænta mikils af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Gera verður ráð fyrir að í nýjum stjórnarsáttmála verði að finna handfastar og vel útfærðar aðgerðir til að auðvelda stofnun og rekstur litlu og meðalstóru fyrirtækjanna, sem eru vissulega hryggjarstykki íslenzks atvinnulífs og grundvöllur undir verðmætasköpun í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Flokkarnir þrír sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin fjögur ár eru nú í viðræðum um framhald á stjórnarsamstarfi sínu eftir að stjórnin jók meirihluta sinn í þingkosningunum á laugardag. Gera má ráð fyrir að áherzlur í stjórnarsamstarfinu taki einhverjum breytingum; innbyrðis valdahlutföll eru breytt og flokkarnir settu önnur mál á oddinn fyrir þessar kosningar en þær síðustu. Uppistaðan í Félagi atvinnurekenda eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Félagið hefur barizt fyrir hagsmunum þeirra m.a. með áherzlu á lækkun skatta og gjalda á fyrirtækjarekstur, einföldun regluverks og skilvirka samkeppnislöggjöf og -eftirlit. Félagið kynnti fyrir kosningarnar tíu hagsmunamál fyrirtækja, sem ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeirra á meðal eru lægra tryggingagjald, uppstokkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, samkeppnismat fyrir alla nýja og gildandi löggjöf og einföldun á eftirlitsgjöldum sem fyrirtæki þurfa að greiða. Framsókn: Lækka gjöld á minni fyrirtækin Flokkarnir þrír, sem nú ræða um endurnýjað samstarf, lögðu allir áherzlu á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í stefnuskrám sínum fyrir kosningarnar. Framsóknarflokkurinn, sem stjórnin getur þakkað fjölgun í þingliði sínu, kynnti sig sem „málsvara lítilla og meðalstórra fyrirtækja“ og vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það á minni fyrirtækin. Flokkurinn vill láta taka tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda, sem í dag eru í formi flatra gjalda eða skatta, t.d. gjöld vegna starfsleyfa og úttekta. Sjálfstæðismenn: Einfalda regluverk, létta skatta Sjálfstæðisflokkurinn sagði í sínum kosningaáherzlum að lítil og meðalstór fyrirtæki væru „hryggjarstykki íslensks atvinnulífs“. Huga yrði sérstaklega að umhverfi þeirra er varðar skatta, gjöld og regluverk til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að einfalda regluverk; segja að það eigi að vera „einfalt að stofna og reka fyrirtæki“ og „einfalt fyrir fyrirtæki að ráða starfsfólk“. Skattaumhverfið verði að sníða þannig að það tryggi alþjóðlega samkeppnishæfni og þannig að „almennt sé ekki þörf fyrir sértækar ívilnanir eða afslátt af opinberum gjöldum“. Vinstri græn: Hlúa að minni fyrirtækjum, einfalda regluverk Vinstri græn segja í sinni stefnu að leggja þurfi áherzlu á stuðning við sprotafyrirtæki og umhverfi nýsköpunar og hlúa eigi sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru komin af sprotastiginu en ennþá í uppbyggingu. Þá þurfi að auðvelda stofnun og umsýslu lítilla fyrirtækja. Í Kaffikróknum, netþætti FA þar sem rætt var við stjórnmálamenn um stefnu þeirra gagnvart atvinnulífinu, sagðist Katrín Jakobsdóttir formaður VG taka undir hugmyndir um einfaldara regluverk fyrir minni fyrirtækin. Endurskoðun á fasteignasköttunum Í Kaffikróknum kom líka fram að formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks voru sammála um að endurskoða verði kerfi álagningar fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Vegna hækkunar fasteignamats hefur skattbyrði fyrirtækjanna hækkað um hátt í 70% á sex árum í krónum talið, þrátt fyrir að nokkur sveitarfélög hafi lækkað skattprósentuna. Þessir skattar leggjast oft mjög þungt á minni fyrirtækin. Handfastar og vel útfærðar aðgerðir Í ljósi stefnumála stjórnarflokkanna og ummæla forystumanna þeirra fyrir kosningar hljóta atvinnurekendur í minni og meðalstórum fyrirtækjum að vænta mikils af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Gera verður ráð fyrir að í nýjum stjórnarsáttmála verði að finna handfastar og vel útfærðar aðgerðir til að auðvelda stofnun og rekstur litlu og meðalstóru fyrirtækjanna, sem eru vissulega hryggjarstykki íslenzks atvinnulífs og grundvöllur undir verðmætasköpun í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun