Hreðjalaus pólitík eftir umhverfisvæna geldingu Ágústa Ágústsdóttir skrifar 24. september 2021 08:16 Á síðustu og verstu tímum sé ég nú ástæðu til að setjast niður og reyna, korteri fyrir kosningar að biðla til fólks að opna á sér augun fyrir því sem er að gerast um allt land. Hér höfum við horft upp á þá staðreynd síðustu fjögur árin að vinstri öflin sem kalla sig riddara umhverfisverndarinnar, hafa með kerfisbundnum áróðri talið fólki trú um að landið okkar sé í útrýmingarhættu og því þurfi að bjarga hið snarasta frá villuráfandi sauðum, sem neiti að ganga til liðs við rétttrúnaðarkirkju þeirra. Sauðirnir eru heiðingjar af verstu sort sem afneita sannleikanum og því dugi ekkert annað en yfirtaka eða dauði. Eða eins og Jósef Stalín orðaði það „Eins manns dauði er harmleikur en dauði milljóna er tölfræði“. Tilgangurinn helgar víst alltaf meðalið hjá þessari flokksstefnu. Hér horfum við upp á umhverfisráðherra ferðast um koppa og grundir, bjóðandi sveitarstjórnum gull og græna skóga með fögrum fyrirheitum um störf, uppbyggingu og peninga, í skiptum fyrir land til að stækka Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðs sem nú þegar er svo vanfjármagnaður að engan vegin verður hægt að reka hann án niðurskurðar. Umhverfisráðherra sem aldrei var kosinn af þjóðinni hefur nú tekið sér það sjálfskipaða einræðisvald að ríða um héruð með fallegt, falskt bros og yfirbragð prúða drengsins til að blekkja íbúa með þeim sannfæringasveitadrengsins tón að landið okkar muni breytast í regnbogaland með eilífu sólskini ef við bara afsölum okkur lýðræðinu, smátt og smátt. Það mætti reyndar líkja Mumma eilítið við „Gleðiglaum“ úr bókinni Bláa hnettinum sem margir hafa lesið og mætti halda að Mummi noti þá bók sem leiðarljós á sinni vegferð að verða drottnari allrar náttúru. Það allra versta er þó að flestir íslenskir alþingismenn og flokkar sem standa eiga vörð um lýðræði okkar og eru kosnir af okkur til þess, eru orðnir svo hreðjalausir með öllu að þeir þora ekki lengur að standa í lappirnar af ótta við að einhverjum líki þá ekki við þá. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru einmitt gott dæmi um slíkt. Framsóknarflokkurinn er orðinn mjög æfður eftir áratuga reynslu að tala helling en segja samt ekki neitt. Afstöðuleysið er algjört því þeir eru svo hræddir um að fá ekki að vera memm í næstu ríkisstjórn ef þeir mynda sér einhverja alvöru skoðun á málum. Ég held að stærsti ótti Framsóknar sé sá að ef bæði eistun myndu einhvern tíman detta niður í brækur þeirra þá myndu þeir standa frammi fyrir þeirri hræðilegu staðreynd að vera orðnir umdeildir í einhverju. Guð hjálpi miðjunni þeirra þá, hún gæti endað einhvers staðar úti í hafsauga. Og hvað yrði þá um framtíðina ? Sama hreðjavandamál herjar á Sjálfstæðisflokkinn sem er svo klofinn í herðar niður af fylkingum sem annað hvort vilja hálendisþjóðgarð eða ekki að flokkurinn telur besta leikinn vera að láta bara skera undan sér strax svo ekki þurfi að hafa meiri áhyggjur af því að eistun búi til einhver vandamál sem þeir ráða ekki við. Eftir að hinn Örlitli grenjandi minnihluti sem Steingrímur J. Sigfússon er hinn eini sanni stofnfélagi að, eftir að hafa ráðist að Miðflokksmönnum sem voru þeir einu frá upphafi sem stóðu föstum fótum gegn áformum um hálendisþjóðgarð, reis upp hin eina sanna lýðræðislega mótmælaalda fyrir utan alþingi, sem olli svo miklum titringi meðal stjórnarliða að þeir þorðu ekki annað en að setja upp pókerandlitið til að reyna bjarga afturendanum á sjálfum sér. Eftir þetta hafa þeir keppst við að tala mikið en um ekki neitt. Í kjölfar þessa hafa flestir flokkar sprottið upp korteri fyrir kosningar með yfirlýsingar um að þeir séu á móti framlögðu frumvarpi umhverfisráðherra í þeim tilgangi að snapa sér atkvæði. En svo merkilegt sem það nú er þá er enginn flokkur tilbúinn að lýsa því formlega yfir að þeir leggist alfarið gegn stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er nefnilega himinn og haf á milli andstöðu við framlagt frumvarp um hálendisþjóð eða andstöðu við stofnun hálendisþjóðgarðar. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem tekið hefur skýra og afdráttarlausa stöðu gegn frekari stofnanavæðingu hálendisins. Nóg er nóg. Ef menn vilja breytingar þá þurfa menn að kjósa þær. Hvað mig varðar er engin spurning um hvar hinar alvöru hreðjar hanga. Við þorum að hafa skoðanir og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Sjá meira
Á síðustu og verstu tímum sé ég nú ástæðu til að setjast niður og reyna, korteri fyrir kosningar að biðla til fólks að opna á sér augun fyrir því sem er að gerast um allt land. Hér höfum við horft upp á þá staðreynd síðustu fjögur árin að vinstri öflin sem kalla sig riddara umhverfisverndarinnar, hafa með kerfisbundnum áróðri talið fólki trú um að landið okkar sé í útrýmingarhættu og því þurfi að bjarga hið snarasta frá villuráfandi sauðum, sem neiti að ganga til liðs við rétttrúnaðarkirkju þeirra. Sauðirnir eru heiðingjar af verstu sort sem afneita sannleikanum og því dugi ekkert annað en yfirtaka eða dauði. Eða eins og Jósef Stalín orðaði það „Eins manns dauði er harmleikur en dauði milljóna er tölfræði“. Tilgangurinn helgar víst alltaf meðalið hjá þessari flokksstefnu. Hér horfum við upp á umhverfisráðherra ferðast um koppa og grundir, bjóðandi sveitarstjórnum gull og græna skóga með fögrum fyrirheitum um störf, uppbyggingu og peninga, í skiptum fyrir land til að stækka Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðs sem nú þegar er svo vanfjármagnaður að engan vegin verður hægt að reka hann án niðurskurðar. Umhverfisráðherra sem aldrei var kosinn af þjóðinni hefur nú tekið sér það sjálfskipaða einræðisvald að ríða um héruð með fallegt, falskt bros og yfirbragð prúða drengsins til að blekkja íbúa með þeim sannfæringasveitadrengsins tón að landið okkar muni breytast í regnbogaland með eilífu sólskini ef við bara afsölum okkur lýðræðinu, smátt og smátt. Það mætti reyndar líkja Mumma eilítið við „Gleðiglaum“ úr bókinni Bláa hnettinum sem margir hafa lesið og mætti halda að Mummi noti þá bók sem leiðarljós á sinni vegferð að verða drottnari allrar náttúru. Það allra versta er þó að flestir íslenskir alþingismenn og flokkar sem standa eiga vörð um lýðræði okkar og eru kosnir af okkur til þess, eru orðnir svo hreðjalausir með öllu að þeir þora ekki lengur að standa í lappirnar af ótta við að einhverjum líki þá ekki við þá. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru einmitt gott dæmi um slíkt. Framsóknarflokkurinn er orðinn mjög æfður eftir áratuga reynslu að tala helling en segja samt ekki neitt. Afstöðuleysið er algjört því þeir eru svo hræddir um að fá ekki að vera memm í næstu ríkisstjórn ef þeir mynda sér einhverja alvöru skoðun á málum. Ég held að stærsti ótti Framsóknar sé sá að ef bæði eistun myndu einhvern tíman detta niður í brækur þeirra þá myndu þeir standa frammi fyrir þeirri hræðilegu staðreynd að vera orðnir umdeildir í einhverju. Guð hjálpi miðjunni þeirra þá, hún gæti endað einhvers staðar úti í hafsauga. Og hvað yrði þá um framtíðina ? Sama hreðjavandamál herjar á Sjálfstæðisflokkinn sem er svo klofinn í herðar niður af fylkingum sem annað hvort vilja hálendisþjóðgarð eða ekki að flokkurinn telur besta leikinn vera að láta bara skera undan sér strax svo ekki þurfi að hafa meiri áhyggjur af því að eistun búi til einhver vandamál sem þeir ráða ekki við. Eftir að hinn Örlitli grenjandi minnihluti sem Steingrímur J. Sigfússon er hinn eini sanni stofnfélagi að, eftir að hafa ráðist að Miðflokksmönnum sem voru þeir einu frá upphafi sem stóðu föstum fótum gegn áformum um hálendisþjóðgarð, reis upp hin eina sanna lýðræðislega mótmælaalda fyrir utan alþingi, sem olli svo miklum titringi meðal stjórnarliða að þeir þorðu ekki annað en að setja upp pókerandlitið til að reyna bjarga afturendanum á sjálfum sér. Eftir þetta hafa þeir keppst við að tala mikið en um ekki neitt. Í kjölfar þessa hafa flestir flokkar sprottið upp korteri fyrir kosningar með yfirlýsingar um að þeir séu á móti framlögðu frumvarpi umhverfisráðherra í þeim tilgangi að snapa sér atkvæði. En svo merkilegt sem það nú er þá er enginn flokkur tilbúinn að lýsa því formlega yfir að þeir leggist alfarið gegn stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er nefnilega himinn og haf á milli andstöðu við framlagt frumvarp um hálendisþjóð eða andstöðu við stofnun hálendisþjóðgarðar. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem tekið hefur skýra og afdráttarlausa stöðu gegn frekari stofnanavæðingu hálendisins. Nóg er nóg. Ef menn vilja breytingar þá þurfa menn að kjósa þær. Hvað mig varðar er engin spurning um hvar hinar alvöru hreðjar hanga. Við þorum að hafa skoðanir og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar