Valið er skýrt Bjarni Benediktsson skrifar 25. september 2021 08:00 Í dag veljum við hvernig samfélag við ætlum að byggja næstu fjögur árin. Allt frá 2013 hefur það verið verkefni mitt á hverjum degi að vinna að aukinni velferð Íslendinga, greiða niður skuldir ríkissjóðs og viðhalda stöðugleikanum sem öllu skiptir fyrir heimilin og fyrirtækin. Hærri laun, lægri skattar og léttari afborganir Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Launin hafa hækkað og skattarnir lækkað. Tugir þúsunda Íslendinga hafa endurfjármagnað húsnæðislánin með lægri vöxtum og léttari afborgunum. Í úttekt GRI sem birt var í vikunni kemur fram að það sé best að eldast á Íslandi, þriðja árið í röð. Það land er vandfundið þar sem fólk býr við jafn mikinn kaupmátt, jöfnuður er óvíða meiri og tækifærunum fer stöðugt fjölgandi. Tækifærin í vandamálunum Okkur gengur vel, en við höfum líka ótal tækifæri til að gera enn betur. Við þurfum að halda áfram að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa. Til að það sé hægt þurfum við hins vegar frjálst og öflugt atvinnulíf. Kjörin verða ekki bætt með því að hækka skatta, umbylta stjórnarskránni eða skuldsetja komandi kynslóðir fyrir útblásnum loforðum. Árangurinn næst ekki undir forystu fólks sem ávallt sér vandamál í tækifærunum, frekar en tækifæri í vandamálunum. Sjálfstæðisflokkurinn er eina kjölfestan sem kemur í veg fyrir fjölflokka vinstristjórn. Gerum gott samfélag enn betra Með Sjálfstæðisflokkinn í forystu munum við halda áfram að lækka skatta, bæta kjörin og byggja umhverfi þar sem fyrirtækin okkar blómstra, geta fjölgað starfsfólki og borgað hærri laun. Við ætlum að styrkja okkar dýrmæta heilbrigðiskerfi með öflugu samstarfi hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Við munum áfram sækja fram af krafti í loftslagsmálum og ætlum að verða fyrst í heiminum til að skipta alfarið úr olíu í rafmagn og aðra innlenda orkugjafa. Markmiðin eru skýr og lausnirnar raunhæfar. Sígandi lukka, stöðugleiki og ábyrgð. Þar liggur lykillinn að farsælli framtíð. Með bjartsýni og trú á framtíðina að vopni gerum við gott samfélag enn betra. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag veljum við hvernig samfélag við ætlum að byggja næstu fjögur árin. Allt frá 2013 hefur það verið verkefni mitt á hverjum degi að vinna að aukinni velferð Íslendinga, greiða niður skuldir ríkissjóðs og viðhalda stöðugleikanum sem öllu skiptir fyrir heimilin og fyrirtækin. Hærri laun, lægri skattar og léttari afborganir Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Launin hafa hækkað og skattarnir lækkað. Tugir þúsunda Íslendinga hafa endurfjármagnað húsnæðislánin með lægri vöxtum og léttari afborgunum. Í úttekt GRI sem birt var í vikunni kemur fram að það sé best að eldast á Íslandi, þriðja árið í röð. Það land er vandfundið þar sem fólk býr við jafn mikinn kaupmátt, jöfnuður er óvíða meiri og tækifærunum fer stöðugt fjölgandi. Tækifærin í vandamálunum Okkur gengur vel, en við höfum líka ótal tækifæri til að gera enn betur. Við þurfum að halda áfram að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa. Til að það sé hægt þurfum við hins vegar frjálst og öflugt atvinnulíf. Kjörin verða ekki bætt með því að hækka skatta, umbylta stjórnarskránni eða skuldsetja komandi kynslóðir fyrir útblásnum loforðum. Árangurinn næst ekki undir forystu fólks sem ávallt sér vandamál í tækifærunum, frekar en tækifæri í vandamálunum. Sjálfstæðisflokkurinn er eina kjölfestan sem kemur í veg fyrir fjölflokka vinstristjórn. Gerum gott samfélag enn betra Með Sjálfstæðisflokkinn í forystu munum við halda áfram að lækka skatta, bæta kjörin og byggja umhverfi þar sem fyrirtækin okkar blómstra, geta fjölgað starfsfólki og borgað hærri laun. Við ætlum að styrkja okkar dýrmæta heilbrigðiskerfi með öflugu samstarfi hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Við munum áfram sækja fram af krafti í loftslagsmálum og ætlum að verða fyrst í heiminum til að skipta alfarið úr olíu í rafmagn og aðra innlenda orkugjafa. Markmiðin eru skýr og lausnirnar raunhæfar. Sígandi lukka, stöðugleiki og ábyrgð. Þar liggur lykillinn að farsælli framtíð. Með bjartsýni og trú á framtíðina að vopni gerum við gott samfélag enn betra. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun