Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Kristin Thoroddsen skrifar 24. september 2021 12:15 Nú þegar einn dagur er í kjördag eru línur að skýrast og gylliboð stjórnmálaflokka flæða yfir okkur, misgáfuleg tilboð sem alls ekki er ljóst hvernig á að fjármagna. Ég öfunda ekki ungt fólk sem er í fyrsta sinn að ganga inn í kjörklefann og þarf að taka upplýsta ákvörðun um það hvað er best að kjósa. Í grunninn þá er þetta alls ekki svo flókið, þetta snýst um hægri eða vinstri stjórn. Í samtölum mínum við ungt fólk á undanförnum dögum kemur skýrt í ljós að þau vilja frelsi umfram fjötra og þau vilja halda sjálfstæði sínu, en umfram allt fá að ákveða sjálf hvað þau setja peningana sína í frekar en að greiða háa skatta og láta stjórnmálamönnum það eftir að ákveða hvert launin þeirra fara. Þar skilur að vinstri stefna og hægri stefna. Ég treysti ungu fólki vel, ég treysti því að þau taki upplýsta ákvörðun um að kjósa þann flokk sem stendur með frelsi þeirra til athafna. Stefna Sjálfstæðisflokksins er alveg skýr, hún stendur með þeim sem kjósa frelsið, hún stendur með þeim sem vilja sjálfir ráðstafa launum sínum og treystir fólki fyrir sínum eigin launum í stað þess að vilja skattleggja þau og þannig lækka ráðstöfunartekjur þeirra um hver mánaðarmót. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað Það er okkar ábyrgð sem erum að ala upp börn að kjósa frelsið fyrir börnin okkar, það er á ábyrgð okkar að kjósa ekki yfir okkur stjórnmálaflokka sem vilja skuldsetja framtíð barna okkar einungis til að fjármagna loforð sín. Hugmyndafræði vinstri manna er kannski ekki röng í eðli sínu en hún á bara alls ekki við í nútíma samfélagi þar sem fólk vill frelsi. Frelsið er ekki sjálfgefið heldur eru það forréttindi, það þekkja þeir sem eldri eru og það þekkja þeir sem búið hafa við þær aðstæður þar sem stjórnmálamenn hafa svo mikil völd að framþróun eða nýsköpun getur ekki átt sér stað. Auðvitað kýs hver fyrir sig en það er á ábyrgð okkar sem eldri erum að huga að þeim sem erfa eiga land okkar. Seljum ekki atkvæði okkar það dýrt að yngri kynslóðir sitji uppi með reikninginn heldur stöndum með vilja þeirra um frelsi og tækifæri til framtíðar. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað þar sem áfangastaðurinn er óljós og algerlega vonlaust að vita hver mun stýra þeirri ferð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltakið og ef einhverntíma það hefur átt við þá er það í dag. Meirihluti landsmanna vill áframhaldandi samstarf ríkisstjórnaflokkanna en atkvæði greitt vinstri flokk kemur í veg fyrir slíkt áframhald. Farsælast er því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og tryggja þannig hægristjórn næstu fjögur árin. Ekki bjóða þér né fjölskyldu þinni í fjögra ára óvissuferð, veldu öruggan áfangastað, veldu XD Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar einn dagur er í kjördag eru línur að skýrast og gylliboð stjórnmálaflokka flæða yfir okkur, misgáfuleg tilboð sem alls ekki er ljóst hvernig á að fjármagna. Ég öfunda ekki ungt fólk sem er í fyrsta sinn að ganga inn í kjörklefann og þarf að taka upplýsta ákvörðun um það hvað er best að kjósa. Í grunninn þá er þetta alls ekki svo flókið, þetta snýst um hægri eða vinstri stjórn. Í samtölum mínum við ungt fólk á undanförnum dögum kemur skýrt í ljós að þau vilja frelsi umfram fjötra og þau vilja halda sjálfstæði sínu, en umfram allt fá að ákveða sjálf hvað þau setja peningana sína í frekar en að greiða háa skatta og láta stjórnmálamönnum það eftir að ákveða hvert launin þeirra fara. Þar skilur að vinstri stefna og hægri stefna. Ég treysti ungu fólki vel, ég treysti því að þau taki upplýsta ákvörðun um að kjósa þann flokk sem stendur með frelsi þeirra til athafna. Stefna Sjálfstæðisflokksins er alveg skýr, hún stendur með þeim sem kjósa frelsið, hún stendur með þeim sem vilja sjálfir ráðstafa launum sínum og treystir fólki fyrir sínum eigin launum í stað þess að vilja skattleggja þau og þannig lækka ráðstöfunartekjur þeirra um hver mánaðarmót. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað Það er okkar ábyrgð sem erum að ala upp börn að kjósa frelsið fyrir börnin okkar, það er á ábyrgð okkar að kjósa ekki yfir okkur stjórnmálaflokka sem vilja skuldsetja framtíð barna okkar einungis til að fjármagna loforð sín. Hugmyndafræði vinstri manna er kannski ekki röng í eðli sínu en hún á bara alls ekki við í nútíma samfélagi þar sem fólk vill frelsi. Frelsið er ekki sjálfgefið heldur eru það forréttindi, það þekkja þeir sem eldri eru og það þekkja þeir sem búið hafa við þær aðstæður þar sem stjórnmálamenn hafa svo mikil völd að framþróun eða nýsköpun getur ekki átt sér stað. Auðvitað kýs hver fyrir sig en það er á ábyrgð okkar sem eldri erum að huga að þeim sem erfa eiga land okkar. Seljum ekki atkvæði okkar það dýrt að yngri kynslóðir sitji uppi með reikninginn heldur stöndum með vilja þeirra um frelsi og tækifæri til framtíðar. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað þar sem áfangastaðurinn er óljós og algerlega vonlaust að vita hver mun stýra þeirri ferð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltakið og ef einhverntíma það hefur átt við þá er það í dag. Meirihluti landsmanna vill áframhaldandi samstarf ríkisstjórnaflokkanna en atkvæði greitt vinstri flokk kemur í veg fyrir slíkt áframhald. Farsælast er því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og tryggja þannig hægristjórn næstu fjögur árin. Ekki bjóða þér né fjölskyldu þinni í fjögra ára óvissuferð, veldu öruggan áfangastað, veldu XD Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun